Birgir Þór Harðarson

Enginn greiddi atkvæði gegn fjáraukalögunum

Í fjáraukalögum var samþykkt að veita 100 milljónum króna úr ríkissjóði til að halda uppi verði á lambakjöti á innanlandsmarkaði. Enginn stjórnmálaflokkur greiddi atkvæði gegn lögunum sem voru samþykkt með minnihluta atkvæða. Björt framtíð og Viðreisn voru á meðal þeirra flokka sem sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

Alls sátu 33 þing­menn hjá þegar fjár­auka­lög voru sam­þykkt á Alþingi 22. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Þar á meðal voru allir fjórir þing­menn Bjartrar fram­tíðar og allir sjö þing­menn Við­reisn­ar. Auk þeirra greiddu þing­menn Pírata, Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­innar ekki atkvæði við afgreiðslu máls­ins. Eng­inn þing­maður greiddi atkvæði á móti frum­varp­inu sem var sam­þykkt með 26 greiddum atkvæðum þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks sem voru við­staddir atkvæða­greiðsl­una. Því voru lögin sam­þykkt með stuðn­ingi 41 pró­sent þing­heims. 

Í fjár­auka­lögum var meðal ann­ars sam­þykkt að veita 100 millj­ónum króna úr rík­is­sjóði til að koma í veg fyrir verð­lækkun á lamba­kjöti hér­lend­is. Þegar frum­varp um fjár­auka­lög var kynnt vakti við­bót­ar­greiðslan tölu­verða athygli og var meðal ann­ars harð­lega gagn­rýnd af for­manni Neyt­enda­sam­tak­anna, Ólafi Arn­ar­syni. Hann sagð­ist gátt­aður á mál­inu og sagði að stjórn­völd væru að verja pen­ingum til að halda uppi verð­lagi á Íslandi. Gunnar Bragi Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, mót­mælti því harð­lega og sagði í sam­tali við RÚV að málið sner­ist „um það fyrst og fremst að bændur geti haldið áfram að fram­leiða lamba­kjöt og þá um leið bjóða neyt­endum sem Ólafur Arn­ar­son er að vinna fyrir upp á ódýra, heil­næma og góða vöru og gott kjöt.“

Í Frétta­tím­anum sem kom út 22. des­em­ber er haft eftir Bjarkeyju Olsen Gunn­ars­dótt­ur, sem situr í fjár­laga­nefnd og er þing­maður Vinstri grænna, að nefndin hefði óskað eftir minn­is­blaði frá sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­inu um málið til að útskýra for­sendur fram­lags­ins. Það minn­is­blað skil­aði sér ekki áður en fjár­auka­lög voru afgreidd.  

Tveir stjórn­mála­flokkar hafa sett kerf­is­breyt­ingar á land­bún­að­ar­kerf­inu á odd­inn í sinni póli­tísku stefnu, ásamt öðrum mál­um. Annar þeirra, Björt fram­tíð, kaus einn flokka gegn sam­þykkt búvöru­samn­inga á síð­asta kjör­tíma­bili. Í kjöl­far þess rauk fylgi flokks­ins upp, en það hafði mælst undir fimm pró­sentum um margra mán­aða skeið. Allir fjórir þing­menn flokks­ins sátu hjá við afgreiðslu fjár­auka­laga þegar atkvæði voru greidd um þau rétt fyrir klukkan 23 fimmtu­dag­inn 22. des­em­ber.

Hinn flokk­ur­inn sem hefur lagt mikla áherslu á kerf­is­breyt­ingar í land­bún­aði er Við­reisn, sem nú er í fyrsta sinn með full­trúa á Alþingi. Í mál­efna­stefnu flokks­ins segir m.a. að land­bún­aður ætti að lúta lög­málum almennrar sam­keppni og stuðn­ingi „við bændur á að breyta þannig að hann stuðli að auk­inni hag­ræð­ingu, fram­leiðni­aukn­ingu og nýsköpun í grein­inn­i[...]Allri fram­leiðslu- og sölu­stýr­ingu af hálfu rík­is­valds­ins á að hætta en í stað­inn verði veittir beinir styrkir til bænda í formi búsetu- og svæð­is­styrkja.“ 

Þrátt fyrir þessa stefnu sátu allir sjö þing­menn flokks­ins hjá við afgreiðslu fjár­auka­laga sem inni­héldu 100 millj­óna króna við­bót­ar­fram­lag til mark­aðsátaks sem, sam­kvæmt frum­varp­inu, var ætlað að koma í veg fyrir verð­fall á verði lamba­kjöts til íslenskra neyt­enda. Hvorki full­trúi Bjartrar fram­tíðar né Við­reisnar skil­aði nefnd­ar­á­liti um frum­varp til fjár­auka­laga. Það gerðu full­trúar allra ann­arra flokka. 

Björt sagði þetta stóran bita sem hún þyrfti að gleypa

Fáar ræður voru haldnar um fjár­auka­frum­varpið á þingi. Björt Ólafs­dótt­ir, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, var sú eina sem minnt­ist á 100 millj­óna króna fram­lagið til „Mat­væla­lands­ins Íslands“ þegar frum­varp­inu var dreift. Það gerði hún í and­svari við Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem lagði frum­varpið fram. Þar sagði hún útgjöldin ekki ófyr­ir­seð og að það hafi alveg verið vitað að offram­leiðsla lækki verði. „Fyrst er það þannig að skatt­greið­endur greiða fyrir styrki til bænda til þess að fram­leiða kinda­kjöt og allt í góðu með það. Það eru á milli 5 og 6 millj­arðar sem fara bara í sauð­fjár­samn­ing­inn að mig minn­ir. Svo er kerfið í kringum þetta svo galið að[...] bændur [fá] auð­vitað ekk­ert fyrir þessar afurðir af því að offram­leiðslan er svo mikil og þegar gengur svona illa eiga skatt­greið­endur aftur að fara að borga til þess að reyna að koma þessu út og láta verðið ekki falla meira. Þetta er orðin svo mikil hringa­vit­leysa og hefur verið í svo mörg ár.“

Í umræðu í þing­sal sama dag og fjár­auka­lög voru afgreidd tók Björt aftur til máls. Þar sagði hún  að í ljósi þess hve vel fjár­lög hefðu unn­ist vildi hún halda til haga þeim skringi­legu aðstæðum sem væru uppi, þar sem starfs­stjórn væri að leggja þau fram. Í fjár­laga­vinn­unni hefðu allir unnið að heil­indum og allir gefið eftir þannig að eng­inn væri eig­in­lega sáttur við nið­ur­stöð­una í báða enda. „Í því sam­hengi vil ég segja að ég mun ekki leggj­ast gegn þess­ari 100 millj­óna króna aukn­ingu til mat­væla­lands­ins út af þessu sam­komu­lagi sem er í fjár­laga­nefnd af því að við erum að vinna þetta allt á annan hátt. Þetta er dálítið stór biti sem ég þarf þá dálítið að gleypa eins og aðrir gera með ýmsa aðra fjár­laga­liði. Ég vildi að þetta kæmi fram í ræðu frá okk­ur.“

Eng­inn þing­maður Við­reisnar tók til máls þegar umræður um fjár­auka­lög fóru fram í þing­sal.

Koma í veg fyrir verð­fell­ingu á kjöti á inn­lendum mark­aði

100 milljón króna við­bót­ar­fram­lagið fór til „Mat­væla­lands­ins Íslands“, verk­efnis sem er ætlað að „treysta orð­­spor og móta ímynd Íslands sem upp­­runa­lands hreinna og heil­­næmra mat­væla og auka með því móti gjald­eyr­is­­tekjur þjóð­­ar­inn­­ar.“

Ástæða við­­bót­­ar­fram­lags­ins, sem var lagt til af atvinn­u­­vega- og nýsköp­un­­ar­ráðu­­neyt­inu, var sú að gera verk­efn­inu kleift að standa fyrir sér­­­stöku mark­aðsátaki á erlendum mörk­uðum sauð­fjár­­af­­urða vegna fyr­ir­­sjá­an­­legrar birgða­aukn­ingar inn­­an­lands. Í frum­varp­i til fjár­auka­laga sagði: „Mik­ill tap­­rekstur er á sölu sauð­fjár­­af­­urða og þrátt fyrir lækkun á verði slát­­ur­­leyf­­is­hafa til bænda fyrir sauð­fjár­­af­­urðir er frek­­ari aðgerða þörf. Mark­aðs­ráð kinda­kjöts, sem er sam­­starfs­vett­vangur bænda og slát­­ur­­leyf­­is­hafa, hefur unnið mark­visst að því að finna nýja mark­aði erlend­is, en ljóst er að afsetja þarf um 800 til 1.000 tonn til að koma í veg fyrir upp­­­nám og almenna verð­­fell­ingu á kjöti á inn­­­lendum mark­aði seinnipart vetrar og/eða næsta haust.“

„Þetta er dálítið stór biti sem ég þarf þá dálítið að gleypa eins og aðrir gera með ýmsa aðra fjárlagaliði,“ sagði Björt Ólafsdóttir í ræðu sama dag og fjáraukalög voru samþykkt.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Engar breyt­ing­ar­til­lögur gegn þessum styrk voru lagðar fram við vinnslu máls­ins í nefndum þings­ins og ekk­ert er minnst á hann í þeim nefnd­ar­á­litum sem skilað var inn þegar málið var afgreitt úr fjár­laga­nefnd. Sam­kvæmt fund­ar­gerðum fjár­laga­nefndar voru fjár­auka­lög ein­ungis einu sinni rædd form­lega á fundum henn­ar. Þá komu starfs­menn fjár­mála- og efna­hags­ráð­neyt­is­ins á fund þeirra,  kynntu frum­varpið og svör­uðu spurn­ing­um. Svo virð­ist sem að rúm­lega þrír klukku­tímar hafi farið í að ræða frum­varpið í nefnd­inni.

Fram­­leiðslan þegar nið­­ur­greidd um fimm millj­­arða

Sauð­fjár­­­rækt nýtur nú þegar umtals­verðs stuðn­­ings úr rík­­is­­sjóði. Á fjár­­lögum árs­ins 2017 er gert ráð fyrir að nið­­ur­greiðsla á sauð­fjár­­fram­­leiðslu nemi tæpum fimm millj­­örðum króna. Auk þess festa nýgerðir búvöru­­samn­ing­­ar, sem gilda til tíu ára, í sessi mjög háa toll­vernd á kinda­kjöti. Ein­ungis 19 þing­menn sam­þykktu þá samn­inga þegar greidd var atkvæði um þá á þingi í sept­em­ber. 

Nú þegar er umtals­verður hluti af sauð­fjár­­fram­­leiðslu á Íslandi fluttur út og með því eru íslenskir skatt­greið­endur í raun að nið­­­ur­greiða kjöt ofan í erlenda neyt­end­­­ur. Í Frétta­­blað­inu í síð­­­ustu viku var greint frá því að verð fyrir sauð­fjár­­af­­urðir á erlendum mörk­uðum hefði hrunið vegna styrk­ingu krón­unnar og lok­unar mark­aða. Þar kom fram að nokkuð ljóst væri að verið sé að greiða með útflutn­ingi á kjöt­­inu.

Auk þess hefur neysla Íslend­inga á kinda­kjöti dreg­ist gríð­­­ar­­­lega sam­an á und­an­­förnum ára­tug­­um. Árið 1983 borð­uðu Íslend­ingar 45,3 kíló hver af kinda­kjöti á ári. Í fyrra var sú tala komin í 19,5 kíló. Á sama tíma hefur neysla á kjúklingi og svína­kjöti auk­ist veru­­­lega.

Segja bændur taka á sig 600 millj­­ónir vegna þreng­inga

Þór­­ar­inn Ingi Pét­­ur­s­­son, for­­maður mark­aðs­ráðs kinda­kjöts, sendi frá sér til­­kynn­ingu í des­em­ber vegna máls­ins. Þar sagði að til­­­gangur hins sér­­staka fram­lags rík­­is­­sjóðs sé að „vernda störf út um landið og koma í veg fyrir alvar­­lega byggða­rösk­un. Mark­aðs­ráð Kinda­kjöts kemur að verk­efn­inu til að tryggja að féð nýt­ist í áfram­hald­andi mark­aðs­­setn­ingu á erlendum mörk­uð­u­m.“ Íslenskur land­­bún­­aður velti um 70 millj­­örðum króna ár­­lega og skapi tíu til tólf þús­und bein og óbein störf um land allt.

Búvörusamningar voru undirritaðir í febrúar 2016. Þeir festa í sessi háa tollvernd á kindakjöti.
Mynd: Stjórnarráðið.

Í til­­kynn­ing­unni sagði einnig að mikil styrk­ing krón­unnar hafi valdið þreng­ingum hjá öllum útflutn­ings­­greinum á Íslandi. „Þá hefur við­skipta­deila Vest­­ur­veld­anna og Rús­s­lands leitt til verð­­lækk­­unar á mörk­uðum fyrir ýmsar land­­bún­­að­­ar­af­­urðir í Evr­­ópu. Flest bendir til þess að þetta sé tíma­bundin nið­­ur­­sveifla. Verð á kinda­kjöti á heims­­mark­aði hefur lækkað und­an­farna mán­uði en virð­ist nú vera á upp­­­leið.[...]­Ís­lenskir sauð­fjár­­bændur tóku á sig um 600 millj­­óna kr. tekju­skerð­ingu í haust vegna ástands­ins á heims­­mark­aði. Rétt er að hafa í huga að bændur hafa þegar lagt út fyrir nán­­ast öllum fram­­leiðslu­­kostn­aði og innt af hendi nán­­ast alla þá vinnu sem til þarf. Engin opin­ber verð­lagn­ing er í sauð­fjár­­­rækt á Íslandi. Kvóta­­kerfi var afnumið 1995 og útflutn­ings­bætur aflag­aðar 1992.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar