Hefur Twitter einhver áhrif?

Twitter-samfélagið hefur blómstrað í kjölfar umróts í íslensku stjórnmálaumhverfi og ný myllumerki spretta upp nær daglega. Æ fleiri nýta sér miðilinn til að tjá skoðanir sínar. Stjórnmálafræðingur segir Twitter „hálfgerðan elítumiðil“.

Twitter
Auglýsing

Mikil umræða skap­að­ist á sam­fé­lags­miðl­inum Twitter í kjöl­far upp­ljóstrana úr Panama­skjöl­unum í byrjun apr­íl. Almenn­ingur og stjórn­mála­menn létu rödd sína heyr­ast undir myllu­merkjum og hefur umræðan einnig opn­ast fyrir skap­andi tístum og beittum athuga­semd­um. Myllu­merkið #cas­hljós var upp­spretta umræðna og má segja að Twitt­er-­sam­fé­lagið hafi sprungið út sem aldrei fyrr. En eru áhrifin eins mikil og ætla mætti? Eru þau ein­hver? 

Bylt­ingum hefur áður verið hrint af stað á Twitter undir myllu­merkjum eins og #FreeTheNipp­le, #Þöggun og #Éger­ekkitabú þar sem mark­miðið var að opna á umræðu um birt­ingu brjósta og geir­varta á sam­fé­lags­miðl­um, kyn­ferð­is­of­beldi og geð­ræn vanda­mál. Kjarn­inn náði tali af nokkrum tíst­urum og álits­gjöfum til að spjalla um þessa nýju umræðu­menn­ingu á Ísland­i. 

Nýtt myllu­merki fæð­ist

„Það þarft að úthugsa aðal­at­rið­ið. Það er ekk­ert pláss til að fara í ein­hverjar lang­lok­ur,“ segir Haukur Braga­son, tíst­ari og athafna­mað­ur, um kosti umræðu á Twitt­er. Hann er hálf­gerður nýliði á miðl­inum en hefur verið virkur í rúmt ár, eða frá því að FreetheNipp­le-­bylt­ingin byrj­aði. Hún opn­aði Twitt­er-heim­inn fyrir hon­um. Hann sá hvað þetta virk­aði hratt og vel í fjöl­miðla­um­ræð­u.  

Auglýsing

Haukur Bragason @SentilmennidMyllu­merkið #cas­hljós fædd­ist á síð­unni hans en hann aug­lýsti eftir svoköll­uðu „hashtaki“ til að nota kvöldið sem fyrsti Kast­ljós­þátt­ur­inn var sýndur 3. apr­íl. Úr varð að nota #cas­hljós en hug­myndin kom frá Lilj­ari Þor­björns­syni. Næstu daga og vikur var þetta merki notað til að færa not­endur saman í umræðu tengda Panama­skjöl­un­um. Haukur segir að með notkun myllu­merkis sé auð­veld­ara fyrir hinn almenna les­anda að fylgj­ast með umræð­unni og einnig auð­veldar það fjöl­miðla­vinnu eftir á.

Yngra fólk virkara á Twitter

Haukur segir tölu­verður munur sé á Twitter og Face­book. Það sé afmark­aðri hluti af sam­fé­lag­inu á Twitter og yngra fólk sé virkara á því. Twitter bjóði einnig upp á praktískan vinkil á umræð­una sem hann telur betra en hjá Face­book. Hann bendir einnig á að hver sem er geti skoðað það sem sagt er á Twitter því síðan sé opin öll­um. Það þurfi ekki einu sinni að vera með reikn­ing. Hann telur það líka gott að íslenska Twitt­er-­sam­fé­lagið sé laust við „virkir í athuga­semd­um.“ Hann segir að Twitt­er-­sam­fé­lagið eigi eftir að halda áfram að stækka en hann vonar samt sem áður að það eigi eftir að hald­ast í svip­uðu horf­i. 

Hvað verður „viral“?

„Ég held að sam­fé­lags­miðlar almennt og umræðan á net­inu hafi haft áhrif á póli­tíska umræðu. Mikið af fólki fær í raun­inni ein­göngu fréttir í gegnum sam­fé­lags­miðla í stað þess að fara sjálft á frétta­miðla,“ segir Iris Edda Nowen­stein, tíst­ari og mál­fræð­ing­ur. Hún talar um sam­fé­lags­miðla sem linka­menn­ingu. „Við skoðum það sem vinir okkar eða þeir sem við fylgjum deila. Þetta gerir það að verkum að þær upp­lýs­ingar og skoð­anir sem kom­ast helst til skila og móta hug­myndir fólks eru þær sem verða „viral“, kom­ast í rosa­lega dreif­ingu á sam­fé­lags­miðl­u­m,“ segir hún.

Iris Edda Nowenstein @IrisNowensteinOg þetta hefur ýmis­legt í för með sér, telur Iris. Það sem helst kemst í dreif­ingu hafi kannski ákveðin ein­kenni - það sé krassandi, sýni eitt­hvað ótrú­legt eða þá að það hafi ein­hvern per­sónu­legan vinkil sem fólk lað­ast að. „Þetta gerir það kannski að verkum að þeir sem skrifa og er skrifað um leit­ast eftir því að fram­leiða efni sem gæti verið gripið með þessum hætti. Ég held að þetta eigi bæði við um blaða­menn og stjórn­mála­menn,“ segir Iris. 

Sam­fé­lags­miðlar hafa umbylt skipu­lagn­ingu mót­mæla

Iris segir að ekki megi gleyma því að sam­fé­lags­miðlar hafi umbylt skipu­lagn­ingu mót­mæla. „Ef við ein­blínum á Twitter sér­stak­lega þá er jafn­vel gengið ennþá lengra í þessum ein­föld­un­um, þar sem maður hefur bara 140 slög til þess að koma ein­hverju frá sér.“ Hún segir að það sem verði vin­sæl­ast sé einmitt yfir­leitt eitt­hvað fynd­ið, hnyttið eða beitt eða eitt­hvað sem fólk tengir mikið við. 

„Það er eig­in­lega óhjá­kvæmi­legt að það feli í sér ákveðnar ein­fald­anir og jafn­vel sköpun á nýjum veru­leika, þar sem eitt­hvað getur kom­ist í umferð án þess að vera satt og þannig mótað skoð­anir fólks. Það er kannski að ein­hverju leyti var­huga­vert ef þetta verður eft­ir­sókn­ar­verð fram­setn­ing á efni hjá stjórn­mála­mönnum og það eru nátt­úru­lega nokkrir þing­menn sem hafa verið áber­andi í umræð­unni á Twitt­er,“ segir Iris. 

Hún telur aftur á móti að tengslin við almenn­ing verða kannski meiri við stjórn­mála­menn og að þeir geti tekið þátt í umræð­unni með beinni hætti, án þess að þeim sé hlíft af form­fest­unni sem er fólgin í sam­skiptum við blaða­menn.

Myllu­merkin mik­il­væg

Önnur sér­staða Twitt­er, að mati Irisar, er að umræðu­efni geta orðið „viral“ með þessum myllu­merkjum sem skapa umræðu­vett­vang og þegar öll virknin safn­ast svona saman á einum stað er auð­velt að fá það á til­finn­ing­una að allt sé að springa. „Vit­und­ar­vakn­ing, bylt­ing, ég veit ekki hvað. Svo er þetta mögu­lega til­tölu­lega fámennur hópur fólks á bak við þetta,“ segir Iris.

Iris telur að Twitt­er-­mið­ill­inn sé þess eðlis að umræðan á honum geti orðið mjög áber­andi. Ólíkt Face­book sé allt opið, sem hefur það kannski að verkum að það mynd­ist minni skoð­ana­bóla en þar þó hún sé vissu­lega til staðar á Twitter líka og sumar skoð­anir vin­sælli en aðr­ar. „Fjöl­miðlar sækja sér oft almennt efni, frekar en til­tek­inn Face­book-sta­tus, á Twitter og setja það fram sem umræð­una í þjóð­fé­lag­in­u.“ 

Er meiri virð­ing borin fyrir Twitt­er?

Iris segir að það sé eins og það sé meiri virð­ing borin fyrir því sem kemur á Twitter en efn­inu frá „virkum í athuga­semd­um“ til dæm­is, eins og Haukur benti líka á. Kannski er ástæðan sú það sé minna um hatur og per­són­u­árásir og jafn­vel staf­setn­ing­ar­vill­ur, segir hún. „Þessir þættir safn­ast allir saman og ég held þeir hafi áhrif bæði á umræðu og stjórn­málin sjálf, en það er kannski mis­jafnt eftir stjórn­mála­mönnum og jafn­vel flokkum hversu mikið er tekið mark á þessu.“

Snarpara og hnit­mið­aðra

„Ég myndi segja að þetta hafi verið að þró­ast í mjög jákvæða átt,“ segir Bragi Valdi­mar Skúla­son, virkur tíst­ari og „alls­konar ann­að“, um Twitt­er-­sam­fé­lag­ið. Hann segir að ekki hafi verið svo mikil póli­tík á miðl­inum hingað til en af og til gjósi hún upp. Sér­stak­lega eftir atburði síð­ast­lið­inna vikna. „Þetta sést best þegar allir sitja og góna á sama hlut­inn, allt frá sjón­varps­þáttum til risa­vax­inna fjöl­miðla­við­burða,“ segir hann. 

Bragi Valdimar Skúlason @BragiValdimarBragi Valdi­mar segir að mikið sé verið að djóka á Twitter en þó séu oft þung högg inn á milli. Mik­ill munur sé á umfjöllun á Face­book og Twitt­er. Twitter sé mikið snarpara og hnit­mið­aðra. Hann segir að skýrasta dæmið um áhrif Twitter hér heima hafi verið FreetheNipp­le-­bylt­ingin í fyrra en hann telur að þá hafi fólk fattað að það gæti virki­lega haft áhrif í sam­ein­ingu. Fjöl­miðlar taki upp ummæli af Twitter og fólk end­ur­tísti. „Fólk espast upp og finnur að aðrir eru að lesa. Þannig getur það troðið sér inn í umræð­una,“ bætir hann við.

Fjöl­miðlar fylg­ast með

Braga Valdi­mar finnst Twitt­er-um­ræðan vera heilt yfir heil­brigð og mál­efn­an­leg — og hressandi. Hann segir að allir orða­leikir séu afgreiddir fljótt og örugg­lega allir mögu­legir brand­arar um hvert mál­efni sagð­ir. „Það er mjög gaman að fylgj­ast með þessu,“ segir hann. „Þetta kemur í bylgjum og fólk hefur ýmis­legt gott til mál­anna að leggja.“

„Ég held að fólk fylgist alltaf meira og meira með því sem er að ger­ast á Twitt­er,“ segir Bragi Valdi­mar. Hann segir aug­ljóst að það sem þar fer fram hafi áhrif, sér­stak­lega í svona róti sem gengur nú yfir sam­fé­lagið og að efn­is­þyrstir fjöl­miðlar og taugatrekktir almanna­tenglar fylgist grannt með. 

Hann segir að umræðan í sam­fé­lag­inu verði oft ein­hliða en þetta sé vett­vangur þar sem hægt sé að skipt­ast á skoð­un­um. Fólk sé fljótt að koma og sigta út bullið. „Það er mjög áber­andi hvað þetta er í raun mál­efn­an­legt og umfram allt sjúk­lega skemmti­leg­t,“ segir hann.

Hálf­gerður elítu­mið­ill

Birgir Guðmundsson

Birgir Guð­munds­son, stjórn­mála­fræð­ingur og dós­ent við Félags­vís­inda­deild Háskól­ans á Akur­eyri, hefur verið að velta fyrir sér þeim breyt­ingum sem átt hafa sér stað í fjöl­miðlaum­hverfi á Íslandi, til dæmis hvernig flokkar og stjórn­mála­menn komi boðum áleið­is. Hann spyr sig hvaða leiðir fram­bjóð­endur séu að nota og hvernig sé best að ná eyrum almenn­ings.

Birgir seg­ist ekki hafa lagt sig mikið eftir Twitter og að mið­ill­inn sé tal­inn hálf­gerður elítu­mið­ill, þar sem blaða­menn, íþrótta­á­huga­menn og stjórn­mála­menn séu sam­an­komn­ir. Almenn­ingur sé ekki svo mikið á Twitt­er. 

Face­book vin­sælla hjá stjórn­mála­mönnum

Birgir segir að hann hafi verið að tala við fram­bjóð­endur í póli­tík síðan árið 2010 um notkun sam­fé­lags­miðla. Í rann­sóknum sínum komi fram að stjórn­mála­menn noti sam­fé­lags­miðla sífellt meira með hverju árinu sem líður og að Face­book sé sá sam­fé­lags­mið­ill sem not­aður er mest, bæði hér á Íslandi og á Norð­ur­lönd­un­um. Gríð­ar­legur munur sé á notkun miðl­anna, en í könnun frá árinu 2013 kemur fram að fram­bjóð­endur í alþing­is­kosn­ing­unum sama ár not­uðu Face­book í 88 pró­sent til­vika en Twitter í 18 pró­sent. En síðan eru liðin mörg ár.

Almenn­ingur orð­inn frétta­stjóri

Þetta eru hug­myndir sem fræði­menn velta fyrir sér núna; sam­spil umræðu og pólítík­ur. Stjórn­mála­menn hafa lengi nýtt sér hina hefð­bundnu miðla en Birgir segir þá einmitt laga sig að starf­semi og lög­málum fjöl­miðl­anna. Þeir læri á það hvað virkar í við­kom­andi fjöl­miðlaum­hverfi. Þeir þurfi að ná til áheyr­enda með sem bestum leið­u­m. 

Það sem hefur gerst núna, segir Birgir, er að aðferða­fræðin hefur breyst. Það sé ekki lengur aðeins einn frétta­stjóri sem ákveði hvað sé frétt og hvað ekki heldur ráði nú frétta­mat mörg þús­und ein­stak­linga sem deili efni í gegnum sam­fé­lags­miðl­ana. Núna reyni stjórn­mála­menn og blaða­menn að finna efni sem höfðar til ein­stak­linga og ­fær þá til að smella á það og deila enda eru slíkar deil­ingar mik­il­væg dreif­ing­ar­leið. Þetta ýti undir per­­són­u­­legri nálgun því það sem tengir fólk og fær það til að deila frétt er ekki að það sé að hugsa um almanna­hag eða þjóð­fé­lags­legt mik­il­vægi, heldur er það í flestum til­fellum ein­fald­lega að deila ein­hverju áhuga­verðu með vinum sín­um. „Það eru mikil tengsl milli venju­legra miðla og sam­fé­lags­miðla, það er sem sagt sam­band þarna á milli. En flækju­stigið fyrir þá sem vilja taka þátt í og hafa áhrif á þjóð­fé­lags­um­ræðu vex aftur á móti mikið í kjöl­far­ið,“ segir hann. 

Heims­mynd blaða­manna mót­ist af net­inu

Birgir telur að þó að á Twitter séu hópar eða elítur frekar en hinn almenni borg­ari, hafi umræðan þar engu að síður áhrif og stjórni henni jafn­vel. Og að hún hafi áhrif á hefð­bundnu fjöl­miðl­ana líka. Til dæmis hafði #cas­hljós-um­ræðan áhrif meðal fjöl­miðla og innan þess geira. 

Gerð var könnun meðal blaða­manna árið 2012 og kom meðal ann­ars fram að þeir teldu sjálfs­rit­skoðun vera í 45% til­fella í fag­stétt þeirra. Birgir telur að blaða­menn taki almennt til­lit til umræðu á net­inu og hann segir að heims­mynd þeirra mót­ist af þessu umhverfi. Frétta­matið mót­ist þar af leið­andi líka af því. Það sama má segja um við­horf og umræðu hjá blaða­mönnum og stjórn­mála­mönn­um. Þessir tveir starfs­hópar séu upp­teknir af því hvað öðru fólki finnst.  

Íslensk Twitt­er-­menn­ing skap­að­ist fyrst meðal íþrótta­á­huga­manna

Baldvin Þór BergssonBald­vin Þór Bergs­son, þátta­stjórn­andi Kast­ljóss á RÚV og stjórn­mála­fræð­ing­ur, hefur rann­sakað áhrif sam­fé­lags­miðla á póli­tískan áhuga og þátt­töku. Hann bendir í fyrsta lagi á að Twitter sé til­tölu­lega nýr mið­ill og að íslenskur almenn­ingur hafi ekki verið virkur þar til nýlega. Bald­vin segir að notkun mið­ils­ins verði mest innan hópa eins og til dæmis meðal íþrótta­á­huga­manna. Fyrsta Twitt­er-­menn­ing á Íslandi skap­að­ist einmitt á þeim vett­vangi. Það verði mikil umræða í kringum íþrótta­við­burði og myllu­merkið henti ein­stak­lega vel til þess að leiða slíka hópa sam­an. 

Á Íslandi var það #12­stig sem opn­aði Twitt­er-heim­inn fyrir Íslend­ing­um, að mati Bald­vins. Hann vinnur nú að rann­sókn á FreetheNipp­le-­bylt­ing­unni en hann segir að hægt sé að kanna dreifni umræð­unn­ar; hversu víða hún nær og hvaða áhrif hún hef­ur. Það sé aug­ljóst að umræðan hafði þau áhrif að umfjöllun um mál­efnið jókst mik­ið, til skemmri tíma að minnsta kosti. En það sé mun erf­ið­ara að álykta hver sam­fé­lags­leg áhrif séu.

Áhrif fólks mis­mikil

Bald­vin tekur undir með Birgi að ákveðin sé elítu­væð­ing á Twitt­er. Sem sagt, að ekki verði allir sem stofna reikn­ing stór nöfn á miðl­in­um. Alla­jafna sé þekkt fólk vin­sæl­ast á miðl­in­um. „Það er hættan við Twitter í póli­tískri umræð­u,“ segir Bald­vin. „Áhrif þeirra sem taka þátt eru mis­mikil og ákveð­inn valda­kjarni mynd­ast í umræð­unni.

Hann telur mik­il­vægt að muna að þótt ímynd sam­fé­lags­miðla eigi að vera þannig að allir hafi sömu rödd sé reyndin önn­ur. Þar verði til áhrifa­miklir ein­stak­lingar og hópar en þeir valda­minni fái ekki sömu athygli.

Bald­vin segir að fólk bæði van­meti og ofmeti Twitt­er. Það sé ekki hægt að líta fram hjá áhrifum mið­ils­ins en á sama tíma sé ekki ástæða til að eigna Twitter það sem fólk ger­ir. Það sé fólkið að baki hug­mynda og gjörða sem skiptir máli og að það nái árangri á eigin verð­leik­um, ekki út af sam­fé­lags­miðl­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None