Tekist á um Trump-bannið – „Forsetinn er ekki hafinn yfir lögin“

Í ítarlegri greinargerð Washington ríkisins segir að komubann Bandaríkjaforseta á íbúa sjö múslimaríkja sé stjórnarskrárbrot og fari auk þess gegn hagsmunum Bandaríkjanna.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Mál­flutn­ingi fyrir áfrýj­un­ar­dóm­stóli í San Francisco lauk í gær í máli Was­hington rík­iss­ins gegn Don­ald J. Trump, Banda­ríkja­for­seta, vegna komu­banns sem hann setti á borg­ara frá sjö ríkjum þar sem múslima­trú er í meiri­hluta. Ríkin eru Líbía, Sýr­land, Súd­an, Sómal­ía, Íran, Írak og Jemen. Á sama tíma kom hann í veg fyrir að tekið yrði á móti flótta­mönnum frá Sýr­land­i. 

Bannið varð strax afar umdeild og fóru fram mörg hund­ruð fjölda­mót­mæla­fundir víðs vegar um Banda­ríkin í kjöl­far þess að það var sett á. Þá olli það miklum titr­ingi og upp­lausn og flug­völl­um, enda margir sem urðu fyrir því.

Rík­is­stjóri Was­hington rík­is, Robert Fergu­son, höfð­aði mál fyrir alrík­is­dóm­stólnum og taldi bannið og til­skipun for­set­ans ekki stand­ast lög. Hinn 27. jan­úar dæmdi James L. Robart í mál­inu og féllst á rök Was­hington ríkis að stóru leyti. Bannið féll úr gildi í kjöl­far­ið, tíma­bund­ið.Eftir máflutn­ing­inn í gær sagð­ist Fergu­son viss um að áfrýj­un­ar­dóm­stóll­inn myndi kom­ast að sömu nið­ur­stöðu og alrík­is­dóm­stóll­inn. Banda­ríkja­for­seti væri sem betur fer ekki haf­inn yfir lög og stjórn­ar­skrá.

AuglýsingTrump brást hinn versti við nið­ur­stöð­unni og sagði „hinn svo­kall­aða“ dóm­ara hafa gert mikil mis­tök, og ef það yrðu framin hryðju­verk í Banda­ríkj­unum vegna þessa þá væri það á ábyrgð hans. En um hvað snýst málið í reynd? Hvers vegna var málið höfð­að? Grein­ar­gerðir Was­hington ríkis og yfir­valda hafa verið birt­ar, og má þar sjá í smá­at­riðum á hverju er bygg­t. 

Fjögur atriði má sér­stak­lega nefna til sög­unn­ar. 

1. Rík­is­stjóri Was­hington rík­is­ins taldi bannið fara gegn stjórn­ar­skránni þar sem það beind­ist sér­tækt gegn fólki frá fyrr­nefndum ríkj­um, og það fólki sem hefði heim­ild til þess að ferð­ast til og frá Banda­ríkj­un­um. Fergu­son sagði for­set­ann ekki hafa heim­ild til að setja fram til­skipun sem þessa (excetu­vie order) sem væri ái skjön við stjórn­ar­skrár­var­inn rétt fólks­ins. Þetta er grunn­for­senda mál­sókn­ar­inn­ar. 

2. Þá telur Was­hington ríki að þó að landamæra­eft­ir­lit og inn­flytj­enda­mál, séu á könnu rík­is­ins og stjórn­valda í Was­hington D.C., þá séu tak­mörk á því hvað stjórn­völd geti gert þegar að því kem­ur. Fyrir því séu mörg dómafor­dæmi að leita þurfi bæði álits og sam­starfs við ríki Banda­ríkj­anna þegar að þessu kem­ur, og fram­hjá þeirri stöðu sé ekki hægt að fara.

3. Was­hington ríki leggur enn fremur áherslu á það í máflutn­ingi sínum að bannið sé það víð­tækt, að það hafi gríð­ar­lega mikil áhrif á dag­legt líf í Was­hington ríki og raunar um öll Banda­rík­in. Fram kemur í grein­arð­gerð rík­is­ins, sem er mun ítar­legri en grein­ar­gerð dóms­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna, að fyr­ir­tæki eins og Amazon, Microsoft, Star­bucks og Boeing séu háð erlendu vinnu­aflil og séu öll með mörg hund­ruð starfs­menn sem eru frá ríkj­unum sjö sem eru á bann­list­anum eða teng­ist fólki það­an. Bannið hafi þegar haft mikil áhrif. Þá er einnig nefnt að ferða­þjón­usturis­inn Expedia, sem er með höf­uð­stöðvar í Belleveu í útjaðri Seatt­le, hafi fundið veru­lega fyrir bann­inu og víð­tækum áhrifum þess á bók­anir fólks. Þetta sé vís­bend­ing um að bannið hafi verið alltof víð­tækt. 

4. Don­ald Trump og dóms­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna nefna einkum það atriði, að fyr­ir­skipun Banda­ríkja­for­seta hafi byggt á þjóðar­ör­ygg­is­sjón­ar­mið­um. Þá sé óum­deilt að landamæra­eft­ir­lit og inn­flytj­enda­mál séu á hendi yfir­valda og þar með for­set­ans. Þegar komi að þjóðar­ör­yggi þá þurfi yfir­völd að hafa til heild­ar­mynd­ar­inn­ar, og bann við komu fólks frá ákveðnum löndum sé ein leið til að tryggja örygg­i. 

Dóm­ar­arnir þrír hjá áfrýj­un­ar­dóm­stóln­um, sem dæma í mál­inu, munu taka sér ein­hverja daga til að fara yfir gögn og mál­flutn­ing. Talið er lík­legt að stjórn­völd vísi mál­inu til Hæsta­réttar Banda­ríkj­anna, falli dómur þeim í óhag. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None