13 lykilatriði úr Alþingiskosningunum í gær

Íslenskt stjórnmálalandslag er gjörbreytt eftir kosningarnar í gær. Sjö flokkar verða á þingi, aldrei hafa fleiri konur verið kjörnar og nýlegir flokkar fengu 38 prósent atkvæða. Kjarninn fer yfir meginlínur kosninganna.

Bjarni Benediktsson mun líkast til leyfa sér að brosa hringinn í dag. Það mun Sigurður Ingi Jóhannsson þó líklega ekki gera, eftir að hafa leitt flokk sinn í gegnum verstu kosningar hans frá upphafi.
Bjarni Benediktsson mun líkast til leyfa sér að brosa hringinn í dag. Það mun Sigurður Ingi Jóhannsson þó líklega ekki gera, eftir að hafa leitt flokk sinn í gegnum verstu kosningar hans frá upphafi.
Auglýsing

 1. Rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks er kol­fall­in. Hún fékk 51,1 pró­sent atkvæða árið 2013 og hvor flokkur fyrir sig fékk 19 þing­menn. Sam­tals voru þeir því 38. Nú fá flokk­arnir sam­tals 40,6 pró­sent og 29 þing­menn. Fylgi þeirra minnkar því um 10,5 pró­sent og þing­mönn­unum fækkar um 9. Rík­is­stjórn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna, sem fundað hafði und­an­farnar vikur um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf, er enn lengra frá því að ná meiri­hluta. Sam­tals ná flokkar hennar 27 þing­mönnum miðað við stöð­una nú.
 2. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stendur einn eftir sem turn í íslenskum stjórn­mál­um. Flokk­ur­inn fær yfir 29,1 pró­sent atkvæða og bætir við sig tveimur þing­mönnum milli kosn­inga. Næst stærsti flokkur lands­ins verður Vinstri græn, sem bæta við sig umtals­verðu fylgi milli kosn­inga, sem fékk 15,9 pró­sent atkvæða og tíu þing­menn. Sá flokkur er því tæp­lega helm­ingi minni.
 3. Nið­ur­stöður kosn­ing­anna voru mjög frá­brugðnar síð­ustu skoð­ana­könn­unum að því leyti að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fengu um fimm pró­sent meira fylgi en t.d. Kosn­ingapsá Kjarn­ans hafði spáð, en Píratar fimm pró­sent minna fylgi en þeim hafði verið spáð. Þar sem vænt­an­legir kjós­endur Píratar voru taldir afar ólík­legir kjós­endur stjórn­ar­flokk­anna, og öfugt, þá er lík­legt að aðrar breytur en stefna skýri þennan mun, t.d. kosn­inga­þátt­taka. Píratar mæld­ust með sterka stöðu hjá ungu fólki sem er ólík­leg­ast að skila sér á kjör­stað á meðan að sitj­andi stjórn­ar­flokkar mæld­ust sterkir hjá eldra fólki, sem er mun lík­legra til að kjósa.
 4. Staða fjór­flokks­ins svo­kall­aða; Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks, Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna í íslenskum stjórn­málum er nú gjör­breytt. Hann fékk 62,1 pró­sent atkvæða í kosn­ing­un­um. Árið 2013 fékk hann 74,9 pró­sent þeirra og árið 2009 og 2007 fékk hann um 90 pró­sent. Flokkar sem stofn­aðir voru eftir árið 2012 fengu nú 37,9 pró­sent atkvæða.
 5. Aldrei hafa fleiri konur verið kjörnar á þing. 30 konur voru kjörnar á þing í gær. Metið fram að þessu eru 27 þing­konur af þeim 63 þing­mönnum sem eru kjörn­ir. Nú verða konur því 47,6 pró­sent þing­heims. Undir lok þessa kjör­tíma­bils sátu 29 konur á Alþingi vegna þess að fjórar konur komu inn í stað þeirra þing­manna sem lét­ust eða hættu á kjör­tíma­bil­inu.
 6. Það verða sjö flokkar á Alþingi eftir þessar kosn­ing­ar. Það hefur ein­ungis einu sinni gerst áður á lýð­veld­is­­tím­­an­um, en það var árið 1987. Þá voru klofn­ings­fram­­boð frá bæði Sjálf­­stæð­is­­flokki og Fram­­sókn­­ar­­flokki í fram­­boði og fengu menn inn á þing. Borg­­ara­­flokk­­ur­inn, undir for­ystu Alberts Guð­­munds­­son­­ar, náði sjö mönnum inn á þing. Þá fengu Sam­tök um jafn­­rétti og félags­­hyggju einn mann kjör­inn í eina kjör­­dæm­inu sem boðið var fram í, Norð­­ur­landi eystra, en það var Stefán Val­­geir­s­­son. Sam­tök um jafn­­rétti og félags­­hyggju var sér­­fram­­boð hans, en hann hafði áður verið lengi þing­­maður fyrir Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn, rétt eins og Albert hafði lengi verið þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins.

 7. Við­reisn nær næst­besta árangri sem nýr stjórn­mála­flokkur hefur náð í sínum fyrstu kosn­ingum frá upp­hafi og fær 10,5 pró­sent atkvæða sem þýðir sjö þing­menn. Besta árang­ur­inn á Borg­ara­flokk­ur­inn frá árinu 1987 þegar hann fékk 10,9 pró­sent.

 8. Píratar nálægt þre­falda fylgi sitt og þing­manna­fjölda á milli kosn­inga og verða með tíu þing­menn á kom­andi kjör­tíma­bili. Alls fær flokk­ur­inn 14,5 pró­sent atkvæða. Nið­ur­staðan er mun lak­ari en kann­anir höfðu bent til en flokk­ur­inn hefur verið stærsti eða næst­stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt þeim í næstum tvö ár. Við­bótin sem Píratar ná sér í er samt sem áður umtals­verð, flokk­ur­inn bætir 9,3 pró­sentu­stigum við sig frá árinu 2013.
 9. Sam­fylk­ingin beið afhroð aðrar kosn­ing­arnar í röð. Flokk­ur­inn, sem fékk 29,8 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2009 fékk 12,9 pró­sent í kosn­ing­unum 2013 og setti þá Íslands­met í fylgis­tapi. Nú fær flokk­ur­inn 5,7 pró­sent atkvæða og 3-4 þing­menn. Sam­fylk­ingin verður minnsti flokk­ur­inn á Alþingi á næsta kjör­tíma­bili. Ef Sam­fylk­ingin er sögu­lega tengd við Alþýðu­flokk­inn, helsta fyr­ir­renn­ara henn­ar, þá er um að ræða verstu úrslit í sögu flokks­ins. Alþýðu­flokk­ur­inn fékk minnst 6,8 pró­sent atkvæða í fyrstu kosn­ing­unum sem hann tók þátt í árið 1916.

 10. Annar flokkur sem beið sögu­legt afhroð er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Hann fær sína verstu nið­ur­stöðu í kosn­ingum frá því að flokk­ur­inn var stofn­aður árið 1916, eða 11,5 pró­sent atkvæða. Fylgi Fram­sóknar gjör­sam­lega hrynur á milli kosn­inga, en flokk­ur­inn fékk 24,4 pró­sent atkvæða árið 2013. Þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins mun telja átta manns á kom­andi kjör­tíma­bili, en í honum sátu 19 síð­ustu ár.
 11. Björt fram­tíð vinnur svo­kall­aðan varn­ar­sigur í kosn­ing­un­um. Flokk­ur­inn hafði mælst í „pilsner-­fylg­i“, eins og for­maður hans sagði í gær, síð­ustu miss­erin áður en kosn­inga­bar­áttan hófst. Þegar talið var upp úr kjör­köss­unum náði flokk­ur­inn þó að slaga langt upp í kjör­fylgi sitt frá árinu 2013 með því að fá 7,2 pró­sent atkvæða. Þing­mönnum hans fækkar þó úr sex í fjóra.
 12. Flokkur fólks­ins sigr­aði „neðri­-­deild­ina“, þ.e. kosn­ingar þeirra flokka sem náðu ekki full­trúa á þing. Alls fékk flokk­ur­inn 3,5 pró­sent atkvæða sem þýðir að hann mun fá fjár­fram­lög úr rík­is­sjóði á kom­andi kjör­tíma­bili. Stjórn­mála­sam­tök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjör­inn á þing eða náð að lág­marki 2,5 pró­sent atkvæða eiga rétt til fram­laga.
 13. Ekki verður hægt að mynda tveggja flokka rík­is­stjórn, líkt og sterk hefð er fyrir í íslenskum stjórn­mál­um. Næst því að geta slíkt kom­ast Sjálf­stæð­is­flokkur og Vinstri græn með 31 þing­mann sam­an­lagt, en 32 þarf til að mynda meiri­hluta. Því er ljóst að þrír flokkar hið minnsta verða í næstu rík­is­stjórn lands­ins.

* Sam­an­tektin er gerð þegar búið er að telja 79,2 pró­sent atkvæða. Þær tölur sem í henni er um fjallað gætu því breyst lít­il­lega eftir að síð­asti fimmt­ungur talna verður tal­in.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None