Tæplega 2.500 gengu úr þjóðkirkjunni í fyrra

Innan við 70 prósent þjóðarinnar er skráð í þjóðkirkjuna. Tæplega 100 þúsund manns standa utan hennar. Í fyrra skráðu 1.678 fleiri sig úr kirkjunni en í hana.

Agnes Sigurðardóttir er biskup þjóðkirkju Íslands.
Agnes Sigurðardóttir er biskup þjóðkirkju Íslands.
Auglýsing

Alls gengu 2.466 manns úr þjóð­kirkj­unni á árinu 2016 en 788 manns skráðu sig í hana. Því fækk­aði sam­tals um 1.678 í þjóð­kirkj­unni á árinu. Þetta kemur fram í tölum Þjóð­skrár Íslands um breyt­ingar á trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lags­að­ild á síð­asta ári.

Fækkun með­lima þjóð­kirkj­unnar í fyrra er umtals­vert meiri en með­al­tal áranna 2011-2014 var, en þá fækk­aði að með­al­tali 1.126 manns í þjóð­kirkj­unni á ári.

Árið 2015 sker sig hins vegar úr þar sem alls 4.805 fleiri sögðu sig úr kirkj­unni en í hana. Ýmsar ástæður voru fyrir því mikla brott­falli það árið, meðal ann­ars smölun trú­fé­lags Zúista á Íslandi á með­lim­um. Höf­uð­mark­mið þeirra er að hið opin­bera felli úr gildi öll lög sem veita trú- og líf­skoð­un­ar­fé­lögum for­rétt­indi eða fjár­­­styrki umfram önnur félög. Þá ætlar félagið að end­ur­greiða öllum skráðum með­­limum árlegan styrk sem það fær frá rík­­inu. Sú end­ur­greiðsla hefur enn ekki tek­ist þar sem beðið er úrskurðar frá inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu við kæru fyrr­ver­andi for­svars­manna trú­fé­lags­ins um skipan nýrrar stjórn­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á Face­book síðu Zúista munu end­ur­greiðslur hefj­ast strax og inn­an­rík­is­ráðu­neytið stað­festir skipan nýrrar stjórn­ar. Á síð­asta árs­fjórð­ungi árs­ins 2015, þegar ofan­greind vil­yrði um end­ur­greiðslu voru sett fram, skráðu um 3.200 manns sig í félag Zúista á Íslandi. Þar af komu um eitt þús­und úr þjóð­kirkj­unni.

Auglýsing

Með­lima­fjöldi kom­inn undir 70 pró­sent þjóð­ar­innar

Þegnum þjóð­kirkj­unnar hefur fækkað mjög hlut­falls­lega á und­an­förnum árum. Árið 1992 voru 92,2 pró­­­sent lands­­­manna skráðir í hana. Á árunum fyrir hrun fjölg­aði alltaf lít­il­lega í hópi þeirra sem skráðir voru í þjóð­kirkj­una á milli ára þótt þeim Íslend­ingum sem fylgdu rík­is­trúnni fækk­aði alltaf hlut­falls­lega. Ein ástæða þess er að skipu­lagið hér­­­lendis var lengi vel þannig að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­­­fé­lag móð­­­ur. Það þurfti því sér­­­stak­­­lega að skrá sig úr trú­­­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. Þessu hefur verið breytt.

Frá árinu 2009 hefur með­limum þjóð­kirkj­unnar fækkað á hverju ári. Þeir voru 236.260 í byrjun árs 2017. Í lok þriðja árs­fjórð­ungs 2016 voru Íslend­ingar sam­tals 337.610 tals­ins. Miðað við þá tölu eru 69,9 pró­sent mann­fjöld­ans skráðir í þjóð­kirkj­una. Það er í fyrsta sinn síðan að mæl­ingar hófust sem að fjöldi með­lima hennar fer undir 70 pró­sent mann­fjöld­ans.

Þeim íslensku rík­­­is­­­borg­­­urum sem kusu að standa utan þjóð­­­kirkj­unnar voru 30.700 um síð­­­­­ustu ald­­­ar­­­mót. Þeir eru nú nálægt eitt hund­rað þús­und.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None