Tæplega 2.500 gengu úr þjóðkirkjunni í fyrra

Innan við 70 prósent þjóðarinnar er skráð í þjóðkirkjuna. Tæplega 100 þúsund manns standa utan hennar. Í fyrra skráðu 1.678 fleiri sig úr kirkjunni en í hana.

Agnes Sigurðardóttir er biskup þjóðkirkju Íslands.
Agnes Sigurðardóttir er biskup þjóðkirkju Íslands.
Auglýsing

Alls gengu 2.466 manns úr þjóðkirkjunni á árinu 2016 en 788 manns skráðu sig í hana. Því fækkaði samtals um 1.678 í þjóðkirkjunni á árinu. Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár Íslands um breytingar á trú- og lífsskoðunarfélagsaðild á síðasta ári.

Fækkun meðlima þjóðkirkjunnar í fyrra er umtalsvert meiri en meðaltal áranna 2011-2014 var, en þá fækkaði að meðaltali 1.126 manns í þjóðkirkjunni á ári.

Árið 2015 sker sig hins vegar úr þar sem alls 4.805 fleiri sögðu sig úr kirkjunni en í hana. Ýmsar ástæður voru fyrir því mikla brottfalli það árið, meðal annars smölun trúfélags Zúista á Íslandi á meðlimum. Höfuðmarkmið þeirra er að hið opin­bera felli úr gildi öll lög sem veita trú- og lífskoðunarfélögum for­rétt­indi eða fjár­styrki umfram önnur félög. Þá ætlar félagið að endurgreiða öllum skráðum með­limum árlegan styrk sem það fær frá rík­inu. Sú endurgreiðsla hefur enn ekki tekist þar sem beðið er úrskurðar frá innanríkisráðuneytinu við kæru fyrrverandi forsvarsmanna trúfélagsins um skipan nýrrar stjórnar. Samkvæmt upplýsingum á Facebook síðu Zúista munu endurgreiðslur hefjast strax og innanríkisráðuneytið staðfestir skipan nýrrar stjórnar. Á síðasta ársfjórðungi ársins 2015, þegar ofangreind vilyrði um endurgreiðslu voru sett fram, skráðu um 3.200 manns sig í félag Zúista á Íslandi. Þar af komu um eitt þúsund úr þjóðkirkjunni.

Auglýsing

Meðlimafjöldi kominn undir 70 prósent þjóðarinnar

Þegnum þjóðkirkjunnar hefur fækkað mjög hlutfallslega á undanförnum árum. Árið 1992 voru 92,2 pró­­sent lands­­manna skráðir í hana. Á árunum fyrir hrun fjölgaði alltaf lítillega í hópi þeirra sem skráðir voru í þjóðkirkjuna á milli ára þótt þeim Íslendingum sem fylgdu ríkistrúnni fækkaði alltaf hlutfallslega. Ein ástæða þess er að skipu­lagið hér­lendis var lengi vel þannig að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­­fé­lag móð­­ur. Það þurfti því sér­­stak­­lega að skrá sig úr trú­­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. Þessu hefur verið breytt.

Frá árinu 2009 hefur meðlimum þjóðkirkjunnar fækkað á hverju ári. Þeir voru 236.260 í byrjun árs 2017. Í lok þriðja ársfjórðungs 2016 voru Íslendingar samtals 337.610 talsins. Miðað við þá tölu eru 69,9 prósent mannfjöldans skráðir í þjóðkirkjuna. Það er í fyrsta sinn síðan að mælingar hófust sem að fjöldi meðlima hennar fer undir 70 prósent mannfjöldans.

Þeim íslensku rík­­is­­borg­­urum sem kusu að standa utan þjóð­­kirkj­unnar voru 30.700 um síð­­­ustu ald­­ar­­mót. Þeir eru nú nálægt eitt hundrað þúsund.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None