Starbucks hyggst opna tólf þúsund ný kaffihús á fjórum árum

Risinn Starbucks hefur ekki enn opnað kaffihús á Íslandi en það er ekki víst að það þurfi að bíða lengi eftir því. Á næstu fjórum árum verða að opnuð 8 ný Starbucks-kaffihús á hverjum degi, gangi vaxtaráform fyrirtækisins eftir.

Howard
Auglýsing

Árið 1971 var Star­bucks fyr­ir­tækið stofnað í Seattle og var fyrsti kaffi­boll­inn undir þessu þekkta vöru­merki seldur fyrsta við­skipta­vin­inum sama ár. Saga fyr­ir­tæk­is­ins er ævin­týra­leg og hafa síð­ustu tíu ár ekki síst markað afar jákvæðan kafla í 45 ára sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Stofn­endur þess voru Gor­don Bowker, Jerry Bald­win og Zev Siegl. 

Þeir vildu í upp­hafi búa til vett­vang þar sem fólk kæmi saman og hefði úr mörgum teg­undum af kaffi að velja. Þetta hefur verið leið­ar­stef fyr­ir­tæk­is­ins alla tíð, þó kaffi­húsin séu mörg og mis­jöfn eins og stað­setn­ing­arn­ar.

Opna átta ný kaffi­hús á dag

Sam­kvæmt síð­ustu birtu áætlun fyr­ir­tæk­is­ins, frá því í gær, stefnir Star­bucks nú að því að fjölga kaffi­húsum um tólf þús­und á næstu fjórum árum. Það nemur um átta kaffi­húsum á hverjum degi næstu fjögur árin. 

Auglýsing

Þá hefur sala fyr­ir­tæk­is­ins á ýmsum vörum í búðum stór­auk­ist og gera áætl­anir ráð fyrir í það minnsta 5 pró­sent árlegum vexti næstu árin.

Mark­aðsvirði Star­bucks nemur í dag um 82 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 9.120 millj­örðum króna.

Hér má sjá fjölda staða hjá þekktum veitingakeðjum.

Í fyrra var Star­bucks með 25 þús­und kaffi­hús á heims­vísu en ef allt gengur upp þá verða þau 37 þús­und árið 2021 og 50 þús­und árið 2025. Fyrir ein­ungis fimm árum voru kaffi­húsin 15 þús­und, svo þeim hefur fjölgað hratt að und­an­förnu.

Sú veit­inga­keðja í heim­inum sem er með flestar sjálf­stæðar stað­setn­ingar á heims­vísu er Subway, með tæp­lega 45 þús­und stað­setn­ing­ar. Þar á eftir kemur skyndi­bita­keðjan McDon­alds með 36 þús­und stað­setn­ing­ar. Vöxtur í Asíu og í úthverfum borga 

Star­bucks hefur á und­an­förnum árum vaxið hratt og hefur verið ein­blínt á góðar stað­setn­ingar í borg­um. Á síð­ustu tveimur árum hefur fyr­ir­tækið opnað sífellt fleiri kaffi­hús í úthverfum ýmissa stórra borga, einkum í Banda­ríkj­un­um, og hefur það gef­ist vel. Það glæðir hverfin lífi og mót­tök­urnar hafa verið góð­ar.

Howard Schultz hætti sem for­stjóri undir lok síð­asta árs og tók Kevin John­son, sem var hans nán­asti sam­starfs­maður í æðstu stjórn, við for­stjóra­stöð­unni. Form­lega munu skiptin þó ekki ganga í gegn fyrr en í apríl á þessu ári. Schultz er áfram stjórn­ar­for­maður og því helsti leið­togi fyr­ir­tæk­is­ins.

Bar­menn­ing á kvöldin

Fyrir rúmum tveimur árum hóf Star­bucks að bjóða við­skipta­vinum sínum upp á áfenga drykki á völdum stöð­um, en yfir­lýst stefna fyr­ir­tæk­is­ins er sú að auka við sölu seinni part dags og á kvöld­in, meðal ann­ars með sölu á bjór og vínum einnig. Fyr­ir­tækið hefur ekki farið hratt af stað í þess­ari þró­un, og er það með vilja gert. Schultz hefur sjálfur sagt að Star­bucks vilji halda í við­skipta­vin­ina sem kaupa fyrst og fremst kaffi og léttan mat, en rök­rétt sé fyrir fyr­ir­tækið að bjóða betri þjón­ustu á kvöldin og nýta þannig verð­mæta stað­setn­ingu margra kaffi­húsa fyr­ir­tæk­is­ins enn bet­ur. 

Gjöf­ult ár framund­an?

Mark Kal­in­owski, grein­andi hjá Nomura, segir í sam­tali við Bloomberg að Star­bucks verði sú veit­inga­keðja sem muni lík­lega ná bestum árangri á árinu 2017. Mörg önnur vöru­merki eigi í vök að verj­ast á meðan Star­bucks hefur haldið sjó og náð að vaxa enn hraðar en bæði hlut­hafar og grein­endur reikn­uðu með. Lyk­ill­inn að vel­gengni sé áherslan á áreið­an­leika og góða þjón­ustu. Um 190 þús­und starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins á heims­vísu sjái til þess að kaffið skili sér fljótt og vel, þrátt fyrir oft á tíðum langar biðrað­ir. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Naratímabilið 2: Keisaraynjan ósigrandi
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None