Húsnæðismarkaður að þorna upp en met slegin í útlánum

Nóvember var enn einn metmánuðurinn í útlánum lífeyrissjóða til íbúðarkaupa. Á sama tíma er framboð á íbúðamarkaði að þorna upp og eignir seljast oft á sýningardegi. Nánast öll ný lán eru verðtryggð.

_abh3592_9954417613_o.jpg
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins lán­uðu heim­ilum þess 80 millj­arða króna á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins 2016. Það er fjórum sinnum meira en þeir lán­uðu þeim allt árið 2015. Í nóv­em­ber einum sam­an, sem var met­mán­uður í útlánum líf­eyr­is­sjóða til heim­ila, lán­uðu þeir 9,6 millj­arða króna. Til sam­an­burðar þá er sú upp­hæð 82 pró­sent af því sem líf­eyr­is­sjóðir lán­uðu heim­ilum lands­ins allt árið 2014. Þetta kemur fram í hag­tölum Seðla­banka Íslands. Lánin sem sjóð­irnir veita eru fyrst og fremst lán til íbúð­ar­kaupa.  

Á sama tíma er fram­boð hús­næðis að þorna upp, eignir selj­ast oft á sýn­ing­ar­degi og verðið hækkar bara og hækk­ar. Það þýðir að lánin sem þarf að taka hækka bara og hækka. Og lánin sem Íslend­ingar eru að taka eru nán­ast ein­vörð­ungu verð­tryggð lán, sem sveifl­ast með verð­bólgu­þró­un.

Fram­boðið að þorna upp

Fast­eigna­verð á Íslandi hefur hækkað gríð­ar­lega á und­an­förnum árum. Frá miðju ári 2010, þegar það náði lág­marki eftir hrun­ið, hefur verðið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 68 pró­sent. Leigu­verð hefur hækkað um 60,1 pró­sent frá byrjun árs 2011. Mik­ill skortur er á fram­boði íbúð­ar­hús­næð­is, meðal ann­ars vegna þess að síauk­inn fjöldi íbúða eru not­aðar til að hýsa þann mikla fjölda ferða­manna sem sækir Íslands heim á hverju ári, þar sem hefð­bundin gisti­rými eins og hótel anna ekki eft­ir­spurn. Á fundi sem hag­deild Íbúða­lána­sjóðs hélt í síð­ustu viku var meðal ann­ars fjallað um þörf­ina fyrir nýtt hús­næði. Þar sagði Sig­urður Jón Björns­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­stýr­ingar Íbúða­lána­sjóðs, að það væru skýr meri um að fram­boð eigna á hús­næð­is­mark­aði væru við það að þorna upp. Eignir selj­ist nú oft á sýn­ing­ar­degi sem sé óeðli­legt ástand. Sig­urður sagði enn fremur að miðað við fjölda íbúða í land­inu, og að níu til tíu pró­sent þeirra skipti um hendur á ári og fjög­urra mán­aða veltu­hraða, þá ættu þrjú þús­und íbúðir að vera til sölu í dag. Talan sé hins vegar nær eitt þús­und. Þetta geti verið merki um ofhitun og Sig­urður sagði að almenn­ingur ætti að stíga var­lega til jarð­ar.

Auglýsing

Í þessu ástandi hafa líf­eyr­is­sjóðir sótt hratt inn á íbúða­lána­mark­að­inn. Hlut­deild líf­eyr­is­sjóða á þeim mark­aði hefur auk­ist veru­lega eftir að nokkrir stórir sjóðir hófu að bjóða allt að 75 pró­sent íbúða­lán, betri vaxta­kjör en bank­arn­ir, óverð­tryggð lán og lægri lán­töku­gjöld á síð­ari hluta árs­ins 2015. Hlut­deild banka í slíkum lánum hefur að sama skapi dreg­ist sam­an.  Á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins 2016 lán­uðu þeir sam­tals 67,8 millj­arða króna til heim­ila, að frá­dregnum upp­greiðslum og bíla­lán­um.

Nán­ast allt verð­tryggt

Nán­ast öllu lán sem veitt eru til íbúð­ar­kaupa hér­lendis á síð­asta ári voru verð­tryggð. Innan banka­kerf­is­ins voru 96 pró­sent lána, að frá­dregnum upp­greiðslum og bíla­lán­um, verð­tryggð. Öll lán Íbúða­lána­sjóðs í almenn lán, sam­tals um 2,4 millj­arðar króna á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins, voru það líka.

Hjá líf­eyr­is­sjóð­unum er þró­unin svipuð og hjá bönk­un­um. Af þeim 80 millj­örðum króna sem þeir lán­uðu til íbúð­ar­kaupa á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins voru 61,9 millj­arðar króna verð­tryggð lán, eða 77,4 pró­sent. Það þýðir að ein­ungis 22,6 pró­sent íbúða­lána sjóð­anna voru óverð­tryggð.

Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None