Birgir Þór Harðarson

Tengsl smálánaveldis við sparisjóð á Siglufirði til rannsóknar

Rannsókn héraðssaksóknara á mögulegum efnahagsbrotum tengdum AFLi sparisjóði á Siglufirði snýr meðal annars að smálánafyrirtækjafblokk. Auk þess er fyrirtæki sem var um tíma stýrt af sparisjóðsstjóranum til rannsóknar.

Um síð­ustu mán­að­ar­mót réðst emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara í hús­leitir á Siglu­firði vegna efna­hags­brota­rann­sóknar sem teng­ist starf­semi AFLs spari­sjóðs. Alls var leitað á sex stöðum og tveir voru hand­tekn­ir. Annar var fyrr­ver­andi spari­sjóðs­stjóri sjóðs­ins. Yfir­heyrslur vegna rann­sókn­ar­innar fóru fram bæði á Siglu­firði og Reykja­vík og alls stóðu aðgerð­irnar yfir í tvo daga.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að hluti rann­sóknar hér­aðs­sak­sókn­ara snú­ist um sam­skipti spari­sjóðs­ins við smá­lána­fyr­ir­tæk­ið Kredia og tengd félög. Auk þess snýr rann­sóknin að fyr­ir­tæk­inu Remote og sam­skiptum þess við ofan­greind félög og spari­sjóð­inn. Það félag var stofnað í nóv­em­ber 2010. Á árinu 2014 var Ólafur Jóns­son, fyrr­ver­andi spari­sjóðs­stjóri AFLs, skráður fram­kvæmda­stjóri þess og eini stjórn­ar­mað­ur. Ólafur sagði sig úr stjórn félags­ins og afsal­aði sér pró­kúru í júní 2016.

Fjár­mála­fyr­ir­tæki á fallanda fæti

AFL spari­sjóður varð til með sam­ein­ingu Spari­sjóðs Skaga­fjarðar og Spari­sjóðs Siglu­fjarð­ar, sem var þá elsta starf­andi pen­inga­stofnun lands­ins.

Arion banki tók yfir AFL spari­sjóð sum­arið 2015 í kjöl­far þess að mat á lána­safni sjóðs­ins hafði leitt í ljós að staða hans væri mun verri en fram hefði komið í árs­reikn­ing­um. AFL hafi þurft á veru­legu eig­in­fjár­fram­lagi að halda til að upp­fylla kröfur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um eig­in­fjár­hlut­fall og spari­sjóð­ur­inn var flokk­aður sem fjár­mála­fyr­ir­tæki á fallanda fæti.

Í árs­reikn­ingi Arion banka fyrir 2015 var færð var­úð­ar­nið­ur­færsla á lánum bank­ans til AFLs. Ekki var almenn ánægja með yfir­töku Arion banka á sjóðnum og skrif­aði Róbert Guð­finns­son, athafna­maður á Siglu­firði sem hefur lagt mikla fjár­muni í upp­bygg­ingu í bænum á und­an­förnum árum, harð­orðan pistil á vef­inn siglo.is í kjöl­far­ið. Þar kall­aði hann meðal ann­ars banka­stjóra Arion banka síbrota­mann, stjórn­anda fyr­ir­tækja­sviðs „Quisl­ing“ og stjórn­ar­menn bank­ans útbrunna.

Hand­tökur vegna gruns um fjár­drátt

Í lok sept­em­ber 2015 komst AFL spari­sjóður aftur í frétt­ir. Þá voru tveir hand­teknir á Siglu­firði grun­aðir um fjár­drátt. Annar þeirra var Magnús Jóns­son, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri sjóðs­ins og for­seti bæj­ar­stjórnar í Fjalla­byggð. Við rann­sókn þess máls komu upp fleiri fletir sem emb­ætti hér­að­sak­sókn­ara fannst nauð­syn­legt að rann­saka.

Ráð­ist var í hús­leitir á Siglu­firði vegna rann­sókn­ar­innar í byrjun des­em­ber síð­ast­lið­ins. Alls var leitað á sex stöðum í bænum og tveir hand­tekn­ir. Annar þeirra er Ólafur Jóns­son, fyrr­ver­andi spari­sjóðs­stjóri. Þá fóru fram yfir­heyrslur vegna máls­ins á Siglu­firði og í Reykja­vík. Alls stóðu aðgerð­irnar yfir í um tvo sól­ar­hringa. 

Í þessu húsi á Siglufirði eru Kredia, Smálán og Remote með skráð heimilisfesti.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans snýst sá leggur sem verið er að rann­saka meðal ann­ars um tengsl og við­skipti spari­sjóðs­ins við smá­la­lána­fyr­ir­tækið Kredia og tengd félög. Kredia ehf. færði lög­heim­ili sitt á Suð­ur­götu 10 á Siglu­firði í ágúst síð­ast­liðn­um. Smá­lán ehf. eru líka skráð þar til heim­il­is. Bæði félögin eru í eigu Mario Magela, fjár­festis frá Slóvak­íu, sem keypti bæði félögin af Leifi Alex­ander Har­alds­syni í des­em­ber 2013. Hvor­ugt félagið hefur skilað árs­reikn­ingi frá árinu 2013 og því ekki til opin­ber gögn um hvernig rekstur þeirra hefur gengið síðan þá.

Fyr­ir­tækið Remote er einnig skráð til heim­ilis á þessu heim­il­is­fangi. Til­gangur þess félags er meðal ann­ars fjar­vinnsla, rekstur þjón­ustu­vera, inn­heimta og skyld starf­semi, rekstur fast­eigna og lána­starf­semi. Remote gerði meðal ann­ars til­boð í launa­vinnslu fyrir sveit­ar­fé­lagið Fjalla­byggð sum­arið 2015, sam­kvæmt fund­ar­gerðum þess.

Eig­andi hluta húss­ins að Suð­ur­götu 10 var AFL spari­sjóður en er nú Arion banki.

Tvær blokkir

Smá­lán hófu inn­reið sína á Íslandi eftir hrun. Starf­semi þeirra fyr­ir­tækja sem stunda slíkt hefur alla tíð verið afar umdeild, enda snýst hún um að lána út litlar fjár­hæðir á mjög háum vöxt­um. Þeir hópar sem hafa verið lík­leg­astir til að taka slík lán eru þeir sem eru lægst settir í íslensku sam­fé­lagi.

Tvær blokkir hafa ráðið yfir íslenska smá­lána­mark­aðn­um. Önnur sam­anstendur af félag­inu Neyt­enda­lán ehf., sem var stofnað árið 2013 og varð síðar hattur yfir Hrað­pen­inga, 1909 og Múla. Sú blokk var lengi skráð í eigu kýp­verska skúffu­fé­lags­ins Jumdon Fin­ance. Nú er hún skráð í eigu Ósk­ars Þor­gils Stef­áns­son­ar.  Hrað­pen­ing­ar, elsta félag­ið, hefur ekki skilað árs­reikn­ingi frá árinu 2011. Það var úrskurðað gjald­þrota í nóv­em­ber, en heima­síða þess er þó enn starf­rækt og þar virð­ist lána­starf­semi enn eiga sér stað. Múla og 1909 eru enn starf­andi, en skil­uðu síð­ast árs­reikn­ingi fyrir árið 2014.

Hin blokk­inn rak tvö smá­lána­fyr­ir­tæki, Kredia og Smá­lán. Það var lengi vel í eigu félags sem heitir DCG ehf., en Kjarn­inn greindi frá því síðla árs 2014 að Mario Mang­ela, fjár­festir frá Slóvak­íu, væri þá orðin eini skráði eig­andi fyr­ir­tækj­anna tveggja. Sam­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans keypti Magela félögin af Leifi Alex­ander Har­alds­­syni í des­em­ber 2013. Smá­lán, sem var tekið til gjald­þrota­skipta í sept­em­ber síð­ast­liðn­um, var þó enn skráð í eigu DCG hjá fyr­ir­tækja­skrá. Hvorki Kredia né Smá­lán hafa skilað árs­reikn­ingum frá árinu 2013. Báðar síð­urnar eru þó enn uppi og bjóða upp á smá­lán.

Smá­lána­rekstri skeytt saman við bóka­kaup

Form smá­lána hefur þó þurft að taka breyt­ing­um. Reynt hefur verið að koma böndum á starf­sem­ina, sem þykir sam­fé­lags­lega skað­leg, með breyt­ingum á lögum um neyt­enda­lán og með ítrek­uðum úrskurðum um að smá­lána­fyr­ir­tækin séu að brjóta á þeim lög­um.

Til að kom­ast hjá þessum breyt­ingum hófu smá­lána­fyr­ir­tækin að bjóða vænt­an­legum lán­tökum upp á að kaupa raf­bæk­ur. Hjá Kredia og Smá­lánum var t.d. hægt að kaupa tvær raf­bækur á 5.500 krónur og eftir að þær höfðu verið keyptar var hægt að fá 20 þús­und krónur í smá­lán til 30 daga á skap­legum vöxt­um. En 5.500 krón­urnar sem greiddar voru fyrir raf­bæk­urnar eru aug­ljós­lega okur­vext­irnir sem reynt hefur verið að koma í veg fyrir að fyr­ir­tækin bjóði upp á. Upp­hæðin sem fyr­ir­tækin bjóða í afslátt ef keyptar eru tvær bækur er nákvæm­lega sú sama og áður var rukkað í svo­kallað flýtigjald, sem hefur verið úrskurðað ólög­legt.

Hagn­aður smá­lána­fyr­ir­tækja gekk glimr­andi vel, að minnsta kosti framan af. Þau skil­uðu tug millj­óna króna hagn­aði á ári. Ómögu­legt er að sjá hvernig rekstur þeirra gekk á und­an­förnum árum í ljósi þess að þau skila ekki árs­reikn­ingum í sam­ræmi við lög.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar