Lifir íslenskan snjalltækjaöldina af?

Endalokum íslenskunnar hefur lengi verið spáð en sjaldan hefur hún verið í jafnmikilli hættu og nú. Eða hvað? Sérfræðingar í íslenskri málfræði kynntu á dögunum rannsóknarverkefni sitt sem gengur út á að kanna áhrif ensku á íslensku í stafrænum heimi.

Mörg snjalltæki bjóða upp á stýrikerfi á íslensku. Það á þó ekki við um Apple-vörur.
Mörg snjalltæki bjóða upp á stýrikerfi á íslensku. Það á þó ekki við um Apple-vörur.
Auglýsing

Skiptar skoð­anir eru á því hver fram­tíð íslensk­unnar er og hvort hún muni lifa af þær miklu tækni- og sam­fé­lags­breyt­ingar sem orðið hafa á und­an­förnum árum. Þessar breyt­ingar fela meðal ann­ars í sér aukna notkun á snjall­tækj­um, áhorf á efni sem ekki er þýtt og svo mætti lengi telja. Einnig má velta fyrir sér hvort íslenskan þoli alþjóða­væð­ing­una og hvort vin­sældir ensku meðal barna og ung­menna hafi sín áhrif. 

Eiríkur Rögn­valds­son og Sig­ríður Sig­ur­jóns­dótt­ir, pró­fess­orar í íslenskri mál­fræði við Háskóla Íslands, kynntu 1. febr­úar síð­ast­lið­inn verk­efni sitt, Grein­ing á mál­fræði­legum afleið­ingum staf­ræns mál­sam­býl­is, sem fjallar um íslensku á tölvu­öld. Í kynn­ing­unni greindu þau frá hugs­an­legum afleið­ingum þess að enska sé notuð í auknum mæli og veltu fyrir sér hvort snjall­tækja­bylt­ing und­an­far­inna ára veiki íslensk­una. 

Staðan brot­hætt

Eiríkur Rögnvaldsson Mynd: Háskóli ÍslandsEiríkur segir að því sé oft haldið fram að íslenska standi sterkt í mál­sam­fé­lag­inu. Menn nefni það oft að staða tungu­máls­ins fari ekki fyrst og fremst eftir fjölda mál­not­enda heldur eftir því hver staða máls­ins er í því sam­fé­lagi sem það er not­að. „Vissu­lega er það þannig að mestu leyti að íslenska er notuð á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. Hún er notuð í stjórn­kerf­inu, mennta­kerf­inu, verslun og við­skipt­um, fjöl­miðl­um, menn­ing­ar­líf­inu, á net­inu og í öllum dag­legum sam­skiptum fólks. Og þá spyr mað­ur: Hlýtur hún þá ekki að standa mjög sterkt?“ segir hann.

Auglýsing

Það er ástæða til að ætla að íslenska verði fyrir mjög auknu álagi eða þrýst­ingi núna á allra síð­ustu árum, að mati Eiríks. Hann segir að þótt staðan virð­ist góð á yfir­borð­inu þá sé hún brot­hætt og að kannski þurfi ekki mikið til að veikja und­ir­stöð­urn­ar. 

Eiríkur telur að aðstæður og umhverfi tungu­máls­ins hafi breyst mikið á ótrú­lega stuttum tíma. Þar af leið­andi hafi álagið auk­ist og muni aukast á næstu árum. Hann segir að ástæður þess séu utan­að­kom­andi og óvið­ráð­an­legar og teng­ist ýmsum þjóð­fé­lags- og tækni­breyt­ing­um. 

Við erum flest sítengd við þennan enska menn­ing­ar­heim, sem við erum með í lóf­an­um, frá morgni til kvölds

Ung börn sett fyrir framan skjá­inn

Margt hefur breyst í sam­fé­lag­inu á und­an­förnum árum. Eiríkur segir að í fyrsta lagi megi nefna snjall­tækja­bylt­ing­una. „Við erum flest sítengd við þennan enska menn­ing­ar­heim, sem við erum með í lóf­an­um, frá morgni til kvölds,“ segir hann og bætir við að það að horfa á myndir á ensku geti dregið úr venju­legum sam­skiptum á móð­ur­mál­in­u. 

Hann segir að einnig megi nefna gagn­virka tölvu­leiki. Yngra fólk spili mikið af tölvu­leikjum sem eru und­an­tekn­ing­ar­laust á ensku og að þeir séu margir spil­aðir á net­inu með þátt­tak­endur víða um heim. Og leik­irnir krefj­ist iðu­lega gagn­virkra sam­skipta á ensku. 

Barn í snjalltæki Mynd: Wikimedia Commons

Í þriðja lagi er vert að tala um, að mati Eiríks, YouTube og Net­fl­ix-væð­ing­una. „Við vitum að jafn­vel mjög ung börn eru sett fyrir framan sjón­varp og settir af stað þættir á YouTube eða Net­flix á ensku og óþýdd­ir,“ segir hann. Einnig telur hann að ferða­manna­straum­ur­inn skipti miklu máli. Það þurfi ekki annað en að fara niður í bæ til að sjá að allt er stílað upp á ferða­menn. Verð­merkn­ingar í búð­um, skilti fyrir utan veit­inga­staði og svo fram­veg­is. Og alls konar við­burð­ir, tón­leik­ar, sýn­ingar og annað slíkt, mið­ist meira og meira við ferða­menn og enskan sé því orðin mik­il­væg­ari en áður. 

Enskan má ekki valta yfir

Fólki með annað móð­ur­mál fer fjölg­andi og heldur sú þróun áfram á næstu árum. Eiríkur bendir á að háskóla­nám fari meira fram á ensku en áður og að nú sé meiri þrýst­ingur að bjóða upp á náms­leiðir og kennslu á ensku vegna skiptinema. Þá sé spurn­ing hvort upp­renn­andi fræði­menn fái næga þjálfun í að tala og skrifa um við­fangs­efni sín á íslensku. 

Að sögn Eiríks leikur alþjóða­væð­ingin einnig stórt hlut­verk. Hann segir að breytt heims­mynd geri það að verkum að fólk er hreyf­an­legra en áður og íslenskir ung­lingar sjái ekki fram­tíð sína endi­lega á Íslandi. Þeir sjái margir hverjir fyrir sér að læra, búa og starfa erlend­is. Þá nýt­ist íslenskan þeim ekki mikið utan lands­ins og þá vakni sú spurn­ing hvaða áhrif það hafi á við­horf þeirra til íslensk­unn­ar. 

Síð­ast en ekki síst talar Eiríkur um tal­stýr­ingu tækja. Hann segir að mörg tæki séu orðin tölvu­stýrð og verði á næst­unni stjórnað með tungu­mála­stýr­ingu. Þannig verði hægt að tala við þau og að ann­að­hvort þurfi að kenna tækj­unum íslensku eða fólk­inu ensku.

En allt þetta getur leitt til þess að ensk áhrif komi fram í orða­forða, setn­inga­gerð, beyg­ingum og fram­burði

Allar þessar breyt­ingar eru í eðli sínu meira og minna jákvæð­ar, að mati Eiríks. Hann segir að þetta séu fram­farir að flestu leyti og að ágætt sé að fólk læri ensku sem best. „Það er ekk­ert að því, nema ef það verður til þess að enskan valti yfir íslensk­una. En allt þetta getur leitt til þess að ensk áhrif komi fram í orða­forða, setn­inga­gerð, beyg­ingum og fram­burð­i,“ segir hann. Þess vegna veltir hann því fyrir sér hvort hætta sé á að íslensk börn hafi ekki nógu mikla íslensku í kringum sig til að þeim tak­ist að byggja upp sterkt og öfl­ugt íslenskt mál­kerfi.

Áreitið meira en áður

Eiríkur segir að búið sé að spá íslensk­unni dauða í 200 ár og spyr sig hvers vegna hún ætti þá að vera í meiri hættu nú en áður. Hann tekur sem dæmi þegar kana­sjón­varpið kom upp úr 1960 en þá voru menn margir hverjir þess full­vissir að íslenskan væri á síð­asta snún­ingi. Þannig hafi þó ekki far­ið. 

Eiríki sýn­ist að nokkur atriði gætu skipt máli núna og valdið því að tungu­málið sé í meiri hættu en fyrr. Hann nefnir í fyrsta lagi að áreitið sé meira og víð­tækara en áður og að enskan sé meira áber­andi á fleiri sviðum en nokkru sinni fyrr. Hann segir í öðru lagi að þetta enska máláreiti nái til yngri barna en áður í gegnum snjall­tæki, sjón­varps­á­horf og fleira. Í þriðja lagi sé gagn­virknin meiri sem margir telja að skipti máli. Ensku­notkun barna og ung­linga sé þannig orðin mikið gagn­virk­ari og þau noti ensk­una í sam­skiptum í tölvu­leikjum og svo fram­veg­is. 

Íslenskan örugg – eða hvað?

Sam­kvæmt kvarða UNESCO frá 2003 er íslenskan talin örugg. Tungu­málið er talað af öllum kyn­slóðum og flutn­ingur máls­ins milli kyn­slóða er ótrufl­að­ur. Eiríkur veltir því fyrir sér hvort eitt­hvað sé að ger­ast núna sem gæti breytt því. „Og svo má velta því fyrir sér hvort þessir kvarðar taki til­lit til tækni- og sam­fé­lags­breyt­inga sem eiga sér stað um þessar mund­ir,“ segir hann.

En þrátt fyrir að vera talin örugg þá er vert að spyrja hvort íslenskan eigi mögu­leika á staf­rænu lífi og hvort hún muni lifa af í staf­rænum heimi. Til þess verður að vera hægt að nota hana í raf­rænum sam­skipt­um. Eiríkur segir að ekki sé vitað hver tengsl svo­kall­aðs staf­ræns dauða og raun­veru­legs dauða tungu­máls séu.

Hann bendir aftur á móti á nokkrar vís­bend­ingar þess. Í fyrsta lagi sé það hættu­merki þegar önnur mál taka yfir heilt svið í tungu­mál­inu, til dæmis í við­skipt­um. Í öðru lagi skipti máli að borin sé virð­ing fyrir tungu­mál­inu en þetta kemur sér­stak­lega fram í við­horfum yngri kyn­slóð­anna. Í þriðja lagi þegar fólk skilur eldri kyn­slóð­ina en notar sjálft mjög ein­faldað mál­kerfi, setn­inga­gerð og minni beyg­ing­ar.

Sam­skipti skipta öllu máli

Sigríður Sigurjónsdóttir Mynd: Úr einkasafniFólk er sér­stak­lega næmt fyrir mál­töku á unga aldri og lýkur því tíma­bili við kyn­þroska­ald­ur­inn. Þetta segir Sig­ríður Sig­ur­jóns­dótt­ir, annar for­svars­maður verk­efn­is­ins, og bendir hún einnig á að mál­taka ger­ist ósjálfrátt á þessu tíma­bili en sá hæfi­leiki hverfi síðan við kyn­þroska. Hún segir að lítil börn geti ekki ann­að, ef þau eru heil­brigð og umhverfi eðli­legt, en að taka mál. Eftir kyn­þroska­ald­ur­inn sé miklu erf­ið­ara að læra tungu­mál og fólk þurfi virki­lega að leggja sig fram. Hún segir einnig að börn virð­ist vera mót­tæki­leg­ust fyrir máli í upp­hafi mál­töku­skeiðs­ins og til þess að ná fullu valdi á móð­ur­máli eða öðru máli þá þurfi máltakan yfir­leitt að fara fram fyrir sex til níu ára ald­ur. 

Við vitum að móð­ur­mál og annað mál þró­ast hjá börnum á mál­töku­aldri í sam­skiptum við for­eldra og aðra í nán­asta umhverfi

Að sögn Sig­ríðar bygg­ist þetta þó ekki ein­göngu á líf­fræði­legum þáttum því umhverfið skiptir einnig máli. „Því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft“ segir mál­tækið og á vel við hér, að hennar mati. „Við vitum að móð­ur­mál og annað mál þró­ast hjá börnum á mál­töku­aldri í sam­skiptum við for­eldra og aðra í nán­asta umhverf­i,“ segir hún og bætir við að þess vegna skipti sam­skipti öllu máli. Hún segir að málið spetti fram sjálf­krafa á þessum aldri en börn verði að skipt­ast á orðum í sam­tölum og mynda félags­leg tengsl. Tengsla­myndun verði að eiga sér stað til þess að börn myndi sér mál. 

Börn læra ekki málið af sjón­varpi

Gerðar hafa verið rann­sóknir á því hvort börn geti lært mál af sjón­varpi og það virð­ist ekki ganga. Sig­ríður segir að börn geti hugs­an­lega bætt við orða­forða sinn en rann­sóknir bendi til að á heim­ilum þar sem kveikt er á sjón­varp­inu með talið á allan dag­inn séu börn seinni til máls. Það hægi á mál­töku miðað við börn sem alast ekki upp við slíkt. „Skýr­ingin er sú að sam­skiptin eru minni þar sem horft og hlustað er mikið á sjón­varp og fólk talar síður sam­an,“ segir hún.

Mann­leg sam­skipti og málörvun eru því mjög mik­il­væg fyrir mál­töku, að mati Sig­ríð­ar. Hún segir að inni­halds­rík mann­leg sam­skipti á fyrstu ævi­ár­unum séu nauð­syn­leg for­senda þess að börn nái valdi á máli. Og fyrstu sex árin séu mjög mik­il­væg til að efla mál­þroska og mál­skiln­ing barna. Þá sé gott að börn hafi góðar mál­fyr­ir­myndir og fái nauð­syn­lega málörv­un. Heil­brigð börn sem alist upp við góðar aðstæður læri málið sjálf­krafa en hún segir að mál­kenndin mót­ist í æsku og erfitt sé að breyta því sem mótað hefur verið síðar meir. Hún telur að gamla mál­tækið eigi því vel við: Lengi býr að fyrstu gerð.

Snjall­tækja­notkun getur hægt á mál­þroska

Börnin bera íslensk­una áfram til kom­andi kyn­slóða. „Það má segja að yngstu börnin séu mik­il­væg­ust í þess­ari keðju því þau eru mót­tæki­leg­ust fyrir mál­in­u,“ segir Sig­ríð­ur. En hvaða áhrif hafa snjall­tæki og staf­rænir miðlar á mál­töku barna og þróun og fram­tíð íslenskunn­ar? Svarið er marg­þætt og ekki ein­falt að mati Sig­ríð­ar. Hún segir að margt jákvætt sé við snjall­tækja­þró­un­ina, að börn geti til dæmis nýtt og eflt sköp­un­ar­gáfu sína og öðl­ast nýja þekk­ingu í gegnum tæk­in.

Ann­ars vegar þarf að tala við börn og hlusta á þau til að þau myndi sér mál. Og snjall­tækja­væð­ingin getur truflað mál­töku barna ef hún veldur því að full­orðnir og börn tala það lítið saman að börnin fá ekki nauð­syn­legt máláreiti

En þró­unin hefur líka ákveðnar hættur í för með sér að mati Sig­ríð­ar. „Ann­ars vegar þarf að tala við börn og hlusta á þau til að þau myndi sér mál. Og snjall­tækja­væð­ingin getur truflað mál­töku barna ef hún veldur því að full­orðnir og börn tala það lítið saman að börnin fá ekki nauð­syn­legt máláreit­i,“ segir hún. Börn þurfi að heyra íslensku í umhverf­inu, eins og áður hefur komið fram, til að byggja upp sterka mál­kennd. Þess vegna sé ekki gott fyrir mál­þroska barna að for­eldrar séu mikið í snjall­tækjum ef það kemur í veg fyrir að þeir tali við börn sín. 

Börn byrja ung að nota netið

Hins vegar er það aukin notkun ensku sem Sig­ríður hefur áhyggjur af. Hún segir að aukið ensku­áreiti á mál­töku­skeiði barna geti valdið breyt­ingum á gerð og stöðu íslensk­unn­ar. Það geti leitt til ófull­kom­innar mál­töku barna eða jafn­vel tví­tyng­is. Sig­ríður nefnir að árið 2013 var gerð könnun á því hvenær íslensk börn byrja að nota netið en í henni kom í ljós að flest íslensk börn byrja að nota netið á aldr­inum fimm til átta ára. Sum byrja fjög­urra ára eða yngri og vekur það athygli í þess­ari könnun að fleiri börn í fjórða og fimmta bekk en í sjötta til tíunda bekk í grunn­skóla byrj­uðu þá að nota net­ið. Þannig að þró­unin virð­ist vera sú að börn byrji fyrr að nota netið nú en áður. 

Sig­ríður telur að þessi þróun geti verið fyrsta skrefið í tungu­mála­dauða. Breyt­ingar á mál­kunn­áttu eru alvar­legri að hennar mati en breyt­ingar á orða­forða. Hún segir að vegna þess að erfitt sé að breyta mál­kunn­áttu seinna meir geti gerð íslensk­unnar breyst og hugs­an­lega hafi jákvætt við­horf til ensku þar sitt að segja.

Ef móð­ur­málið er veikt þá verður kunn­átta í öðru máli líka veik. Þetta er allt sam­tengt

„Það verður að tala við börn svo þau myndi sér mál,“ bendir Sig­ríður á. Og hún segir einnig að það sé á ábyrgð for­eldra og for­ráða­manna en ekki ein­ungis umönn­un­ar­að­ila og kenn­ara að gera slíkt. Nauð­syn­legt sé einnig að skapa góðan grunn í íslensk­unni því án hans sé mun erf­ið­ara að læra önnur tungu­mál. „Ef móð­ur­málið er veikt þá verður kunn­átta í öðru máli líka veik. Þetta er allt sam­teng­t,“ segir hún að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None