Starbucks hyggst opna tólf þúsund ný kaffihús á fjórum árum

Risinn Starbucks hefur ekki enn opnað kaffihús á Íslandi en það er ekki víst að það þurfi að bíða lengi eftir því. Á næstu fjórum árum verða að opnuð 8 ný Starbucks-kaffihús á hverjum degi, gangi vaxtaráform fyrirtækisins eftir.

Howard
Auglýsing

Árið 1971 var Star­bucks fyr­ir­tækið stofnað í Seattle og var fyrsti kaffi­boll­inn undir þessu þekkta vöru­merki seldur fyrsta við­skipta­vin­inum sama ár. Saga fyr­ir­tæk­is­ins er ævin­týra­leg og hafa síð­ustu tíu ár ekki síst markað afar jákvæðan kafla í 45 ára sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Stofn­endur þess voru Gor­don Bowker, Jerry Bald­win og Zev Siegl. 

Þeir vildu í upp­hafi búa til vett­vang þar sem fólk kæmi saman og hefði úr mörgum teg­undum af kaffi að velja. Þetta hefur verið leið­ar­stef fyr­ir­tæk­is­ins alla tíð, þó kaffi­húsin séu mörg og mis­jöfn eins og stað­setn­ing­arn­ar.

Opna átta ný kaffi­hús á dag

Sam­kvæmt síð­ustu birtu áætlun fyr­ir­tæk­is­ins, frá því í gær, stefnir Star­bucks nú að því að fjölga kaffi­húsum um tólf þús­und á næstu fjórum árum. Það nemur um átta kaffi­húsum á hverjum degi næstu fjögur árin. 

Auglýsing

Þá hefur sala fyr­ir­tæk­is­ins á ýmsum vörum í búðum stór­auk­ist og gera áætl­anir ráð fyrir í það minnsta 5 pró­sent árlegum vexti næstu árin.

Mark­aðsvirði Star­bucks nemur í dag um 82 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 9.120 millj­örðum króna.

Hér má sjá fjölda staða hjá þekktum veitingakeðjum.

Í fyrra var Star­bucks með 25 þús­und kaffi­hús á heims­vísu en ef allt gengur upp þá verða þau 37 þús­und árið 2021 og 50 þús­und árið 2025. Fyrir ein­ungis fimm árum voru kaffi­húsin 15 þús­und, svo þeim hefur fjölgað hratt að und­an­förnu.

Sú veit­inga­keðja í heim­inum sem er með flestar sjálf­stæðar stað­setn­ingar á heims­vísu er Subway, með tæp­lega 45 þús­und stað­setn­ing­ar. Þar á eftir kemur skyndi­bita­keðjan McDon­alds með 36 þús­und stað­setn­ing­ar. Vöxtur í Asíu og í úthverfum borga 

Star­bucks hefur á und­an­förnum árum vaxið hratt og hefur verið ein­blínt á góðar stað­setn­ingar í borg­um. Á síð­ustu tveimur árum hefur fyr­ir­tækið opnað sífellt fleiri kaffi­hús í úthverfum ýmissa stórra borga, einkum í Banda­ríkj­un­um, og hefur það gef­ist vel. Það glæðir hverfin lífi og mót­tök­urnar hafa verið góð­ar.

Howard Schultz hætti sem for­stjóri undir lok síð­asta árs og tók Kevin John­son, sem var hans nán­asti sam­starfs­maður í æðstu stjórn, við for­stjóra­stöð­unni. Form­lega munu skiptin þó ekki ganga í gegn fyrr en í apríl á þessu ári. Schultz er áfram stjórn­ar­for­maður og því helsti leið­togi fyr­ir­tæk­is­ins.

Bar­menn­ing á kvöldin

Fyrir rúmum tveimur árum hóf Star­bucks að bjóða við­skipta­vinum sínum upp á áfenga drykki á völdum stöð­um, en yfir­lýst stefna fyr­ir­tæk­is­ins er sú að auka við sölu seinni part dags og á kvöld­in, meðal ann­ars með sölu á bjór og vínum einnig. Fyr­ir­tækið hefur ekki farið hratt af stað í þess­ari þró­un, og er það með vilja gert. Schultz hefur sjálfur sagt að Star­bucks vilji halda í við­skipta­vin­ina sem kaupa fyrst og fremst kaffi og léttan mat, en rök­rétt sé fyrir fyr­ir­tækið að bjóða betri þjón­ustu á kvöldin og nýta þannig verð­mæta stað­setn­ingu margra kaffi­húsa fyr­ir­tæk­is­ins enn bet­ur. 

Gjöf­ult ár framund­an?

Mark Kal­in­owski, grein­andi hjá Nomura, segir í sam­tali við Bloomberg að Star­bucks verði sú veit­inga­keðja sem muni lík­lega ná bestum árangri á árinu 2017. Mörg önnur vöru­merki eigi í vök að verj­ast á meðan Star­bucks hefur haldið sjó og náð að vaxa enn hraðar en bæði hlut­hafar og grein­endur reikn­uðu með. Lyk­ill­inn að vel­gengni sé áherslan á áreið­an­leika og góða þjón­ustu. Um 190 þús­und starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins á heims­vísu sjái til þess að kaffið skili sér fljótt og vel, þrátt fyrir oft á tíðum langar biðrað­ir. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None