Losun hafta besta mál ríkisstjórnar, Leiðréttingin það versta

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum þeirra frumvarpa sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram. Bestu málin að þeirra mati eru losun hafta og afnám gjalda. Þau verstu eru kostnaðarsöm inngrip á húsnæðismarkað, t.d. Leiðréttingin.

Leiðréttingin snérist að mestu um að 80,4 milljarðar króna voru færðir úr ríkissjóði til hluta þeirra Íslendinga sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunumu 2008 og 2009.
Leiðréttingin snérist að mestu um að 80,4 milljarðar króna voru færðir úr ríkissjóði til hluta þeirra Íslendinga sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunumu 2008 og 2009.
Auglýsing

Við­skipta­ráð Íslands telur að stór skref í átt að losun hafta, Grettistaki sem lyft var í neyslu­skött­um, lög um opin­ber fjár­mál, laga­breyt­ingar um bætt umhverfi nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja og fækkun stofn­ana eða breyt­ingar á umhverfi þerra séu fimm bestu mál þeirrar rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks sem nú er að hverfa frá völd­um. Þrjú verstu málin sem rík­is­stjórnin réðst í eru hins vegar kostn­að­ar­söm afskipti á hús­næð­is­mark­aði, nýir búvöru­samn­ingar og frum­vörp sem auka flækju­stig á reglu­verki. Þetta kemur fram íúttekt Við­skipta­ráðs á efna­hags­legum áhrifum allra laga­breyt­inga sem frá­far­andi rík­is­stjórn réðst í á kjör­tíma­bil­inu.Við­skipta­ráð fór yfir öll frum­vörp rík­is­stjórn­ar­innar sem urðu að lögum og höfðu veru­leg efna­hags­leg áhrif. Um var að ræða 72 frum­vörp og ráðið gaf þeim ein­kunn á bil­inu -10 til +10.

Auglýsing

Munar mest um hafta­losun

Nið­ur­staðan var sú að 43 laga­frum­vörð höfðu jákvæð efna­hags­leg áhrif. Í grein sem Við­skipta­ráð hefur birt um nið­ur­stöð­una segir að þau fimm mál sem upp úr standi séu:

  1. Stór skref stigin í losun hafta með þeim fjórum frum­vörpum sem sam­þykkt voru í hafta­málum á kjör­tíma­bil­inu. Þar stendur upp úr að gerðir voru nauða­samn­ingar við kröfu­hafa, aflandskrónu­eign var girt af eða los­uð, líf­eyr­is­sjóðum var hleypt út og loks voru höft losuð lít­il­lega í nú í haust og verða enn frekar losuð um kom­andi ára­mót.

  2. Grettistaki lyft í neyslu­sköttum þegar almenn vöru­gjöld voru afnumin á 630 vöru­flokk­um, tollar afnumdir á allar vörur nema land­bún­að­ar­vörur og breyt­ingar gerðar á virð­is­auka­skatts­kerf­inu.

  3. Ný lög um opin­ber fjár­mál taka á þeim skorti á aga, áætl­ana­gerð, heild­stæðri hugsun og fram­tíð­ar­sýn í opin­berum fjár­málum sem ríkt hefur hér­lend­is.

  4. Lög sem hækk­uðu end­ur­greiðslur vegna rann­sókna- og þró­un­ar, lög­festi skatta­lega hvata fyrir erlenda sér­fræð­inga sem hingað koma til að vinna og bætti rekstr­ar­um­hverfi nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja með ýmsum öðrum hætti eru talin hafa bætt sam­keppn­is­hæfni Íslands í alþjóð­legri starf­semi.

  5. Fækkun sýslu­manns- og lög­reglu­emb­ætta, til­koma milli­dóms­stigs, aðskiln­aður sam­keppn­is- og ein­ok­un­ar­rekst­urs Orku­veitu Reykja­víkur og sam­ein­ing tveggja stofn­anna í Mennta­stofnun er mikið fram­fara­skref að mati Við­skipta­ráðs.

Leið­rétt­ingin og önnur kostn­að­ar­söm afskipti

Við­skipta­ráð gagn­rýnir líka nokkrar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar frá­far­andi og segir þrjú mál standa upp úr sem þau verstu.

Þar beri fyrst að nefna kostn­að­ar­söm afskipti á hús­næð­is­mark­aði sem ráðið telur vera þess eðlis að þau feli í sér aft­ur­för. Þau mál sem þar er átt við eru Leið­rétt­ing­in, þegar 80,4 millj­örðum króna var dreift úr rík­is­sjóði til hluta Íslend­inga sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009, hækkun húsa­leigu­bóta, bygg­ing leigu­í­búða af hálfu hins opin­bera og nýtt stuðn­ings­kerfi vegna kaupa á fyrstu fast­eign, sem kynnt var á loka­metr­unum á starfs­tíma rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Í úttekt Við­skipta­ráðs seg­ir: „Við lögð­umst gegn öllum þessum frum­vörpum sem fela í sér stór­aukin útgjöld hins opin­bera á hús­næð­is­markað fyrir lít­inn ávinn­ing vegna áhrifa til auk­innar skatt­heimtu og hækk­unar íbúða­verðs.“

Eygló Harðardóttir stóð sig verst allra ráðherra að mati Viðskiptaráðs.Næst versta málið að þeirra mati var sam­þykkt nýrra búvöru­samn­inga sem festi land­bún­að­ar­kerfið í fjötra, skerði lífs­kjör almenn­ings og við­haldi lágri fram­leiðni í land­bún­aði.

Í þriðja lagi tekur Við­skipta­ráð að rík­is­stjórnin hafi flækt reglu­verk á kjör­tíma­bilin þrátt fyrir stefnu­yf­ir­lýs­ingu um hið gagn­stæða. Alls hafi 19 laga­frum­vörp verið sam­þykkt sem juku byrði vegna reglu­verks en tólf sem drógu úr henni. „Heilt yfir juku þessi laga­frum­vörp reglu­byrði íslensks atvinnu­lífs. Þetta er óheppi­legt í ljósi þess að íþyngj­andi reglu­verk bitnar fyrst og fremst á litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um, sem eru nauð­syn­leg fyrir áfram­hald­andi vöxt atvinnu­lífs­ins.“

Bjarni stóð sig best, Eygló verst

Við­skipta­ráð mat líka frammi­stöðu ein­stakra ráð­herra út frá þeim frum­vörpum sem þeir lögðu fram. Það kemur kannski lítið á óvart að sá ráð­herra sem lagði fram öll hafta­los­un­ar­frum­vörpin og þau sem snéru að afnámi vöru­gjalla og tolla, skorar lang­hæst: Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Að mati Við­skipta­ráðs voru jákvæð áhrif af frum­vörp­unum sem hann lagði fram jöfn heild­ar­á­hrifum allrar rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Nei­kvæð­ustu áhrifin voru hins vegar af frum­vörpum Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None