Aðalmeðferð í Aurum-málinu hafin...aftur

Aðalmeðferð í Aurum málinu, þar sem fjórir menn eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar, hófst í morgun í annað sinn. Hæstiréttur ógilti sýknudóm í fyrra vegna efa um óhlutdrægni dómara.

Jón Ásgeir Jóhannesson er einn þeirra sem ákærður er í Aurum-málinu.
Jón Ásgeir Jóhannesson er einn þeirra sem ákærður er í Aurum-málinu.
Auglýsing

Aðal­með­ferð í Aur­um-­mál­inu svo­kall­aða hófst í hér­aðs­dómi Reykja­víkur í morgun klukkan 9:15. Þetta er í annað sinn sem málið er tekið fyrir í hér­aði en Hæsti­réttur ógilti sýknu­dóm í mál­inu í apríl 2015. Ástæða þess að Hæsti­réttur féllst á ómerk­ing­ar­kröfu sak­sókn­ara í mál­inu var efi um óhlut­drægni dóm­ara sem dæmdi í mál­inu, Sverris Ólafs­son­ar. Hann er bróðir Ólafs Ólafs­son­ar, sem hlaut fjög­urra og hálfs árs dóm í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða. 

Sak­­born­ingar í Aur­um-­­mál­inu, þeir Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi for­­stjóri Glitn­is, Magnús Arnar Arn­gríms­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, Jón Ásgeir Jóhann­es­­son, fyrrum aðal­­eig­andi Glitn­is, og Bjarni Jóhann­es­­son, fyrr­ver­andi við­­skipta­­stjóri bank­ans, voru allir sýkn­aðir af ákæru sér­­staks sak­­sókn­­ara um umboðs­­svik í Hér­­aðs­­dómi Reykja­víkur þann 5. júní síð­­ast­lið­inn. Einn dóm­­ari máls­ins, Arn­grímur Ísberg, skil­aði sér­­at­­kvæði og taldi að sak­­fella ætti Lárus, Magnús Arnar og Jón Ásgeir.

Málið snýst um sex millj­­­arða króna lán­veit­ingu til félags­­­ins FS38 í júlí 2008. Lánið var veitt til að fjár­­­­­magna kaup FS38, eign­­­ar­­­laust félag í eigu Pálma Har­alds­­­son­­­ar, á 25,7 pró­­­sent hlut Fons hf., líka í eigu Pálma, í Aurum Hold­ing Limited. Hluti láns­ins, einn millj­­­arður króna, var ráð­stafað inn á per­­­són­u­­­legan banka­­­reikn­ing Jóns Ásgeirs. Hann nýtti þann millj­­­arð síðan í að borga meðal ann­­­ars 705 millj­­­óna króna yfir­­­­­drátt­­­ar­heim­ild sína hjá Glitni. Hér­aðs­sak­sókn­ari, áður sér­­­stakur sak­­­sókn­­­ari, vill meina að Jón Ásgeir hafi þannig fengið hlut í ávinn­ingi af brot­inu og notið hagn­að­­­ar­ins.

Auglýsing

Sér­­­stakur sak­­­sókn­­­ari fór fram á sex ára fang­elsi yfir Lárusi Weld­ing þegar málið var fyrst flutt í hér­­­aði og fjög­­­urra ára fang­elsi yfir þeim Jóni Ásgeiri, Magn­úsi Arn­­­ari og Bjarna.

Ólafur Þór Hauks­son hér­aðs­sak­sókn­ari sækir málið sjálfur og dóm­ari í því er Bar­bara Björns­dótt­ir, hér­aðs­dóm­ari.

Ógilt vegna efa um óhlut­­drægni dóm­­ara

Helgi Magnús Gunn­­­ar­s­­­son vara­­­rík­­­is­sak­­­sókn­­­ari hafði kraf­ist ómerk­ingar á með­­­­­ferð máls­ins á grund­velli þess að einn með­­­­­dóm­­­ari máls­ins hefði verið van­hæfur til að fjalla um það. Um­ræddur með­­­­­dóm­­­ari er Sverrir Ólafs­­­son, fjár­­­­­mála­verk­fræð­ing­­­ur, en hann er bróðir Ólafs Ólafs­­­son­­­ar, kenndum við Sam­­­skip, sem hlaut þungan fang­els­is­­­dóm vegna aðildar sinnar að Al-T­hani flétt­unni svoköll­uðu. Þetta lá ekki fyrir við með­­­ferð máls­ins í hér­­aði. Hæst­i­­réttur féllst á það. 

Fjöl­miðlar komust á snoðir um tengslin eftir dóms­­upp­­kvaðn­­ingu í hér­­aði og spurðu Ólaf Þór Hauks­­­son, sér­­­stakan sak­­­sókn­­­ara, hvort hann hefði vitað af tengsl­un­um, sem hann neit­aði. Í kjöl­far­ið, nánar til­­­­­tekið 9. júní 2014, ræddi frétta­­­stofa RÚV við með­­­dóm­­ar­ann Sverri. Í þeirri frétt sagði hann: „Ég fór til dóm­­­ar­ans, Guð­jóns St. Mart­eins­­­son­­­ar, sagði honum frá tengslum mín­­­um. Hann taldi að það væru ekki vand­­­kvæði á því að ég tæki þetta að mér … Ég trúi því ekki í eina sek­úndu að sér­­­stakur sak­­­sókn­­­ari hafi ekki vitað af mínum tengslum strax í upp­­­hafi. Ef hann vissi ekki af mínum tengsl­um, þá ber það vott um afskap­­­lega léleg og yfir­­­­­borðs­­­kennd vinn­u­brögð. Mér finnst við­brögð hans, sko, hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvænt­ing­­­ar­­­fullar og jafn­­­vel óheið­­­ar­­­legar aðgerð­­­ir. Og hann grípur til þeirra á erf­iðum tímum þegar að trú­verð­ug­­­leiki hans stofn­unar er eig­in­­­lega í mol­u­m.“

Í sjón­­­varps­fréttum sama kvöld bætt­ust eft­ir­far­andi ummæli Sverris við frétt­ina: „Ég trúi því fast­­­lega að sér­­­stakur sak­­­sókn­­­ari hafi vitað allan tím­ann hver ég var, hann telji það hins vegar kost að full­yrða núna að hann hafi ekki vitað það. Það laum­­­ast að mér sá grunur að sak­­­sókn­­­ari sé í raun­inni að gera þetta til þess að veikja dóm­inn.“

Guð­jón þurfti að víkja sæti 

Í októ­ber í fyrra varð svo ljóst með úrskurði Hæsta­réttar að Guð­jón St. Mart­eins­­son hér­­aðs­­dóm­­ari þyrfti að víkja sæti í mál­inu, en áður hafði hér­­aðs­­dómur úrskurðað að hann þyrfti ekki að víkja. Sér­­stakur sak­­sókn­­ari hafði gert kröfu um að Guð­jón véki sæti vegna eft­ir­­mála máls­ins í hér­­aðs­­dómi. 

Hann taldi Guð­jón ekki geta talist hæfan til að fara með mál­ið. Ástæðan er sú að eftir að Hæst­i­­­réttur ómerkti nið­­­ur­­­stöðu hér­­­aðs­­­dóms í mál­inu í apríl og vís­aði því aftur til hér­­­aðs­­­dóms sendi Guð­jón tölvu­­­póst til rík­­­is­sak­­­sókn­­­ara og verj­enda ákærðu þar sem hann ræddi mál­ið. Með tölvu­­­póst­­­inum sendi hann grein sem hann hafði ætlað að birta í Frétta­­­blað­inu, en gerði ekki. Greinin fjall­aði um málið og umræð­una um van­hæfi Sverris Ólafs­­son­­ar. Þrátt fyrir að hann hafi hætt við birt­ing­u ­­­sögð­u 365 miðlar frá inn­­i­haldi grein­­­ar­inn­­­ar í fréttum og leið­­­ara­­­skrifum

„Ég varð bæði undr­andi og fannst að mér vegið með ummælum sér­­­staks sak­­­sókn­­­ara í fjöl­miðlum eftir upp­­­­­sögu dóms­ins. Af því til­­­efni sendi ég hinn 10. júní 2014 stutta grein til birt­ingar í dag­­­blaði. Mér þótti sann­­­gjarnt og eðli­­­legt að greina rík­­­is­sak­­­sókn­­­ara frá þessu og ræddi því við hana í síma sama dag auk þess að senda henni grein­ina. Sama dag ræddi ég sím­­­leiðis við sér­­­stakan sak­­­sókn­­­ara sem kann­að­ist ekki við að hafa rætt bræðra­­­tengslin í sím­tali okkar 13. mars 2014 þótt hann kann­að­ist við sím­talið og ýmis­­­­­legt sem þar var rætt. Eftir þetta ákvað ég að birta ekki grein­ina enda ljóst að birt­ingin myndi valda miklu fjaðrafoki sem ekki væri á bæt­and­i.“

Guð­jón segir í tölvu­­­póst­­­inum að á þessum tíma hafi hann hvorki séð fyrir né reiknað með að krafa ákæru­­­valds­ins við áfrýjun yrði krafa um ómerk­ingu máls­ins. „Ég hefði hins vegar birt grein­ina hefði svo ver­ið,“ segir í tölvu­­­póst­­­in­­­um. Þá segir hann að Sverrir hafi látið ummælin falla í fjöl­miðlum „eftir ómak­­­lega aðdróttun sér­­­staks sak­­­sókn­­­ara í hans garð og raunar gegn mér einnig“.

Í dómi Hæsta­réttar er einnig vitnað í óbirtu blaða­­­grein­ina, þar sem Guð­jón segir að Ólafur Þór Hauks­­­son, sér­­­stakur sak­­­sókn­­­ari, hafi hringt í hann og greint honum frá tengslum Sverris Ólafs­­­sonar og Ólafs Ólafs­­­sonar að fyrra bragði þann 13. mars 2014. „Lauk sam­tal­inu með því að sér­­­stakur sak­­­sókn­­­ari kvað ákæru­­­valdið ekki ætla að gera athuga­­­semd við hæfi með­­­­­dóms­­­manns­ins og var það ekki gert.“ Þetta hefur komið fram í mál­inu áður og hefur Ólafur Þór sagt að í umræddu sím­tali milli hans og Guð­jóns hafi hann rætt um það að Sverrir hafi unnið fyrir slita­­­stjórn Glitn­­­is. Þetta kemur einnig fram í dómn­um, þar sem vitnað er til tölvu­­­pósts sem Ólafur Þór sendi til rík­­­is­sak­­­sókn­­­ara þann 18. febr­­­ú­­­ar. „Enn og aftur skyld­­­leika­­­tengsl með­­­­­dóm­­­ar­ans við C [Ólaf Ólafs­­­son, inn­­­­­skot blaða­­­manns] voru ekki rædd í því sím­tali enda hefði ákæru­­­valdið þá klár­­­lega gert athuga­­­semd við þá skipan dóms­ins,“ segir í tölvu­­­póst­­­in­­­um.

Hæst­i­­réttur úrskurð­aði að Guð­jón skyldi víkja sæti vegna þess að orð hans væru fallin til þess að draga mætti með réttu í efa að hugur hans gagn­vart Ólafi Þór Hauks­­syni, sér­­­stökum sak­­sókn­­ara, væri með þeim hætti að tryggt væri að óhlut­­drægni yrði gætt við úrlausn máls­ins. 

Ásak­anir um van­hæfni og óheið­ar­leika

Sverrir Ólafs­son, sér­fróði dóm­ar­inn sem varð til þess að fyrri nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms ógilt­ist, skrif­aði grein í Morg­un­blaðið 10. sept­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem hann fór hörðum orðum um emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Í grein­inni sagði hann að margt bendi til þess að annað hvort van­hæfni eða óheið­­ar­­leiki hafi átti sér stað hjá emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara með til­­liti til með­­­ferðar gagna í Aur­um-­­mál­in­u. Sverrir spyr sig hvort að emb­ættið hafi verið að leyna gögnum í öðrum mik­il­vægum málum og segir að það verði að taka nýlegan áburð Hreið­­ars Más Sig­­urðs­­son­­ar, fyrr­ver­andi for­­stjóra Kaup­­þings sem ákærður hefur verið í fjölda hrun­­mála, um slikt alvar­­lega.

Það sé skoðun sumra að emb­ættið hafi sýnt af sér for­­dæma­­lausan ásetn­ing til að sak­­fella banka­­menn, hvað sem það kostar jafn­­vel þótt það krefj­ist þess að ólög­­legum vinn­u­brögðum sé beitt. Ekki hafi skort á stuðn­­ingi frá reiðri þjóð við þessi verk, sem virð­ist telja fang­elsun mik­il­væg­­ari en rétt­­mæt máls­­með­­­ferð. „Ég hef heyrt þá skoðun setta fram að ef til vill séu sak­­fell­ingar í nokkrum banka- eða hrun­­málum rang­­ar, en að það sem skipti höf­uð­­máli sé að réttir menn voru dæmd­­ir. Maður trúir varla eigin eyrum þegar maður heyrir slíkar athuga­­semd­­ir.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None