Konan sem tugtaði nasistana til

Nancy Wake var sæmd heiðursmerkjum margra ríkja eftir seinna stríð fyrir fórnir sínar í baráttunni við nasismann. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sé stríðssögu hennar.

Kristinn Haukur Guðnason
Nancy Wake
Auglýsing

Eftir seinni heims­styrj­öld­ina var ung áströlsk kona sæmd ótal heið­urs­merkjum og ekki ein­ungis af löndum sínum heldur einnig í Bret­landi, Banda­ríkj­unum og því landi sem stóð í mestri þakk­ar­skuld við hana, Frakk­landi. Hún barð­ist í fremstu línu með and­spyrnu­hreyf­ing­unni gegn bryn­vörðum og þung­vopn­uðum her­sveitum Þjóð­verja. Fram­göngu hennar mætti líkja við per­sónur á borð við James Bond eða Rambó en hún var mann­eskja af holdi og blóði. Þetta er sagan af konu sem þoldi ekki að sjá yfir­gang nas­ism­ans og ákvað að gera eitt­hvað í því. 

Í leit að ævin­týrum

Nancy Wake fædd­ist þann 30. ágúst árið 1912 í Well­ington, höf­uð­borg Nýja Sjá­lands. Hún var yngst sex systk­ina hjón­anna Charles og Ellu Wake og lifðu þau við ákaf­lega þröngan kost. Þegar Nancy var aðeins tveggja ára flutt­ist fjöl­skyldan til Sydney í Ástr­al­íu. Faðir henn­ar, sem starf­aði sem blaða­mað­ur, yfir­gaf fjöl­skyld­una skömmu eftir kom­una til Sydney og því þurfti móðir hennar að ala börnin upp sjálf. 

Þegar Nancy var 16 ára fór hún að heiman og vann um tíma sem hjúkr­un­ar­kona. Draumur hennar var þó að kom­ast til Evr­ópu og Amer­íku og það gerði hún mjög ung. Hún flutti til New York um stund og síðan til Lund­úna þar sem hún fet­aði í fót­spor föður síns og lærði blaða­mennsku. Í Lund­únum beitti hún brellum til að fá vinnu hjá úti­búi amer­íska frétt­ar­is­ans Hearst. Hún komst að því að rit­stjór­inn þar hefði áhuga á mál­efnum Egypta­lands. Því laug hún því að hún tal­aði reiprenn­andi forn-eg­yp­sku og kynni að rita híróglíf­ur. Hún páraði ein­hverjar myndir á blað og fékk starfið

Auglýsing

Eitt af fyrstu verk­efnum hennar var að fara til Vín­ar­borgar til að taka við­tal við hinn nýja kansl­ara Þýska­lands, Adolf Hitler, árið 1933. Í Vín sá hún flokk af ungum nas­istum ráð­ast að gyð­ingum með til­hæfu­lausu ofbeldi og sví­virð­ing­um. Frá þeim punkti hafði hún megna óbeit á nas­ism­an­um. Nancy flutti til Par­ísar þar sem hún naut sín í botn í skemmt­ana-og menn­ing­ar­lífi borg­ar­inn­ar. Hún hafði mik­inn sjarma og þótti hisp­urs­laus í fasi. Sjálf lýsir hún sér sem daðr­ara. Hún gat drukkið hvern sem er undir borð­ið, sagði klúra brand­ara og fékk unga mynd­ar­lega menn til að borga drykk­ina fyrir sig. Hún ferð­að­ist víða um Evr­ópu og skrif­aði fyrir amer­ísk dag­blöð. Í borg­inni Marseille í Suður Frakk­landi kynnt­ist hún hinum unga stáljöfri Henri Fiocca árið 1937. Þau giftu sig árið 1939, tveimur mán­uðum eftir að seinni heims­styrj­öldin braust út.

Hvíta músin

Leift­ur­sókn Þjóð­verja um Evr­ópu barst til Frakk­lands vorið 1940. Henri var kvaddur í her­inn og Nancy starf­aði sem hjúkr­un­ar­kona og sjúkra­bíls­stjóri. Þýska stríðs­vélin reynd­ist Frökkum hins vegar ofviða og í júní var landið sigr­að. Nancy hjálp­aði m.a. til við hinn örvænt­ing­ar­fulla flótta breskra og ástr­al­skra her­manna við Dun­kirk. Þjóð­verjar hernumdu norð­ur­hluta Frakk­lands en komu á fót lepp­ríki í suð­ur­hlut­anum kennt við Vichy. Nancy gat hins vegar ekki unað við það að lifa undir járn­hæl þriðja rík­is­ins og gekk strax í frönsku and­spyrnu­hreyf­ing­una og vann með hópum sem köll­uðu sig maquis. Hún vann sem sendi­boði og milli­liður við Breta sem reyndu að aðstoða and­spyrnu­menn­ina. 

En aðal­starf hennar var að bjarga her­mönn­um. Þýskar loft­varn­ar­byssur skutu niður fjölda flug­véla úr breska flug­hernum og þeir her­menn sem komust lífs af urðu stranda­glópar í óvin­veittu ríki. Nancy not­aði auð eig­in­manns síns til að kaupa hús í útjaðri Marseille sem hún not­aði til að hýsa þessa menn. Hún fæddi þá og klæddi, keypti fölsuð vega­bréf fyrir þá og smyglaði þeim úr landi suður yfir Pýrenn­ea­fjöllin til Spán­ar. Alls náði and­spyrnu­hreyf­ingin að koma meira en 2000 manns yfir landa­mær­in. 

Við þetta starf­aði hún í þrjú ár undir nefi þýsku leynilög­regl­unnar Gesta­po. Gesta­po-­menn vissu af til­vist hennar en ekki hver hún var. Hún fékk við­ur­nefnið “hvíta mús­in” vegna þess hversu oft hún slapp þeim úr greip­um. Hún var eft­ir­lýst og 5 milljón frönkum heitið í verð­launafé fyrir hand­töku henn­ar. Árið 1943 hler­uðu sam­verka­menn hennar sím­tal Gestapo þar sem ljóst var að leynilög­reglan hafði kom­ist að því hver hvíta músin var. Þegar Nancy frétti það tók hún föggur sínar og flúði umsvifa­laust í átt að spænsku landa­mær­un­um. Fyrir til­vi­jun var hún hand­tekin í borg­inni Tou­louse og sökuð um að hafa sprengt upp kvik­mynda­hús. Hún var yfir­heyrð í fjóra daga en gaf ekk­ert upp um sjálfa sig. 

Þá kom Albert Guer­is­se, belgískur and­spyrnu­mað­ur, henni til bjarg­ar. Guer­isse laug því að hann væri vinur Pierre Laval, for­ingja Vichy stjórn­ar­innar og að Nancy væri hjá­kona sín. Henni var sleppt en flótt­anum var ekki lok­ið. Það þurfti sex til­raunir til að kom­ast yfir landa­mærin því að hún og félagar hennar komust í kast við Gestapo menn á leið­inni. Í eitt skipti stökk hún út úr far­þega­lest á ferð undir kúluregni Gestapo manna. Loks komst hún yfir fjöll­in, falin undir kolafarmi á flutn­inga­bíl. Þaðan fór hún suður til Gíbralt­ar­-höfða og svo Bret­lands. Skömmu eftir flótt­ann var eig­in­maður hennar hand­tek­inn, yfir­heyrður og loks tek­inn af lífi.Þjálf­aður njósn­ari

Þegar Nancy komst loks til Eng­lands var hún stað­ráðin í því að halda bar­átt­unni gegn nas­ist­unum áfram. Hún gekk því til liðs við deild innan breska hers­ins sem nefnd­ist S.O.E. (Special Oper­ations Executi­ve). Hlut­verk deild­ar­innar var að aðstoða og eiga í sam­skiptum við and­spyrnu­hreyf­ingar víða um Evr­ópu. Reynsla hennar og tengsl við maquis hópana var því ómet­an­leg. Hún var send í þjálf­un­ar­búðir í Skotlandi þar sem hún lærði m.a. vopna­burð, sjálfs­varn­ar­list, njósn­ir, dulkóð­un, að bjarga sér í óbyggðum og að fara með sprengi­efn­i. 

Nancy hafði enga reynslu af vopna­burði eða bar­dögum og þjálfunin var henni því mjög fram­andi í upp­hafi. Hún var heldur ekki íþrótta­mann­lega vaxin eða í góðu formi. Þetta lá þó fyrir henni, hún kom kenn­urum sínum á óvart og eftir aðeins nokkra mán­uði var hún orðin vel þjálf­aður útsend­ari hans hátign­ar. Í lok apríl 1944, skömmu fyrir inn­rás­ina á Norm­andí, var Nancy reiðu­búin til þjón­ustu og var send með flug­vél aftur til Frakk­lands. Hún, ásamt fleiri með­limum S.O.E. stukku úr vél­inni með fall­hlíf og lentu í námunda við bæinn Montlucon í Mið-Frakk­landi þar sem þau hittu fyrir maquis-and­spyrnu­menn. 

Aðal­verk­efni S.O.E. manna var að koma vopnum til maquis-hópanna. Þau fundu bletti þar sem auð­velt var fyrir flug­vélar að varpa birgða­kössum með fall­hlífum og komu skila­boðum til Bret­lands um þessa bletti. Einnig þurfi að kenna and­spyrnu­mönn­unum að nota vopnin og sprengj­urn­ar. And­spyrnu­liðið stækk­aði umtals­vert eftir komu S.O.E., í alls um 7500 menn, og þeirra beið mik­il­vægt verk­efni, þ.e. að skapa glund­roða og gera Þjóð­verjum erfitt fyrir áður en Banda­menn lentu í Norm­andí á D-deg­in­um. 

Í fremstu víg­línu

Stríðið breitti per­sónu Nancy Wake. Áður hafði hún verið glað­vær ung kona sem unni sér best með kampa­víns­glas í hönd og herra­mann upp á arm­inn. Nú var hún orðin ein­beitt og miskun­ar­laus bar­áttu­kona. Hún sagð­ist aldrei hafa gugn­að. „Maður var aldrei hrædd­ur. Það var of mikið að gera til að vera hrædd­ur.” Hún tók virkan þátt í árásum and­spyrnu­manna á brýr, birgða­lest­ir, verk­smiðj­ur, orku­ver og fleiri mik­il­væga staði fyrir þýsku her­vél­ina. Í eitt skipti réð­ust þau á höf­uð­stöðvar Gestapo í Montlucon vörp­uðu hand­sprengjum inn um hurð­ina og skutu þá lög­reglu­menn sem komust lif­andi út, alls féllu 38 leynilög­reglu­menn í árásinni. Í annað skipti þurfti hún að hjóla nán­ast við­stöðu­laust um 400 km leið fram­hjá mörgum eft­ir­lits­stöðvum Þjóð­verja til að koma nauð­syn­legum skila­boðum til Lund­ún­a. 

Þegar hún sneri aftur var hún svo örmagna að hún gat vart staðið eða tal­að. Nancy fékk einnig það verk­efni að yfir­heyra fanga hóps­ins. Hún veigraði sér ekki við að taka suma af lífi sjálf, jafn­vel þó það væru kon­ur. Hún sagði: „Ég var ekki ljúf mann­eskja, en ég hélt samt niðri morg­un­matn­um.” Hún kom meira að segja sjálfri sér á óvart í einni árásinni þegar hún drap þýskan her­mann með berum hönd­um. Einn sam­verka­maður hennar sagði að hún væri sú kven­leg­asta kona sem hann þekkt­i….þangað til að bar­dagar hæfust, þá jafn­að­ist hún á við fimm karl­menn. Hún kunni vel við sig innan um alla menn­ina í hreyf­ing­unni og var hvers manns hug­ljúfi. 

Hún reykti vindla og gat enn drukkið menn undir borðið en hún pass­aði einnig upp á það að vera alltaf vel útlít­andi, með Chan­el-vara­lit og ýmsan annan tísku­varn­ing. Hún sagð­ist aldrei hafa átt í ást­ar­sam­bandi við nokkurn mann á meðan hún barð­ist með frönsku and­spyrn­unni enda vissi hún ekki á þeim tíma­punkti að eig­in­maður hennar var lát­inn. Loks reyndu Þjóð­verjar að snúa vörn í sókn gegn and­spyrnu­mönn­un­um. Þeir höfðu þrefalt meiri mann­afla en það gagn­að­ist þeim lít­ið. And­spyrnu­menn þekktu svæðið mun betur og skóg­vaxið lands­lagið hent­aði einkar vel til varna. Þetta trufl­aði Þjóð­verja veru­lega á sama tíma og þeir þurftu að sinna vörnum gegn sókn Banda­manna í Norð­ur­-Frakk­landi. Loks yfir­gáfu þeir svæðið og and­spyrnu­hreyf­ingin stóð uppi með pálmann í hönd­inn­i. 

Eftir stríðið

Í lok stríðs­ins og skömmu eftir það vann hún fyrir breska flug­her­inn í París en flutti skömmu seinna heim til Ástr­al­íu. Þar reyndi hún að kom­ast á þing fyrir Frjáls­lynda hægri flokk­inn en mistókst í tvígang, 1949 og 1951. Þá flutti hún til Bret­lands og vann hjá flug­hernum þar sem hún kynnt­ist seinni eig­in­manni sín­um, ofurst­anum John Forward. Þau gift­ust árið 1957 og fluttu nokkrum árum seinna til Ástr­alíu þar sem hún reyndi enn á ný að kom­ast á þing en mistókst aft­ur, árið 1966. Forward lést árið 1997 en þau áttu engin börn sam­an. 

Fram á gam­als­aldur keppt­ust rík­is­stjórnir við að sæma hana orð­um. Heima­land hennar Ástr­al­ía, fæð­ing­ar­land hennar Nýja Sjá­land, Bret­land, Banda­ríkin og vita­skuld Frakk­land. Hún fékk flestar orður af öllum þeim konum sem börð­ust í seinni heims­styrj­öld­inni. Í Nýja Sjá­landi var gata nefnd í höf­uðið á henni. Árið 2001 flutti hún aftur til Bret­lands og bjó þar sein­ustu æviár sín. Hún hætti aldrei að hafa gaman að líf­inu og sást iðu­lega á krám í góðra vina  hópi með gin og tonik í glasi þó hún væri komin á tíræð­is­ald­ur. Nancy Wake lést 98 ára að aldri þann 7. ágúst árið 2011 í Lund­únum en ösku hennar var dreift Frakk­landi, nærri bænum Montlucon. Í Ástr­alíu er hennar minnst sem einnar mestu stríðs­hetju sem landið hefur alið.

Frelsið er það eina sem er þess virði að lifa fyr­ir. Meðan á þessu öllu stóð hugs­aði ég með sjálfri mér að það skipti ekki máli hvort ég lifði eða dæi, því að án frelsis væri eng­inn til­gangur með líf­inu.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None