- Seðlabanki Íslands áætlar að hagvöxtur hafi verið sex prósent á árinu 2016. Hann var 4,1 prósent árið 2015, 1,9 prósent árið 2014, 3,6 prósent árið 2013, 1,3 prósent árið 2012 og 2,4 prósent árið 2011. Árið þar á undan, 2010, var hann neikvæður um 3,1 prósent. Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands var 1,6 prósent í fyrra. Búist er við því að hagvöxtur þeirra verði 1,7 prósent að meðaltali í ár og 1,9 prósent árið 2019.
- Þrátt fyrir hækkun á olíu- og hrávöruverðs eru horfur á að viðskiptakjör íslensks þjóðarbúskapar batni enn frekar á árinu 2017.
- Áætlað er að útflutningur hafi aukist um liðlega tíu prósent á árinu 2016. Þar munar langmest um aukin umsvif í ferðaþjónustu, en Seðlabankinn áætlar að umsvif hennar hafi aukist um 37 prósent á árinu að raunvirði. Umfang ferðaþjónustu er nú fjórfalt meira í þjóðarbúskapnum en það var árið 2010.
- Íslenska krónan styrktist um tólf prósent á árinu 2016. Helstu ástæður þess eru bætt viðskiptakjör Íslands annars vegar og ör vöxtur ferðaþjónustu hins vegar.
- Seðlabankinn býst við því að hún haldi áfram að styrkjast á ári og að gengisvísitalan verði um 163 að meðaltali. Hún er í dag 170 stig. Enn fremur býst Seðlabankinn við því að gengisvísitalan fari í 152 stig árið 2019.
- Verðbólga á Íslandi hefur nú verið undir verðbólgumarkmiðum í næstum þrjú ár. Hún er sem stendur 1,9 prósent, en verðbólgumarkmiðið er 2,5 prósent. Í Peningamálum segir að verðbólguhorfur hafi batnað lítillega frá síðustu spá Seðlabankans þrátt fyrir meiri spennu í þjóðarbúskapnum. „Þær byggjast þó á þeirri forsendu að kjarasamningar á vinnumarkaði losni ekki á næstunni. Um það ríkir hins vegar töluverð óvissa. Á móti innlendum verðbólguþrýstingi vegur lítil alþjóðleg verðbólga, hækkun gengis krónunnar á spá - tímanum og aðhaldssöm peningastefna. Peningastefnan hefur skapað verðbólguvæntingum kjölfestu, haldið aftur af útlánavexti og stuðlað að meiri sparnaði en ella.“
- Seðlabankinn býst þó við því að verðbólgan fari yfir verðbólgumarkmið á árinu 2017. Í Peningamálum segir að talið sé að verðbólga verði um tvö prósent fram yfir mitt ár, en taki þá að þokast upp á við og verði komin í markmið á seinni hluta ársins. „Horfur eru á að verðbólga fari tímabundið upp fyrir markmiðið er líður á spátímann þegar áhrif gengishækkunarinnar taka að fjara út en að hún verði nálægt markmiðinu í lok spátímans.“
- Spennan á vinnumarkaði er mikil og störfum fjölgar hratt. Atvinnuleysi er komið niður fyrir 3 prósent. Atvinnuþátttaka er jafnframt orðin meiri en hún var mest á þenslutímanum fyrir fjármálakreppuna en á móti vegur töluverður innflutningur á erlendu vinnuafli.
- Hrein gjaldeyriskaup Seðlabankans á árinu 2016 námu rúmlega 360 milljörðum króna. Það er um 40 prósent meira en árið á undan. Gjaldeyrisvaraforði bankans jókst um 163 milljarða króna í fyrra og nam í árslok 815 milljörðum króna. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi í gær að bankinn telji gjaldeyrisvaraforðann vera orðinn nægjanlega stóran.
- Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í gærmorgun að meginvextir bankans, oft kallaðir stýrivextir, verði áfram fimm prósent. Þeir mynda gólf fyrir aðra óverðtryggða vexti í landinu. Vextir voru tvívegis lækkaði í fyrra, í ágúst um 0,5 prósent og aftur í desember um 0,25 prósent.
Tíu staðreyndir um stöðu íslensks efnahags
Peningamál Seðlabanka Íslands voru birt í gær. Þar er farið yfir stöðuna í efnahagsmálum íslensku þjóðarinnar á árinu 2016 og framtíðarhorfur.
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar