Slitin í sundur þvert á ráðleggingar Jännäri

Finnskur sérfræðingur, sem vann skýrslu um fjármálaeftirlit á Íslandi eftir bankahrunið, mælti með því að FME og Seðlabankinn myndu hið minnsta heyra undir sama ráðuneyti. Þannig hefur málum verið háttað alla tíð síðan, eða þangað til í janúar.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Auglýsing

Karlo Jännäri, sérfræð­ingur sem var fengin til Íslands skömmu eftir banka­hrunið til að greina fram­kvæmd og eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi hér­lend­is, sagði það hafa verið mik­inn galla að Seðla­banki Íslands og Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) hefðu ekki heyrt undir sama ráðu­neyti. Í skýrslu sem kann skil­aði kom fram að sam­eina ætti þær stofn­anir hið fyrsta, í það minnsta færa þær undir sama ráðu­neyti.

Á árinu 2009 var stofnað sér­stakt efna­hags- og við­skipta­ráðu­neyti og yfir­stjórn bæði Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits færð undir það ráðu­neyti. Síðar voru báðar stofn­an­irnar færðar undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og því hefur ráð­gjöf Jännäri verið fylgt að mestu und­an­farin ár. Þ.e. að Seðla­bank­inn og Fjár­mála­eft­ir­litið hafa heyrt undir sama ráðu­neyti. Á þessu var breyt­ing í jan­úar þegar mál­efni Seðla­bank­ans voru færð yfir til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Að sögn Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra var það gert til að tryggja sjálf­stæði Seðla­bank­ans.

Þar með var yfir­stjórn yfir Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits slitin aftur í sund­ur, þvert á þær ráð­legg­ingar sem Jännäri hafði veitt eftir banka­hrun­ið.

Auglýsing

Sér­fræð­ingar kall­aðir til

Íslenska efna­hags­kerfið er ekki fyrsta ríkið sem farið hefur á hlið­ina, þótt umfangið hafi verið meira hér­lendis en hjá flestum öðrum sem hafa gengið í gegnum slíkt. Þegar hið risa­stóra verk­efni að end­ur­skipu­leggja hag­kerfið lá fyrir var því hægt að horfa reynslu og árangur ýmissa ann­arra ríkja til að finna upp­skriftir að vel­gengni eða víti til varn­að­ar.

Margir sér­fræð­ingar litu til Norð­ur­landa­þjóð­anna, einkum Finna og Svía, og hvernig þær höfðu brugð­ist við sinni banka­kreppu snemma á tíunda ára­tugn­um.

Íslendingar mótmæltu ítrekað því andvaraleysi sem leiddi til þess að íslenskt fjármálakerfi hrundi til grunna, með gríðarlegum afleiðingum fyrir almenning.Sér­fræð­ingar frá þeim löndum komu hingað til lands til að aðstoða stjórn­völd fyrir til­stuðlan Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, sem hafði þá tekin Ísland inn í svo­kall­aða efna­hags­á­ætl­un, sem í fólst að sjóð­ur­inn lán­aði félausu rík­inu um 250 millj­arða króna auk þess sem hin Norð­ur­löndin og Pól­land tryggðu Íslandi aðgang að allt að 150 millj­örðum króna í láns­fé. Á móti skuld­batt Ísland sig til að grípa til marg­hátt­aðra aðgerða til að ná efna­hags­legum stöð­ug­leika eftir það sem Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafði kallað „hinn full­komna storm“ sem geys­aði hér í októ­ber 2008. Í áætl­un­inni fólst end­ur­reisn fjár­mála­kerf­is, að aðlaga rík­is­fjár­mál að gjör­breyttum aðstæðum og end­ur­nýja aðgang rík­is­ins að alþjóð­legum mörk­uð­um. Þá átti að vinna að lausn á skulda­vanda íslenskra heim­ila og fyr­ir­tækja og end­ur­reisa traust á íslenskt efna­hags­líf.

Fjár­mála­eft­ir­lit og Seðla­bank­inn eiga að vera saman

Til að ná síð­ast­nefnda mark­mið­inu, að end­ur­reisa traust á íslenskt efna­hags­líf, var Finn­inn Kaarlo Jännäri fengið til að aðstoða íslend­inga við að fara yfir reglu­verk og fjár­mála­eft­ir­lit hér­lend­is. Jännäri var for­stöðu­maður fjár­mála­eft­ir­lits­ins í Finn­landi á árunum 1996 til 2007 og mjög reyndur banka­eft­ir­lits­maður sem þekkti slíkt breyt­inga­ferli mjög vel. Hann hafði líka verið for­stöðu­maður fjár­mála­mark­aða­deildar finnska seðla­bank­ans og verið bæði for­stjóri og stjórn­ar­for­maður SKOP-­bank­ans eftir að hann var tek­inn yfir af finnskum stjórn­völdum snemma á tíunda ára­tugn­um.  Jännäri hafði auk þess sinnt marg­hátt­aðri ráð­gjöf fyrir Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn, OECD og Seðla­banka Evr­ópu.

Í áætlun stjórn­valda og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins stóð að Jännäri myndi „einkum beina sjónum að reglum um lausa­fjár­stýr­ingu, lán til tengdra aðila, stórar ein­stakar áhættur, kross­eigna­tengsl og hags­muna­legt sjálf­stæði eig­enda og stjórn­enda.“

Jännäri skil­aði skýrslu í lok mars 2009. Þar fjall­aði hann meðal ann­ars sér­stak­lega um fram­kvæmd og eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi hér­lend­is. Hann sagði galla á þeim þátt­um. Þar bæri hæst aðskiln­aður Seðla­bank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins en Jänn­ari taldi að sam­eina ætti þær stofn­anir hið fyrsta, í það minnsta færa þær undir sama ráðu­neyti.

Hann sagði mik­inn galla hafa verið fólg­inn í því fyrir hrun að Seðla­bank­inn heyrði undir for­sæt­is­ráðu­neytið og Fjár­mála­eft­ir­litið undir við­skipta­ráðu­neytið en það fæli það í sér að lítil sam­skipti væru á milli þess­ara stofn­ana sem þó þyrftu að hafa náið sam­ráð.

Í kjöl­farið bjó rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur til nýtt ráðu­neyti, efna­hags- og við­skipta­ráðu­neyt­ið. Ráðu­neytið tók við verk­efnum á sviði efna­hags­mála úr for­sæt­is­ráðu­neyti og fjár­mála­ráðu­neyti, þar með talið yfir­stjórn Seðla­banka Íslands og Hag­stofu Íslands. Starf­semi efna­hags­skrif­stofu for­sæt­is­ráðu­neytis flutt­ist til ráðu­neyt­is­ins og hluti af efna­hags­skrif­stofu fjár­mála­ráðu­neyt­is. Þá flutt­ust mál­efni sem varða bók­hald, end­ur­skoð­endur og árs­reikn­inga til ráðu­neyt­is­ins.

Ráðu­neytið erfði jafn­framt flest verk­efni við­skipta­ráðu­neyt­is­ins, meðal ann­ars yfir­stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, Einka­leyfa­stofu og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Ákvörð­unin byggði á til­lögum Jännäri.

Ráð­gjöf fylgt

Þann 1. sept­em­ber 2012, nokkrum mán­uðum fyrir þing­kosn­ing­arnar 2013, var fjár­mála­ráðu­neyt­inu breytt í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti. Verk­efni á sviði efna­hags­mála, þar með talið yfir­stjórn yfir Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­liti, flutt­ist yfir í það ráðu­neyti. Það skipu­lag hélst síðan eftir stjórn­ar­skiptin vorið 2013, þegar rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks tók við völd­um.

Í jan­ú­ar, þegar rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar tók við völdum á Íslandi, undir for­sæti Bjarna Bene­dikts­son­ar, varð breyt­ing á. Mál­efni Seðla­bank­ans voru færð frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu yfir til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Þar með var yfir­stjórn yfir Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits slitin aftur í sund­ur, þvert á þær ráð­legg­ingar sem Jännäri hafði veitt eftir banka­hrun­ið.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fylgdi ráðgjöf Jännäri að hluta.Kjarn­inn leit­aði eftir skýr­ingum á þessum breyt­ingum hjá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu í febr­ú­ar. Í svari þess kom fram að rökin fyrir flutn­ingnum fælust í því að vegna sjálf­­stæðis Seðla­­bank­ans væri æski­­legt að yfir­­­stjórn hans og sam­­þykkt pen­inga- og geng­is­­stefnu sé í öðru ráðu­­neyti en því sem fer með fjár­­­mál rík­­is­ins. Náin tengsl væru milli fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins og Seðla­bank­ans á ýmsum svið­um. „Þar má nefna fjár­­hags­­leg sam­­skipti Seðla­­banka og rík­­is­­sjóðs, geng­is­­mál og nú á síð­­­ustu árum losun fjár­­­magns­hafta, sam­­skipti um efna­hags­­mál og sam­­skipti við láns­hæf­is­­mats­­fyr­ir­tæki og alþjóða­­stofn­an­­ir. Rökin fyrir flutn­ingi mál­efna Seðla­­bank­ans yfir til for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins fel­­ast í því að vegna sjálf­­stæðis Seðla­­bank­ans sé æski­­legt að yfir­­­stjórn hans og sam­­þykkt pen­inga- og geng­is­­stefnu sé í öðru ráðu­­neyti en því sem fer með fjár­­­mál rík­­is­ins.“

Fyrr­ver­andi sam­herjar takast á

Menn­irnir tveir sem mynd­uðu saman rík­is­stjórn eftir kosn­ing­arnar 2013, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son, tók­ust á um þessi mál í þing­inu í gær.

Sig­­mundur Davíð spurði Bjarna þar um þær breyt­ingar sem gerðar voru hjá nýrri rík­­is­­stjórn að færa mál­efni Seðla­­bank­ans frá fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu og til for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins. Hann vitn­aði í ofan­greint svar Bjarna við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans um mál­ið. Sig­­mundur Davíð spurði hvenær Bjarni hefði upp­­­götvað þetta, hvort það hefði verið áður en hann tók við emb­ætti fjár­­­mála­ráð­herra eða á með­­an, og hvaða hags­munir hefðu orðið ofan á hjá honum sjálfum þegar hags­muna­á­­rekstrar hefðu komið upp.

Bjarni svar­aði því til að þetta væru ein rökin fyrir því að færa mál­efni Seðla­­bank­ans milli ráðu­­neyta. Það væri vegna til­­­tölu­­lega nýrrar laga­breyt­ing­­ar, og meðal ann­­ars vegna þess að Seðla­­bank­inn geti við vissar aðstæður kallað eftir fram­lagi frá rík­­inu. Bjarni seg­ist ætla að lyfta upp því hlut­verki for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins sem hafi með hag­­stjórn almennt að gera, og ráða inn sér­­fræð­inga í for­­sæt­is­ráðu­­neytið í þessu skyn­i.

Sigmundur Davíð og Bjarni voru mjög ánægðir með hvorn annan þegar þeir mynduðu saman ríkisstjórn. Sú ánægja er ekki lengur til staðar.Til stendur að selja þá banka sem voru end­ur­reistir eftir banka­hrunið á næstu miss­er­um. Nú standa yfir við­ræður um að kaupa helm­ings­hlut í Arion banka og skrá bank­ann í kjöl­farið á mark­að. Þeir sem að þeim til­raunum standa eru ann­ars vegar banda­rískir vog­un­ar­sjóðir og hins vegar íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Til við­bótar er það yfir­lýst stefna sitj­andi rík­is­stjórnar að selja allan hlut rík­is­ins í Íslands­banka og stærstan hlut þess í Lands­bank­an­um.

Því er þess skammt að bíða, gangi áætl­anir eft­ir, að bönkum verði aftur stjórnar beint af einka­fjár­festum með önnur mark­mið en hafa verið í fyr­ir­rúmi hjá þeim á end­ur­reisn­ar­tíma íslensks efna­hags­lífs. Og þau lög­mál sem giltu á árunum fyrir hrun verði aftur ofan á á íslenskum fjár­mála­mark­aði.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None