Starbucks hyggst opna tólf þúsund ný kaffihús á fjórum árum

Risinn Starbucks hefur ekki enn opnað kaffihús á Íslandi en það er ekki víst að það þurfi að bíða lengi eftir því. Á næstu fjórum árum verða að opnuð 8 ný Starbucks-kaffihús á hverjum degi, gangi vaxtaráform fyrirtækisins eftir.

Howard
Auglýsing

Árið 1971 var Star­bucks fyr­ir­tækið stofnað í Seattle og var fyrsti kaffi­boll­inn undir þessu þekkta vöru­merki seldur fyrsta við­skipta­vin­inum sama ár. Saga fyr­ir­tæk­is­ins er ævin­týra­leg og hafa síð­ustu tíu ár ekki síst markað afar jákvæðan kafla í 45 ára sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Stofn­endur þess voru Gor­don Bowker, Jerry Bald­win og Zev Siegl. 

Þeir vildu í upp­hafi búa til vett­vang þar sem fólk kæmi saman og hefði úr mörgum teg­undum af kaffi að velja. Þetta hefur verið leið­ar­stef fyr­ir­tæk­is­ins alla tíð, þó kaffi­húsin séu mörg og mis­jöfn eins og stað­setn­ing­arn­ar.

Opna átta ný kaffi­hús á dag

Sam­kvæmt síð­ustu birtu áætlun fyr­ir­tæk­is­ins, frá því í gær, stefnir Star­bucks nú að því að fjölga kaffi­húsum um tólf þús­und á næstu fjórum árum. Það nemur um átta kaffi­húsum á hverjum degi næstu fjögur árin. 

Auglýsing

Þá hefur sala fyr­ir­tæk­is­ins á ýmsum vörum í búðum stór­auk­ist og gera áætl­anir ráð fyrir í það minnsta 5 pró­sent árlegum vexti næstu árin.

Mark­aðsvirði Star­bucks nemur í dag um 82 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 9.120 millj­örðum króna.

Hér má sjá fjölda staða hjá þekktum veitingakeðjum.

Í fyrra var Star­bucks með 25 þús­und kaffi­hús á heims­vísu en ef allt gengur upp þá verða þau 37 þús­und árið 2021 og 50 þús­und árið 2025. Fyrir ein­ungis fimm árum voru kaffi­húsin 15 þús­und, svo þeim hefur fjölgað hratt að und­an­förnu.

Sú veit­inga­keðja í heim­inum sem er með flestar sjálf­stæðar stað­setn­ingar á heims­vísu er Subway, með tæp­lega 45 þús­und stað­setn­ing­ar. Þar á eftir kemur skyndi­bita­keðjan McDon­alds með 36 þús­und stað­setn­ing­ar. Vöxtur í Asíu og í úthverfum borga 

Star­bucks hefur á und­an­förnum árum vaxið hratt og hefur verið ein­blínt á góðar stað­setn­ingar í borg­um. Á síð­ustu tveimur árum hefur fyr­ir­tækið opnað sífellt fleiri kaffi­hús í úthverfum ýmissa stórra borga, einkum í Banda­ríkj­un­um, og hefur það gef­ist vel. Það glæðir hverfin lífi og mót­tök­urnar hafa verið góð­ar.

Howard Schultz hætti sem for­stjóri undir lok síð­asta árs og tók Kevin John­son, sem var hans nán­asti sam­starfs­maður í æðstu stjórn, við for­stjóra­stöð­unni. Form­lega munu skiptin þó ekki ganga í gegn fyrr en í apríl á þessu ári. Schultz er áfram stjórn­ar­for­maður og því helsti leið­togi fyr­ir­tæk­is­ins.

Bar­menn­ing á kvöldin

Fyrir rúmum tveimur árum hóf Star­bucks að bjóða við­skipta­vinum sínum upp á áfenga drykki á völdum stöð­um, en yfir­lýst stefna fyr­ir­tæk­is­ins er sú að auka við sölu seinni part dags og á kvöld­in, meðal ann­ars með sölu á bjór og vínum einnig. Fyr­ir­tækið hefur ekki farið hratt af stað í þess­ari þró­un, og er það með vilja gert. Schultz hefur sjálfur sagt að Star­bucks vilji halda í við­skipta­vin­ina sem kaupa fyrst og fremst kaffi og léttan mat, en rök­rétt sé fyrir fyr­ir­tækið að bjóða betri þjón­ustu á kvöldin og nýta þannig verð­mæta stað­setn­ingu margra kaffi­húsa fyr­ir­tæk­is­ins enn bet­ur. 

Gjöf­ult ár framund­an?

Mark Kal­in­owski, grein­andi hjá Nomura, segir í sam­tali við Bloomberg að Star­bucks verði sú veit­inga­keðja sem muni lík­lega ná bestum árangri á árinu 2017. Mörg önnur vöru­merki eigi í vök að verj­ast á meðan Star­bucks hefur haldið sjó og náð að vaxa enn hraðar en bæði hlut­hafar og grein­endur reikn­uðu með. Lyk­ill­inn að vel­gengni sé áherslan á áreið­an­leika og góða þjón­ustu. Um 190 þús­und starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins á heims­vísu sjái til þess að kaffið skili sér fljótt og vel, þrátt fyrir oft á tíðum langar biðrað­ir. 

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None