Íslenska stríðshetjan Tony Jónsson

Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér ótrúlega sögu stríðshetjunnar Þorsteins Elton Jónssonar.

Kristinn Haukur Guðnason
Flugvélar
Auglýsing

Fáir Íslend­ingar hafa upp­lifað jafn mik­inn hasar og Þor­steinn Elton Jóns­son flug­mað­ur. Í Bret­landi var hann kall­aður Tony Jons­son þegar hann barð­ist með flug­hernum í seinni heim­styrj­öld­inni en hér á Íslandi var hann kall­aður Steini flug. Á seinni árum tók hann þátt í neyð­ar­að­stoð í Afr­íku á miklum ólgu­tímum við ákaf­lega krefj­andi aðstæð­ur. Ævin­týri hans voru efni­viður í tvær ævi­sögur en hér er brot af því helsta.

Með tog­ara í stríðið

Þor­steinn Elton Jóns­son var fæddur þann 19. októ­ber árið 1921 í Reykja­vík. Hann var elsta barn af fjórum, hjón­anna Snæ­björns Jóns­sonar og  Annie Flor­ence Westcott Jóns­son. Snæ­björn rak bóka­búð­ina Snæ­björn Jóns­son & Co. – The Eng­lish Books­hop í Hafn­ar­stræti. Hann var auk þess rit­höf­und­ur, bóka­út­gef­andi, þýð­andi og mjög fyr­ir­ferð­ar­mik­ill í menn­ing­ar­lífi lands­ins og þjóð­mála­um­ræð­unni. Eins og nafn búð­ar­innar gaf til kynna þá hafði Snæ­björn sér­stakt dálæti af enskum bók­menntum og hafði mikil tengsl við Bret­land. 

Annie, sem starf­aði sem hús­móð­ir, var einmitt ensk. Þor­steinn deildi ekki bók­mennta­á­huga föður síns og var ekk­ert sér­stak­lega hneigður að bók­námi. Þetta kom best fram á ung­lings­aldri þegar hann hélt norður til Akur­eyrar í mennta­skól­ann þar. Hann hafði frekar áhuga á mynd­list, úti­vist og sér­stak­lega flugi. Sem barn hafði hann dreymt um að verða flug­maður og kom­ast í Kon­ung­lega breska flug­her­inn, RAF. Á mennta­skóla­ár­un­um, áður en stríðið skall á, virt­ist leið hans hins vegar liggja í arkítektúr. 

Auglýsing

En stríðið breytti öllu og vorið 1940 ákvað hann að hætta námi og ger­ast orr­ustuflug­mað­ur. Hann tal­aði við bresku ræð­is­menn­ina, bæði á Akur­eyri og Reykja­vík, en fékk þau svör að hann væri ekki gjald­gengur í flug­her­inn vegna þess að hann væri Íslend­ingur og þar af leið­andi ekki aðili að stríð­inu. Þor­steinn lét þó ekki deigan síga og fékk far með tog­ar­anum Óla Garða til Bret­lands (flak hans situr nú í fjöru Foss­vogs­ins). Þor­steinn kom til Eng­lands, 18 ára, papp­írs­laus, með eitt sterl­ingspund í vas­anum og þótt und­ar­legt megi virð­ast frekar slakur í tungu­mál­in­u. En faðir hans og móð­ur­fjöl­skylda beittu sér fyrir því að hann fengi til­skilin leyfi og í kjöl­farið hélt hann með lest norður til Pad­gate í her­skóla breska flug­hers­ins.

Dansað í háloft­unum

Í Pad­ga­te, í norð­vest­ur­hluta Eng­lands, tók við hálfs árs almenn her­þjálf­un. Fjöl­margir aðrir erlendir piltar voru í þjálf­un­ar­búð­unum en hann var eini Íslend­ing­ur­inn. Um haustið 1940 fékk hann svo loks að læra til flugs. Hann lauk prófi sem orr­ustuflug­maður vorið 1941 og hóf þá sam­stundis her­þjón­ust­u. 

Tony Jónsson, flugkappi og stríðshetja.Hann var sendur norður til Skotlands í 17. her­deild­ina, sem stað­sett var í bænum Elg­in. Þor­steini fannst vistin í Skotlandi frekar tíð­inda­lítil og leið­in­leg. Fáar þýskar flug­vélar voru á sveimi í námunda við Skotland og hann sá nokkuð eftir því að hafa misst af hinum goð­sagna­kennda sigri flug­hers­ins í orr­ust­unni um Bret­land hálfu ári áður. En eftir á að hyggja kom það sér vel að hafa það rólegt fyrstu mán­uð­ina. 

Í Skotlandi flaug hann að mestu ein­menn­ings­vélum af gerð­inni Hawker og þetta var góð æfing fyrir það sem var í vænd­um. Í lok árs 1941 var hann færður yfir í 111. her­deild­ina sem stað­sett var í North Weald í námunda við Lund­úni og þar tók alvara lífs­ins við. Mark­mið deild­ar­innar var að varpa sprengjum á her­stöðv­ar, járn­braut­ar­lest­ir, birgða­stöðvar og önnur skot­mörk í Frakk­landi og Nið­ur­löndum og hann flaug þá Spit­fire-­vél, einni þekkt­ustu orr­ustuflug­vél sög­unn­ar. Hann sá bæði um að varpa sprengjum og veita stærri sprengju­vélum vernd. Þor­steinn lenti í fyrsta skipti í beinni orr­ustu við þýskar vélar í októ­ber­mán­uði árið 1941. Hann var í grennd við frönsku borg­ina Lille þegar nokkrar Mess­erschmidt vélar mættu á svæðið.

Ég var sann­ast að segja dauð­hrædd­ur, en svo mun vera um flesta flug­menn í fyrstu loftorr­ust­unni. Ég man nú eig­in­lega lítið eft­ir, hvernig allt fór, allt gerð­ist með svo skjótum hætti. Ég varð við­skila við félaga mína og varð að bjarga mér upp á eigin spýtur og það tókst og ég komst heim.

Um þetta leyti fengu Íslend­ingar að vita af Þor­steini í blöð­unum eftir að frétta­til­kynn­ing um hann var lesin í breska rík­is­út­varp­inuÞor­steinn var eini Íslend­ing­ur­inn í breska flug­hernum en einn annar Íslend­ing­ur, Jón Krist­ó­fer Sig­urðs­son, þjón­aði í land­hernum um svipað leyti.

Grand­aði 8 vélum

Ári seinna var her­deildin flutt til Norð­ur­-Afr­íku þar sem banda­menn unnu að því að hrekja Þjóð­verja úr álf­unni. Þar skaut Þor­steinn niður sínar fyrstu vél­ar. Þær voru af gerð­inni Junker og hann sá aðra þeirra hrapa og brot­lenda í fjalls­hlíð. Hann skaut niður alls 5 vélar svo sannað væri (annað vitni þurfti til), en sjálfur var hann nokkuð viss um að þær væru a.m.k. 8 tals­ins. Hann lenti marg­sinnis í kröppum dansi í ferðum sín­um. 

Í eitt skipti bil­aði annar hreyfill­inn yfir Atl­ants­haf­inu, í annað skipti náði hann ekki að losa sprengju fyrr en á heim­leið­inni yfir Erma­sundið og þá mun­aði minnstu að hún hæfði breskt skip. Þá flaug hann í flasið á um 50 þýskum orr­ustu­vélum eftir að hafa sprengt lestar­teina í Frakk­landi. Hann missti tvisvar vél sína. Í annað skipti eftir að stýr­is­bún­að­ur­inn brást og hann þurfti að „beila út“ eins og sagt var. Í hitt skiptið fékk hann skot úr loft­varn­ar­byssu í hjól­bún­að­inn og þurfti hann þá að lenda vél­inni á mag­anum eða „uppá pönnu­köku“. 

Aðgerð­irnar gengu þó heilt yfir litið vel en Þor­steinn sagði reyndar sjálfur að mót­staða þýsku vél­anna hafi verið nokkuð lítil þar sem allir bestu flug­kapp­arnir hafi verið á aust­ur­víg­stöðv­unum að kljást við Sov­ét­menn. Engu að síður þótti fram­ganga hans til fyr­ir­mynd­ar. Hann vann sig upp úr stöðu lið­þjálfa í laut­in­ant og var sæmdur orðu af Georgi VI kon­ungi í upp­hafi árs 1943. Það sama ár var hann sendur í 65. her­deild­ina þar sem hann flaug amer­ískri Must­ang sprengju­flug­vél yfir Frakk­land og Þýska­land uns stríð­inu lauk.

Ísland og Kongó

Þor­steinn ferð­að­ist víða fyrir breska flug­her­inn, t.a.m. til Ind­lands og aust­ur-Asíu. Þá tók hann atvinnu­manns­flug­próf í Englandi árið 1946 og flutti ári seinna heim til Íslands. Á þessum tíma var inn­an­lands­flug að ryðja sér til rúms á Íslandi. Þor­steinn flaug Dou­glas vélum fyrir Flug­fé­lag Íslands, bæði inn­an­lands og til Græn­lands (sem voru miklar hættu­ferð­ir). Þegar hann flutti hingað var hann nýgiftur enskri konu að nafni Mari­anne en þau skildu árið 1952. Það sama ár gift­ist hann flug­freyj­unni Mar­gréti Þor­björgu Thors og áttu þau saman fjögur börn. Mar­grét var dóttir Ólafs Thors og var Þor­steinn því tengda­sonur for­sæt­is­ráð­herr­ans um nokk­urt skeið. Þor­steinn sinnti einnig ýmsum öðrum málum tengdum flugi á þessum árum. 

Hann var for­maður Félags íslenskra atvinnu­flug­manna og fyrsti for­maður Flug­björg­un­ar­sveit­ar­innar. En þrátt fyrir að Þor­steinn hafi komið sér vel fyrir á Íslandi þá tog­uðu ævin­týrin ennþá í hann. Sum­arið 1956 fluttu hjónin til borg­ar­innar Leó­pold­ville (seinna Kins­has­ha) í afrísku nýlend­unni Belgísku Kongó. Þor­steinn flaug þá fyrir belgíska flug­fé­lagið Sabena og var um tíma einka­flug­maður Pat­rice Lumumba, fyrsta for­sæt­is­ráð­herra lands­ins. Afr­íku­ríkin voru að fá sjálf­stæði hvert á fætur öðru og þetta voru miklir ólgu­tímar í álf­unni. Hjónin flúðu landið í flýti árið 1960 vegna yfir­vof­andi stjórn­ar­bylt­ingar og ári seinna var Lumumba tek­inn af lífi. Árið 1967 urðu mikil umskipti í lífi Þor­steins. Ann­ars vegar skildu þau Mar­grét og hins vegar var honum vikið úr starfi hjá Flug­fé­lagi Íslands. Þotu­öld var þá að ganga í garð á Íslandi en Þor­steinn var mun hrifn­ari af því að fljúga litlum rell­um. Hann þurfti því að finna ný ævin­týri og aftur tog­aði Afr­íka í hann.

Neyð­ar­að­stoð í Bíafra

Sum­arið 1967 braust út borg­ara­styrj­öld í Nígeríu á vest­ur­strönd Afr­íku þegar íbúar í aust­ur­hluta lands­ins gerðu upp­reisn gegn stjórn­inni og stofn­uðu eigið ríki, Bíafra. Stjórn­ar­her­inn setti Bíafra í her­kví með því tak­marki að svelta íbú­ana í hel. Þá ákváðu nokkur kirkju­sam­bönd á Vest­ur­löndum að koma á fót neyð­ar­að­stoð fyrir Bía­fra-­menn. Sam­tökin settu upp búðir í nálægum löndum og flugu með vistir fram­hjá stjórn­ar­hernum og inn á svæð­ið. Hér á Íslandi var félag­inu Flug­hjálp hf komið á fót af nor­rænu kirkju­sam­tök­unum Nor­dchurchaid og flug­fé­lag­inu Loft­leiðum. Þor­steinn ákvað að taka þátt í þessu og hélt út árið 1968 til portú­gölsku nýlend­unnar Sao Tome, lít­illar eyju í Gíneuflóa skammt frá Níger­íu. 

Fleiri Íslend­ingar tóku þátt í Bía­fra-flug­inu og svo fjöldi flug­manna og hjálp­ar­starfs­manna frá Amer­íku og Vest­ur­-­Evr­ópu. Það var flogið með ýmis mat­væli (t.d. íslenska skreið), lyf, salt, olíu, sölu­varn­ing o.fl. til Bíafra og mjög veik börn flutt til baka til aðhlynn­ingar í nágranna­ríkj­un­um. Flugið var ákaf­lega hættu­legt því að stjórn­ar­her­inn skaut á hjálp­ar­vél­arnar og nokkrar fór­ust af þeim sök­um. Því var nán­ast alltaf flogið ljós­laust um miðjar nætur en Bíafra menn kveiktu á ljósum flug­braut­anna rétt fyrir lend­ingu. Íslenska sveitin ferjaði vistir til Uli, sem var ákaf­lega lít­ill og van­bú­inn flug­völlur (ef flug­völl skyldi kalla). 

Þetta var bæði krefj­andi og lýj­andi verk­efni þar em flogið var nán­ast hverja ein­ustu nótt. Alls flaug Þor­steinn 413 sinnum til Bíafra frá 1968 til 1970. Á vell­inum í Uli var skotið á vélar hjálp­ar­sveit­anna og nokkrar eyðilögð­ust þar. Í sein­asta flug­inu þann 9. jan­úar árið 1970 lentu Íslend­ing­arnir í árás stjórn­ar­hers­ins. Sveitin átti að sækja um 50 inn­lyksa hjálp­ar­starfs­menn en þegar komið var til Uli voru ein­ungis hjálp­ar­vana Bía­fra­búar á svæð­inu, menn, konur og börn. Skot­hríð hófst og Íslend­ing­arnir þurftu að fylla vél­ina af fólki í flýti og rjúka af stað. 10 manns urðu fyrir byssu­kúlum í hama­gangnum og tveir af fjórum hreyflum vél­ar­innar eyðilöggð­ust. Þor­steinn lýsir þessu svo: „En nú byrj­aði skot­hríðin aftur fyrir alvöru, og virt­ist kúl­unum nú aðal­lega beint að stjórn­klef­an­um, enda komu þær nokkrar inn til okk­ar, en oft mun­aði mjóu. T.d. var ég að leggja hönd­ina á bens­ín­gjöf­ina þegar partur af einu hand­fang­inu hvarf og ég fékk smá­flís í hönd­ina. Önnur kúla kom í rúð­una rétt við höfuð Ein­ars [Guð­laugs­sonar flug­manns], og svona mætti áfram telja.“

Þor­steinn reynd­ist yngri flug­mönn­unum vel í þessum ferðum og má telja öruggt að reynsla hans úr stríð­inu hafi komið að góðum not­um. Talið er að neyð­ar­að­stoðin hafi bjargað um einni milljón manns­lífa en um þrjár millj­ónir lét­ust í hung­ursneið­inni miklu.

Lúx­em­borg og starfs­lok

Eftir Bíafra hélt Þor­steinn til Lúx­em­borg­ar, þá tæp­lega fimm­tug­ur. Hann var þá nýgiftur þriðju kon­unni sinni, Katrínu Þórð­ar­dóttur, sem var hjálp­ar­starfs­maður í Bíafra. Í Lúx­em­borg fékk hann stöðu flug­stjóra hjá hinu nýstofn­aða fragt­flug­fé­lagi Car­golux sem Loft­leiða­menn voru aðilar að. Þar starf­aði hann til árs­ins 1987 og flaug m.a. Boein­g-747 þotum og var jafn­framt for­maður félags atvinnu­flug­manna Lúx­em­borgar mest­allan tím­ann. Ævin­týr­unum var hins vegar að mestu lok­ið, eða a.m.k. lífs­hásk­an­um. Eftir dvöl­ina í Lúx­em­borg fluttu hjónin heim til Íslands og hafði Þor­steinn þá skilað inn sam­an­lagt 36.000 flug­tímum á 47 árum. Þor­steinn átti mög áhuga­mál svo sem úti­vist, golf, trillu­út­gerð, mynd­list, fisk-og skot­veiði. Þá átti hann alls sjö börn. Hann var mik­ill karl í krap­inu og töffari en var var­kár í því að tala um stríðs­ár­in. Hann tók því af mik­illi hóg­værð og við­ur­kenndi að hann hefði oft verið mjög hrædd­ur.

 Hann fjall­aði hins vegar ítar­lega um stríðið í tveimur ævi­sögum sínum Dansað í háloft­unum (1992) og Við­burð­ar­rík flug­mannsævi (1993) sem báðar voru þýddar yfir á enska tungu. Katrín lést árið 1994 og hann í lok árs 2001, átt­ræður að aldri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None