Novator verður áfram hluthafi í Nova

Björgólfur Thor Björgólfsson og viðskiptafélagar hans munu áfram eiga hlut í Nova, þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um sölu þeirra á Nova til bandarísks eignastýringarfyrirtækis í október.

Novator, fjár­fest­inga­fé­lag Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­sonar og við­skipta­fé­laga hans, verður áfram fjár­festir í fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Nova.  Til­kynnt var um það í byrjun októ­ber 2016 að Novator hefði selt allt hlutafé sitt í Nova, alls 94 pró­sent hlut, til banda­ríska eigna­stýr­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Pt Capi­tal Advis­ors.  Nú liggur fyrir að Novator mun halda áfram á hlut í Nova en ekki fást upp­lýs­ingar um hversu stór sá hlutur verð­ur. Þetta kemur fram í svarið Novator við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Þegar til­kynnt var um kaup Pt Capi­tal Advis­ors á Nova í októ­ber var kaup­verðið sagt trún­að­ar­mál. Heim­ildir Kjarn­ans herma hins vegar að það hafi verið yfir 15 millj­arðar króna fyrir allan 94 pró­sent hlut Novator í íslenska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu, en stjórn­endur Nova, meðal ann­ars Liv Berg­þórs­dótt­ir, eiga sex pró­sent hlut.

Skömmu eftir að til­kynnt var um við­skipt­in, sem meðal ann­ars voru valin við­skipti árs­ins í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, var greint frá því í fjöl­miðlum að við­skiptin væru ekki eins borð­leggj­andi og til­kynnt  var um. Til stæði að fá íslenska einka­fjár­festa og líf­eyr­is­sjóði að Nova og til að taka um þriðj­ungs­hlut í fyr­ir­tæk­inu. Þetta var einnig stað­fest á vef­síðu Íslenskra verð­bréfa, ráð­gjafa Pt Capi­tal Advis­ors, þar sem stóð að end­an­legur hlut­hafa­hópur Nova myndi sam­an­standa af íslenskum fag­fjár­fest­um, auk Pt Capi­tal Advis­ors og stjórn­enda Nova.

Morg­un­blaðið greindi frá því í upp­hafi árs að erf­ið­lega gengi að fá líf­eyr­is­sjóði lands­ins til að taka þátt í kaup­unum og að enn væri leitað íslenskra fjár­festa til að ljúka fjár­mögn­un. Þrír af fjórum stærstu líf­eyr­is­sjóðum lands­ins höfðu þeg­ar, sam­kvæmt Morg­un­blað­inu, ákveðið að taka ekki þátt í við­skipt­unum né neinn þeirra inn­lendu fram­taks­sjóða sem Líf­eyr­is­­sjóður versl­un­­ar­­manna hef­ur fjár­­­fest í.

Flókin við­skipti

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Novator um hvar málið stæði. Í svari frá upp­lýs­inga­full­trúa félags­ins segir að samn­ingar um kaup Pt Capi­tal Advis­ors á Nova liggi fyr­ir. „End­an­legur frá­gangur söl­unnar mun lík­lega verða í lok febr­ú­ar. Þetta eru fremur flókin við­skipti þar sem um er að ræða erlendan kaup­anda að íslenskri eign í umhverfi þar sem gjald­eyr­is­hömlur eru.  Auk þess spila inn í þættir eins og frá­gangur end­an­legra skjala vegna fjár­mögn­unar og kaup­enda­hóps.  

Novator hefur sam­þykkt boð Pt Capi­tal um að vera áfram fjár­festir í félag­inu. Pt Capi­tal taldi mik­il­vægt að vera með íslenskan sam­starfs­að­ila sem hefði reynslu af fjár­fest­ingum á Íslandi og far­síma­rekstri.  Pt Capi­tal lítur á Novator sem besta „stra­tegic partner“ sem hægt er að fá.

Novator  væntir mik­ils af sam­starf­inu við PT Capi­tal, enda telur Novator Nova vera afar áhuga­verðan fjár­fest­ing­ar­kost og vill auk þess styðja við stjórn­endur Nova sem hafa ákveðið að fjár­festa áfram í félag­in­u.“

Þar sem samn­ingar væru ekki enn frá­gengnir þá feng­ust ekki frek­ari upp­lýs­ingar um hvernig eign­ar­hald­inu yrði háttað að þeim lokn­um, t.d. hversu stórum hlut Novator myndi halda áfram í Nova.

Pt Capi­tal Advis­ors er dótt­­ur­­fé­lag Pt Capi­tal, og er með aðsetur í Anchorage í Alaska. Félagið leggur meg­in­á­herslu á fjár­­­fest­ingar á norð­­ur­slóð­um, en Nova er fyrsta fjár­­­fest­ing félags­­ins hér á landi. Kaup­verðið á Nova er trún­­að­­ar­­mál.

Nova með sterka stöðu á íslenskum fjar­skipta­mark­aði

Nova náði þeim áfanga á síð­ari hluta árs­ins 2015 að vera það fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins sem er með mesta mark­aðs­hlut­deild á far­síma­mark­aði. Sím­inn hafði haldið á þeim kyndli frá upp­hafi far­síma­tíma­bils­ins hér á Íslandi. Bilið á milli Nova og Sím­ans hefur auk­ist lít­il­lega á fyrri hluta árs­ins 2016. Í lok júní var Nova með 149.850 við­skipta­vini og 34,4 pró­sent mark­aðs­hlut­deild, en Sím­inn með 147.126 við­skipta­vini og 33,7 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. Þetta kemur fram í töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar sem sýnir stöð­una á fjar­skipta­mark­aði um mitt ár 2016.

Þótt föstum áskriftum hjá Nova fjölg­i alltaf ár frá ári er það enn svo að tæp­­lega tveir af hverjum þremur við­­skipta­vinum fyr­ir­tæk­is­ins eru með fyr­ir­fram­greidda þjón­ustu, svo­­kall­að frelsi.

Nova er samt sem áður það fyr­ir­tæki á fjar­­skipta­­mark­aði sem tekur til­ sín nán­­ast alla við­­bót­­arnot­endur sem bæt­­ast við far­síma­­mark­að­inn á ári hverju. Frá árs­lokum 2012 hefur við­­skipta­vinum Nova til að mynda fjölgað um 37 þús­und, sem er nákvæm­lega sama fjölgum og hefur alls orðið á far­síma­mark­aðnum frá þeim tíma.

Nova er líka með yfir­burða­stöðu þegar kemur að notkun gagna­magns á far­síma­neti. Við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins nota 68,2 pró­sent af öllu gagna­magni sem notað er á því neti. Við­skipta­vinir Sím­ans koma þar á eftir með um 18 pró­sent af heild­ar­notk­un­inni. Þeir sem versla við Voda­fone nota 11,2 pró­sent og við­skipta­vinir 365 2,4 pró­sent. 

Hægt er að lesa frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um íslenskan far­síma­markað hér.

Hægt er að lesa frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um aukna gagna­magns­notkun Íslend­inga hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar