Spenna í loftinu - Tíu atriði úr ótrúlegri kosningabaráttu

Kjördagur er runninn upp í Bandaríkjunum, og mun liggja fyrir í kvöld eða nótt, hver verður næsti forseti Bandaríkjanna.

Hillary Clinton
Auglýsing

Kosn­inga­bar­átta Hill­ary Clint­on, fram­bjóð­anda Demókrata, og Don­ald Trump, fram­bjóð­anda Repúblikana, hefur verið for­dæma­laus af mörg­um á­stæð­um. Nú á kjör­degi er staðan veru­lega spenn­andi, sé mið tekið af könn­un­um.

Vef­ur­inn FiveT­hir­tyEight telur að Hill­ary Clinton hafi náð ­byr í seglin á síð­ustu dög­um, eftir að banda­ríska alrík­is­lög­reglan FBI sendi frá­ ­sér til­kynn­ingu um að ekki væri til­efni til sak­sóknar gegn Hill­ary vegna ­tölvu­pósta henn­ar, þar sem ekk­ert fynd­ist sem benti til þess að hún hefð­i brotið lög, eins og Don­ald Trump hefur marg­ít­rek­að.

Auglýsing

1.       FiveT­hir­tyEight metur nú um 70 pró­sent líkur á sigri Hill­ary, en 30 pró­sent á að Trump sigri. Staðan er þó tví­sýn og ljóst ­þyk­ir, að kosn­inga­þátt­taka mun ráða miklu um það hvernig fer að lok­um. Sér­stak­lega er staðan spenn­andi í ríkjum eins og Nevada, Ohio, Norð­ur­-Kar­ólínu og Flór­ída. Þar sýna kann­anir hnífjafna stöðu, en lík­urnar hafa þó verið með Trump þar und­an­farna daga. Ljóst er að loka­sprett­ur­inn mun ráða miklu um hvernig fer í kosn­ing­unum í dag.

2.       Kosn­inga­bar­áttan – yfir langt tíma­bil – ein­kennd­ist af miklum átök­um. Fyrst innan raða Demókrata og Repúblikana, og ­síðan und­an­farna sex mán­uði á milli fram­boða Hill­ary og Trumps. Bernie Sand­er­s háði mik­inn slag við Hill­ary en tap­aði að lok­um. Mikil heift var í bar­átt­unn­i, og tal­aði Sand­ers fyrir því að Hill­ary væri „hluti af elít­unni“ og „kerf­in­u“ ­sem þyrfti að breyta. Á fundi Demókrata, þar sem Hill­ary var útnefndur full­trú­i ­flokks­ins, voru aðdá­endur Sand­ers áber­andi og gagn­rýndu bak­land Hill­ar­y harð­lega fyrir að svífasta einskis til að koma höggi á Sand­ers. Þrátt fyr­ir­ allt, hvatti Sand­ers sitt fólk til að styðja Hill­ary og koma í veg fyrir að Trump næði kjöri.3.       Hjá Repúblikönum var slag­ur­inn bæði harður og ó­væg­inn. Trump not­aði stór orð um and­stæð­inga sína, einkum og sér í lagi Ted Cruz, sem hann sagði lygara og ves­al­ing. Trump gekk síðan lengra og sagði fað­ir Cruz hafa verið við­ráð­inn morðið á John F. Kenn­edy árið 1963. Cruz sagði Trump þá hafa gengið of langt, en slag­ur­inn hélt þó áfram alveg þar til í lok­in, en Trump sigr­aði for­kosn­ing­arnar með nokkrum yfir­burðum þegar upp var stað­ið, ­þrátt fyrir að margir valda­miklir Repúblikanar hafi gagn­rýnt hann harð­lega fyr­ir­ að sið­lausan mál­flutn­ing og óvand­aða orð­ræðu.4.       Eitt af áhrifa­mestu atvikum kosn­inga­bar­átt­unn­ar var þegar Was­hington Post birti á vef sín­um, hljóð- og mynd­bands­upp­töku af Don­ald Trump vera að tala illa um kon­ur, frá árinu 2005. Í mynd­band­inu heyr­is­t hann monta sig af því að hann geti, í skjóli frægðar sinn­ar, gripið um kyn­færi kvenna. Þá lýsir hann því einnig þegar hann reyndi að kom­ast í bólið með giftri ­konu, en gekk lít­ið. Fréttir af þessu fóru eins og eldur í sinu um inter­net­ið. Trump baðst afsök­unar á orðum sín­um, en svar­aði strax í sömu mynt og benti á Bill Clint­on, eig­in­mann Hill­ary, og sagði hann hafa gert miklu verri hlut­i heldur en hann sjálf­ur. Hann rök­studdi þó mál sit ekk­ert. Hill­ary gagn­rýnd­i Trump harð­lega, en leyfði honum þá að „þjást“ póli­tískt, án þess að velta sér upp­ úr atvik­inu. Skoð­ana­kann­anir sýndi að stuðn­ing­ur­inn við Trump minnk­aði snar­lega við birt­ingu upp­tök­unn­ar, og byr komst í seg fram­boðs Hill­ary.5.       Við minn­ing­ar­at­höfn í New York 11. sept­em­ber, þar sem fórn­ar­lamba árás­ar­innar á tví­bura­t­urn­anna í New York var minnst, kom­st Hill­ary í frétt­irn­ar. Hún þurfti að yfir­gefa athöfn­ina, og sást styðj­ast við að­stoð­ar­fólk sitt þegar hún fór inn í bíl og var keyrð í burtu. Trump greip þetta á lofti, og sagði aug­ljóst að hún væri „veik­burða“ og gæti ekki ver­ið ­for­seti. Hún hefði ekki úthaldið sem þyrfti. Eftir tvo daga sendi Hill­ary frá­ ­sér lækn­is­skýrslu þar sem læknir hennar sagði að hún væri með lungna­bólgu og ­þyrfti að hvíl­ast í að minnsta kosti viku. Hún gerði það, og kom tví­efld til­ baka. Þrátt fyrir að atvikið hafi stolið fyr­ir­sögnum í nokkra daga, þá skipt­i það litlu sem engu máli fyrir kosn­inga­bar­átt­una sem slíka.6.       Sjón­varp­s­kapp­ræð­urnar þrjár voru sögu­leg­ar, og ­mörk­uðu djúp spor í kosn­inga­bar­átt­una. Hill­ary var sig­ur­veg­ari í öll­u­m ­kapp­ræð­un­um, sam­kvæmt mati flestra álits­gjafa, og kann­anir sýndu að hún kom mun betur út. Ótrú­leg ummæli Don­alds Trump, flest alveg órök­studd, stálu sen­unn­i. Hann full­yrti til að mynda að Hill­ary væri spillt, og hann myndi beita sér­ ­fyrir því að skipa sak­sókn­ara sem myndi ákæra hana, ef hann yrði for­set­i. Hill­ary var mun rólegri í kapp­ræð­un­um, og ein­beitti sér meira af því að halda ­sig mál­efnin sem voru til umfjöll­un­ar.7.       Kyn­þátta­hatur hefur verið einkar sýni­legt í Banda­ríkj­unum í allri kosn­inga­bar­átt­unni, og hefur verið áber­andi hjá ­stuðn­ings­mönnum Don­alds Trump, og raunar honum sjálfum einnig. Mörg­um ­for­ystu­mönnum Repúblik­ana ofbauð það, þegar Trump neit­aði að gagn­rýna Ku Klux Klan, eftir að hat­urs­sam­tökin lýstu yfir stuðn­ingi við Trump. Einn þeirra var Paul Ryan, leið­togi Repúblik­ana í þing­inu og fyrrum vara­for­seta­efni flokks­ins, en hann sagði mál­flutn­ing Trumps óboð­legan og ganga gegn áherslum Repúblik­ana um frelsi ein­stak­lings­ins til að blómstra á eigin for­send­um. Þrátt fyrir allt, þá lýsti Ryan að lokum yfir stuðn­ingi við Trump. Það sama gerði Ted Cruz þrátt ­fyrir ótrú­legar og rætnar árásir Trumps á hann og föður hans, á fyrri stig­um ­kosn­inga­bar­átt­unn­ar.8.       Eitt af kosn­inga­lof­orðum Trumps er að reist­ur verði veggur á landa­mærum Banda­ríkj­anna og Mexíkó, og að vegg­ur­inn verð­i reistur á kostnað Mexík­óa. Þrátt fyrir að stjórn­völd í Mexíkó seg­ist ekki ætl­a að verða við þessu, þá hefur Trump full­yrt þetta ítrek­að, og full­yrt enn frem­ur að Mexík­óar séu „nauð­gar­ar“ og „fíkni­efna­smygl­ar­ar“. Þessum full­yrð­ingum hef­ur verið harð­lega mót­mælt, og hefur Hill­ary sagt að í þessu felist kyn­þátta­for­dóm­ar.9.       ­Tölvu­pósta­mál Hill­ary Clinton hefur valdið henn­i ­miklum vand­ræð­um, og hefur hún opin­ber­lega beðist afsök­unar á að hafa ver­ið kæru­laus varð­andi með­ferð upp­lýs­inga þegar hún var starf­andi utan­rík­is­ráð­herra. Hún var meðal ann­ars að höndla með trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar, sem ekki var í sam­ræmi við regl­ur, en eftir ítar­lega rann­sókn FBI á póst­unum hend­ar, sem skipt­u tug­þús­und­um, var hún ekki ákærð og þótti ekki til­efni til frek­ari rann­sókna. Í sið­ustu viku tók málið svo aðra stefnu þegar tölvu­póstar henn­ar, og að­stoð­ar­konu henn­ar, komust í hámæli eftir að FBI sendi þing­inu bréf og sagð­i að tölvu­póstar Hill­ary væru nú aftur komnir til rann­sókn­ar. Í lok dags á föstu­dinn síð­astlinn kom síðan önnur yfir­lýs­ing frá FBI þar sem tekið var fram, að ekki væri til­efni til ákæru eða frek­ari rann­sókn­ar. Hill­ary var því slopp­in, en á aðeins fjórum dögum sýndu kann­anir að þetta mál var að skaða fram­boð Hill­ary veru­lega.10.   Don­ald Trump hefur gert það að einu stærsta ­kosn­inga­máli sínu að alþjóð­legir við­skipta­samn­ingar Banda­ríkj­anna séu skað­leg­ir land­inu, og séu að flytja störf frá því til Kína og Asíu, ekki síst. Þessi orð­ræða hefur náð vel til fólks víða, ekki síst í mið­ríkj­un­um, en á sama tíma hafa margir þeir sem aðhyll­ast frjáls við­skipti spurt sig að því, hvað Trump sé í reynd að boða. Hill­ary hefur lagt meiri áherslu að efna­hagur Banda­ríkj­anna haldi sveigj­an­leika sín­um, og verði áfram helst upp­spretta nýsköp­unar og ­rann­sókna. Ekki sé hægt að berj­ast gegn alþjóða­væð­ing­unni með annarri hendi, en ­boða hana með hinni. Trump segir að kosn­ing­arnar snú­ist meðal ann­ars um það, hvort fólk vilji fá „reynslu­mik­inn“ mann úr heimi við­skipt­anna til að semja um við­skipti lands­ins, eða Hill­ary Clint­on. „Valið er ein­falt“ sagði hann á útifundi í Nevada á dög­un­um.Hvernig sem fer í kosn­ing­un­um, verður spenn­andi að sjá hvernig heim­ur­inn bregst við úrslit­un­um. Ljóst er að Hill­ary getur skráð sig á spjöld sög­unn­ar, ræki­lega, með sigri þar sem hún verður fyrsta konan til að verða for­seti Banda­ríkj­anna nái hún mark­miði sínu. Don­ald Trump hefur með­ ­for­dæma­lausri hegðun sinni tek­ist að halda kast­ljós­inu á sér svo til alla ­kosn­inga­bar­átt­una, og vafa­lítið mun það fylgja honum áfram verði hann for­seti.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None