Skynörvandi rokkið gleymist seint: The Doors fimmtug

Nú er 4. janúar yfirlýstur „Dagur Dyranna“ eða „Day of the Doors“ í Los Angeles eftir hálfrar aldar afmæli samnefndrar plötu hljómsveitarinnar The Doors. Kjarninn leit yfir stutta en magnaða sögu hljómsveitarinnar.

Veggmynd af Jim Morrison, söngvara The Doors í Venice í Kaliforníu. Aðdáendur minntust goðsins þegar haldið var upp á hálfrar aldar afmæli plötunnar The Doors 4. janúar 2017.
Veggmynd af Jim Morrison, söngvara The Doors í Venice í Kaliforníu. Aðdáendur minntust goðsins þegar haldið var upp á hálfrar aldar afmæli plötunnar The Doors 4. janúar 2017.
Auglýsing

Hljóm­platan The Doors eftir sam­nefnda hljóm­sveit kom út þann 4. jan­úar 1967 eða fyrir fimm­tíu árum. Tveir eft­ir­lif­andi með­limir The Doors, gít­ar­leik­ar­inn Robby Krieger og trommar­inn John Densmore, héldu til Ven­ice í Los Ang­eles þar sem ævin­týrið byrj­aði fyrir hálfri öld til að halda upp á dag­inn. Borgin lýsti yfir að héðan í frá væri 4. jan­úar „Dagur Dyranna“ eða „Day of the Door­s“. 

Án efa hefur heill­andi söngv­ari hljóm­sveit­ar­innar Jim Morri­son eitt­hvað haft með vin­sældir hennar að gera í gegnum árin en þó hlýtur tón­listin að standa upp úr. Og þrátt fyrir frekar stuttan líf­tíma náði hljóm­sveitin að stimpla sig inn sem ein áhrifa­mesta rokk­hljóm­sveit 20. ald­ar­innar og sér seint fyrir enda vel­gengni verka henn­ar. Við þessi tíma­mót er ráð að rifja upp sögu hljóm­sveit­ar­innar og goð­sögn söngv­ar­ans.

„Dyr skynj­un­ar­inn­ar“

Örlögin hög­uðu því þannig að kunn­ingj­arnir Jim Morri­son og hljóm­borðs­leik­ar­inn Ray Manz­a­rek hitt­ust í júlí 1965 en þeir höfðu báðir verið nem­endur í Lista­há­skóla Kali­forn­íu­fylk­is. Morri­son sagði Manz­a­rek frá tón­list­ar­sýn sinni og áhuga og fyrr en varði var hann kom­inn í hljóm­sveit hins síð­ar­nefnda sem nefnd­ist Rick & the Ravens. Eftir nokkrar manna- og nafna­breyt­ingar skip­aði hljóm­sveitin þá tvo, ásamt trommu­leik­ar­anum John Densmore og gít­ar­leik­ar­anum Robby Krieger. 

Auglýsing

The Doors - Morrison, Densmore, Krieger og Manzarek.

Nafnið The Doors er fengið frá titli rits­ins „The Doors of Percept­ion“ eða „Dyr skynj­un­ar­inn­ar“ eftir rit­höf­und­inn og heim­spek­ing­inn Aldous Huxley. Hann lýsir í bók sinni reynslu sinni af ofskynj­un­ar­lyf­inu meska­líni, eft­ir­málum hennar og hvaða þýð­ingu sú reynsla gæti haft fyrir listir og trú­ar­iðk­un. Hann fékk sjálfur nafnið úr ljóði eftir William Blake „The Marri­age of Hea­ven and Hell.“

Vel­heppnuð frumraun

Plötuumslag The Doors

Breið­skífan, The Doors, er fyrsta plata hljóm­sveit­ar­innar og má með sanni segja að hún hafi skotið þeim hratt upp á stjörnu­him­in­inn. Lagið „Light My Fire“ er flestum kunn­ugt og er lang lífseig­asta lagið á plöt­unni þrátt fyrir önnur ógleym­an­leg lög. Í júlí 1967 var lagið í þrjár vikur sam­fleytt efst á lista Bill­bo­ard í Banda­ríkj­un­um. Lagið er númer 35 á lista tíma­rits­ins Roll­ing Stone yfir bestu lög allra tíma. Robby Krieger gít­ar­leik­ari hljóm­sveit­ar­innar er aðal­höf­undur lags­ins og ku það vera fyrsta lagið sem hann samdi á ævinni þrátt fyrir að öllum með­limum sé eign­aður heið­ur­inn á plöt­unni sjálfri. 

Annað frægt lag á plöt­unni er lagið „The End“. Jim Morri­son samdi lagið um sam­bands­slit sín við æsku­ást­ina Mary Wer­below. Lagið þró­að­ist mikið í tón­leika­spilun og varð tæp­lega tólf mín­útna langt og hálf­gerður gjörn­ingur í leið­inni. Það hefur verið notað í ýmiss konar kvik­myndum og þáttum í gegnum tíð­ina.

Hljóm­sveitin var fræg fyrir að vera bassa­leik­ara­laus en þó stalst upp­töku­stjór­inn að setja bassa inn á upp­tökur á þessa fyrstu plötu þeirra og réð hann Larry Knechtel bak við tjöld­in. Hann var aldrei nefndur á plötu­umslagi The Doors. Þetta kemur meðal ann­ars fram í grein tíma­rits­ins Roll­ing Stone um áhuga­verðar stað­reyndir um hljóm­sveit­ina sem fáir kynnu að vita. 

„Hig­her“ rit­skoðað

Hljóm­sveitin spil­aði næstu árin á klúbbum og þró­aði tón­list sína. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu eins og fyrr segir 4. jan­úar 1967 og lagið „Light My Fire“ náði strax flugi og komst efst á vin­sæld­ar­lista. Í fram­hald­inu spil­uðu þeir í sjón­varpi og í frægum þætti Ed Sulli­vans sungu þeir text­ann „Girl, we couldn´t get much hig­her“ þrátt fyrir að hafa verið beðnir um að sleppa orð­inu „hig­her“. Orðið þótti ekki við­eig­andi fyrir sjón­varp og var þeim hótað eftir útsend­ingu að fá aldrei aftur að koma fram í þætt­in­um. Þess má geta að þessi rit­skoðun á orð­inu „high“ átti eftir að taka á sig fleiri myndir þar sem orðið var klippt út í útgáfu lags­ins „Br­eak On Through“ á plötu með kvik­mynda­tón­list úr Forrest Gump árið 1994. 

Næstu ár voru við­burða­rík fyrir hljóm­sveit­ina. Hún gaf út sex breið­skífur með Jim Morri­son á þessum fimm ára ferli, spil­aði og tróð upp. Eitt atvik á tón­leikum þeirra í mars 1969 í Miami í Flór­ída átti eftir að verða örlaga­ríkt en Morri­son mætti á sviðið mjög drukk­inn og allt of seint. Hófust þá einir ein­kenni­leg­ustu tón­leikar hljóm­sveit­ar­innar þar sem fólk hag­aði sér und­ar­lega, bæði Morri­son og gest­ir. Hann end­aði á því að fara úr að ofan og áhorf­endur með. Nokkrum dögum síðar var gefin út hand­töku­skipun á hendur Morri­son þar sem hann var sak­aður um að bera sig að neð­an, hrópa klám­fengin orð að áhorf­endum og haga sér ósið­lega. Hann var á end­anum dæmdur fyrir brot sín en á meðan áfrýun stóð dó Morri­son svo aldrei þurfti hann að sitja inni. Hinir með­limir bands­ins neit­uðu alla tíð að Morri­son hefði berað sig á sviði þetta kvöld.

Hljóm­sveitin hélt sína síð­ustu tón­leika í des­em­ber 1970 og tók upp breið­skíf­una L.A. Woman í byrjun árs 1971. Þreyta var komin í Morri­son og þótti hinum með­limum ekki ráð að hann færi frekar á svið eftir flutn­ing­inn árið áður. Eftir dauða Morri­son sum­arið eftir hélt hljóm­sveitin áfram að búa til tón­list og koma fram. Bandið hætti form­lega tveimur árum seinna og tveimur plötum síðar en gaf þó út eina í við­bót árið 1978 eftir end­ur­komu. 

Hér fyrir neðan má sjá frægan flutn­ing The Doors í Ed Sulli­van-þætt­in­um.Hand­tek­inn á sviði

Söngv­ar­inn Jim Morri­son var frægur fyrir ögrandi sviðs­fram­komu og sér­stakan stíl sem á end­anum hafði ýmsar afleið­ingar í för með sér. Hann var til að mynda fyrsti tón­list­ar­mað­ur­inn til að verða hand­tek­inn á sviði í Banda­ríkj­unum í des­em­ber 1967 í New Haven í Conn­ect­icut. Hann hafði lent í deilum við lög­reglu­mann bak­sviðs fyrir tón­leik­ana sem varð til þess að þeim seink­aði. Þegar hann kom loks­ins á sviðið þá sagði hann tón­leika­gestum frá upp­á­kom­unni og hæddi lög­regl­una. Hann var hand­tek­inn og færður á lög­reglu­stöð­ina ásamt þremur blaða­mönn­um. Ákærur voru þó felldar niður þremur vikum síðar vegna skorts á sönn­un­ar­gögn­um. 

Morri­son fædd­ist í Mel­bo­urne í Flór­ídafylki í Banda­ríkj­unum árið 1943. Þegar hann var fjög­urra ára gam­all varð hann fyrir djúpri lífs­reynslu þar sem tvennum sögum fer af atburða­rásinni. Hann greindi frá því að fjöl­skyldan hafði orðið vitni að bílslysi í eyði­mörk þar sem inn­fæddir Amer­ík­anar slös­uð­ust illa og dóu. Faðir hans lýsti atvik­inu þannig að þau hefðu keyrt fram hjá slys­stað og að þetta hafi í raun ekki verið eins alvar­legt og Morri­son lýsti seinna. En hvað sem því líður þá hafði atvikið áhrif á ungan huga drengs­ins og tal­aði hann oft um það og vís­aði í í textum og við­töl­u­m. 

Las Nietzsche og Blake

Jim Morrison árið 1969Ungur las Morri­son mikið og sank­aði að sér þekk­ingu í heim­speki og las ljóð og bók­mennt­ir. Hann las meðal ann­ars Friedrich Nietzsche og William Bla­ke. Hann fór í háskól­ann í Kali­forn­íu, UCLA, þar sem hann lagði stund á kvik­mynda­gerð. Hann útskrif­að­ist þaðan árið 1965 og er sagður hafa lifað bóhem­lífi þar sem hann samdi texta og ljóð þangað til hann hitti Ray Manz­a­rek um sum­arið og hóf að semja lög og spila með The Doors. Hann missti sam­band við fjöl­skyldu sína á þessu tíma­bili en faðir hans leit svo á að hann hefði enga tón­list­ar­hæfi­leika og ætti því að snúa sér að öðru. Faðir hans sagði þó síðar að hann skildi af hverju son­ur­inn hefði hætt að tala við fjöl­skyld­una og að hann væri stoltur af hon­um. 

Söngv­ar­inn og lista­mað­ur­inn var ekki við eina fjöl­ina felldur eins og gengur og ger­ist en ein kona stendur þó upp úr og er sögð hafa verið lífs­föru­nautur hans. Hún hét Pamela Cour­son og voru þau saman með hléum allt til dauða­dags Morri­son en hún var með honum í París þegar hann dó úr hjarta­á­falli í júlí 1971. Hann var aðeins 27 ára gam­all og er því í hópi fjölda tón­lista­manna og kvenna sem féllu frá á þessu ald­ursári. Cour­son dó þremur árum síð­ar.

Hann hafði verði í mik­illi áfeng­is- og eit­ur­lyfja­neyslu síð­ustu árin og ekki er vitað nákvæm­lega hvað dró hann til dauða þrátt fyrir að á dán­ar­vott­orð­inu sé skýr­ingin sögð vera hjarta­á­fall. Hann var aldrei krufinn og því hafa ýmsar sam­sær­is­kenn­ingar sprottið upp um dán­ar­or­sök og dauða hans yfir­höf­uð. Hann hvílir nú í kirkju­garð­inum Père Lachaise í París þar sem fjöl­margir aðrir lista­menn og frægir ein­stak­lingar eru einnig grafnir og þykir garð­ur­inn vin­sæll áfanga­staður fyrir ferða­menn.  

Heldur áfram að heilla

Kvik­mynda­leik­stjór­inn Oli­ver Stone gerði kvik­mynd byggða á sögu hljóm­sveit­ar­innar sem nefn­ist ein­fald­lega The Doors. Val Kil­mer fór með hlut­verk Jim Morri­son og Meg Ryan lék lífs­föru­naut hans Pamelu Cour­son. Kil­mer er sagður hafa lagt allt sitt í hlut­verkið en kvik­myndin fékk þó mis­jafna dóma. 

En sama hvað fólki finnst um kvik­mynd­ina eða í raun um tón­list The Doors þá má með sanni segja að tón­list þeirra hafi valdið straum­hvörfum í banda­rískri rokk­sögu og áhrif þeirra má sjá víða. Ímynd þeirra sem villtir rokk­arar sem drukku og tóku sýru er sam­ofin tón­list þeirra og ekki þarf að hlusta lengi á tón­ana til að skilja af hverju nafn þeirra og verk hafa lifað eins lengi og raun ber vitn­i. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None