#fjölmiðlafár#viðskipti#fjarskiptamál

Vonast til að kaupsamningur vegna 365 verði kláraður fyrir marslok

Rekstrarhagnaður móðurfélags Vodafone dróst saman á síðasta ári. Félagið ætlar að kaupa ljósvaka- og fjarskiptahluta 365 til að styrkja samkeppnisstöðu sína. Gangi kaupin eftir verður Ingibjörg S. Pálmadóttir stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópnum.

Vonir eru bundnar við að vinna við gerð kaup­samn­ings vegna kaupa Fjar­skipta hf., eig­anda Voda­fone á Íslandi, á ljós­vaka- og fjar­skipta­hluta 365 miðla ljúki fyrir lok mars­mán­að­ar. Gangi það eftir verður leitað sam­þykkis eft­ir­lits­að­ila, meðal ann­ars Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, í kjöl­far­ið. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Fjar­skipta sem birtur var í gær.

Þar kom einnig fram að tekjur Fjar­skipta á Íslandi lækk­uðu lít­il­lega á milli áranna 2015 og 2016 og rekstr­ar­hagn­aður dróst saman um 15 pró­sent. Hagn­aður Fjar­skipta í fyrra var rúmur millj­arður króna og minnk­aði um 22 pró­sent á milli ára.

Til­kynnt var um kaupin 31. ágúst síð­ast­lið­inn. Þá sendu Fjar­skipti til­kynn­ingu til Kaup­hallar um að til stæði að kaupa ljós­vaka- og fjar­skipta­hluta 365 miðla á sam­tals átta millj­arða króna. Til stóð að greiða 1,7 millj­arða króna í reiðu­fé, sömu upp­hæð með útgáfu  hluta­bréfa í Fjar­­skipt­um. Auk þess átti félagið yfir­­­taka 4,6 millj­­arða króna af vaxta­ber­andi skuldum 365 miðla.

Auglýsing

Þann 22. des­em­ber síð­ast­lið­inn var svo send ný til­kynn­ing um að end­ur­samið hefði verið um kaup­verð­ið. Það var gert eftir að full­trúar Fjar­skipta höfðu fengið aðgang að gögnum um rekstr­ar­stöðu 365 miðla. Nýja kaup­verðið var 1,2 millj­arði krónum lægra og dróst sú upp­hæð frá þeirri sem núver­andi hlut­hafar 365 miðla áttu að fá greidda í reiðu­fé. Eftir stendur því 500 millj­óna króna pen­inga­greiðsla. Í til­kynn­ing­unni kom fram að til stæði að ljúka kaup­unum á fyrstu vikum árs­ins 2017. Það hefur dreg­ist og nú er stefnt að því að ljúka gerð kaup­samn­ings fyrir mars­lok.

Verði af þeim munu núver­andi hlut­hafar 365 miðla eign­ast allt að 12,2 pró­sent hlut í Fjar­skipt­um, ef greitt verður með þegar útistand­andi hlut­um. Það þýðir að stærsti eig­andi 365 miðla, aflands­fé­lög í eigu Ingi­bjargar S. Pálma­dótt­ur, munu eign­ast allt að 8,9 pró­sent í Fjar­skipt­um. Það myndi þýða að hún yrði stærsti ein­staki einka­fjár­festir­inn í hlut­hafa­hópi félags­ins. Í dag er það Ursus, félag Heið­ars Guð­jóns­son­ar, sem á 6,4 pró­sent hlut. Í krafti þess eign­ar­hlutar er Heiðar stjórn­ar­for­maður Fjar­skipta. Stærstu eig­endur Fjar­skipta eru þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins, Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna og Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur. Sam­an­lagt eiga þeir 32,13 pró­sent eign­ar­hlut í félag­inu.

Ekki komið á hreint hvort frétta­­stofa 365 fari með

Það sem Fjar­skipti vill kaupa er sjón­­­varps- og útvarps­­­­­rekstur 365 miðla ásamt fjar­­­skipta­hluta fyr­ir­tæk­is­ins. Það þýðir að sjón­­­varps­­­stöðvar á borð við Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórás­ina eru undir ásam­t út­­varps­­­stöðv­­­um á borð við Bylgj­una, FM957 og X-ið. Eignir sem eru und­an­­­skildar eru Frétta­­­blaðið og vef­­­ur­inn Vís­ir.is.

Í dag eru frétta­­­stofa 365 miðla, sem fram­­­leiðir efni í alla miðla fyr­ir­tæk­is, ein ein­ing. Þ.e. hún vinnur efni inn í dag­­­blaðið Frétta­­­blað­ið, á vef­inn Vísi.is, í sjón­­­varps­fréttir Stöðvar 2 og á útvarps­­­­­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins. Hún til­­­heyrir því bæði ljós­vaka­hlut­an­um, sem Fjar­skipti vill kaupa, og prent- og vef­hlut­an­um, sem skilin verður eftir í 365 mið­l­­­um.

Sam­­kvæmt nýj­ustu upp­­lýs­ingum frá Fjar­skiptum liggur enn ekki fyrir hvort eða hvaða hluti frétta­­stofu 365 fylgi með yfir til Fjar­skipta í kaup­un­­um. Það verður hins vegar útfært áður en gengið verður frá kaup­samn­ingi.

Voda­fone mun styrkj­­ast við kaupin á 365

Íslenskum far­síma­­mark­aði er bróð­­ur­­lega skipt upp í þrennt. Nova er með mesta mark­aðs­hlut­­deild (34,4 pró­­sent) og Sím­inn með næsta mesta (33,7 pró­­sent). Þriðji ris­inn á fjar­­­skipta­­­mark­aði er síð­­an Voda­fone. Því hefur tek­ist að halda vel á áskrift­­­ar­­­fjölda sínum á far­síma­­­mark­aði og raunar bætt við sig rúm­­lega sex þús­und við­­skipta­vinum frá miðju ári í fyrra. Alls ­nemur mark­aðs­hlut­­­deild fyr­ir­tæk­is­ins 27,5 pró­­­sent­­­um.

365 sam­ein­að­ist Tali í des­em­ber 2014 og tók þar með yfir far­síma­við­­­skipti síð­­­­­ar­­­nefnda ­fyr­ir­tæk­is­ins. Alls eru við­­­skipta­vinir 365 í far­síma­­­þjón­­­ustu nú um 16.335 tals­ins. Það er umtals­vert færri við­­­skipta­vinir en Tal var með í árs­­­lok 2012, þegar þeir voru um 20 þús­und.

Verði af kaupum Fjar­skipta á 365 miðlum mun Voda­fone auka veltu sína um hátt í tíu millj­­­arða króna og vera mun betur í stakk búið til að keppa við sinn að­al­keppi­­­naut, Sím­ann sem þegar rek­ur víð­­­feðm­a ­sjón­varps­­­þjón­ustu, á sjón­­­varps­­­mark­að­i. Sam­an­lagt verða við­­skipta­vinir hins sam­ein­aða fyr­ir­tæki á far­síma­­mark­aði 136.023 og sam­eig­in­­leg mark­aðs­hlut­­deild 31,2 pró­­sent. Voda­fone verður því ekki langt frá Sím­an­um, sem er með 33,7 pró­­sent mark­aðs­hlut­­deild á far­síma­­mark­aði, og Nova, sem er með 34,4 pró­­sent hlut­­deild.

Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None