Blaðamenn og kvikmyndastjörnur í klandri: lögregla stendur vörð um olíuleiðslu

Frægðarfólk hefur flykkt sér á bak við mótmælendur og fylgjendur þeirra í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Þeir krefjast þess að landið verði virt og óttast að drykkjarvatn þeirra mengist þegar löng olíuleiðsla verður tekin í gagnið.

Mótmælendur mótmæla olíuleiðslunni í Norður-Dakóta fyrir framan Hvíta húsið í Washington í september 2016.
Mótmælendur mótmæla olíuleiðslunni í Norður-Dakóta fyrir framan Hvíta húsið í Washington í september 2016.
Auglýsing

Mikil upp­þot hafa orðið eftir að mót­mæl­endur komu séu upp búðum við jaðar vernd­ar­svæðis frum­byggja í Amer­íku til þess að lýsa and­stöðu við olíu­leiðslu í Norð­ur­-Da­kóta í Banda­ríkj­un­um. Tugir manns söfn­uð­ust einnig saman fyrir framan Hvíta húsið í sept­em­ber til að mót­mæla olíu­leiðsl­unni sem mun liggja í gegnum fjögur fylki í Banda­ríkj­unum og sam­kvæmt þeim hafa nei­kvæð áhrif á fólk og vist­kerfi á svæð­inu.

En ekki hafa ein­ungis mót­mælin kom­ist í heims­press­una heldur hefur athyglin beinst að blaða­mönnum og töku­fólki sem hyggst hefur skrá­setja mót­mælin sjálf. Yfir­völd á staðnum hafa brugð­ist ókvæða við og sakar þetta fólk um ýmiss konar lög­brot. Mikil spenna hefur ríkt milli lög­reglu og mót­mæl­enda og þannig hafa blaða­menn og mót­mæl­endur ýmist verið hand­teknir eða ákærðir fyrir mis­al­var­leg brot og gefnar hafa verið út hand­töku­skip­anir á þá. 

Heil­agt land og mik­il­vægt vatn

For­sagan er sú að mót­mæl­end­ur lýstu and­stöðu sinni við olíu­leiðslu frá Kanada til Banda­ríkj­anna í Norð­ur­-Da­kóta fylk­i. ­Á­ætluð leiðsla mun liggja við Stand­ing Rock Sioux-vernd­ar­svæði frum­byggja Amer­íku. Mót­mæl­endur telja að leiðslan fari inn á heil­agt svæði og muni getað mengað drykkj­ar­vatn á svæð­in­u. 

Auglýsing

Aðal­lega er um að ræða fólk sem býr á svæð­inu og frum­byggja, þrátt fyrir að margir hvaðanæva af land­inu hafi sleg­ist í för með þeim. Margir þeirra hafa nú komið sér fyrir sitt hvoru megin við Cann­on­ball­-ána sem rennur þar hjá. Sumir líta svo á mót­mælin snú­ist ekki bara um þetta svæði eða þessa olíu­leiðslu heldur horfa þeir á hlut­ina í stærra sam­hengi þar sem mót­mælin standi fyrir almennum nátt­úru­vernd­ar­gild­um.

Eins og fyrr segir hafa mót­mælin staðið yfir í marga mán­uði og virð­ist ekk­ert lát vera á þeim. Nýtt sam­fé­lag hefur mynd­ast og margir hafa byggt sér skýli og athvörf til að við­haf­ast í.

Á yfir höfði sér þungan dóm

Heim­ilda­mynda­gerð­ar­konan Deia SchlosbergDeia Schlos­berg hefur verið hand­tekin en hún tók upp mót­mæli sem áttu sér stað á þriðju­dag­inn í síð­ustu viku í Norð­ur­-Da­kóta í Banda­ríkj­un­um. Hún hefur verið kærð fyrir þrjú alvar­leg brot gegn lögum og gæti átt yfir höfði sér margra ára­tuga fang­els­is­dóm verði hún fundin sek. Mynda­vélin hennar og allar upp­tökur voru gerðar upp­tækar en hún hefur ekk­ert getað tjáð sig um hand­tök­una. 

Fjöl­margir hafa skrifað undir opið bréf til Barack Obama þess efnis að hand­takan væri „ósann­gjörn, órétt­lát og ólög­leg.“ Söngv­ar­inn Neil Young og leik­ar­inn Mark Ruffalo hafa tekið þátt í umræð­unni og skorað á að Schlos­berg verði látin laus fyrir þær sakir að hún hafi ein­ungis verið að vinna vinn­una sína. Leikkon­urnar Daryl Hannah og Frances Fis­her hafa einnig skrifað undir bréfið ásamt fjölda ann­arra rit­höf­unda, kvik­mynda­gerða­manna og blaða­manna. Í bréf­inu seg­ir:

„Blaða­mennska, sér­stak­lega heim­ilda­mynda­gerð, er ekki glæp­ur. Hún er skylda. Frelsi fjöl­miðla er grund­vall­ar­réttur okkar í frjálsu sam­fé­lagi. Ákær­urnar gegn henni eru órétt­látar og það verður að fella þær niður strax.“

Mótmæli vegna olíuleiðslu í Norður-Dakóta. Mynd: EPA

Yfir­völd halda því fram að ekki hafi verið um frið­sam­leg mót­mæli að ræða heldur sak­næmt athæfi. Lög­reglu­yf­ir­völd hafa boð­ist til að skila tækjum Schlos­berg því að ekki hafi verið mark­miðið að koma í veg fyrir skrá­setn­ingu atburð­anna. 

Tján­ing­ar­frelsi í hættu

Amy GoodmanBlaða­kon­unni Amy Good­man átti einnig yfir höfði sér ákærur fyrir að taka þátt í óeirðum í sept­em­ber eftir að hafa kvik­myndað mót­mæl­in. Lög­reglu­yf­ir­völd gáfu út hand­töku­skipun á hendur henni. Þetta kom fram á BBC en þar kemur fram að hún seg­ist ásótt fyrir það eitt að vinna vinn­ana sína sem blaða­mað­ur. Hún sagði að hún hefði ekki farið í óleyfi inn á land­svæðið og hefði ekki tekið þátt í óeirð­um, eins og yfir­völd saka hana um. Hún hefði verið að vinna sem blaða­maður með því að skrá­setja það ofbeldi sem frum­byggjar í Amer­íku hafi þurft að þola. 

Nýlega féll þó dómur á þann veg að slíkar ákærur væru ekki rétt­læt­an­legar þar sem sann­anir vant­aði fyrir þeim. Mikil ánægja hefur verið með dóm­ar­ann sem tók þessa ákvörðun og segir Good­man að dóm­ur­inn hafi verið í þágu tján­ing­ar­frelsis fjöl­miðla.  

Hér fyrir neðan má sjá eina umfjöllun Good­man um mót­mæl­in.Hollywood-­stjarna hand­tekin

Leik­konan Shai­lene Woodley tók þátt í frið­sælum mót­mælum í byrjun októ­ber. Hún var hand­tekin ásamt 26 öðrum og ákærð fyrir minni­háttar brot. Henni hefur nú verðið sleppt. Woodley tók upp hand­tök­una á Face­book en hana má sjá hér fyrir neð­an.

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None