Danir með svipaðar reglur og Trump vill innleiða

Fólk frá Sýrlandi og Sómalíu fær ekki að koma til Danmerkur, og Danir skipta fólki sem þangað sækir í fimm flokka eftir þjóðerni. Borgþór Arngrímsson skrifar um innflytjendamál frá Kaupmannahöfn.

trump bann dómstólar
Auglýsing

Fjöl­miðlar hafa ekki verið í vand­ræðum með upp­slátt­ar­frétt­irnar síðan Don­ald Trump tók við for­seta­emb­ætt­inu vest­an­hafs. For­set­inn hefur látið gamm­inn geysa, það á bæði við um tístið (Twitt­er), þar sem hann tjáir sig margoft á degi hverj­um, og þegar hann talar við frétta­menn, ýmist í eigin per­sónu eða gegnum aðstoð­ar­fólk sitt. Í kosn­inga­bar­átt­unni spar­aði fram­bjóð­and­inn ekki lof­orðin og meðal þess sem mesta athygli vakti voru yfir­lýs­ingar hans um hertar aðgerðir í inn­flytj­enda­mál­um.

Inn­flytj­enda­til­skip­un­in 

Trump hafði ein­ungis setið viku í Hvíta hús­inu þegar hann birti til­skipun sem sann­ar­lega má segja að hafi valdið fjaðrafoki. Til­skip­un­in, sem sam­stundis tók gildi, bann­aði borg­urum sjö landa að koma til Banda­ríkj­anna. Löndin sjö eru Íran, Írak, Líbýa, Sómal­ía, Súd­an, Sýr­land og Yemen. Hún tók einnig til flótta­fólks frá Sýr­landi. Nokkrir banda­rískir fjöl­miðlar vöktu strax athygli á því að til­skip­unin tæki ekki til rík­is­borg­ara Sádi-­Ar­abíu og létu í það skína að það ætti sér ein­falda skýr­ingu: fyr­ir­tæki í eigu for­set­ans hefðu mik­illa við­skipta­hags­muna að gæta þar í landi. Til­skip­unin var þegar í stað kærð og alrík­is­dóm­ari úrskurð­aði að hún skyldi felld úr gildi. Að mati dóm­ar­ans gekk til­skip­unin gegn ákvæðum banda­rísku stjórn­ar­skrár­innar þar sem hún mis­mun­aði fólki eftir trú­ar­brögð­u­m. 

Úrskurður „svo­kall­aða dóm­ar­ans“ fárán­legur sagði for­set­inn

For­set­inn varð æfur og spar­aði ekki stóru orð­in: ákvörðun þessa „svo­kall­aða dóm­ara“ væri fárán­leg og henni yrði hnekkt. Þessi orð, for­set­ans, mælt­ust væg­ast sagt mis­jafn­lega fyrir og spurt var hvort for­set­inn væri ekki betur að sér en svo að hann gerði sér ekki ljóst að for­seta­emb­ættið væri ekki hafið yfir lög. Áfrýj­un­ar­dóm­stóll tók málið fyrir og nið­ur­staða hans var sú sama og alrík­is­dóm­ar­ans: til­skipun for­set­ans stæð­ist ekki lög. Þegar þessi orð eru sett á blað er ekki ljóst hvert fram­haldið verður en lang lík­leg­ast verður að telja að málið komi til kasta Hæsta­réttar Banda­ríkj­anna. Í Hæsta­rétti sitja að jafn­aði níu dóm­arar en eru sem stendur átta, fjórir repúblikanar og fjórir demókrat­ar. Repúblikanar gátu ekki sætt sig við að Barack Obama útnefndi níunda dóm­ar­ann og þvæld­ust fyrir skipan hans. Sama munu demókratar örugg­lega gera nú þegar Trump hefur útnefnt „sinn mann“, þeir munu tefja hina form­legu útnefn­ingu og á meðan er patt­staða í Hæsta­rétti. For­set­inn er vægst sagt ósáttur við stöðu mála en getur lítið að gert því hvort sem honum líkar betur eða verr er for­seti Banda­ríkj­anna ekki haf­inn yfir lög. 

Auglýsing

Danski utan­rík­is­ráð­herr­ann undr­andi

Eftir að Banda­ríkja­for­seti gaf út til­skip­un­ina (og áður en dóm­ari úrskurð­aði hana ógilda) urðu margir til að lýsa undrun sinni. Meðal þeirra sem þannig töl­uðu var danski utan­rík­is­ráð­herr­ann And­ers Samu­el­sen. Í sjón­varps­við­tali sagði ráð­herr­ann að það væri rangt að dæma fólk á grund­velli trúar og þjóð­ern­is. „Maður á ætíð að meta ein­stak­ling­inn sem slík­an.“ Ráð­herr­ann end­ur­tók svo þessa skoðun sína á Face­book.

 „Það er nefni­lega það“

Þessi orð voru fyr­ir­sögn dag­blaðs­greinar Mart­ins Hen­riksen, þing­manns og tals­manns Danska Þjóð­ar­flokks­ins um mál­efni inn­flytj­enda. Í grein­inni vakti þing­mað­ur­inn athygli á því að að stefna Banda­ríkja­for­seta í þessum efnum væri eig­in­lega nákvæm­lega sú sama og dönsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Semsé að flokka þá sem hyggj­ast koma til Dan­merk­ur, eftir þjóð­erni. Undir þetta tekur Jens Ved­sted-Han­sen pró­fessor við Háskól­ann í Árósum, „Við deilum fólki í tvo flokka: þá sem koma frá löndum sem við krefj­umst ekki vega­bréfs­á­rit­unar og svo allra hinna. Þetta er mis­mun­un. Í öðru lagi flokkum við fólk frá löndum sem þurfa vega­bréfs­á­ritun til Dan­merkur í tvo hópa: þá sem fá áritun og svo hina sem er synjað um árit­un. Svo er það hóp­ur­inn sem fær ein­fald­lega ekki leyfi til að koma til Dan­merkur vegna þjóð­ern­is. Þar má nefna Sómali og Sýr­lend­inga.“

Fimm flokk­ar 

Ráðu­neyti inn­flytj­enda­mála í Dan­mörku skiptir þeim sem þurfa vega­bréfs­á­ritun til Dan­merkur í fimm flokka: Auð­veld­ast fyrir þá sem falla í flokk númer 1 og erf­ið­ast fyrir þá sem flokk­ast númer 5. 

Í flokki 1 eru 54 lönd. Þau eiga það sam­eig­in­legt að líkur á ólög­legum inn­flytj­endum eru litl­ar. Í þessum flokki eru t.d mörg lönd í Afr­íku, Maldíveyjar og Qat­ar.

Í flokki 2 eru 18 lönd. Fólk frá löndum í þessum flokki geta hugs­an­lega reynt að kom­ast ólög­lega til Dan­merk­ur. Í þessum hópi eru t.d. Alban­ía, Nepal, Serbía og Tæland. 

Í flokki 3 eru 27 lönd. Fólk frá þessum 27 löndum er talið lík­legt til að reyna að kom­ast til Dan­merkur á fölskum for­send­um. Í þessum hópi eru m.a Egypta­land, Kína, Rúss­land, Tyrk­land, Ind­land og Víetnam.

Í flokki 4 eru 12 lönd. Miklar líkur eru taldar á að fólk frá þessum löndum reyni að kom­ast til Dan­merk­ur. Írak, Afganistan og Pakistan eru í þessum flokki, einnig Palest­íu­menn án rík­is­fangs. 

Í flokki 5 eru 2 lönd: Sýr­land og Sómal­ía. Íbúar þess­ara tveggja landa fá ein­fald­lega ekki vega­bréfs­á­ritun til Dan­merk­ur, nema í algjörum und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um.

For­send­urnar ólíkar

Þótt dönsku regl­urnar varð­andi vega­bréfs­á­ritun og þar með leyfi til að koma til lands­ins séu svip­aðar og til­skip­anir Banda­ríkja­for­seta eru for­send­urnar ólík­ar. Don­ald Trump telur að rík­is­borg­urum land­anna sjö fylgi hætta á hryðju­verkum og for­set­inn hefur ítrekað tengt þessa skoðun sína trú­ar­brögð­um. Af múslímum stafi hætta. Ótti Dana er ann­ars eðl­is, þeir telja líkur á að fólk frá til­teknum löndum vilji kom­ast til Dan­merkur í þeim til­gangi að setj­ast þar að, fá póli­tískt hæl­i. 

Þjóð­ernið ræður ekki

Stjórn­andi danska sjón­varps­þátt­ar­ins Det­ektor spurði And­ers Samu­el­sen utan­rík­is­ráð­herra hvað hann ætti við þegar hann segði að fólk skyldi ekki dæmt á grund­velli þjóð­ern­is. Spurn­ingin var borin upp í ljósi áður­nefndrar flokk­unar ráðu­neytis inn­flytj­enda­mála. Ráð­herr­ann svar­aði því til að allar umsóknir um vega­bréfs­á­rit­un, þrátt fyrir flokk­un­ina áður­nefndu, væru skoð­aðar og metnar hver fyrir sig. Þegar spurt var hvernig umsókn um vega­bré­fá­ritun Sýr­lend­ings eða Sómala yrði afgreidd svar­aði ráð­herr­ann því til að þótt almenna reglan væri sú að rík­is­borg­arar þess­ara tveggja landa fengju ekki leyfi til að koma til Dan­merkur gætu sér­stakar aðstæður ráðið því að frá þess­ari reglu væri vik­ið. „Ef sómalskur mað­ur, sem á dauð­vona móður í Dan­mörku, vildi fá að koma og hitta hana áður en það væri um seinan yrði það vita­skuld leyft,“ sagði ráð­herr­ann.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir tímar og tónlistin á vínyl
Söngkona og lagahöfundur frá Hofi í Öræfasveit sem býr nú í Osló í Noregi safnar fyrir vinyl-útgáfu á plötu á Karolina fund.
Kjarninn 31. október 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Sóttvarnalæknir hvetur rjúpnaveiðimenn til að halda sig heima
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vilja því hvetja alla að vera heima og taka þannig öll þátt í baráttunni, líka rjúpnaveiðimenn.
Kjarninn 31. október 2020
Ásta Logadóttir, Lárus S. Guðmundsson og Ólafur Hjálmarsson
Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None