Tekist á um Trump-bannið – „Forsetinn er ekki hafinn yfir lögin“

Í ítarlegri greinargerð Washington ríkisins segir að komubann Bandaríkjaforseta á íbúa sjö múslimaríkja sé stjórnarskrárbrot og fari auk þess gegn hagsmunum Bandaríkjanna.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Mál­flutn­ingi fyrir áfrýj­un­ar­dóm­stóli í San Francisco lauk í gær í máli Was­hington rík­iss­ins gegn Don­ald J. Trump, Banda­ríkja­for­seta, vegna komu­banns sem hann setti á borg­ara frá sjö ríkjum þar sem múslima­trú er í meiri­hluta. Ríkin eru Líbía, Sýr­land, Súd­an, Sómal­ía, Íran, Írak og Jemen. Á sama tíma kom hann í veg fyrir að tekið yrði á móti flótta­mönnum frá Sýr­land­i. 

Bannið varð strax afar umdeild og fóru fram mörg hund­ruð fjölda­mót­mæla­fundir víðs vegar um Banda­ríkin í kjöl­far þess að það var sett á. Þá olli það miklum titr­ingi og upp­lausn og flug­völl­um, enda margir sem urðu fyrir því.

Rík­is­stjóri Was­hington rík­is, Robert Fergu­son, höfð­aði mál fyrir alrík­is­dóm­stólnum og taldi bannið og til­skipun for­set­ans ekki stand­ast lög. Hinn 27. jan­úar dæmdi James L. Robart í mál­inu og féllst á rök Was­hington ríkis að stóru leyti. Bannið féll úr gildi í kjöl­far­ið, tíma­bund­ið.Eftir máflutn­ing­inn í gær sagð­ist Fergu­son viss um að áfrýj­un­ar­dóm­stóll­inn myndi kom­ast að sömu nið­ur­stöðu og alrík­is­dóm­stóll­inn. Banda­ríkja­for­seti væri sem betur fer ekki haf­inn yfir lög og stjórn­ar­skrá.

AuglýsingTrump brást hinn versti við nið­ur­stöð­unni og sagði „hinn svo­kall­aða“ dóm­ara hafa gert mikil mis­tök, og ef það yrðu framin hryðju­verk í Banda­ríkj­unum vegna þessa þá væri það á ábyrgð hans. En um hvað snýst málið í reynd? Hvers vegna var málið höfð­að? Grein­ar­gerðir Was­hington ríkis og yfir­valda hafa verið birt­ar, og má þar sjá í smá­at­riðum á hverju er bygg­t. 

Fjögur atriði má sér­stak­lega nefna til sög­unn­ar. 

1. Rík­is­stjóri Was­hington rík­is­ins taldi bannið fara gegn stjórn­ar­skránni þar sem það beind­ist sér­tækt gegn fólki frá fyrr­nefndum ríkj­um, og það fólki sem hefði heim­ild til þess að ferð­ast til og frá Banda­ríkj­un­um. Fergu­son sagði for­set­ann ekki hafa heim­ild til að setja fram til­skipun sem þessa (excetu­vie order) sem væri ái skjön við stjórn­ar­skrár­var­inn rétt fólks­ins. Þetta er grunn­for­senda mál­sókn­ar­inn­ar. 

2. Þá telur Was­hington ríki að þó að landamæra­eft­ir­lit og inn­flytj­enda­mál, séu á könnu rík­is­ins og stjórn­valda í Was­hington D.C., þá séu tak­mörk á því hvað stjórn­völd geti gert þegar að því kem­ur. Fyrir því séu mörg dómafor­dæmi að leita þurfi bæði álits og sam­starfs við ríki Banda­ríkj­anna þegar að þessu kem­ur, og fram­hjá þeirri stöðu sé ekki hægt að fara.

3. Was­hington ríki leggur enn fremur áherslu á það í máflutn­ingi sínum að bannið sé það víð­tækt, að það hafi gríð­ar­lega mikil áhrif á dag­legt líf í Was­hington ríki og raunar um öll Banda­rík­in. Fram kemur í grein­arð­gerð rík­is­ins, sem er mun ítar­legri en grein­ar­gerð dóms­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna, að fyr­ir­tæki eins og Amazon, Microsoft, Star­bucks og Boeing séu háð erlendu vinnu­aflil og séu öll með mörg hund­ruð starfs­menn sem eru frá ríkj­unum sjö sem eru á bann­list­anum eða teng­ist fólki það­an. Bannið hafi þegar haft mikil áhrif. Þá er einnig nefnt að ferða­þjón­usturis­inn Expedia, sem er með höf­uð­stöðvar í Belleveu í útjaðri Seatt­le, hafi fundið veru­lega fyrir bann­inu og víð­tækum áhrifum þess á bók­anir fólks. Þetta sé vís­bend­ing um að bannið hafi verið alltof víð­tækt. 

4. Don­ald Trump og dóms­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna nefna einkum það atriði, að fyr­ir­skipun Banda­ríkja­for­seta hafi byggt á þjóðar­ör­ygg­is­sjón­ar­mið­um. Þá sé óum­deilt að landamæra­eft­ir­lit og inn­flytj­enda­mál séu á hendi yfir­valda og þar með for­set­ans. Þegar komi að þjóðar­ör­yggi þá þurfi yfir­völd að hafa til heild­ar­mynd­ar­inn­ar, og bann við komu fólks frá ákveðnum löndum sé ein leið til að tryggja örygg­i. 

Dóm­ar­arnir þrír hjá áfrýj­un­ar­dóm­stóln­um, sem dæma í mál­inu, munu taka sér ein­hverja daga til að fara yfir gögn og mál­flutn­ing. Talið er lík­legt að stjórn­völd vísi mál­inu til Hæsta­réttar Banda­ríkj­anna, falli dómur þeim í óhag. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None