Ísland spilltast allra Norðurlanda

Ísland er í 14. sæti yfir þau ríki sem minnst spilling ríkir samkvæmt nýbirtum lista Transparency International. Hin Norðurlöndin eru öll á topp sex. Ísland hefur hrapað niður listann á undanförnum árum, sérstaklega eftir birtingu Rannsóknarskýrslunnar.

Mótmæli Landsbankinn fólk
Auglýsing

Ísland er í 14. sæti af 176 löndum yfir minnst spilltu lönd heims. Þetta kemur fram á nýjum lista fyrir árið 2016 ­sem byggir á spill­ing­ar­vísi­tölu Tran­sparency International. Ísland lækkar um eitt sæti frá árinu 2015 og hefur hríð­fallið niður list­ann á árunum eftir hrun. Árið 2006 var Ísland í fyrsta sæti og þótti þar af leið­andi minnst spillta land í heimi. Árið 2008 var Ísland í sjö­unda sæti og eftir að Rann­sókn­ar­skýrsla Alþingis kom út árið 2010 hefur Ísland tekið umtals­vert stökk niður á við á list­an­um. 

Nú er svo komið að Ísland þykir spillt­ast allra Norð­ur­landa, en Dan­mörk, Finn­land, Sví­þjóð og Nor­egur eru öll á meðal þeirra sex ríkja sem þykja minnst spillt sam­kvæmt vísi­töl­unn­i. 

Sómalía spilltasta land í heimi

Stiga­skali spill­ing­ar­vísi­töl­unnar nær frá 0 upp í 100. Því færri stig sem hvert ríki fær, því spillt­ara er það talið. ­Spill­ing­ar­vísi­tala Tran­sparency International er byggð á áliti sér­fræð­inga sem og almennri skynjun á spill­ingu í opin­berum stofn­unum og stjórn­sýslu. Þau lönd sem eru ofar­lega á list­anum eiga það sam­eig­in­legt að þar ríkir fjöl­miðla­frelsi, gott aðgengi er að fjár­laga­upp­lýs­ing­um, dóms­kerfi dregur ekki fólk í dilka eftir ríki­dæmi og starfar algjör­lega ­sjálf­stætt ­gagn­vart hinum öng­unum í hinu þrí­skipta valdi. Þá sýna þeir sem fara með almennt vald heil­indi í störfum sín­um. Á hinum end­anum eru ríki sem eiga það flest sam­eig­in­legt að þar geisa styrj­ald­ir, stjórn­skipan er veik, dóms­kerfið slakt og fjöl­miðla­frelsi lítið eða ekk­ert. 

Auglýsing

Sómalía er spilltasta landið í heim­inum sam­kvæmt vísi­töl­unni, og er það tíunda árið í röð sem ríkið hlýtur þann vafa­sama heið­ur. Minnst spillt­ustu löndin eru Dan­mörk og Nýja Sjá­land og þar á eftir koma Finn­land og Sví­þjóð. Önnur lönd sem þykja minna spillt en Ísland eru Sviss, Nor­eg­ur, Singapúr, Holland, Kana­da, Þýska­land, Lúx­em­borg, Bret­land og Ástr­al­ía. Í næstu sæt­unum á eftir Íslandi koma Belgí­a, Hong Kong, Aust­ur­ríki og Banda­rík­in. 

Af Norð­ur­lönd­unum telst því vera mest spill­ing á Íslandi. Hin fjögur Norð­ur­löndin sem vísi­talan nær til eru öll á meðal sex minnst spilltu landa heims. 

Slök aðferð­ar­fræði sögð hafa sýnt litla spill­ingu

Í frétta­til­kynn­ingu frá Gagn­sæi, sam­taka gegn spill­ingu í öllum grunn­stoðum sam­fé­lags­ins sem sótt hafa um aðild að Tran­sparency International, vegna birt­ingar vísi­töl­unnar er farið yfir stöðu Íslands í mæl­ingum hennar síð­ast­lið­inn ára­tug. Þar kemur fram að Ísland hafi fengið 96 stig af 100 árið 2006 og þá þótt minnst spilltasta land í heimi. Ári síðar hrap­aði Ísland niður í sjötta sætið og síðan þá hefur stig­unum sem Ísland fær hægt og rólega hækk­að. Árið 2016 fékk Ísland 78 af 100 stigum eða 81 pró­sent þeirra stiga sem landið fékk árið 2006. 

Í til­kynn­ing­unni er sá fyr­ir­vari settur að það hafi þótt umdeilt hversu mörg stig Ísland fékk árið 2006 og að það hafi fremur þótt end­ur­spegla slaka aðferð­ar­fræði við að mæla spill­ingu frekar en að mæl­ingin hefði fangað „sið­lega og góða stjórn­skipan á Íslandi árið 2006“. Þar er einnig bent á að Rann­sókn­ar­skýrsla Alþingis hafi komið út árið 2010 þar sem m.a. hafi verið sér­stak­lega fjallað um sið­ferði og starfs­hætti í tengslum við fall íslensku bank­anna. Í kjöl­far birt­ingar hennar átti sér stað umtals­vert stökk niður á við í sæta­röðun á lista Tran­sparency International, úr átt­unda sæti árið 2009 í það fjórt­ánda árið 2016.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None