Tæplega 2.500 gengu úr þjóðkirkjunni í fyrra

Innan við 70 prósent þjóðarinnar er skráð í þjóðkirkjuna. Tæplega 100 þúsund manns standa utan hennar. Í fyrra skráðu 1.678 fleiri sig úr kirkjunni en í hana.

Agnes Sigurðardóttir er biskup þjóðkirkju Íslands.
Agnes Sigurðardóttir er biskup þjóðkirkju Íslands.
Auglýsing

Alls gengu 2.466 manns úr þjóð­kirkj­unni á árinu 2016 en 788 manns skráðu sig í hana. Því fækk­aði sam­tals um 1.678 í þjóð­kirkj­unni á árinu. Þetta kemur fram í tölum Þjóð­skrár Íslands um breyt­ingar á trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lags­að­ild á síð­asta ári.

Fækkun með­lima þjóð­kirkj­unnar í fyrra er umtals­vert meiri en með­al­tal áranna 2011-2014 var, en þá fækk­aði að með­al­tali 1.126 manns í þjóð­kirkj­unni á ári.

Árið 2015 sker sig hins vegar úr þar sem alls 4.805 fleiri sögðu sig úr kirkj­unni en í hana. Ýmsar ástæður voru fyrir því mikla brott­falli það árið, meðal ann­ars smölun trú­fé­lags Zúista á Íslandi á með­lim­um. Höf­uð­mark­mið þeirra er að hið opin­bera felli úr gildi öll lög sem veita trú- og líf­skoð­un­ar­fé­lögum for­rétt­indi eða fjár­­­styrki umfram önnur félög. Þá ætlar félagið að end­ur­greiða öllum skráðum með­­limum árlegan styrk sem það fær frá rík­­inu. Sú end­ur­greiðsla hefur enn ekki tek­ist þar sem beðið er úrskurðar frá inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu við kæru fyrr­ver­andi for­svars­manna trú­fé­lags­ins um skipan nýrrar stjórn­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á Face­book síðu Zúista munu end­ur­greiðslur hefj­ast strax og inn­an­rík­is­ráðu­neytið stað­festir skipan nýrrar stjórn­ar. Á síð­asta árs­fjórð­ungi árs­ins 2015, þegar ofan­greind vil­yrði um end­ur­greiðslu voru sett fram, skráðu um 3.200 manns sig í félag Zúista á Íslandi. Þar af komu um eitt þús­und úr þjóð­kirkj­unni.

Auglýsing

Með­lima­fjöldi kom­inn undir 70 pró­sent þjóð­ar­innar

Þegnum þjóð­kirkj­unnar hefur fækkað mjög hlut­falls­lega á und­an­förnum árum. Árið 1992 voru 92,2 pró­­­sent lands­­­manna skráðir í hana. Á árunum fyrir hrun fjölg­aði alltaf lít­il­lega í hópi þeirra sem skráðir voru í þjóð­kirkj­una á milli ára þótt þeim Íslend­ingum sem fylgdu rík­is­trúnni fækk­aði alltaf hlut­falls­lega. Ein ástæða þess er að skipu­lagið hér­­­lendis var lengi vel þannig að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­­­fé­lag móð­­­ur. Það þurfti því sér­­­stak­­­lega að skrá sig úr trú­­­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. Þessu hefur verið breytt.

Frá árinu 2009 hefur með­limum þjóð­kirkj­unnar fækkað á hverju ári. Þeir voru 236.260 í byrjun árs 2017. Í lok þriðja árs­fjórð­ungs 2016 voru Íslend­ingar sam­tals 337.610 tals­ins. Miðað við þá tölu eru 69,9 pró­sent mann­fjöld­ans skráðir í þjóð­kirkj­una. Það er í fyrsta sinn síðan að mæl­ingar hófust sem að fjöldi með­lima hennar fer undir 70 pró­sent mann­fjöld­ans.

Þeim íslensku rík­­­is­­­borg­­­urum sem kusu að standa utan þjóð­­­kirkj­unnar voru 30.700 um síð­­­­­ustu ald­­­ar­­­mót. Þeir eru nú nálægt eitt hund­rað þús­und.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None