Blaðamenn og kvikmyndastjörnur í klandri: lögregla stendur vörð um olíuleiðslu

Frægðarfólk hefur flykkt sér á bak við mótmælendur og fylgjendur þeirra í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Þeir krefjast þess að landið verði virt og óttast að drykkjarvatn þeirra mengist þegar löng olíuleiðsla verður tekin í gagnið.

Mótmælendur mótmæla olíuleiðslunni í Norður-Dakóta fyrir framan Hvíta húsið í Washington í september 2016.
Mótmælendur mótmæla olíuleiðslunni í Norður-Dakóta fyrir framan Hvíta húsið í Washington í september 2016.
Auglýsing

Mikil upp­þot hafa orðið eftir að mót­mæl­endur komu séu upp búðum við jaðar vernd­ar­svæðis frum­byggja í Amer­íku til þess að lýsa and­stöðu við olíu­leiðslu í Norð­ur­-Da­kóta í Banda­ríkj­un­um. Tugir manns söfn­uð­ust einnig saman fyrir framan Hvíta húsið í sept­em­ber til að mót­mæla olíu­leiðsl­unni sem mun liggja í gegnum fjögur fylki í Banda­ríkj­unum og sam­kvæmt þeim hafa nei­kvæð áhrif á fólk og vist­kerfi á svæð­inu.

En ekki hafa ein­ungis mót­mælin kom­ist í heims­press­una heldur hefur athyglin beinst að blaða­mönnum og töku­fólki sem hyggst hefur skrá­setja mót­mælin sjálf. Yfir­völd á staðnum hafa brugð­ist ókvæða við og sakar þetta fólk um ýmiss konar lög­brot. Mikil spenna hefur ríkt milli lög­reglu og mót­mæl­enda og þannig hafa blaða­menn og mót­mæl­endur ýmist verið hand­teknir eða ákærðir fyrir mis­al­var­leg brot og gefnar hafa verið út hand­töku­skip­anir á þá. 

Heil­agt land og mik­il­vægt vatn

For­sagan er sú að mót­mæl­end­ur lýstu and­stöðu sinni við olíu­leiðslu frá Kanada til Banda­ríkj­anna í Norð­ur­-Da­kóta fylk­i. ­Á­ætluð leiðsla mun liggja við Stand­ing Rock Sioux-vernd­ar­svæði frum­byggja Amer­íku. Mót­mæl­endur telja að leiðslan fari inn á heil­agt svæði og muni getað mengað drykkj­ar­vatn á svæð­in­u. 

Auglýsing

Aðal­lega er um að ræða fólk sem býr á svæð­inu og frum­byggja, þrátt fyrir að margir hvaðanæva af land­inu hafi sleg­ist í för með þeim. Margir þeirra hafa nú komið sér fyrir sitt hvoru megin við Cann­on­ball­-ána sem rennur þar hjá. Sumir líta svo á mót­mælin snú­ist ekki bara um þetta svæði eða þessa olíu­leiðslu heldur horfa þeir á hlut­ina í stærra sam­hengi þar sem mót­mælin standi fyrir almennum nátt­úru­vernd­ar­gild­um.

Eins og fyrr segir hafa mót­mælin staðið yfir í marga mán­uði og virð­ist ekk­ert lát vera á þeim. Nýtt sam­fé­lag hefur mynd­ast og margir hafa byggt sér skýli og athvörf til að við­haf­ast í.

Á yfir höfði sér þungan dóm

Heim­ilda­mynda­gerð­ar­konan Deia SchlosbergDeia Schlos­berg hefur verið hand­tekin en hún tók upp mót­mæli sem áttu sér stað á þriðju­dag­inn í síð­ustu viku í Norð­ur­-Da­kóta í Banda­ríkj­un­um. Hún hefur verið kærð fyrir þrjú alvar­leg brot gegn lögum og gæti átt yfir höfði sér margra ára­tuga fang­els­is­dóm verði hún fundin sek. Mynda­vélin hennar og allar upp­tökur voru gerðar upp­tækar en hún hefur ekk­ert getað tjáð sig um hand­tök­una. 

Fjöl­margir hafa skrifað undir opið bréf til Barack Obama þess efnis að hand­takan væri „ósann­gjörn, órétt­lát og ólög­leg.“ Söngv­ar­inn Neil Young og leik­ar­inn Mark Ruffalo hafa tekið þátt í umræð­unni og skorað á að Schlos­berg verði látin laus fyrir þær sakir að hún hafi ein­ungis verið að vinna vinn­una sína. Leikkon­urnar Daryl Hannah og Frances Fis­her hafa einnig skrifað undir bréfið ásamt fjölda ann­arra rit­höf­unda, kvik­mynda­gerða­manna og blaða­manna. Í bréf­inu seg­ir:

„Blaða­mennska, sér­stak­lega heim­ilda­mynda­gerð, er ekki glæp­ur. Hún er skylda. Frelsi fjöl­miðla er grund­vall­ar­réttur okkar í frjálsu sam­fé­lagi. Ákær­urnar gegn henni eru órétt­látar og það verður að fella þær niður strax.“

Mótmæli vegna olíuleiðslu í Norður-Dakóta. Mynd: EPA

Yfir­völd halda því fram að ekki hafi verið um frið­sam­leg mót­mæli að ræða heldur sak­næmt athæfi. Lög­reglu­yf­ir­völd hafa boð­ist til að skila tækjum Schlos­berg því að ekki hafi verið mark­miðið að koma í veg fyrir skrá­setn­ingu atburð­anna. 

Tján­ing­ar­frelsi í hættu

Amy GoodmanBlaða­kon­unni Amy Good­man átti einnig yfir höfði sér ákærur fyrir að taka þátt í óeirðum í sept­em­ber eftir að hafa kvik­myndað mót­mæl­in. Lög­reglu­yf­ir­völd gáfu út hand­töku­skipun á hendur henni. Þetta kom fram á BBC en þar kemur fram að hún seg­ist ásótt fyrir það eitt að vinna vinn­ana sína sem blaða­mað­ur. Hún sagði að hún hefði ekki farið í óleyfi inn á land­svæðið og hefði ekki tekið þátt í óeirð­um, eins og yfir­völd saka hana um. Hún hefði verið að vinna sem blaða­maður með því að skrá­setja það ofbeldi sem frum­byggjar í Amer­íku hafi þurft að þola. 

Nýlega féll þó dómur á þann veg að slíkar ákærur væru ekki rétt­læt­an­legar þar sem sann­anir vant­aði fyrir þeim. Mikil ánægja hefur verið með dóm­ar­ann sem tók þessa ákvörðun og segir Good­man að dóm­ur­inn hafi verið í þágu tján­ing­ar­frelsis fjöl­miðla.  

Hér fyrir neðan má sjá eina umfjöllun Good­man um mót­mæl­in.Hollywood-­stjarna hand­tekin

Leik­konan Shai­lene Woodley tók þátt í frið­sælum mót­mælum í byrjun októ­ber. Hún var hand­tekin ásamt 26 öðrum og ákærð fyrir minni­háttar brot. Henni hefur nú verðið sleppt. Woodley tók upp hand­tök­una á Face­book en hana má sjá hér fyrir neð­an.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None