Tímamót í fjárlagavinnu

Fjárlagafrumvarpið verður afgreitt í sátt út úr þinginu, sem eru tímamót. Enginn fékk allt sitt fram en allir eitthvað. Sex minnihlutaálit voru sett fram úr nefndinni þar sem enginn meirihluti er þar.

Haraldur Benediktsson er formaður fjárlaganefndar.
Haraldur Benediktsson er formaður fjárlaganefndar.
Auglýsing

Fjár­laga­nefnd Alþingis sam­mælt­ist öll um að setja tólf millj­arða króna til við­bótar inn í fjár­laga­frum­varpið á milli fyrstu og ann­arrar umræðu í þing­in­u. Stærsti hlut­inn fer í sam­göngu­mál og heil­brigð­is­mál, en ríf­lega 4,5 millj­arðar króna verða settir í sam­göngu­mál og tæp­lega 4,5 millj­arðar í heil­brigð­is­mál. 

Einn millj­arður króna til við­bótar fer inn í háskól­ana, og 400 millj­ónir til fram­halds­skóla. 400 millj­ónir fara í lög­gæslu­mál og 100 millj­ónir í land­helg­is­mál.

Auglýsing

Öll fjár­laga­nefnd sam­mælt­ist um til­lög­urn­ar, en fyr­ir­komu­lagið er með þeim hætti að þing­menn starf­andi rík­is­stjórn­ar­flokka, Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins, greiða atkvæði með frum­varp­inu, en þing­menn ann­arra flokka munu sitja hjá og þannig greiða leið frum­varps­ins í gegnum þing­ið. 

Sam­mála um fjögur meg­in­at­riði 

Í ljósi þess hversu seint afgreiðsla fjár­laga­frum­varps­ins er á ferð­inni var ákveðið að fjár­laga­nefnd myndi ekki eiga eins marga fundi og áður, hún ákvað til dæmis að funda ekki með full­trúum ein­stakra sveit­ar­fé­laga og tak­mark­aði mjög fundi með stofn­un­um. Aðeins full­trúar frá Land­spít­al­anum og Vega­gerð­inni komu á fund nefnd­ar­innar ásamt full­trúum frá ráðu­neyt­u­m. 

Þrátt fyrir stuttan tíma hefur tek­ist ágætur sam­hljómur um meg­in­á­herslur í umfjöll­un, grein­ingu og til­lögu­gerð. Sam­komu­lag var milli nefnd­ar­manna um að fjalla einkum um fjögur mál­efna­svið í vinn­unn­i,“ segir í áliti full­trúa Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks. Mála­miðl­unin fólst í því að fara einkum í sam­göng­ur, heil­brigð­is- og mennta­mál og lög­gæslu. 

Í heil­brigð­is­málum fara tveir millj­arðar króna til við­bótar til Land­spít­al­ans, en helm­ingur þess er ætl­aður til að styrkja rekstr­ar­grunn spít­al­ans og til að mæta útskrift­ar­vanda. Hinn helm­ing­ur­inn fer í að mæta við­bót­ar­þörfum vegna end­ur­bóta og við­halds á hús­næði. 100 millj­ónir fara í göngu­deild­ar­þjón­ustu og rekstur á Sjúkra­hús­inu á Akur­eyr­i. 

1,2 millj­arður fer í heil­brigð­is­þjón­ustu utan sjúkra­húsa og 700 millj­ónir fara í hjúkr­un­ar- og dval­ar­rými. Í sam­göngu­mál­unum er lögð áhersla á að ekki þurfi að seinka smíði á nýjum Herj­ólfi eða gerð Dýra­fjarð­ar­ganga. Þá mun Vega­gerðin fá aukið fjár­magn til við­halds­verk­efna. Háskól­arnir fá sam­tals rúman millj­arð í tíma­bundið fram­lag. Mark­miðið er að gera háskól­unum kleift að end­ur­nýja ýmsan búnað og tæki fyrir 408 millj­ónir króna, sem hefur setið á hak­anum und­an­farin ár. 400 millj­ónum er ætlað að styrkja rekstr­ar­grunn skól­anna til að vega á móti rekstr­ar­halla, og er í því sér­stak­lega horft til Lista­há­skóla Íslands. Þá á Háskóli Íslands að fá 100 millj­óna fram­lag í Ald­ar­af­mæl­is­sjóð, og Land­bún­að­ar­há­skól­inn fær 70 millj­ónir til við­halds á hús­næði sínu á Reykj­u­m. 

Allir sam­stíga en sex minni­hluta­á­lit

Har­aldur Bene­dikts­son, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, var mjög ánægður með vinn­una í nefnd­inni þegar hann mælti fyrir breyt­ing­ar­til­lög­unni á þingi í dag. Hann sagði vinn­una hafa verið til mik­illar fyr­ir­mynd­ar. Í þing­nefnd­inni hafi skap­ast mikið traust manna á milli, sem sé ákaf­lega dýr­mætt. „Við þessar aðstæður þá held ég að þingið hafi sýnt sína bestu hlið og sýnt að það er líka hægt að vinna með þessum hætt­i.“ 

Þar sem eng­inn meiri­hluti er í nefnd­inni frekar en í þing­inu eru öll álit minni­hluta­á­lit. Har­aldur og aðrir full­trúar Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks standa saman að fyrsta minni­hluta, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son og Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir frá Sjálf­stæð­is­flokki og Silja Dögg Gunn­ars­dóttir frá Fram­sókn. Full­trúar ann­arra flokka standa allir einir að sínum minni­hluta­á­lit­um. Theo­dóra S. Þor­steins­dóttir frá Bjartri fram­tíð, Þor­steinn Víglunds­son frá Við­reisn, Oddný G. Harð­ar­dóttir frá Sam­fylk­ingu, Björn Leví Gunn­ars­son frá Pírötum og Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir frá VG skip­uðu annan til sjötta minni­hluta í nefnd­inni. Það mun vera eins­dæmi að svona mörg minni­hluta­á­lit séu lögð fram í fjár­laga­vinn­u. 

Umræður um fjár­laga­frum­varpið og breyt­ing­ar­til­lög­urnar standa nú yfir í þing­inu og munu vænt­an­lega gera næstu klukku­stund­irn­ar. Þegar því er lokið fer frum­varpið aftur í nefnd fyrir þriðju umræð­u. 

Ekk­ert sam­starf um band­orm­inn

Sams konar sam­komu­lag og gert var í fjár­laga­nefnd var ekki gert í efna­hags- og við­skipta­nefnd þings­ins, sem hefur fjallað um ýmsar for­sendur fjár­laga­frum­varps­ins, svo­kall­aðan band­orm. Þannig lögðu Vinstri græn fram ýmsar breyt­ing­ar­til­lögur við það frum­varp, líkt og Katrín Jak­obs­dóttir for­maður flokks­ins greindi frá í gær­kvöldi. „Þar munu þing­menn geta greitt atkvæði um auð­legð­ar­skatt þar sem íbúð­ar­hús­næði til eigin nota er þó und­an­skil­ið, hærri fjár­magnstekju­skatt á fjár­magnstekjur (ekki launa­tekj­ur) yfir tveimur millj­ónum á ári, að gos­drykkir með sykri og sætu­efnum fær­ist í efra þrep virð­is­auka­skatt­kerf­is­ins, hærra skatt­þrep á tekjur yfir tveimur millj­ónum á mán­uði (sem er tals­vert langt yfir með­al­tekjum), kolefn­is­gjald hækki um 10% í stað 5% og að tekin verði upp komu­gjöld á flug­far­seðla. Enn­fremur að tekju- og eigna­mið­við barna- og vaxta­bóta verði hækkuð um 35% í stað 12,5%.“ Þessar til­lögur náðu ekki fram að ganga við atkvæða­greiðslur fyrr í dag. Frum­varpið kemur til þriðju og síð­ustu umræðu þegar annarri umræðu um fjár­lögin lýk­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None