Fyrstu skotin í stríðinu gegn vísindum

Ríkisstjórn Trump byrjuð að þagga niður í stofnunum sem fjalla um loftslagsvísindi. Leiðandi loftslagsvísindamaður óttast að ný bylgja loftslagsafneitunar hefjist á tímum gervifrétta.

Donald Trump
Auglýsing

Enn var mán­uður til stefnu þar til Don­ald Trump tæki við lykla­völdum í Hvíta hús­inu þegar vís­inda­menn í Banda­ríkj­unum og víðar byrj­uðu í offorsi að afrita og koma lofts­lags­gögnum í öruggt skjól. Ótti þeirra var sá að verð­andi for­set­inn með þing­meiri­hluta Repúblikana­flokks­ins að baki sér gæti byrjað að fjar­lægja upp­lýs­ingar opin­berra stofn­ana á sviði lofts­lags­vís­ind­anna sem þeim er í nöp við.

Á þeim tíma virt­ust aðgerð­ir ­vís­inda­mann­anna nokk­uð tauga­veiklðar og jafn­vel þeir sem stóðu að þeim við­ur­kenndu að þær væru fyrst og fremst í var­úð­ar­skyni. „Ég held ekki í raun að þetta muni ger­ast en ég hugsa að það gæti ger­st,“  ­sagði veð­ur­fræð­ing­ur­inn Eric Holt­haus sem hafði frum­kvæði að því að vís­inda­menn tækju saman lista yfir gögn sem brýnt væri að glöt­uð­ust ekki við Was­hington Post í des­em­ber.

Nú þegar for­seta­tíð Trump er ekki orðin viku­gömul lítur út fyrir að ótti vís­inda­mann­anna hafi verið á rökum reist­ur. Með minn­is­blaði sem sent var yfir­mönnum Umhverf­is­stofn­unar Banda­ríkj­anna (EPA) í vik­unni var starfs­mönnum hennar í sem ein­föld­ustu málið skipað að halda sér sam­an. 

Auglýsing

Þeim var bannað að tjá sig opin­ber­lega, hvort sem er við fjöl­miðla eða á opin­berum vett­vangi, þeir skyldu hætta að birta fréttir og rann­sóknir á vef­síðu stofn­un­ar­inn­ar, blogg­síðum eða sam­skipta­miðl­um. Allar vís­inda­rann­sóknir og gögn þurfa nú að hljóta blessun póli­tískt skip­aðra full­trúa áður en þau koma fyrir augu almenn­ings. Á sama tíma voru allir rann­sókn­ar­styrkir sem stofn­unin veitir frystir með til­heyr­andi fjár­hags­legri óvissu fyrir fjölda rann­sak­enda og dokt­or­snema.

Þessi ákvörðun um að múl­binda Umhverf­is­stofn­un­ina var ekki kynnt opin­ber­lega af hálfu Trump-­stjórn­ar­innar en hún rataði engu að síður í fjöl­miðla eftir að ónafn­greindir starfs­menn stofn­un­ar­innar láku upp­lýs­ing­un­um. Breska  ­blað­ið The Guar­dian hefur eftir fyrr­ver­andi starfs­mönn­um EPA að tak­mark­an­irnar sem Trump hefur lagt á hana gang langt um fram það sem fyrri rík­is­stjórnir hafi sett henn­i. 

Upp­reisnin á Twitter

Þögg­unin á opin­berum stofn­unum sem hafa með vís­indi að gera nær ekki aðeins til Umhverf­is­stofn­un­ar­innar heldur fjölda ann­arra, þar á meðal þjóð­garða um gjörvöll Banda­rík­in. Þeim var sömu­leiðis meinað að miðla upp­lýs­ingum til almenn­ings á vef­síð­um, blogg­síðum og sam­fé­lags­miðl­um. Ekki hafa allir tekið þessum kvöðum þegj­andi og hljóða­laust. Þannig sendi ósáttur starfs­maður Bad­lands-­þjóð­garðs­ins í Suð­ur­-Da­kóta út fjölda tísta um lofts­lags­breyt­ingar á Twitt­er-­síðu garðs­ins á þriðju­dag. Tug­þús­undir deildu tíst­unum en skömmu síðar var þeim öllum eytt.

Eitt tístanna sem sent var út í gegnum aðgang Badlands National Park.Tíst­bylt­ingin til varnar lofts­lags­vís­ind­um breidd­ist  hins vegar út. Innan skamms hafði fjöldi Twitt­er-­síðna sprottið upp í nafni ýmissa stofn­ana eins og Þjóð­garðs­þjón­ustu Banda­ríkj­anna og geim­vís­inda­stofn­un­ar­innar NASA sem tístu upp­lýs­ingum um lofts­lags­mál og gagn­rýni á aðgerð­ir Trump.

Á sam­fé­lags­miðlum hefur jafn­framt mikil umræða átt sér stað um að vís­inda­menn standi fyrir mót­mæla­göngu gegn því sem þeir sjá sem árásir nýrra vald­hafa á vís­ind­in.

Repúblikanar hafna vís­ind­unum

Þótt fjöldi vís­inda­manna með fjöl­breytt sér­svið hafi lýst þungum áhyggjum sínum af afstöðu nýja for­set­ans og rík­is­stjórnar hans til vís­inda almennt eru það afdrif loft­lags­vís­inda í þessum nýja póli­tíska veru­leika sem vekur helst ótta þeirra. Stór hluti repúblik­ana hafnar enn við­teknum vís­indum sem segja að menn valdi lofts­lags­breyt­ingum á jörð­inni með losun sinni á gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um, fyrst og fremst með bruna á kol­um, olíu og gasi.

Afneit­unin nær ekki aðeins til þing­manna flokks­ins heldur til venju­legra Banda­ríkja­manna sem styðja hann. Könn­un Pew-­rann­sókn­stofn­un­ar­innar síð­asta haust leiddi í ljós að aðeins 11% íhalds­samra repúblik­ana töldu að vís­inda­menn skildu orsakir lofts­lags­breyt­inga vel og 24% hóf­samra repúblik­ana. Svipað hlut­fall var sam­mála þeirri full­yrð­ingu að nærri því allir vís­inda­menn væru sam­mála um að menn bæru mesta ábyrgð á lofts­lags­breyt­ing­um.

Skip­an­ir Trump í emb­ætti hafa end­ur­speglað lofts­lagsaf­neitun flokks­ins. Scott Pruitt sem hann til­nefndi sem yfir­mann EPA hefur sem rík­is­sak­sókn­ari í Okla­homa höfðað fjölda mála gegn stofn­un­inni til að hnekkja reglum sem eiga að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Rick Perry, sem eitt sinn sótt­ist eftir að verða for­seta­efni repúblikana, er nú orku­mála­ráð­herra þrátt fyrir að hann hafi áður sagst vilja leggja Orku­mála­ráðu­neytið nið­ur.

End­ur­koma afneit­un­ar­innar

Þrýsti­hópar á vegum jarð­efna­elds­neyt­is­iðn­að­ar­ins hefur lengi reynt að ala á sundr­ungu um lofts­lags­vís­indi og hafa margir repúblikanar dansað eftir lagi þeirra. Mis­vísandi upp­lýs­ingar sem þeir hafa haldið á lofti áttu um skeið nokkuð greiðan aðgang að stærri fjöl­miðl­um. Gerðu þeir sitt besta til að grafa undan nið­ur­stöðum vís­inda­manna með því að sér­velja gögn til að henta mál­stað sínum auk þess að ráð­ast beint á æru vís­inda­mann­anna sjálfra.

Scott Pruitt sem Trump tilnefndi sem yfirmann EPA hefur sem ríkissaksóknari í Oklahoma höfðað fjölda mála gegn stofnuninni til að hnekkja reglum sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Eftir því sem áhrif lofts­lags­breyt­inga hafa orðið greini­legri hafa alvöru­gefnir fjöl­miðlar orðið síður ginn­keyptir fyrir vill­andi upp­lýs­ingum afneit­ara lofts­lags­vís­ind­ina. Því fer þó fjarri að her­ferð­inni til að þvæla umræð­una um lofts­lags­vís­indin hafi lok­ið.

Þannig birt­ist grein í breska blað­inu Daily Mail í lok nóv­em­ber þar sem því var haldið rang­lega fram að með­al­hiti jarðar hafi tekið met­dýfu eftir að El niño-veð­ur­fyr­ir­brigð­inu slot­aði á síð­asta ári. Til­gangur hennar virt­ist vera að grafa undan full­yrð­ingum lofts­lags­vís­inda­manna um að hnatt­ræn hlýnun af völdum manna hafa verið aðal­or­sök langrar raðar hita­meta sem slegin voru í fyrra og árið áður. Öfga­hægri­síð­an Breit­bart tók frétt­ina meðal ann­ars upp og vís­inda-, geim- og tækni­nefnd full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings deildi henni á Twitt­er-­síðu sinni.

Umræðan versni á tímum eft­ir­sann­leik­ans

Með grein Daily Mail var sami tónn sleg­inn og eftir síð­asta sér­stak­lega kröft­uga El niño sem keyrði upp hnatt­rænan hita árið 1998. Afneit­arar not­uðu hlut­falls­lega sval­ari árin sem á eftir komu á meðan hnatt­ræn hlýnun af völdum manna náði í skottið á met­unum sem voru slegin á meðan El niño naut við til að töngl­ast á því að „hlé“  hefði orðið á hnatt­rænni hlýn­un. Með því að velja 1998 sem upp­hafsár sam­an­burðar síns héldu þeir því fram að eng­in  hnatt­ræn hlýnun hefði átt sér stað um ára­bil.

Lofts­lags­vís­inda­mað­ur­inn Mich­ael Mann frá Rík­is­há­skól­anum í Penn­syl­vaníu, sem hefur fengið að kynn­ast árásum afneit­ara á eigin skinni meira en flest­ir, ótt­ast að með lokum El niño nú hefj­ist sami söng­ur­inn aft­ur. Búast megi við því að hnatt­ræn hiti verði hlut­falls­lega minni næstu ár en á meðan á veð­ur­fyr­ir­brigð­inu stóð. Afneit­arar lofts­lags­vís­ind­anna muni beita sömu belli­brögðum og þeir gerðu eftir 1998.

Í tölvu­póst­svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir Mann að talað sé um að fram­boð Trump og umfjöllun fjöl­miðla um hann hafi markað upp­haf hættu­legs eft­ir­sann­nleiks­tíma­bils þar sem gervi­fréttir fara víða sem erfitt sé að stemma stigu við.

„Í þessu nýja umhverfi og með harð­kjarna­lofts­lagsaf­neit­ara í lyk­il­hlut­verkum í rík­is­stjórn Trump þá ótt­ast ég að ástand mála eigi eftir að versna en ekki batna þegar kemur að opin­berri umræðu um lofts­lags­breyt­ing­ar,“ segir Mann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None