Tónlistarstjörnur sem kvöddu á árinu

Tónlistarheimurinn mun gráta árið 2016 lengi.

Kristinn Haukur Guðnason
David Bowie
Auglýsing

Sumir hafa list árinu 2016 sem “annus horri­bil­is” (hræði­legu ári) í tón­list­ar­heim­inum vegna þeirra dauðs­falla sem hafa átt sér stað. Hér er ekki aðeins um vin­sæla tón­list­ar­menn að ræða heldur stór­merki­lega lista­menn sem hafa mótað sam­tíma sinn og jafn­vel haft áhrif langt út fyrir heim tón­list­ar­inn­ar. Sem betur fer eru fáir þeirra í yngri kant­inum en flestir þeirra voru virkir í sköpun alveg fram undir það sein­asta. Hér eru stærstu nöfnin sem kvöddu okkur á árinu.

Þrjár risa­stjörnur lét­ust á árinu.

David Bowie

Þann 8. jan­úar kom Blackstar, 26. stúd­íó­plata David Bowie, út á 69. afmæl­is­degi hans. Platan þótti meist­ara­verk og ein af hans allra bestu á löngum og far­sælum ferli. Ein­ungis tveimur dögum seinna var það til­kynnt að Bowie væri all­ur. Bana­mein hans var krabba­mein í lifur og það kom eins og þruma úr heið­skýru lofti fyrir aðdá­endur hans sem vissu ekk­ert af veik­ind­un­um. Bowie hafði þó vitað þetta síðan um mitt ár 2014 en ákveðið að halda þessu frá almenn­ingi og meira að segja nánum vinum og sam­starfs­mönnum sín­um. Margir sem unnu að Blackstar með honum vissu heldur ekki af veik­ind­un­um. Bowie hafði misst allt hárið í lyfja­með­ferð en hann bar sig­það vel að fólk átt­aði sig ekki á alvar­leika máls­ins. Blackstar var ein­ungis önnur platan sem hann gaf út eftir að hann fékk hjarta­á­fall árið 2004. 

Auglýsing

Eftir áfallið hélt hann sig að miklu leyti til hlés og spil­aði sjaldan á tón­leik­um. Hann lifði mun rólegra lífi og ein­beitti sér frekar að fjöl­skyld­unni. Engu að síður var hann ennþá lista­maður sem skipti máli og fólk tók eftir nýju efni frá hon­um. Bowie fer í sögu­bæk­urnar sem eitt af stóru nöfn­unum í tón­list­ar­sög­unni. Hann fylgdi tíð­ar­and­anum eins og kamelljón en var engu að síður öðru­vísi en allir aðr­ir. Hann bjó til per­sónur á borð við Ziggy Star­d­ust og The Thin White Duke sem eru jafn lif­andi í okkar hugum og margar af þekkt­ustu per­sónum bók­mennt­anna. Tón­listin er ekki eina greinin sem missti því að Bowie mark­aði spor í öðrum greinum list­anna, s.s. mynd­list, kvik­mynd­um, leik­húsi, tísku o.fl.



Prince

Prince Rogers Nel­son, betur þekktur sem Prince og stundum O(+>, fannst lát­inn í lyftu á heim­ili sínu þann 21. apr­íl, 57 ára gam­all. Heim­ili hans, Paisley Park, var einnig upp­töku­verið þar sem margar af hans þekkt­ustu plötum voru teknar upp og tón­leika­stað­ur, stað­sett í bænum Chan­has­sen í útjaðri Minn­ea­polis borgar í Minnesota fylki. Seinna var það opin­berað að ofneysla fentanýls, sem er mor­fín­skylt lyf, hefði dregið hann til dauða. Prince hafði verið háður sterkum verkja­lyfjum lengi, jafn­vel um ára­tuga skeið, en fíknin versn­aði til muna eftir aðgerð á mjöðm árið 2008. Undir það síð­asta var hann far­inn að ganga við staf og tók allt að 80 pillur af verkja­lyfjum á dag. Hann vissi þó sjálfur að ástandið stefndi í óefni og hafði sam­band við lækni til að hjálpa sér að kom­ast yfir fíkn­ina. En það var of seint því dag­inn sem hann átti að fara í rann­sókn lést hann. Dauði Prince kom fólki í opna skjöldu en kveikti jafn­framt á umræð­unni um lækna­dóp. Talið er að meira en 150.000 Banda­ríkja­menn hafi dáið vegna ofneyslu lög­legra mor­fín­skyldra lyfja frá alda­mótum og því um eig­in­legan far­aldur að ræða. Eftir dauða Prince hafa þing­menn keppst við að lýsa því yfir að lög­gjöf­ina þurfi að laga til að takast á við þennan vanda, t.d. með með­ferð­ar­úr­ræðum og betri lyfj­u­m. 

Dauðs­fallið kom aðdá­endum Prince nokkuð í opna skjöldu. Fæstir vissu að um alvar­legt vanda­mál væri að ræða enda not­aði hann lyfin ekki sem afþr­ey­ingu heldur við kvöl­um. Prince var afkasta­mik­ill tón­list­ar­maður allt undir það síð­asta, bæði í útgáfu og í tón­leika­haldi. Vin­sældir hans voru þó ekki þær sömu og þær voru á níunda og tíunda ára­tugnum þegar hann var ein af stærstu popp­stjörnum heims. Prince verður minnst sem eins hæfi­leik­a­rík­asta og fjöl­hæf­asta tón­list­ar­manns sög­unn­ar. Hann gat spilað óað­finnan­elga á nán­ast hvaða hljóð­færi sem var, hann hafði ótrú­lega breitt radds­við, hann atti saman flestum teg­undum tón­list­ar, og hann skil­aði því best af sér á svið­inu.

Leon­ard Cohen

And­lát hins 82 ára Leon­ard Cohen kom fólki ekki í opna skjöldu en það var engu að síður harmdauði. Cohen lést þann 7. nóv­em­ber á heim­ili sínu í Los Ang­el­es. Hann hafði þjáðst af krabba­meini en talið er að hann hafði lát­ist eftir fall í svefni. Þrátt fyrir það að vera kom­inn á níræð­is­aldur og þjáður af veik­indum var hann enn virkur í tón­list. Ein­ungis rúmum tveimur vikum áður kom út hans 14. Stúd­íó­plata, You Want It Dar­ker, sem seld­ist vel og fékk mikið lof gagn­rýnenda. Cohen hefur vænt­an­lega vitað að hún yrði hans síð­asta og það skín í gegn í text­un­um. Hann virð­ist þó hafa verið nokkuð sáttur við ævi­starf sitt og til­bú­inn að deyja því að þeir eru lausir við ang­ist og ótta. Hann hafði heldur ekki tapað húmornum og lífs­gleð­inni. Í við­tali við tíma­ritið The New Yor­ker skömmu áður sagði hann:

Ég er til­bú­inn að deyja. Ég vona að það verði ekki of óþægi­legt. Þetta er komið hjá mér.

Eftir að kunn­gjört var að Cohen væri allur setti tón­list­ar­heim­ur­inn upp sorg­ar­band. Justin Tru­deau for­sæt­is­ráð­herra Kana­da, heima­lands Cohen,  vott­aði honum virð­ingu sína og full­yrti að heim­ur­inn myndi sakna hans. Cohen verður fyrst og fremst minnst sem laga­höf­undar og texta­smiðs enda kom hann úr heimi bók­mennta og ljóð­list­ar. Honum hefur margoft verið líkt við Nóbelskáldið Bob Dylan í því sam­hengi. Cohen sagð­ist sjálfur aldrei hafa elt tísku­straumanna í tón­list­inni heldur hefði umheim­ur­inn ann­ars lagið fallið að hans stefnu. Þá á hann við sín helstu vin­sæld­ar­skeið á árunum í kringum 1970 og svo aftur um miðjan níunda ára­tug­inn.

Fleiri merki­legir tón­list­ar­menn kvöddu.

George Mich­ael

Mann­rétt­inda­fröm­uð­ur­inn og popp­söngv­ar­inn George Mich­ael lést á jóla­dag árs­ins 2016, 53 ára að aldri. Hjarta­galli var bana­mein hans og kom and­lát hans mörg­um, þá sér­stak­lega aðdá­endum hans, á óvart. Fjöldi fólks lagði leið sína að heim­ili Mich­ael á jóla­dag til þess að votta söngv­ar­anum virð­ingu sína.

George Mich­ael var einn af stofn­endum popp­hljóm­sveit­ar­innar Wham! á níunda ára­tug síð­ustu aldar sem gerði mörg lög vin­sæl. Eftir að sóloverk­efni Mich­ael fóru að taka meiri og meiri tíma hætti Wham! og hann snéri sér alfarið að eigin verk­efn­um.



Mich­ael var sam­kyn­hneigður og lagði mikið til mann­rétt­inda­bar­áttu sam­kyn­heigðra á sinni lífs­leið. Mich­ael við­ur­kenndi ekki kyn­heigð sína að fullu fyrr en árið 1998 þegar hann var 34 ára og hafði verið hand­tek­inn fyrir það sem kallað var „ósæmi­legt athæfi“ á kló­setti í Los Ang­el­es. Hann sagði síðar að hann hefði eflaust orðið ham­ingju­sam­ari maður ef hann hafði getað opin­berað kyn­heigð sína þegar hann var 19 ára; þegar hann kom út úr skápnum gagn­vart vinum sín­um.

(Greinin birt­ist fyrst 16. des­em­ber síð­ast­lið­inn. George Mich­ael var bætt við í umfjöll­un­ina af Rit­stjórn Kjarn­ans)

Keith Emer­son og Greg Lake

Tveir af með­limum bresku hljóm­sveit­innar ELP (Em­er­son, Lake & Pal­mer) lét­ust á árinu. ELP var ein af vin­sæl­ustu og áhrifa­mestu rokk­hljóm­sveitum  átt­unda ára­tug­ar­ins. Á níunda ára­tugnum fóru þeir allir í mis­mun­andi áttir en komu svo stutt­lega aftur saman í byrjun tíunda ára­tugs­ins. ELP-liðar voru nokkuð frá­brugðnir öðrum tón­list­ar­mönnum á sínum tíma. Þeir skeyttu saman ýmsum tón­list­ar­stefnum og voru fremur undir áhrifum klass­ískrar tón­listar en rokks og blús. Hljóm­borðs­leikur Emer­son var horn­steinn­inn í tón­list­inni en ekki gít­ar­leik­ur­inn. Lögin voru löng og mik­ill tími fór í að sýna fram á yfir­burða færni þeirra sem hljóð­færa­leik­ara. En þeir voru svo heppnir að átt­undi ára­tug­ur­inn var einmitt það skeið í tón­list­ar­sög­unni þar sem tón­list á borð við þeirra gat notið svo mik­illa vin­sælda.

Keith Emer­son (71) framdi sjálfs­víg með byssu þann 11. mars á heim­ili sínu í Santa Mon­ica í Kali­forn­íu. Hann hafði verið þung­lyndur lengi og átt við áfeng­is­vanda­mál að stríða.

Gít­ar­leik­ar­inn Greg Lake (69) lést 7. des­em­ber í Lund­únum úr krabba­meini. Lake hafði barist við sjúk­dóm­inn í langan tíma.



Merle Hagg­ard

Country-­goð­sögnin og harð­jaxl­inn Merle Hagg­ard féll frá þann 6. apríl á heim­ili sínu í Palo Cedro í Kali­forn­íu. Hagg­ard var 79 ára gam­all og hafði verið heilsu­veill lengi. Árið 2008 greind­ist hann með lungna­krabba­mein og und­ir­gekkst stóra aðgerð. Hann hélt þó áfram að taka upp plötur og spila á tón­leikum eftir það. Það sem dróg hann loks til dauða var lungna­bólga. Hagg­ard var síbrota­maður á unga aldri og sat lengi inni en sló í gegn í country-tón­list um miðjan sjö­unda ára­tug­inn. Hann spil­aði country af gamla skól­an­um, laust við allt glys og glam­úr, og höfð­aði mikið til verka­manna­stétt­ar­inn­ar. Hann söng mikið um föð­ur­land sitt og íhalds­söm gildi og varð fyrir vikið and­stæð­ingur hipp­anna.

Þetta fleytti honum áfram og hann náði mörgum lögum inn á vin­sælda­lista. Þekktasta lagið var Okie from Muskogee sem íslenska hljóm­sveitin Ðe lónlí blú bojs flutti sem Það blanda allir landa upp til stranda. Á seinni árum sett­ist hann á bekk með Johnny Cash, Willie Nel­son og fleirum í hinni svoköll­uðu útlaga­hreyf­ingu sem hafn­aði aðgengi­legri country-tón­list sam­tím­ans en leit fremur aftur til for­tíð­ar. Hagg­ard var manna háværastur í þeim hópi. En pirr­ing­ur­inn og tuðið var ekki end­ur­goldið því að innan country-­geirans er hann almennt tal­inn einn af fremstu tón­skáldum og flytj­endum frá upp­hafi.

Leon Russell

Þann 13. nóv­em­ber lést hinn 74 ára Leon Russell á heim­ili sínu í Mt. Juliet í Tenn­essee. Hann lést í svefni eftir mikil hjarta­veik­indi og erf­ið­leika eftir skurð­að­gerð. Hinn lit­ríki Russel náði nokkrum vin­sældum á átt­unda ára­tugnum sem sólólista­maður en áhrif hans á aðra tón­list­ar­menn voru alltaf langt um meiri. Russell spil­aði á hljóm­borð og píanó með hljóm­sveit­inni The Wreck­ing Crew á sjö­unda ára­tugn­um. Það var sam­an­safn afburða­færra tón­list­ar­manna sem spil­uðu inn á plötur fyrir aðra. Hljóm­sveitin spil­aði inn á ótal þekktar plöt­ur, t.d. fyrir The Roll­ing Sto­nes, The Beach Boys, The Byrds, Frank og Nancy Sinatra, Ike og Tinu Turner, Sonny og Cher og ótal marga aðra. Með hljóm­sveit­inni lærði hann að spila nán­ast hvaða gerð af tón­list sem var, allt frá gospel til brim­brett­arokks. Eftir að hljóm­sveitin hætti og Russell fór að semja eigið efni þá hélt hann áfram að semja fyrir og vinna með öðr­um. Hann samdi lög fyrir og vann náið með B.B. King, Tom Jones, The Carpenters, Joe Cocker, Bob Dylan og Elton John. Allir sem unnu með honum báru honum góða sög­una og töldu hann hafa haft mikil áhrif á feril sinn. Russell fer í bæk­urnar sem ein óeig­in­gjarn­asta stjarna sög­unn­ar. 



Stór nöfn úr tón­list­ar­iðn­að­inum kvöddu einnig.

Upp­töku­stjór­inn George Martin lést frið­sam­lega í svefni á heim­ili sínu í Englandi, níræður að aldri, þann 8. mars. Martin var oft kall­aður “fimmti bít­ill­inn” enda fram­leiddi hann allar Bítla­plöt­urnar nema þá síðustu, Let It Be. Hann hjálp­aði og leið­beindi Bítl­unum í gegnum allan fer­il­inn og hafði mikil áhrif á útsetn­ingar laga þeirra, t.d. Yester­day og Eleanor Rigby. Hann spil­aði einnig sjálfur á píanó í nokkrum lög­um. Martin vann með fjöl­mörgum öðrum lista­mönnum og útsetti t.d. tón­list­ina fyrir fyrstu James Bond kvik­mynd­irnar en nafn hans verður ávallt nefnt í sömu andrá og Bítl­anna.

Hinn 2. sept­em­ber lést umboðs­mað­ur­inn Jerry Heller úr hjarta­á­falli í Los Ang­el­es. Hell­er, sem var 75 ára, var einn af helstu áhrifa­mönnum í upp­gangi rapptón­listar á níunda og tíunda ára­tugn­um. Hann stofn­aði útgáfu­fyr­ir­tækið Ruthless Records árið 1987 ásamt Eazy-E, for­sprakka hljóm­sveit­ar­innar N.W.A., og saman seldu þeir yfir 100 millj­ónir platna. Hann var umdeildur en eitt er víst, þ.e. að bófarapp hefði ekki verið samt án Jerry Hell­er.

Útgef­and­inn Phil Chess lést þann 18. októ­ber á heim­ili sínu í Tuczon í Arizóna fylki, 95 ára að aldri. Phil  og Leon­ard bróðir hans (sem lést árið 1969) ráku saman djass­klúbba á fjórða og fimmta ára­tugnum í Chicago. Árið 1947 keyptu þeir útgáfu­fyr­ir­tæki sem þeir end­ur­nefndu Chess Records og ein­beittu sér að blús og r&b tón­list. Útgáfan varð ákaf­lega mik­il­væg fyrir tón­list­ar­grein­ina í 20 ár og mætti segja að hún hafi verið eins konar stofnun í sjálfu sér. Lista­menn á borð við Chuck Berry, Muddy Waters, Etta James, Johnny Lee Hooker og The Roll­ing Sto­nes tóku upp í hljóð­veri Chess bræðra.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None