Losun hafta besta mál ríkisstjórnar, Leiðréttingin það versta

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum þeirra frumvarpa sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram. Bestu málin að þeirra mati eru losun hafta og afnám gjalda. Þau verstu eru kostnaðarsöm inngrip á húsnæðismarkað, t.d. Leiðréttingin.

Leiðréttingin snérist að mestu um að 80,4 milljarðar króna voru færðir úr ríkissjóði til hluta þeirra Íslendinga sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunumu 2008 og 2009.
Leiðréttingin snérist að mestu um að 80,4 milljarðar króna voru færðir úr ríkissjóði til hluta þeirra Íslendinga sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunumu 2008 og 2009.
Auglýsing

Við­skipta­ráð Íslands telur að stór skref í átt að losun hafta, Grettistaki sem lyft var í neyslu­skött­um, lög um opin­ber fjár­mál, laga­breyt­ingar um bætt umhverfi nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja og fækkun stofn­ana eða breyt­ingar á umhverfi þerra séu fimm bestu mál þeirrar rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks sem nú er að hverfa frá völd­um. Þrjú verstu málin sem rík­is­stjórnin réðst í eru hins vegar kostn­að­ar­söm afskipti á hús­næð­is­mark­aði, nýir búvöru­samn­ingar og frum­vörp sem auka flækju­stig á reglu­verki. Þetta kemur fram íúttekt Við­skipta­ráðs á efna­hags­legum áhrifum allra laga­breyt­inga sem frá­far­andi rík­is­stjórn réðst í á kjör­tíma­bil­inu.



Við­skipta­ráð fór yfir öll frum­vörp rík­is­stjórn­ar­innar sem urðu að lögum og höfðu veru­leg efna­hags­leg áhrif. Um var að ræða 72 frum­vörp og ráðið gaf þeim ein­kunn á bil­inu -10 til +10.

Auglýsing

Munar mest um hafta­losun

Nið­ur­staðan var sú að 43 laga­frum­vörð höfðu jákvæð efna­hags­leg áhrif. Í grein sem Við­skipta­ráð hefur birt um nið­ur­stöð­una segir að þau fimm mál sem upp úr standi séu:

  1. Stór skref stigin í losun hafta með þeim fjórum frum­vörpum sem sam­þykkt voru í hafta­málum á kjör­tíma­bil­inu. Þar stendur upp úr að gerðir voru nauða­samn­ingar við kröfu­hafa, aflandskrónu­eign var girt af eða los­uð, líf­eyr­is­sjóðum var hleypt út og loks voru höft losuð lít­il­lega í nú í haust og verða enn frekar losuð um kom­andi ára­mót.

  2. Grettistaki lyft í neyslu­sköttum þegar almenn vöru­gjöld voru afnumin á 630 vöru­flokk­um, tollar afnumdir á allar vörur nema land­bún­að­ar­vörur og breyt­ingar gerðar á virð­is­auka­skatts­kerf­inu.

  3. Ný lög um opin­ber fjár­mál taka á þeim skorti á aga, áætl­ana­gerð, heild­stæðri hugsun og fram­tíð­ar­sýn í opin­berum fjár­málum sem ríkt hefur hér­lend­is.

  4. Lög sem hækk­uðu end­ur­greiðslur vegna rann­sókna- og þró­un­ar, lög­festi skatta­lega hvata fyrir erlenda sér­fræð­inga sem hingað koma til að vinna og bætti rekstr­ar­um­hverfi nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja með ýmsum öðrum hætti eru talin hafa bætt sam­keppn­is­hæfni Íslands í alþjóð­legri starf­semi.

  5. Fækkun sýslu­manns- og lög­reglu­emb­ætta, til­koma milli­dóms­stigs, aðskiln­aður sam­keppn­is- og ein­ok­un­ar­rekst­urs Orku­veitu Reykja­víkur og sam­ein­ing tveggja stofn­anna í Mennta­stofnun er mikið fram­fara­skref að mati Við­skipta­ráðs.

Leið­rétt­ingin og önnur kostn­að­ar­söm afskipti

Við­skipta­ráð gagn­rýnir líka nokkrar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar frá­far­andi og segir þrjú mál standa upp úr sem þau verstu.

Þar beri fyrst að nefna kostn­að­ar­söm afskipti á hús­næð­is­mark­aði sem ráðið telur vera þess eðlis að þau feli í sér aft­ur­för. Þau mál sem þar er átt við eru Leið­rétt­ing­in, þegar 80,4 millj­örðum króna var dreift úr rík­is­sjóði til hluta Íslend­inga sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009, hækkun húsa­leigu­bóta, bygg­ing leigu­í­búða af hálfu hins opin­bera og nýtt stuðn­ings­kerfi vegna kaupa á fyrstu fast­eign, sem kynnt var á loka­metr­unum á starfs­tíma rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Í úttekt Við­skipta­ráðs seg­ir: „Við lögð­umst gegn öllum þessum frum­vörpum sem fela í sér stór­aukin útgjöld hins opin­bera á hús­næð­is­markað fyrir lít­inn ávinn­ing vegna áhrifa til auk­innar skatt­heimtu og hækk­unar íbúða­verðs.“

Eygló Harðardóttir stóð sig verst allra ráðherra að mati Viðskiptaráðs.Næst versta málið að þeirra mati var sam­þykkt nýrra búvöru­samn­inga sem festi land­bún­að­ar­kerfið í fjötra, skerði lífs­kjör almenn­ings og við­haldi lágri fram­leiðni í land­bún­aði.

Í þriðja lagi tekur Við­skipta­ráð að rík­is­stjórnin hafi flækt reglu­verk á kjör­tíma­bilin þrátt fyrir stefnu­yf­ir­lýs­ingu um hið gagn­stæða. Alls hafi 19 laga­frum­vörp verið sam­þykkt sem juku byrði vegna reglu­verks en tólf sem drógu úr henni. „Heilt yfir juku þessi laga­frum­vörp reglu­byrði íslensks atvinnu­lífs. Þetta er óheppi­legt í ljósi þess að íþyngj­andi reglu­verk bitnar fyrst og fremst á litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um, sem eru nauð­syn­leg fyrir áfram­hald­andi vöxt atvinnu­lífs­ins.“

Bjarni stóð sig best, Eygló verst

Við­skipta­ráð mat líka frammi­stöðu ein­stakra ráð­herra út frá þeim frum­vörpum sem þeir lögðu fram. Það kemur kannski lítið á óvart að sá ráð­herra sem lagði fram öll hafta­los­un­ar­frum­vörpin og þau sem snéru að afnámi vöru­gjalla og tolla, skorar lang­hæst: Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Að mati Við­skipta­ráðs voru jákvæð áhrif af frum­vörp­unum sem hann lagði fram jöfn heild­ar­á­hrifum allrar rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Nei­kvæð­ustu áhrifin voru hins vegar af frum­vörpum Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None