Flakið í mýrinni

Fjórtán ára grunnskólanemi í Danmörku átti að skrifa ritgerð um eitthvað sem tengdist seinni heimstyrjöldinni. Hann fór til leitar með föður sínum og endaði á að finna flugvélaflak þýskrar vélar, með líkamsleifum hermanns. Málið hefur vakið mikla athygli.

Daniel Kristiansen með brot úr flaki flugvélarinnar sem hann fann.
Daniel Kristiansen með brot úr flaki flugvélarinnar sem hann fann.
Auglýsing

Þegar Daniel Krist­i­an­sen, 14 ára grunn­skóla­nemi og bónda­sonur í Birkelse á Norð­ur­-Jót­landi skammt frá Ála­borg, sagði for­eldrum sínum frá því að hann ætti að skrifa rit­gerð um eitt­hvað sem tengd­ist heimstsyrj­öld­inni síð­ari, sagði pabbi hans „við ættum kannski að leita að þess­ari þýsku flug­vél sem afi minnt­ist svo oft á.” Hvorki Daniel né Klaus pabba hans grun­aði að þeir feðgar yrðu, eftir nokkra daga á for­síðum fjöl­miðla víða um heim. 

Klaus hafði alltaf haldið að þessi saga, sem afi hans hafði svo oft sagt, væri bara til­bún­ing­ur. Afinn sagð­ist hafa verið að baka smákök­ur, ætl­aðar til jól­anna, þegar flug­vél hefði skollið í jörð­ina á opnu svæði, mýr­ar­fláka, skammt frá bæn­um, þar sem barna­barnið Klaus býr enn­þá. Þetta var í nóv­em­ber 1944.

Daniel sem hefur mik­inn áhuga á öllu því sem teng­ist síð­ari heims­styrj­öld­inni leist vel á þessa hug­mynd pabba síns, þótt hann hefði enga trú á að þeir fyndu neitt. Hann gæti þá bara skrifað um þessa sögu sem langafi hans hafði sagt, en langafinn hafði líka sagt að Þjóð­verjar hefðu fljót­lega eftir slysið komið á stað­inn og fjar­lægt flak­ið.

Auglýsing

Málm­leit­ar­tækið kom þeim á sporið

Þeir feðgar, Daniel og Klaus leigðu málm­leit­ar­tæki og fóru síðan út að leita, tóku reku með. „Ég von­aði að við myndum kannski finna einn eða tvo smá­hluti sem ég gæti farið með í skól­ann” sagði Dani­el. Ekki höfðu þeir feðgar leitað lengi þegar tækið gaf merki. Þegar þeir höfðu grafið tíu til fimmtán senti­metra komu þeir niður á smá málm­hlut sem þeir gátu ekki áttað sig á hvort væri úr flug­vél eða ein­hverju öðru. En málm­leit­ar­tækið hélt áfram að láta í sér heyra og þeim Daniel og Klaus varð ljóst að þarna í jörð­inni lægi fleira grafið en þetta járn­stykki sem þeir höfðu fyrst fund­ið. Þeim varð líka ljóst, eftir að hafa grafið dálitla holu, að þeir yrðu að nota öfl­ugra tæki en rek­una sem þeir höfðu tekið með. Daniel sagði í við­tali að þarna hefði hann áttað sig á því að langafi hefði ekki verið að grín­ast.Það var djúpt á flak­inu

Klaus bóndi á trakt­ors­gröfu, hún getur þó ekki grafið nema tvo til þrjá metra niður og þegar þangað var komið pípti tækið enn. Nú voru þeir feðgar orðnir mjög spenntir og ekki kom til greina að hætta leit­inni. Fengin var stærri grafa og þegar holan var orðin sjö til átta metra djúp kom flakið í ljós. Vélin hafði ber­sýni­lega splundr­ast þegar hún skall í jörð­ina en aug­ljóst virt­ist að ekki hefði kviknað í henni. Lík­ams­leifar flug­manns­ins voru í flak­in­u. 

Feðgarnir fjar­lægðu strax tals­vert af málm­hlutum sem virt­ust vera úr búk og vængjum vél­ar­innar en köll­uðu síðan til sér­fræð­inga. Í sam­vinnu við þá var mótor vél­ar­inn­ar, sem var heil­leg­asti hluti þess sem fann­st, fluttur í skemmu við bónda­bæ­inn. Lík­ams­leifar flug­manns­ins voru einnig fjar­lægðar úr flak­in­u. 

Fréttin af flug­vél­ar­fund­inum vakti athygli víða um heim

 Danskir fjöl­miðlar greindu fyrstir frá fund­inum en strax kom í ljós að þessi frétt var ekki bara „til heima­brúks”, hún barst á svip­stundu um víða ver­öld. Vitað var að vélin var þýsk, og því lík­legt að flug­mað­ur­inn hafi verið Þjóð­verji, en í upp­hafi var fátt annað vitað með vissu. Það átti eftir að breyt­ast. 

Var í æfinga­flugi

Í Dan­mörku er mik­ill áhugi fyrir öllu því sem við­kemur sögu síð­ari heims­styrj­aldar og árlega kemur út fjöldi bóka um efni sem henni tengj­ast. Margir, einkum karl­ar, grúska í gömlu efni og því þurfti ekki að bíða lengi eftir að ein­hverjar upp­ýs­ingar kæmu fram varð­andi þessa flug­vél sem end­aði í mýr­inni við Birkel­se. Sögu­grúskar­inn Søren C. Flen­sted greindi frá því dag­inn eftir að greint var frá flug­vél­ar­fund­inum að flug­mað­ur­inn hefði heitið Bruno Krü­ger. Hann hafi farið í æfinga­flug 27 nóv­em­ber 1944 frá flug­vell­inum í Rör­dal austan við Ála­borg, þar sem Þjóð­verjar voru með stóra her­stöð, og vélin brot­lent við Birkel­se. Þessar upp­lýs­ingar hafði Søren Flen­sted fundið í þýskum skjala­söfn­um. Þar kom líka fram að vélin var Mess­erschmitt Bf 109, eins hreyf­ils vél, með einu sæt­i. 

Þótt Þjóð­verjar hafi lagt mikla áherslu á að finna og jarð­setja fallna her­menn virð­ast þeir ekki hafa reynt að finna lík Krü­gers í mýr­inni. Þegar þarna var komið (í nóv­em­ber 1944) voru Þjóð­verjar orðnir mjög aðþrengdir og kannski hefur það ráðið því að ekki var reynt að sækja lík Krü­gers. Tíu dögum áður hafði annar þýskur flug­maður farist í æfinga­flugi á svip­uðum slóð­um, sá var jarð­settur í Frederiks­havn. Þjóð­verjr höfðu misst marga menn og nýir flug­menn fengu iðu­lega litla æfingu, auk þess var elds­neytið sem notað var á her­flug­vél­arnar léleg­t. 

Horfði á vél­ina fljúga í jörð­ina

Þennan nóv­em­ber­dag árið 1944 var Sig­urd Jen­sen, 22 ára gam­all maður frá Brovst skammt frá Birkel­se, að stinga upp mó til eldi­við­ar. Sig­urd Jen­sen sem nú er að verða 95 ára fylgd­ist með flug­vél sem hring­sól­aði skammt frá hon­um, flaug upp og nið­ur, greini­lega í æfinga­flugi. Skyndi­lega sá hann að vélin tók stefn­una, á fullri ferð, beint niður og skall svo í mýr­ina. Að sögn Sig­urd þeytt­ust brot úr vél­inni og mold í allar átt­ir. „ Ég hugs­aði með mér að flug­mað­ur­inn hefði ákveðið að enda þátt­töku sína í stríð­inu með þessum hætt­i”.

Fréttin um flug­véla­fund­inn kom Sig­urd á óvart. Hann taldi víst að Þjóð­verjar hefðu komið og fjar­lægt lík flug­manns­ins og leif­arnar af vél­inn­i. Skot­vopn, mat­ar­miðar og smokk­ar 

Danskir fjöl­miðlar hafa greint frá því að í flaki vél­ar­innar hafi fund­ist hríð­skota­byssa og í lít­illi tösku sem flug­mað­ur­inn hafði verið með á sér hafi verið mat­ar­miðar (mötu­neyt­is­mið­ar) og nokkrir smokk­ar. Fjöl­miðlar víða um heim slógu þessu með smokk­ana upp í fyr­ir­sögn­um, sumir jafn­vel í háð­ung­ar­tón. Skýr­ingin er hins­vegar ekki flókin og á ekk­ert skylt við hefð­bundna notkun vör­unn­ar. Smokk­ur­inn var hluti neyð­ar­bún­aðar þýskra flug­manna, hugs­aður sem vatns­brúsi í neyð. Létt­ur, fyr­ir­ferð­ar­lít­ill og vatns­held­ur.

Mess­erschmitt vél­arnar eft­ir­sóttir safn­gripir

Alls voru smíð­aðar tæp­lega 34 þús­und Mess­erschmitt Bf 109 vél­ar, þær fyrstu voru teknar í notkun árið 1937 en sögu þeirra lauk með nið­ur­lagi Þjóð­verja í heims­styrj­öld­inni síð­ari. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda sem smíð­aður var eru til­tölu­lega fáar vélar af þess­ari gerð til. Margar fór­ust í stríð­inu og flestar þeirra sem eftir voru í stríðs­lok voru bút­aðar niður og málm­ur­inn, sem mik­ill skortur var á eftir stríð­ið, not­aður í ann­að. Eft­ir­spurn eftir Bf 109 er þess vegna mikil og reikna má með að mörg söfn vilji kom­ast yfir flakið af vél­inni sem fannst við Birkel­se. Af myndum að dæma er geysi­mikið verk að end­ur­byggja vél­ina, ef það er á annað borð fram­kvæm­an­leg­t. 

Eins og áður sagði er mik­ill áhugi í Dan­mörku fyrir öllu því sem við­kemur heims­styrj­öld­inni síð­ari. Ef söfn kom­ast yfir eitt­hvað merki­legt frá heim­styrj­ald­ar­ár­unum eykst aðsókn­in. Ring­köbing – Skjern safnið á Vest­ur­-Jót­landi opn­aði fyrir nokkrum árum gam­alt loft­varna­byrgi sem Þjóð­verjar gerðu á her­náms­ár­unum í Dan­mörku. Árið eftir jókst aðsóknin um 400 pró­sent. 

Daniel og rit­gerðin

Aðeins eru liðnir nokkrir dagar frá því að Daniel fór ásamt föður sínum að leita að flug­vél­arflak­inu í mýr­inni. Hvernig honum vegnar við rit­gerð­ar­smíð­ina er ókomið í ljós en eitt er víst: efni­við­inn skortir ekki. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None