Ísland spilltast allra Norðurlanda

Ísland er í 14. sæti yfir þau ríki sem minnst spilling ríkir samkvæmt nýbirtum lista Transparency International. Hin Norðurlöndin eru öll á topp sex. Ísland hefur hrapað niður listann á undanförnum árum, sérstaklega eftir birtingu Rannsóknarskýrslunnar.

Mótmæli Landsbankinn fólk
Auglýsing

Ísland er í 14. sæti af 176 löndum yfir minnst spilltu lönd heims. Þetta kemur fram á nýjum lista fyrir árið 2016 ­sem byggir á spill­ing­ar­vísi­tölu Tran­sparency International. Ísland lækkar um eitt sæti frá árinu 2015 og hefur hríð­fallið niður list­ann á árunum eftir hrun. Árið 2006 var Ísland í fyrsta sæti og þótti þar af leið­andi minnst spillta land í heimi. Árið 2008 var Ísland í sjö­unda sæti og eftir að Rann­sókn­ar­skýrsla Alþingis kom út árið 2010 hefur Ísland tekið umtals­vert stökk niður á við á list­an­um. 

Nú er svo komið að Ísland þykir spillt­ast allra Norð­ur­landa, en Dan­mörk, Finn­land, Sví­þjóð og Nor­egur eru öll á meðal þeirra sex ríkja sem þykja minnst spillt sam­kvæmt vísi­töl­unn­i. 

Sómalía spilltasta land í heimi

Stiga­skali spill­ing­ar­vísi­töl­unnar nær frá 0 upp í 100. Því færri stig sem hvert ríki fær, því spillt­ara er það talið. ­Spill­ing­ar­vísi­tala Tran­sparency International er byggð á áliti sér­fræð­inga sem og almennri skynjun á spill­ingu í opin­berum stofn­unum og stjórn­sýslu. Þau lönd sem eru ofar­lega á list­anum eiga það sam­eig­in­legt að þar ríkir fjöl­miðla­frelsi, gott aðgengi er að fjár­laga­upp­lýs­ing­um, dóms­kerfi dregur ekki fólk í dilka eftir ríki­dæmi og starfar algjör­lega ­sjálf­stætt ­gagn­vart hinum öng­unum í hinu þrí­skipta valdi. Þá sýna þeir sem fara með almennt vald heil­indi í störfum sín­um. Á hinum end­anum eru ríki sem eiga það flest sam­eig­in­legt að þar geisa styrj­ald­ir, stjórn­skipan er veik, dóms­kerfið slakt og fjöl­miðla­frelsi lítið eða ekk­ert. 

Auglýsing

Sómalía er spilltasta landið í heim­inum sam­kvæmt vísi­töl­unni, og er það tíunda árið í röð sem ríkið hlýtur þann vafa­sama heið­ur. Minnst spillt­ustu löndin eru Dan­mörk og Nýja Sjá­land og þar á eftir koma Finn­land og Sví­þjóð. Önnur lönd sem þykja minna spillt en Ísland eru Sviss, Nor­eg­ur, Singapúr, Holland, Kana­da, Þýska­land, Lúx­em­borg, Bret­land og Ástr­al­ía. Í næstu sæt­unum á eftir Íslandi koma Belgí­a, Hong Kong, Aust­ur­ríki og Banda­rík­in. 

Af Norð­ur­lönd­unum telst því vera mest spill­ing á Íslandi. Hin fjögur Norð­ur­löndin sem vísi­talan nær til eru öll á meðal sex minnst spilltu landa heims. 

Slök aðferð­ar­fræði sögð hafa sýnt litla spill­ingu

Í frétta­til­kynn­ingu frá Gagn­sæi, sam­taka gegn spill­ingu í öllum grunn­stoðum sam­fé­lags­ins sem sótt hafa um aðild að Tran­sparency International, vegna birt­ingar vísi­töl­unnar er farið yfir stöðu Íslands í mæl­ingum hennar síð­ast­lið­inn ára­tug. Þar kemur fram að Ísland hafi fengið 96 stig af 100 árið 2006 og þá þótt minnst spilltasta land í heimi. Ári síðar hrap­aði Ísland niður í sjötta sætið og síðan þá hefur stig­unum sem Ísland fær hægt og rólega hækk­að. Árið 2016 fékk Ísland 78 af 100 stigum eða 81 pró­sent þeirra stiga sem landið fékk árið 2006. 

Í til­kynn­ing­unni er sá fyr­ir­vari settur að það hafi þótt umdeilt hversu mörg stig Ísland fékk árið 2006 og að það hafi fremur þótt end­ur­spegla slaka aðferð­ar­fræði við að mæla spill­ingu frekar en að mæl­ingin hefði fangað „sið­lega og góða stjórn­skipan á Íslandi árið 2006“. Þar er einnig bent á að Rann­sókn­ar­skýrsla Alþingis hafi komið út árið 2010 þar sem m.a. hafi verið sér­stak­lega fjallað um sið­ferði og starfs­hætti í tengslum við fall íslensku bank­anna. Í kjöl­far birt­ingar hennar átti sér stað umtals­vert stökk niður á við í sæta­röðun á lista Tran­sparency International, úr átt­unda sæti árið 2009 í það fjórt­ánda árið 2016.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None