Skortur á skattalöggjöf réði miklu um aflandseignir Íslendinga

CFC skattalöggjöf var ekki sett hér á landi fyrr en eftir hrun, en löngu fyrr í Bandaríkjunum og Norðurlöndunum. Þetta réði miklu um fjölda aflandsfélaga og fjármagnsflótta frá Íslandi á árunum fyrir hrun. Lagt var til að lögin yrðu sett árið 2004.

Mótmæli á Austurvell 4. apríl 2016
Auglýsing

Fjár­magns­flótti frá Íslandi og í aflands­fé­lög í skatta­skjólum hefði lík­lega ekki orðið eins mik­ill og raunin varð á árunum fyrir hrun ef að Ísland hefði haft sömu skatta­reglur og giltu á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Þessir fjár­magns­flutn­ingar í aflands­fé­lög léku veiga­mikið hlut­verk í fjár­mála­væð­ingu fyrsta ára­tugs ald­ar­inn­ar, og jafn­vel má leiða líkur að því að ef settar hefðu verið sam­bæri­legar reglur og ann­ars staðar hefði eigna­verðs- og útlána­þensla þessa tíma­bils orðið væg­ari en raunin varð, og fallið minna. 

Þetta kemur fram í skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­svæð­um, sem gerð var opin­ber í síð­ustu viku. Í skýrsl­unni er vikið að skatta­lög­gjöf­inni á Íslandi á árunum fyrir hrun, og sér­stak­lega svo­kall­aðri CFC lög­gjöf. CFC stendur fyrir Controlled For­­eign Cor­poration, erlend fyr­ir­tæki, félög eða sjóði í lág­skatta­­ríkjum í eigu, eða undir stjórn íslensks eig­anda, hvort sem sá eig­andi er félag eða ein­stak­l­ing­­ur. Lögin kveða meðal ann­­ars á um að greiða skuli tekju­skatt hér á landi af hagn­aði félags sem íslenskur skatt­að­ili á en er í lág­skatta­­rík­­i. Íslend­ingar sem eiga félög á lág­skatta­­­svæðum eiga að skila sér­­­­­stöku fram­tali með skatt­fram­tal­inu sínu vegna þessa, skýrslu ásamt grein­­­ar­­­gerð þar sem meðal ann­­­ars eru sund­­­ur­lið­aðar tekj­­­ur, skatta­­­legar leið­rétt­ing­­­ar, arðsút­­­hlutun og útreikn­ingur á hlut­­­deild í hagn­aði eða tapi á grund­velli árs­­­reikn­inga, sem eiga að fylgja. Ef það er ekki gert brýtur það í bága við lög um tekju­skatt

Það er einnig talið hafa ráðið miklu um það hversu mörg aflands­fé­lög Íslend­ingar áttu að þessi lög­gjöf var ekki inn­leidd fyrr en eftir hrun. 

Auglýsing

Reglur ekki settar fyrr en eftir hrun

CFC reglur voru ekki settar hér á landi fyrr en í apríl 2009 og tók gildi 2010, en löngu fyrr hafði verið lagt til að slíkar reglur yrðu settar hér á landi. Í skýrslu ann­ars starfs­hóps um umfang skattsvika á Íslandi, sem skil­aði skýrslu sem lögð var fyrir Alþingi í lok árs­ins 2004, kom fram að hraða þyrfti setn­ingu slíkra ákvæða í íslenska skatta­lög­gjöf til þess að koma í veg fyrir mögu­leg skatt­svik með stofnun aflands­fé­laga í skatta­skjól­u­m. 

Þrátt fyrir þessi til­mæli starfs­hóps­ins virð­ist hins vegar sem stjórn­völd hafi á þessum tíma haft efa­semdir um nauð­syn þess að setja slíka lög­gjöf, segir í skýrsl­unni. Meðal ann­ars er vísar til greinar í vefriti fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins frá árinu 2006, þar sem spurt var hvort Ísland þarfn­að­ist CFC-lög­gjaf­ar. 

Starfs­hóp­ur­inn sem skil­aði skýrslu í haust segir að greinin skýri hugs­an­lega að ein­hverju leyti ástæð­urnar fyrir því að ekki var farið að til­lögu hins starfs­hóps­ins um setn­ingu CFC ákvæða í íslensk lög. Starfs­hóp­ur­inn segir að sterk rök hnígi til þess að meiri festa hefði verið á umgengni íslenskra aðila við aflands­fé­lög ef lög­gjöfin hefði verið tekin upp hér á landi á sama tíma og það var lagt fyrst til. Í Banda­ríkj­unum hafi slík lög­gjöf verið tekin upp löngu fyrir ára­mót og á Norð­ur­lönd­unum strax í upp­hafi þess­arar ald­ar, 2002 og 2003. 

Ekki fylgt eftir og engin yfir­sýn 

Jafn­vel þótt regl­urnar hafi verið settar eftir hrun var þeim ekki fylgt mjög fast eft­ir, segir starfs­hóp­ur­inn. Reglu­gerð um skil fram­tala sam­kvæmt CFC regl­unum var ekki gefin út fyrr en árið 2013. „Það ber ekki vitni um að þessi þáttur í skatta­legu eft­ir­liti hafi verið fram­ar­lega í for­gangs­röð stjórn­valda, þótt eftir sem áður hafi fram­telj­endum borið að fara eftir lög­unum frá setn­ingu þeirra,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Einnig kemur fram í skýrsl­unni að ein­ungis um þriðj­ungur þeirra ein­stak­linga sem tengd­ust skatta­skjóls­gögn­unum sem keypt voru af íslenskum stjórn­völdum höfðu gefið aflands­fé­lögin sín upp til skatts á Íslandi. Skatta­yf­ir­völd hafa ekki gengið hart eftir því að þeir sem þó gáfu upp aflands­fé­lögin sín til skatts á Íslandi fylli út skýrslur sem kveðið er á um að þeir geri sam­kvæmt CFC lög­gjöf­inn­i. 

Þá hafa eyðu­blöð með þessum skýrslum ekki verið sjálf­krafa inni í skatta­skilum og því hefur rík­is­skatt­stjóri ekki getað aflað upp­lýs­inga um þann fjölda sem skilað hefur CFC skýrsl­um. Til þess að finna slíkt út þyrfti að fara hand­virkt yfir öll skatt­fram­töl, og það hefur ekki verið gert. Hins vegar stendur til að breyta þessu fyr­ir­komu­lagi þannig að rík­is­skatt­stjóri eigi auð­veld­ara með að fá heild­ar­yf­ir­sýn yfir skil á þessum skýrsl­u­m. 

Komst í fréttir eftir Panama­skjölin

Kjarn­inn greindi frá því síð­ast­liðið vor að rík­is­skatt­stjóri væri með í und­ir­­bún­­ingi að vél­taka CFC-­eyð­u­blöð sem aflands­­fé­laga­eig­endur eiga að fylla út og skila með skatt­fram­­tölum sín­­um. „Þegar því verki verð­­ur­ lokið mun útfyll­ing eyð­u­­blað­anna verða ófrá­víkj­an­­leg,“ sagði Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri við Kjarn­ann síð­ast­liðið vor. 

Ástæða fyr­ir­­spurn­­ar­innar var sú að ­Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, fyrr­ver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, birti blogg­­færslu þar sem fram kom að fram­­tal vegna aflands­­fé­lags­ins Wintris, sem er ­skráð á Bresk Jóm­frú­­areyj­un­um, hafi ekki verið í sam­ræmi við CFC-lög­­gjöf­ina. Þar kom einnig fram að við fram­tals­­­gerð þeirra hjóna hafi „ver­ið horft í gegnum félagið eins og það hafi aldrei verið til og eignir þess skráð­­ar­ ­sem bein eign Önnu frá því ári áður en svo kall­aðar CFC-­­­reglur tóku gildi. Sú var­­­færna leið að greiða skatta af öll­u­m ­eign­um, hverri fyrir sig, í stað þess að nýta félagið og líta á það sem ­fyr­ir­tæki í atvinn­u­­­rekstri (og skila CFC-fram­tali) hefur skilað sér í hærri skatt­greiðslum til rík­­­is­ins en ef ­stuðst hefði verið við atvinn­u­­­rekstr­­­ar­-/CFC-­­­leið­ina.“ Í færslu Sig­­­mundar Dav­­­íðs sagði einnig að skatta­yf­­­ir­völd hafi aldrei ­gert athuga­­­semdir við með hvaða hætti talið var fram. 

Kjarn­inn beindi ítrekað fyr­ir­­spurnum til Sig­­mundar Dav­­íðs um hvort Wintris hafi staðið að skatt­skilum í sam­ræmi við CFC-­regl­­ur, en fékk aldrei svör. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None