Fjölmiðlavíti til varnaðar

Óhætt er að segja að Se og Hør málið í Danmörku hafi varpað kastljósinu á verklag fjölmiðla í landinu. Borgþór Arngrímsson kynnti sér þetta ótrúlega mál.

Seoghor
Auglýsing

Dómar sem féllu í hinu svo­nefnda Se og Hør máli í Dan­mörku fyrir nokkrum dögum hafa vakið mikla athygli. Dóm­arnir eiga sér ekki for­dæmi á Norð­ur­löndum og munu hafa mikil áhrif á störf blaða­manna á kom­andi árum. Þetta er álit danskra fjöl­miðla­sér­fræð­inga. Sjö ein­stak­lingar voru dæmdir til refs­ingar og útgef­andi Se og Hør, fyr­ir­tækið All­er, var sektað um jafn­virði 160 millj­óna íslenskra króna.

Se og Hør skandall­inn, einsog Danir kalla mál­ið, byrj­aði í apríl 2014 þegar Ken B. Rasmus­sen, fyrr­ver­andi blaða­maður á viku­blað­inu Se og Hør sendi frá sér bók­ina ”Li­vet, det for­band­ede” þar sem lýst var líf­inu á viku­blað­inu Set & Hört. Í bók­inni, sem höf­undur kall­aði skáld­sögu, er lýst vinnu­brögðum á sam­nefndu slúð­ur­blaði, sem engum gat dulist að væri í raun Se og Hör. Dag­blaðið BT hafði nokkru áður en bókin kom út fjallað nokkuð um inni­hald henn­ar, sem sagt var „eld­fimt”. Lög­reglan hafði veður af inni­hald­inu en hafð­ist ekki að fyrr en bókin var komin út.

Upp­lýs­inga­sölu­mað­ur­inn  

Það eld­fima efni sem BT hafði greint frá reynd­ist  vera það að starfs­maður dansks greiðslu­korta­fyr­ir­tækis hafði selt blaða­mönnum Set og Hørt (Se og Hør) upp­lýs­ingar um greiðslu­korta­notkun margra þekktra Dana á árunum 2008 – 2011, þar á meðal sona Mar­grétar Þór­hildar drottn­ing­ar, Frið­riks og Jóakims. Starfs­mað­ur­inn (sem kall­aður var tys-tys kild­en, suss suss heim­ild­in) var á þessum árum starfs­maður greiðslu­þjón­ustu­fyr­ir­tækis og hafði aðgang að upp­lýs­ing­unum sem voru trún­að­ar­mál. Fyrst eftir útkomu bók­ar­innar vildi lög­reglan ekki stað­festa að sus­s-suss heim­ildin væri í raun til en stuttu eftir að bókin kom út gaf maður að nafni Peter Bo Hen­rik­sen sig fram hjá lög­reglu og sagð­ist vera sá sem selt hefði Se og Hør trún­að­ar­upp­lýs­ing­arn­ar. Hann væri sus­s-suss heim­ild­in.

Auglýsing

Dag­inn sem bókin kom út hóf Aller fyr­ir­tæk­ið, útgef­andi Se og Hør, inn­an­húss­rann­sókn hjá blað­inu, nokkrir starfs­menn voru sendir í ótíma­bundið leyfi. Danskir fjöl­miðlar köll­uðu þetta „Heim­send­ing­ar­þjón­ustu All­er”. Útgáfa Se og Hør stöðv­að­ist jafn­framt um tíma. Lög­reglan lagði einnig hald á tölv­ur, síma og margs konar gögn á skrif­stofum Se og Hør. Úgáfu­fyr­ir­tækið vildi ekki una því en Hæsti­réttur Dan­merkur heim­il­aði notkun allra gagn­anna.

Tíma­frek rann­sókn   

Rann­sóknin á Se og Hør reynd­ist bæði flókin og tíma­frek. Gögn sem lög­reglan lagði hald á hjá blað­inu leiddu í ljós að sus­s-suss heim­ildin var ekki eini mað­ur­inn sem fengið hafði borgað fyrir margs konar upp­lýs­ing­ar. En það er önnur saga.

Í jan­úar í fyrra til­kynnti lög­reglan að rann­sókn Se og Hør máls­ins lyki á fyrri hluta þessa árs. Tólf ein­stak­lingar voru á lista grun­aðra, auk Aller útgáfu­fyr­ir­tæk­is­ins.

Átta voru ákærðir  

6. júlí síð­ast­lið­inn voru ákær­urnar birtar Átta ein­stak­lingar voru ákærð­ir, þar á meðal Hen­rik Qvor­tr­up, sem var rit­stjóri Se og Hør á árunum 2002 -2008, Kim Henn­ingsen sem var rit­stjóri frá 2009 – 2012, Ken B. Rasmus­sen, sem kom upp um málið með bók sinni og síð­ast en ekki síst sus­s-suss heim­ildin Peter Bo Hen­rik­sen.

Sjö voru dæmdir

Dómar í und­ir­rétti (lægsta dóm­stig af þrem) voru kveðnir upp fyrir þrem dög­um, 24. nóv­em­ber. Peter Bo Hen­rik­sen fékk þyngsta dóm­inn 18 mán­aða óskil­orðs­bundið fang­elsi og hald lagt á 365 þús­und krónur (tæpar 6 millj­ónir íslenskar). Hen­rik Qvor­trup fékk 15 mán­aða fang­elsi, þar af þrír mán­uðir óskil­orðs­bundnir og auk þess 200 klukku­stunda sam­fé­lags­þjón­ustu. Kim Henn­ingsen fékk 12 mán­aða fang­elsi, skil­orðs­bundið og 200 klukku­stunda sam­fé­lags­þjón­ustu. Ken B. Rasmus­sen, höf­undur bók­ar­innar ”Li­vet, det for­band­ede” fékk fjög­urra mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi og 100 klukku­stunda sam­fé­lags­þjón­ustu.  Aðrir fengu væg­ari dóma og einn, Per Ing­dal útgáfu­stjóri, var sýkn­aður af ákæru. Aller fyr­ir­tækið fékk 10 milljón króna sekt (160 millj­ónir íslenskar). Peter Bo Hen­riksen, sus­s-suss heim­ild­in, til­kynnti þegar dóm­ur­inn lá fyrir að hann myndi áfrýja, aðrir tóku sér umhugs­un­ar­frest.  

Athygli danskra fjöl­miðla hefur einkum beinst að Hen­rik Qvor­tr­up, sem var rit­stjóri Se og Hør þegar samið var við sus­s-suss heim­ild­ina. Hen­rik Qvor­trup er einn þekkt­asti frétta­haukur lands­ins. Hann var, þegar bókin kom út, helsti stjórn­mála­skýr­andi sjón­varps­stöðv­ar­innar TV2 en hætti sam­stund­is. Hann hefur síðan verið blaða­maður á frí­blað­inu MX, Metroex­press, og einnig stjórnað þáttum á útvarps­stöð­inni Radi­o24­syv. Á árunum 1998 – 2000 var Hen­rik Qvor­trup aðstoð­ar­maður (spindokt­or) And­ers Fogh Rasmus­sen, sem þá var for­maður Ven­stre.

Fjöl­margar spurn­ingar vakna

Dóm­arn­ir, einsog málið allt, hafa vakið mikla athygli í Dan­mörku og einnig í nágranna­lönd­un­um. Danskir fjöl­miðlar kalla þetta mesta og sögu­leg­asta fjöl­miðla­hneyksli í sögu lands­ins.

Ástæður þess að málið hefur vakið svo mikla athygli eru nokkr­ar. Se og Hør er mjög þekkt blað sem mjög margir lesa (þótt margir þyk­ist aldrei fletta því). Að blaðið skuli hafa gengið jafn langt og raun ber vitni til að ná í „upp­slátt­ar­fyr­ir­sagn­ir” hefur líka komið mörgum á óvart. Fjöl­miðla­sér­fræð­ingar vilja ekki kalla það fréttir að til­teknir þjóð­þekktir ein­stak­lingar séu, eða hafi ver­ið, á sól­ar­ströndum Spán­ar, slíkt flokk­ist undir slúð­ur. Engir þjóð­ar­hags­munir séu í húfi þótt ógiftur þing­maður og ógift sjón­varps­frétta­þula hafi sést saman á götu í Róm. Það hefur líka vakið athygli að fyrst blaðið kaus að borga, í þessu til­viki sus­s-suss heim­ild­inni skyldi rit­stjórnin ekki sýna meiri var­kárni í sam­skiptum og reyna þannig að vernda heim­ilda­mann­inn.

Fjöl­miðla­sér­fræð­ingar undr­ast einnig að blaða­menn „óbreyttir háset­ar” eins og það er orðað skuli dregnir til ábyrgðar og dæmdir fyrir það eitt að hlýða fyr­ir­skip­unum yfir­manna. Margir fjöl­miðla­sér­fræð­ingar sem danskir fjöl­miðlar hafa rætt við und­an­farna daga telja að dóm­arnir í Se og Hør mál­inu muni verða til þess að blaða­menn verði treg­ari til að takast á við og rann­saka erfið mál ef þeir eigi á hættu að vera gerðir ábyrgir fyrir því sem mið­ill­inn birt­ir. Sér­fræð­ing­arnir eru líka sam­mála um að dóm­arnir nú sýni að miðl­arnir geti ekki gert hvað sem er til að krækja í upp­slátt­ar­fyr­ir­sagn­ir, sem freista les­enda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None