#fjölmiðlafár#viðskipti#fjarskiptamál

Vonast til að kaupsamningur vegna 365 verði kláraður fyrir marslok

Rekstrarhagnaður móðurfélags Vodafone dróst saman á síðasta ári. Félagið ætlar að kaupa ljósvaka- og fjarskiptahluta 365 til að styrkja samkeppnisstöðu sína. Gangi kaupin eftir verður Ingibjörg S. Pálmadóttir stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópnum.

Þórður Snær Júlíusson

Vonir eru bundnar við að vinna við gerð kaup­samn­ings vegna kaupa Fjar­skipta hf., eig­anda Voda­fone á Íslandi, á ljós­vaka- og fjar­skipta­hluta 365 miðla ljúki fyrir lok mars­mán­að­ar. Gangi það eftir verður leitað sam­þykkis eft­ir­lits­að­ila, meðal ann­ars Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, í kjöl­far­ið. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Fjar­skipta sem birtur var í gær.

Þar kom einnig fram að tekjur Fjar­skipta á Íslandi lækk­uðu lít­il­lega á milli áranna 2015 og 2016 og rekstr­ar­hagn­aður dróst saman um 15 pró­sent. Hagn­aður Fjar­skipta í fyrra var rúmur millj­arður króna og minnk­aði um 22 pró­sent á milli ára.

Til­kynnt var um kaupin 31. ágúst síð­ast­lið­inn. Þá sendu Fjar­skipti til­kynn­ingu til Kaup­hallar um að til stæði að kaupa ljós­vaka- og fjar­skipta­hluta 365 miðla á sam­tals átta millj­arða króna. Til stóð að greiða 1,7 millj­arða króna í reiðu­fé, sömu upp­hæð með útgáfu  hluta­bréfa í Fjar­­skipt­um. Auk þess átti félagið yfir­­­taka 4,6 millj­­arða króna af vaxta­ber­andi skuldum 365 miðla.

Auglýsing

Þann 22. des­em­ber síð­ast­lið­inn var svo send ný til­kynn­ing um að end­ur­samið hefði verið um kaup­verð­ið. Það var gert eftir að full­trúar Fjar­skipta höfðu fengið aðgang að gögnum um rekstr­ar­stöðu 365 miðla. Nýja kaup­verðið var 1,2 millj­arði krónum lægra og dróst sú upp­hæð frá þeirri sem núver­andi hlut­hafar 365 miðla áttu að fá greidda í reiðu­fé. Eftir stendur því 500 millj­óna króna pen­inga­greiðsla. Í til­kynn­ing­unni kom fram að til stæði að ljúka kaup­unum á fyrstu vikum árs­ins 2017. Það hefur dreg­ist og nú er stefnt að því að ljúka gerð kaup­samn­ings fyrir mars­lok.

Verði af þeim munu núver­andi hlut­hafar 365 miðla eign­ast allt að 12,2 pró­sent hlut í Fjar­skipt­um, ef greitt verður með þegar útistand­andi hlut­um. Það þýðir að stærsti eig­andi 365 miðla, aflands­fé­lög í eigu Ingi­bjargar S. Pálma­dótt­ur, munu eign­ast allt að 8,9 pró­sent í Fjar­skipt­um. Það myndi þýða að hún yrði stærsti ein­staki einka­fjár­festir­inn í hlut­hafa­hópi félags­ins. Í dag er það Ursus, félag Heið­ars Guð­jóns­son­ar, sem á 6,4 pró­sent hlut. Í krafti þess eign­ar­hlutar er Heiðar stjórn­ar­for­maður Fjar­skipta. Stærstu eig­endur Fjar­skipta eru þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins, Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna og Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur. Sam­an­lagt eiga þeir 32,13 pró­sent eign­ar­hlut í félag­inu.

Ekki komið á hreint hvort frétta­­stofa 365 fari með

Það sem Fjar­skipti vill kaupa er sjón­­­varps- og útvarps­­­­­rekstur 365 miðla ásamt fjar­­­skipta­hluta fyr­ir­tæk­is­ins. Það þýðir að sjón­­­varps­­­stöðvar á borð við Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórás­ina eru undir ásam­t út­­varps­­­stöðv­­­um á borð við Bylgj­una, FM957 og X-ið. Eignir sem eru und­an­­­skildar eru Frétta­­­blaðið og vef­­­ur­inn Vís­ir.is.

Í dag eru frétta­­­stofa 365 miðla, sem fram­­­leiðir efni í alla miðla fyr­ir­tæk­is, ein ein­ing. Þ.e. hún vinnur efni inn í dag­­­blaðið Frétta­­­blað­ið, á vef­inn Vísi.is, í sjón­­­varps­fréttir Stöðvar 2 og á útvarps­­­­­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins. Hún til­­­heyrir því bæði ljós­vaka­hlut­an­um, sem Fjar­skipti vill kaupa, og prent- og vef­hlut­an­um, sem skilin verður eftir í 365 mið­l­­­um.

Sam­­kvæmt nýj­ustu upp­­lýs­ingum frá Fjar­skiptum liggur enn ekki fyrir hvort eða hvaða hluti frétta­­stofu 365 fylgi með yfir til Fjar­skipta í kaup­un­­um. Það verður hins vegar útfært áður en gengið verður frá kaup­samn­ingi.

Voda­fone mun styrkj­­ast við kaupin á 365

Íslenskum far­síma­­mark­aði er bróð­­ur­­lega skipt upp í þrennt. Nova er með mesta mark­aðs­hlut­­deild (34,4 pró­­sent) og Sím­inn með næsta mesta (33,7 pró­­sent). Þriðji ris­inn á fjar­­­skipta­­­mark­aði er síð­­an Voda­fone. Því hefur tek­ist að halda vel á áskrift­­­ar­­­fjölda sínum á far­síma­­­mark­aði og raunar bætt við sig rúm­­lega sex þús­und við­­skipta­vinum frá miðju ári í fyrra. Alls ­nemur mark­aðs­hlut­­­deild fyr­ir­tæk­is­ins 27,5 pró­­­sent­­­um.

365 sam­ein­að­ist Tali í des­em­ber 2014 og tók þar með yfir far­síma­við­­­skipti síð­­­­­ar­­­nefnda ­fyr­ir­tæk­is­ins. Alls eru við­­­skipta­vinir 365 í far­síma­­­þjón­­­ustu nú um 16.335 tals­ins. Það er umtals­vert færri við­­­skipta­vinir en Tal var með í árs­­­lok 2012, þegar þeir voru um 20 þús­und.

Verði af kaupum Fjar­skipta á 365 miðlum mun Voda­fone auka veltu sína um hátt í tíu millj­­­arða króna og vera mun betur í stakk búið til að keppa við sinn að­al­keppi­­­naut, Sím­ann sem þegar rek­ur víð­­­feðm­a ­sjón­varps­­­þjón­ustu, á sjón­­­varps­­­mark­að­i. Sam­an­lagt verða við­­skipta­vinir hins sam­ein­aða fyr­ir­tæki á far­síma­­mark­aði 136.023 og sam­eig­in­­leg mark­aðs­hlut­­deild 31,2 pró­­sent. Voda­fone verður því ekki langt frá Sím­an­um, sem er með 33,7 pró­­sent mark­aðs­hlut­­deild á far­síma­­mark­aði, og Nova, sem er með 34,4 pró­­sent hlut­­deild.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.

Virði landbúnaðarins eykst milli ára og var 66 milljarðar

Landbúnaður í landinu hefur átt í vök að verjast á síðustu árum. Heildarframleiðsluviði hans jókst milli ára.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 20:55

Sjö reikistjörnur á stærð við jörðina finnast

Stjörnufræðingar finna sjö reikistjörnur á stærð við Jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna TRAPPIST-1. Frá þessu greindi NASA rétt í þessu.
Erlent 22. febrúar 2017 kl. 18:30
Guðmundur Ólafsson

Nýjar fréttir – Forsætisráðherra viðurkennir mismunun

22. febrúar 2017 kl. 17:00
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.

Svandís: Í raun og veru hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins við völd

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar harðlega í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í sérstökum umræðum í gær.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 15:57
Kvikan
Kvikan

Einkavæðing af því bara

22. febrúar 2017 kl. 14:58
Markaðsvarpið
Markaðsvarpið

Microsoft á Íslandi og sýndarveruleikinn

22. febrúar 2017 kl. 13:09

Benedikt fagnar því ef Arion banki selst á góðu verði

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það fagnaðarefni ef Arion banki selst á góðu verði og að eignarhald á bankanum verði dreift. Vogunar- og lífeyrissjóðir vinna að því að kaupa um helming í bankanum. Ríkið getur gengið inn í viðskiptin.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 13:00

Svanhildur Konráðsdóttir ráðin forstjóri Hörpu

Svanhildur Konráðsdóttir var talin hæfust 38 einstaklinga til að vera forstjóri Hörpu. Hún tekur við 1. maí næstkomandi.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 12:03