Stjórnarflokkarnir líklega með formennsku í öllum fastanefndum

Þingmenn Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi munu ekki fá nefndarformennsku í tveimur nefndum ef fram fer sem horfir. Líklega verða fjórar konur formenn fastanefnda og fjórir karlar, allir úr stjórnarliðinu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ritari Sjálfstæðisflokksins. Hún kemur sterklega til greina sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ritari Sjálfstæðisflokksins. Hún kemur sterklega til greina sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Auglýsing

Stjórn­ar­flokk­arnir munu mögu­lega fara með for­mennsku í öllum átta fasta­nefndum þings­ins. Þetta segir Birgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks, við mbl.is. Áður var talið að stjórn­ar­and­staðan myndi fá for­mennsku í tveimur nefndum líkt og hefð hefur skap­ast fyrir á und­an­förnum árum. Á síð­asta kjör­tíma­bili var stjórn­ar­and­staðan til að mynda með for­mennsku í bæði vel­ferð­ar­nefnd og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, sagði við sama miðil að þetta væru mörg skref aftur í tím­ann og að stjórn­ar­flokk­arnir hafi boðið ákveðnum ein­stak­lingum í stjórn­ar­and­stöð­unni for­mennsku. Það væri bæði óásætt­an­legt og ólýð­ræð­is­legt.

Ekki náð­ist sam­komu­lag milli stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu um for­mennsku í nefndir í aðdrag­anda þess að þing var sett, en stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra var flutt í gær. Stjórn­ar­and­staðan kall­aði eftir því að for­menn nefnda yrðu skip­aðir í sam­ræmi við þing­styrk, en stjórn­ar­flokk­arnir þrír hafa ein­ungis eins manns meiri­hluta og 46,7 pró­sent atkvæða á bak við sig. Við það hafa stjórn­ar­flokk­arnir ekki sætt sig og því gæti vel farið svo að allir for­menn­irnir verði úr röðum Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar.

Í dag voru fjórir nefnd­ar­for­menn kjörnir og hinir fjórir verða kjörnir á morg­un. Þegar sátt náð­ist um skipan rík­is­stjórnar bár­ust fregnir af því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ætl­aði sér fimm for­manns­stóla í nefnd­um, Við­reisn fengi einn en stjórn­ar­and­staðan tvo. Þrír Sjálf­stæð­is­menn voru skip­aðir for­menn nefnda í dag. Óli Björn Kára­son verður for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, Har­aldur Bene­dikts­son verður for­maður fjár­laga­nefndar og Val­gerður Gunn­ars­dóttir for­maður umhverf­is­nefnd­ar. Það vakti hins vegar athygli að Nichole Leigh Mosty, annar tveggja þing­manna Bjartrar fram­tíðar sem sett­ist ekki í ráð­herra­stól, var kjörin for­maður vel­ferð­ar­nefnd­ar. Það þótti athygl­is­vert bæði vegna þess að það er nefnd sem lík­legt þótti að stjórn­ar­and­stöð­unni stæði for­mennska í til boða – sér­stak­lega þar sem áhersla hefur verið lögð á breiða sam­stöðu í vel­ferð­ar­málum á kjör­tíma­bil­inu – en líka vegna þess að ekki var búist við því að Björt fram­tíð fengi for­mennsku í neinni fasta­nefnd.

Auglýsing

Suð­ur­kjör­dæmi fær ekki kröfur sínar upp­fylltar

Á morgun verður síðan kos­inn for­maður í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd, utan­rík­is­mála­nefnd, atvinnu­vega­nefnd og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. Mikið hefur verið þrýst á að Páll Magn­ús­son, og Ásmundur Frið­riks­son, fái for­mennsku í sitt hvorri nefnd­inni. Páll gagn­rýndi ráð­herra­val Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra opin­ber­lega fyrr í mán­uð­inum og sagði að það hlyti að vera mis­tök sem yrði leið­rétt. Áður hafði Páll ekki greitt atkvæði með ráð­herra­skip­an­inni. Ástæðan var sú að Páll taldi að hann sjálf­ur, sem odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi, hefði átt að fá ráð­herra­emb­ætti í ljósi sterkrar stöðu flokks­ins þar. 

Jóna Sólveig Elínardóttir er líkleg sem formaður utanríkismálanefndar.Eini þing­maður kjör­dæm­is­ins sem fékk lyk­il­stöðu í rík­is­stjórn­inni var hins vegna Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, sem setið hafði í fjórða sæti á fram­boðs­lista flokks­ins eftir að hafa verið færð upp um eitt sæti þegar Ragn­heiður Elín Árna­dóttir ákvað að bjóða sig ekki fram. Karl­arnir þrír sem sátu fyrir ofan Unni Brá töldu gróf­lega fram hjá sér geng­ið. Eitt sterkasta vígi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi eru Vest­manna­eyj­ar, þangað sem rætur bæði Páls og Ásmund­ar, sem er annar þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks í kjör­dæm­inu, liggja. Sjálf­stæð­is­menn í Vest­manna­eyjum sendu frá sér ályktun um miðjan jan­úar þar sem þeir sögðu að vilji kjós­enda flokks­ins í kjör­dæm­inu hefði verið huns­aður og að horft hefði verið fram hjá lýð­ræð­is­legri nið­ur­stöðu fjöl­menns próf­kjörs í Suð­ur­kjör­dæmi. Síðan sagði í álykt­un­inni: „Í ljósi þess hversu öfl­ugt starf er unnið undir merkjum Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kjör­dæm­inu er sann­gjarnt og eðli­legt að þing­mönnum í for­ystu flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi séu tryggð for­mennska í veiga­miklum nefndum Alþing­is.“

Eftir for­manns­kjör dags­ins er þó ljóst er þó að Páll og Ásmundur fá ekki báðir for­mennsku í nefnd­um. Ástæðan er sú að þeir sitja bara í einni þeirra nefnda sem á eftir að kjósa for­mann, atvinnu­vega­nefnd. Annar hvor þeirra mun því að öllum lík­indum taka við for­mennsku henn­ar.

Áslaug Arna og Jóna Sól­veig gera sterkt til­kall

Þá standa eftir þrjár nefnd­ir. Lík­legt verður að telj­ast að Brynjar Níels­son, frá­far­andi vara­for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, muni gera til­kall til þess að leiða þá nefnd verði það að veru­leika að stjórn­ar­and­staðan taki ekki við for­mennsku í neinni nefnd. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem sat í öðru sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, verður að telj­ast lík­leg til að taka við for­mennsku í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Það þýðir að Við­reisn mun fá for­mennsku í utan­rík­is­mála­nefnd og Jóna Sól­veig Elín­ar­dótt­ir, vara­for­maður Við­reisn­ar, nær örugg um að fá það emb­ætti.

Verði það nið­ur­staðan þá verður hlut­fall kynj­anna í nefnd­ar­for­mennsku jafnt. Þar munu sitja fjórir karlar og fjórar kon­ur. Í rík­is­stjórn­inni sitja hins vegar sjö karlar og fjórar konur auk þess sem kona gegnir emb­ætti for­seta Alþing­is. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None