Óttast ögranir og hernaðarbrölt Rússa

Claus Hjort Frederiksen varnarmálaráðherra Danmerkur segir að Danir verði að stórauka framlög til varnarmála á næstu árum. Vaxandi hernaðarumsvif Rússa séu veruleg ógnun og ástandið nú líkist æ meira kaldastríðsárunum, að mati ráðherrans.

Claus Hjort Frederiksen
Auglýsing

Claus Hjort Frederik­sen varn­ar­mála­ráð­herra Dan­merkur segir að Danir verði að stór­auka fram­lög til varn­ar­mála á næstu árum. Vax­andi hern­að­ar­um­svif Rússa séu veru­leg ógnun og ástandið nú lík­ist æ meira kalda­stríðs­ár­un­um, að mati ráð­herr­ans.  

Claus Hjort Frederik­sen tók við emb­ætti varn­ar­mála­ráð­herra Dan­merkur fyrir einum og hálfum mán­uði. Þá gerði Lars Løkke Rasmus­sen miklar breyt­ingar á stjórn sinni í kjöl­far þess að Frjáls­ræð­is­banda­lagið (Li­beral Alli­ance) og Íhalds­flokk­ur­inn (Det Konservative Fol­ke­parti) gengu til liðs við stjórn Ven­stre. Claus Hjort var áður fjár­mála­ráð­herra og einn reynd­asti núver­andi þing­maður Dana, hann er einn nán­asti sam­starfs­maður Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra. Þunga­vikt­ar­maður semsé og þegar hann talar leggur fólk við hlust­ir. Sem fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra þekkir hann vel til mál­efna hers­ins en fjár­veit­ingar til her­mála eru á könnu þings­ins, Fol­ket­inget. 

Margra alda saga

Form­legur stofn­dagur danska hers­ins er 17. nóv­em­ber 1614, en saga hers­ins er langtum eldri. Á tíma ein­veld­is­ins frá 1660 – 1849 voru allir valdataumar í hendi kon­ungs og Dan­mörk var lengst af ein­veld­is­tím­anum stórt og víð­femt ríki (Nor­eg­ur, Græn­land, Ísland, Fær­eyj­ar, Slés­vík – Holt­seta­land ásamt nýlendum í Afr­íku, Asíu og Karí­ba­haf­inu) og því í æði­mörg horn að líta. Nákvæmar upp­lýs­ingar um mann­afla hers­ins á þessum tíma eru mjög á reiki en ljóst að rekstur hers­ins, með öllu til­heyr­andi, útheimti mikla fjár­muni. Svo mikla að fjár­hagur danska rík­is­ins var á tíðum mjög bág­bor­inn. 

Auglýsing

Eftir ein­veldið

Danska ein­veld­inu lauk 1849 og síðan þá hafa allar ákvarð­anir varð­andi fjár­veit­ingar og grund­vall­ar­starf­semi hers­ins verið í höndum þings­ins. Í upp­hafi var helsta verk­efni hers­ins að verja yfir­ráðin yfir Slés­vík (þriggja ára stríðið 1848-51) og í kjöl­farið fylgdi svo stríðið 1864 þar sem Danir misstu bæði Slés­vík og Holt­seta­land. Að mati sagn- og hern­að­ar­fræð­inga síð­ari tíma var stríðið 1864 fyr­ir­fram tap­að, danski her­inn átti ein­fald­lega við ofurefli að etja. 

Harðar deilur og heims­styrj­öldin síð­ari

Eftir nið­ur­lagið 1864 urðu harðar deilur í danska þing­inu. Hluti þing­manna vildi að Dan­mörk legði niður her­inn og landið yrði hlut­laust. Aðrir vildu að hlut­verk hers­ins yrði að verja hlut­leysi Dan­merk­ur, varnir lands­ins skyldu fyrst og fremst mið­ast við Sjá­land. Ekk­ert varð úr þeirri hug­mynd að leggja niður her­inn og á næstu ára­tug­um, fram yfir fyrri heims­styrj­öld efldist her­inn mjög. Á milli­stríðs­ár­unum dróg­ust fjár­veit­ingar til hers­ins sam­an. Þegar Þjóð­verjar réð­ust inn í Dan­mörku 1940 og hertóku landið var fátt um varn­ir, her­inn fámennur miðað við þýska her­afl­ann og auk þess illa vopnum búinn. Upp­gjöf var því eina leiðin og þótt margir Danir væru ósáttir við þá ákvörðun á sínum tíma var, og er, flestum ljóst að miðað við aðstæður héldu danskir stjórn­mála­menn, ásamt kóng­in­um, skyn­sam­lega á spil­un­um.  

Eft­ir­stríðs­árin og kalda stríðið

Eftir lok síð­ari heims­styrj­aldar 1945 varð grund­vall­ar­breyt­ing á afstöðu danskra stjórn­mála­manna. Allar hug­myndir um hlut­leysi voru lagðar á hill­una. Dan­mörk tók þátt í stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna 24. októ­ber 1945 og fjórum árum síð­ar, 1949, þegar Atl­ants­hafs­banda­lagið varð til var Dan­mörk meðal aðild­ar­ríkj­anna. Til­gang­ur­inn með stofnun NATO var að verjast, og mynda mót­vægi gegn, Sov­ét­ríkj­unum og banda­mönnum þeirra. Á árum Kalda stríðs­ins, eins og tíma­bilið 1947 -1991 er nefnt, átti sér stað mikil hern­að­ar­upp­bygg­ing, bæði meðal NATO ríkj­anna og aust­ur­blokk­ar­innar svo­nefndu, með Sov­ét­ríkin í far­ar­broddi. Danski her­inn fékk mikla aðstoð frá Banda­ríkja­mönn­um, bæði fjár­hags­lega og í formi vopna og her­bún­aðar hvers kon­ar. Fjár­veit­ingar til hers­ins juk­ust og danskir her­menn tóku meðal ann­ars þátt í marg­hátt­uðum aðgerðum á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Hrun Sov­ét­ríkj­anna

Enda­lok Sov­ét­ríkj­anna í upp­hafi tíunda ára­tugar síð­ustu aldar höfðu miklar og marg­hátt­aðar breyt­ingar í för með sér. Ógnin sem hafði verið talin stafa af Sov­ét­ríkj­unum og banda­mönnum þeirra var ekki lengur til stað­ar. Hlut­verk herja NATO breytt­ist mikið og frið­ar­gæsla og margs konar eft­ir­lit varð fyr­ir­ferð­ar­meira en það hafði áður ver­ið. Margar spurn­ingar um hlut­verk fjöl­mennra herja, þar á meðal Dan­merk­ur, vökn­uðu og mörgum þótti bein­línis ónauð­syn­legt að verja jafn miklum fjár­munum til her­mála og áður hafði þótt sjálf­sagt. Til þess að gera langa sögu stutta hafa fjár­veit­ingar til danska hers­ins dreg­ist jafnt og þétt saman á und­an­förnum árum. Her­inn sem skipt­ist í land­her, sjó­her og flug­her telur nú um það bil fimmtán þús­und manns og her­menn eru umtals­vert færri en fyrir ára­tug síð­an. Nið­ur­skurð­ur­inn hefur haft í för með sér að tækja­kostur hers­ins hefur ekki verið end­ur­nýj­aður og við­hald setið á hak­an­um. Yfir­stjórn hers­ins hefur talað fyrir daufum eyrum ráða­manna, þar á meðal fjár­mála­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi sem nú er sestur í stól varn­ar­mála­ráð­herr­ans.

Laf­hræddur við bröltið í Rússum

Fyrir nokkrum dögum birti dag­blaðið Berl­ingske langt við­tal við Claus Hjort Frederik­sen varn­ar­mála­ráð­herra. Það er fyrsta við­tal sem ráð­herr­ann hefur veitt eftir að hann flutt­ist úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu í núver­andi emb­ætti. Claus Hjort er vanur að tala tæpitungu­laust og það á sann­ar­lega við um áður­nefnt við­tal í Berl­ingske. Ráð­herr­ann seg­ist ein­fald­lega vera laf­hræddur við bröltið í Rússum, eng­inn viti hug Pútíns í neinum mál­um. ,,Maður hélt í ein­feldni sinni að heim­ur­inn væri miklu örugg­ari en áður var og ekki þyrfti að hafa áhyggjur af Rúss­um. Nú sér maður að þetta er ekki svona, Pútín er ekki nein frið­ar­dúfa” sagði Claus Hjort. Hann sagði að sú stað­reynd að Rússar væru að koma fyrir eld­flauga­bún­aði í Kal­in­ingrad væri ógn­vekj­andi. Þetta og margt margt fleira sagði ráð­herr­ann sýna fram á nauð­syn þess að stór­efla danska her­inn. Hann nefndi líka stór­karla­legar yfir­lýs­ingar Don­alds Trump, sem tekur við emb­ætti for­seta Banda­ríkj­anna eftir nokkra daga. Trump hefur sett spurn­ing­ar­merki um skyldur Banda­ríkj­anna við þau NATO ríki sem ekki upp­fylli lof­orð og sam­komu­lag um fjár­veit­ingar til varn­ar­mála, Dan­mörk er í þeim hópi.

Verða að gefa í 

Danski varn­ar­mála­ráð­herr­ann sagð­ist, í við­tal­inu við Berl­ingske, yfir­leitt ekki vera tals­maður auk­inna útgjalda rík­is­ins. ,,En hér verðum við að gefa dug­lega í” sagði ráð­herr­ann. Þegar blaða­maður spurði hvort þetta væri ekki bara venju­legur ,,lobbý­is­mi” hjá ráð­herra sem vildi meiri pen­inga til síns ráðu­neytis harð­neit­aði Claus Hjort því og sagði að hann væri ein­fald­lega að lýsa ástand­inu. ,,Bröltið í Rússum vekur ugg og við getum ekki snúið blinda aug­anu að, við verðum að bregð­ast við og það strax.”   Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None