Losun hafta besta mál ríkisstjórnar, Leiðréttingin það versta

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum þeirra frumvarpa sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram. Bestu málin að þeirra mati eru losun hafta og afnám gjalda. Þau verstu eru kostnaðarsöm inngrip á húsnæðismarkað, t.d. Leiðréttingin.

Leiðréttingin snérist að mestu um að 80,4 milljarðar króna voru færðir úr ríkissjóði til hluta þeirra Íslendinga sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunumu 2008 og 2009.
Leiðréttingin snérist að mestu um að 80,4 milljarðar króna voru færðir úr ríkissjóði til hluta þeirra Íslendinga sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunumu 2008 og 2009.
Auglýsing

Við­skipta­ráð Íslands telur að stór skref í átt að losun hafta, Grettistaki sem lyft var í neyslu­skött­um, lög um opin­ber fjár­mál, laga­breyt­ingar um bætt umhverfi nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja og fækkun stofn­ana eða breyt­ingar á umhverfi þerra séu fimm bestu mál þeirrar rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks sem nú er að hverfa frá völd­um. Þrjú verstu málin sem rík­is­stjórnin réðst í eru hins vegar kostn­að­ar­söm afskipti á hús­næð­is­mark­aði, nýir búvöru­samn­ingar og frum­vörp sem auka flækju­stig á reglu­verki. Þetta kemur fram íúttekt Við­skipta­ráðs á efna­hags­legum áhrifum allra laga­breyt­inga sem frá­far­andi rík­is­stjórn réðst í á kjör­tíma­bil­inu.Við­skipta­ráð fór yfir öll frum­vörp rík­is­stjórn­ar­innar sem urðu að lögum og höfðu veru­leg efna­hags­leg áhrif. Um var að ræða 72 frum­vörp og ráðið gaf þeim ein­kunn á bil­inu -10 til +10.

Auglýsing

Munar mest um hafta­losun

Nið­ur­staðan var sú að 43 laga­frum­vörð höfðu jákvæð efna­hags­leg áhrif. Í grein sem Við­skipta­ráð hefur birt um nið­ur­stöð­una segir að þau fimm mál sem upp úr standi séu:

  1. Stór skref stigin í losun hafta með þeim fjórum frum­vörpum sem sam­þykkt voru í hafta­málum á kjör­tíma­bil­inu. Þar stendur upp úr að gerðir voru nauða­samn­ingar við kröfu­hafa, aflandskrónu­eign var girt af eða los­uð, líf­eyr­is­sjóðum var hleypt út og loks voru höft losuð lít­il­lega í nú í haust og verða enn frekar losuð um kom­andi ára­mót.

  2. Grettistaki lyft í neyslu­sköttum þegar almenn vöru­gjöld voru afnumin á 630 vöru­flokk­um, tollar afnumdir á allar vörur nema land­bún­að­ar­vörur og breyt­ingar gerðar á virð­is­auka­skatts­kerf­inu.

  3. Ný lög um opin­ber fjár­mál taka á þeim skorti á aga, áætl­ana­gerð, heild­stæðri hugsun og fram­tíð­ar­sýn í opin­berum fjár­málum sem ríkt hefur hér­lend­is.

  4. Lög sem hækk­uðu end­ur­greiðslur vegna rann­sókna- og þró­un­ar, lög­festi skatta­lega hvata fyrir erlenda sér­fræð­inga sem hingað koma til að vinna og bætti rekstr­ar­um­hverfi nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja með ýmsum öðrum hætti eru talin hafa bætt sam­keppn­is­hæfni Íslands í alþjóð­legri starf­semi.

  5. Fækkun sýslu­manns- og lög­reglu­emb­ætta, til­koma milli­dóms­stigs, aðskiln­aður sam­keppn­is- og ein­ok­un­ar­rekst­urs Orku­veitu Reykja­víkur og sam­ein­ing tveggja stofn­anna í Mennta­stofnun er mikið fram­fara­skref að mati Við­skipta­ráðs.

Leið­rétt­ingin og önnur kostn­að­ar­söm afskipti

Við­skipta­ráð gagn­rýnir líka nokkrar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar frá­far­andi og segir þrjú mál standa upp úr sem þau verstu.

Þar beri fyrst að nefna kostn­að­ar­söm afskipti á hús­næð­is­mark­aði sem ráðið telur vera þess eðlis að þau feli í sér aft­ur­för. Þau mál sem þar er átt við eru Leið­rétt­ing­in, þegar 80,4 millj­örðum króna var dreift úr rík­is­sjóði til hluta Íslend­inga sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009, hækkun húsa­leigu­bóta, bygg­ing leigu­í­búða af hálfu hins opin­bera og nýtt stuðn­ings­kerfi vegna kaupa á fyrstu fast­eign, sem kynnt var á loka­metr­unum á starfs­tíma rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Í úttekt Við­skipta­ráðs seg­ir: „Við lögð­umst gegn öllum þessum frum­vörpum sem fela í sér stór­aukin útgjöld hins opin­bera á hús­næð­is­markað fyrir lít­inn ávinn­ing vegna áhrifa til auk­innar skatt­heimtu og hækk­unar íbúða­verðs.“

Eygló Harðardóttir stóð sig verst allra ráðherra að mati Viðskiptaráðs.Næst versta málið að þeirra mati var sam­þykkt nýrra búvöru­samn­inga sem festi land­bún­að­ar­kerfið í fjötra, skerði lífs­kjör almenn­ings og við­haldi lágri fram­leiðni í land­bún­aði.

Í þriðja lagi tekur Við­skipta­ráð að rík­is­stjórnin hafi flækt reglu­verk á kjör­tíma­bilin þrátt fyrir stefnu­yf­ir­lýs­ingu um hið gagn­stæða. Alls hafi 19 laga­frum­vörp verið sam­þykkt sem juku byrði vegna reglu­verks en tólf sem drógu úr henni. „Heilt yfir juku þessi laga­frum­vörp reglu­byrði íslensks atvinnu­lífs. Þetta er óheppi­legt í ljósi þess að íþyngj­andi reglu­verk bitnar fyrst og fremst á litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um, sem eru nauð­syn­leg fyrir áfram­hald­andi vöxt atvinnu­lífs­ins.“

Bjarni stóð sig best, Eygló verst

Við­skipta­ráð mat líka frammi­stöðu ein­stakra ráð­herra út frá þeim frum­vörpum sem þeir lögðu fram. Það kemur kannski lítið á óvart að sá ráð­herra sem lagði fram öll hafta­los­un­ar­frum­vörpin og þau sem snéru að afnámi vöru­gjalla og tolla, skorar lang­hæst: Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Að mati Við­skipta­ráðs voru jákvæð áhrif af frum­vörp­unum sem hann lagði fram jöfn heild­ar­á­hrifum allrar rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Nei­kvæð­ustu áhrifin voru hins vegar af frum­vörpum Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Segir Kristján Þór Júlíusson hafa hitt „hákarlana“ frá Namibíu
Í Stundinni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi kynnt Kristján Þór Júlíusson sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None