Ísland spilltast allra Norðurlanda

Ísland er í 14. sæti yfir þau ríki sem minnst spilling ríkir samkvæmt nýbirtum lista Transparency International. Hin Norðurlöndin eru öll á topp sex. Ísland hefur hrapað niður listann á undanförnum árum, sérstaklega eftir birtingu Rannsóknarskýrslunnar.

Mótmæli Landsbankinn fólk
Auglýsing

Ísland er í 14. sæti af 176 löndum yfir minnst spilltu lönd heims. Þetta kemur fram á nýjum lista fyrir árið 2016 ­sem byggir á spill­ing­ar­vísi­tölu Tran­sparency International. Ísland lækkar um eitt sæti frá árinu 2015 og hefur hríð­fallið niður list­ann á árunum eftir hrun. Árið 2006 var Ísland í fyrsta sæti og þótti þar af leið­andi minnst spillta land í heimi. Árið 2008 var Ísland í sjö­unda sæti og eftir að Rann­sókn­ar­skýrsla Alþingis kom út árið 2010 hefur Ísland tekið umtals­vert stökk niður á við á list­an­um. 

Nú er svo komið að Ísland þykir spillt­ast allra Norð­ur­landa, en Dan­mörk, Finn­land, Sví­þjóð og Nor­egur eru öll á meðal þeirra sex ríkja sem þykja minnst spillt sam­kvæmt vísi­töl­unn­i. 

Sómalía spilltasta land í heimi

Stiga­skali spill­ing­ar­vísi­töl­unnar nær frá 0 upp í 100. Því færri stig sem hvert ríki fær, því spillt­ara er það talið. ­Spill­ing­ar­vísi­tala Tran­sparency International er byggð á áliti sér­fræð­inga sem og almennri skynjun á spill­ingu í opin­berum stofn­unum og stjórn­sýslu. Þau lönd sem eru ofar­lega á list­anum eiga það sam­eig­in­legt að þar ríkir fjöl­miðla­frelsi, gott aðgengi er að fjár­laga­upp­lýs­ing­um, dóms­kerfi dregur ekki fólk í dilka eftir ríki­dæmi og starfar algjör­lega ­sjálf­stætt ­gagn­vart hinum öng­unum í hinu þrí­skipta valdi. Þá sýna þeir sem fara með almennt vald heil­indi í störfum sín­um. Á hinum end­anum eru ríki sem eiga það flest sam­eig­in­legt að þar geisa styrj­ald­ir, stjórn­skipan er veik, dóms­kerfið slakt og fjöl­miðla­frelsi lítið eða ekk­ert. 

Auglýsing

Sómalía er spilltasta landið í heim­inum sam­kvæmt vísi­töl­unni, og er það tíunda árið í röð sem ríkið hlýtur þann vafa­sama heið­ur. Minnst spillt­ustu löndin eru Dan­mörk og Nýja Sjá­land og þar á eftir koma Finn­land og Sví­þjóð. Önnur lönd sem þykja minna spillt en Ísland eru Sviss, Nor­eg­ur, Singapúr, Holland, Kana­da, Þýska­land, Lúx­em­borg, Bret­land og Ástr­al­ía. Í næstu sæt­unum á eftir Íslandi koma Belgí­a, Hong Kong, Aust­ur­ríki og Banda­rík­in. 

Af Norð­ur­lönd­unum telst því vera mest spill­ing á Íslandi. Hin fjögur Norð­ur­löndin sem vísi­talan nær til eru öll á meðal sex minnst spilltu landa heims. 

Slök aðferð­ar­fræði sögð hafa sýnt litla spill­ingu

Í frétta­til­kynn­ingu frá Gagn­sæi, sam­taka gegn spill­ingu í öllum grunn­stoðum sam­fé­lags­ins sem sótt hafa um aðild að Tran­sparency International, vegna birt­ingar vísi­töl­unnar er farið yfir stöðu Íslands í mæl­ingum hennar síð­ast­lið­inn ára­tug. Þar kemur fram að Ísland hafi fengið 96 stig af 100 árið 2006 og þá þótt minnst spilltasta land í heimi. Ári síðar hrap­aði Ísland niður í sjötta sætið og síðan þá hefur stig­unum sem Ísland fær hægt og rólega hækk­að. Árið 2016 fékk Ísland 78 af 100 stigum eða 81 pró­sent þeirra stiga sem landið fékk árið 2006. 

Í til­kynn­ing­unni er sá fyr­ir­vari settur að það hafi þótt umdeilt hversu mörg stig Ísland fékk árið 2006 og að það hafi fremur þótt end­ur­spegla slaka aðferð­ar­fræði við að mæla spill­ingu frekar en að mæl­ingin hefði fangað „sið­lega og góða stjórn­skipan á Íslandi árið 2006“. Þar er einnig bent á að Rann­sókn­ar­skýrsla Alþingis hafi komið út árið 2010 þar sem m.a. hafi verið sér­stak­lega fjallað um sið­ferði og starfs­hætti í tengslum við fall íslensku bank­anna. Í kjöl­far birt­ingar hennar átti sér stað umtals­vert stökk niður á við í sæta­röðun á lista Tran­sparency International, úr átt­unda sæti árið 2009 í það fjórt­ánda árið 2016.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None