Vaxtahækkun skekur markaði

Janet Yellen seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum sterka um þessar mundir. Efnahagskreppan sé að baki og frekari vöxtur í kortunum.

Janetyellen.jpg
Auglýsing

Þó það kunni að hljóma smámál fyrir einhverjum, þegar Seðlabanki Bandaríkjanna hækki stýrivexti úr 0,5 í 0,75 prósent, þá er fjarri því að svo sé. Janet Yellen tilkynnti um ákvörðunina í gær og rökstuddi ákvörðunina ekki síst með því, að staða efnahagsmála í Bandaríkjunum væri sterk. 

En hvað er það sem valdamesti Seðlabanki heimsins horfði til þegar kom að ákvörðuninni? Hvaða hluti þarf að hafa í huga þegar vaxtaákvarðanir eru metnar? 

Fimm atriði, til einföldunar sagt, má telja til sérstaklega. 

Auglýsing


1. Þegar hrunið varð á fjármálamörkuðum, á árunum 2007 til 2009, lækkaði Seðlabankinn vexti og hélt þeim í 0,25 prósentum í næstum átta ár. Í desember í fyrra voru vextir fyrst hækkaðir, og þá um 0,25 prósentustig. Á þeim tíma kom Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þeim skilaboðum áleiðis að vaxtahækkunin væri hugsanlega of snemma á ferðinni, þar sem staða efnahagsmála í heiminum væri viðkvæm. Vaxtaákvarðanir seðlabankans hafa víðtæk áhrif á markaði í heiminum og það er margt sem þarf að hafa í huga þegar þær eru annars vegar. Bandaríkjadalur er langsamlega stærsta gjaldeyrisvaraforðamynt heimsins en um 63 prósent af öllum gjaldeyrisforða er í Bandaríkjadal. Vaxtaákvarðanir seðlabankans geta þannig varðar stórar og smáar þjóðir miklu þegar kemur að vaxtakostnaði þeirra og vaxtakjörum almennt.


2. Yellen sagði í rökstuðningi sínu fyrir ákvörðuninni í gær að það væri mikilvægt fyrir Bandaríkjamenn að vita það, að staða efnahagsmála í Bandaríkjunum væri sterk og ætti eftir að batna enn frekar á næsta ári. Meðal annars þess vegna voru vextirnir hækkaðir, en þeim hefur verið haldið lengi lágum, eins og áður sagði. „Staðan á vinnumarkaði er sterk og það sama á við um sveigjanleikann í hagkerfinu,“ sagði Yellen. Samkvæmt spám bankans verður hagvöxtur á bilinu 2 til 3 prósent á þessu ári en atvinnuleysi mælist nú 4,5 prósent.


3. Boðaðir eru enn meiri vaxtahækkanir á næsta ári ekki síst vegna þess að útlit sé fyrir vaxandi hagvöxt og meiri verðbólguþrýsting vegna vaxandi eftirspurnar. Verðbólgumarkmið bankans er tvö prósent. Til samanburðar er verðbólgumarkað Seðlabanka Íslands 2,5 prósent.4. Í yfirlýsingu Yellen komu ekki fram neinar væntingar um hvernig Donald J. Trump, sem tekur við sem forseti Bandaríkjanna í byrjun næsta árs, myndi stýra málum þegar kemur að efnahagsmálum. Hann hefur sjálfur sagt að hann vilji auk hagvöxt og að stefnan á fyrsta ári hans sé 3 til 4 prósent. Örvunaraðgerðir hans eiga að felast í skattalækkunum og mun minna regluverki heldur en nú tíðkast, að því er fram kemur í umfjöllun Bloomberg. Ekkert liggur þó fyrir í þessum efnum. Vaxtaákvarðanir á næsta ári munu vafalítið taka mið af því hvernig stefna Trumps verður útfærð.


Donald J. Trump tekur við stjórnartaumunum sem forseti í byrjun næsta árs. Ekki liggur ljóst fyrir enn hvernig efnahagsstefna hans verður útfærð. Mynd: EPA.

5. En skiptir ákvörðunin um að hækka vexti einhverju máli fyrir Ísland? Óbeint, já. Vaxtamunur minnkar en eins og kunnugt er lækkaði Seðlabanki Íslands vexti sína úr 5,25 prósentum í 5 prósent. Lántökukostnaður í Bandaríkjadal mun aukast við vaxtaákvörðunina, og er sérstaklega horft til þess að vextir á húsnæðislánum í Bandaríkjunum geti haldið áfram að hækka á næstu misserum. Fyrstu viðbrögðin á markaði við vaxtahækkuninni voru þau að gengi Bandaríkjadal styrkist gagnvart helstu myntum. Á Íslandi fór verðið á Bandaríkjadal úr 112 krónum í 115 krónur, á fyrsta viðskiptadegi eftir vaxtahækkunina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None