Hvar er best að stilla af gengið?

Hugmyndir um fastgengisstefnu og myntráð eru nú til alvarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum, eftir að stór skref voru stigin í átt að fullu afnámi hafta.

flugvél
Auglýsing

Gengi krón­unnar gagn­vart erlendum myntum hefur mikið verið í umræð­unni að und­an­förnu, bæði hjá stjórn­mála­mönnum og einnig hjá almenn­ingi og fyr­ir­tækj­um. Gengið hefur styrkst tölu­vert gagn­vart helstu alþjóð­legu mynt­um, einkum á und­an­förnum sex mán­uð­um, og margt sem bendir til þess að það geti haldið áfram að styrkj­ast ef ekki kemur til mik­illa inn­gripa frá Seðla­banka Íslands.

Mikið inn­streymi

Gjald­eyr­is­inn­streymi frá erlendum ferða­mönnum er mikið og stöðugt en því er spáð, í nýrri skýrslu grein­ing­ar­deildar Íslands­banka, að það verði meira en 530 millj­arðar króna á þessu ári, sam­an­borið við ríf­lega 460 millj­arða í fyrra. 

Stjórn­völd hafa nú skipað verk­efn­is­stjórn til að end­ur­skoða pen­inga­mála­stefn­una en þau dr. Ásgeir Jóns­son, hag­fræð­ingur við Háskóla Íslands, Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, hag­fræð­ingur á efna­hags­sviði Sam­taka atvinnu­lífs­ins, og Ill­ugi Gunn­ars­son, hag­fræð­ingur og fyrr­ver­andi þing­maður og ráð­herra, eru í verk­efna­stjórn­inn­i. 

Auglýsing

Eitt af því sem er verið að skoða eru hug­myndir um fast­geng­is­stefnu og mynt­ráð, en Við­reisn tal­aði mikið fyrir þess­ari hug­mynd í kosn­inga­bar­átt­unni fyrir kosn­ing­arnar 29. októ­ber og í til­kynn­ingu um skipun verk­efna­stjórn­ar­innar er á það minnst þetta verði skoðað sér­stak­lega. 

Krónan og sveifl­urnar

Svona var staðan á gengi krónunnar gagnvart helstu myntum, samkvæmt Keldunni, í lok dags í dag.Eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins og setn­ingu fjár­magns­hafta í nóv­em­ber 2008 hefur efna­hags­lífið í land­inu verið end­ur­reist í allt öðrum geng­is­veru­leika en var áður fyrir hendi. Gengi krón­unnar hrundi, og það lagði grunn­inn að sterk­ari stöðu útflutn­ings­hliðar hag­kerf­is­ins, ekki síst ferða­þjón­ustu og sjáv­ar­út­vegs. 

Þegar gengið var sem sterkast þá kost­aði Banda­ríkja­dalur 58 krón­ur, árið 2007, en eftir hrunið hefur allt annar veru­leiki verið fyrir hendi. Eftir styrk­ing­ar­þróun síð­ustu mán­aða er Banda­ríkja­dal­ur­inn nú á 109 krónur og evran á 116 krón­ur, en fyrir rúm­lega ári kost­aði dal­ur­inn 135 krónur og evran tæp­lega 140. Styrk­ingin hefur því verið mikil á skömmum tíma, þrátt fyrir gjald­eyr­is­kaup Seðla­banka Íslands sem drógu úr styrk­ing­unni.

Rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar kall­aði eftir mati ýmissa aðila á því hvaða áhrif áfram­hald­andi styrk­ing krón­unnar gæti haft á þjóð­ar­búið og hinar ýmsu atvinnu­grein­ar. Flestir voru sam­mála um að ef krónan myndi halda áfram að styrkjast, þá myndi smátt og smátt fjara undan rekstri útflutn­ings­fyr­ir­tækja. Þá kom fram hávær krafa um að hag­stjórnin þyrfti að ýta undir meiri stöð­ug­leika. 

Ólíkir hags­munir

Í sam­tölum blaða­manns við fólk sem rekur fyr­ir­tæki í tækni- og iðn­tækni­geir­an­um, þar sem tekjur eru í erlendri mynt og tekjur í krón­um, kom fram að krónan mætti ekki styrkj­ast mikið frá því sem nú er, þannig að það færi að bitna veru­lega á sam­keppn­is­hæfni gagn­vart helstu keppi­nautum erlend­is. Eftir hrunið hefur það verið einn helsti kostur tækni­fyr­ir­tækja á Íslandi, og ann­arra útflutn­ings­fyr­ir­tækja, að tekj­urnar hafa verið í erlendri mynt, en kostn­aður að miklu leyti í krón­um, og ýtti veik staða krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum undir meiri sam­keppn­is­hæfni hvað þetta snert­ir.

Svip­aða sögu var að segja úr sjáv­ar­út­vegi, en þó má heyra miklar áhyggjur þar af stöðu mála á mörk­uðum erlend­is. Geng­is­styrk­ingin kemur illa við fyr­ir­tæki, á sama tíma og þau þurfa að hafa meira fyrir því en áður að koma vörum til kaup­enda. 

Sjávarútvegurinn finnur fyrir styrkingu krónunnar, en krefjandi markaðsaðstæður, meðal annars í Austur-Evrópu, Nígeríu og Bretlandi, eru einnig að valda áhyggjum í greininni.

Í ferða­þjón­ust­unni hafa hags­muna­sam­tök­in, Sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar, gagn­rýnt stjórn­völd harð­lega fyrir að huga ekki nægi­lega að innviðum í grein­inni, eins og sam­göngum og fleiru, sem styrkir stoð­irnar til lengdar lit­ið. Áhyggjur af styrk­ingu krón­unnar eru tölu­verð­ar, enda algengt að við­skipti fari fram með miklum fyr­ir­vara, þar sem ferðir eru pant­aðar langt fram í tím­ann. Við­var­andi geng­is­styrk­ing kemur sér því illa. 

Hin hliðin

Á sama tíma þarf að huga að hinni hlið­inni, sem er sú að geng­is­styrk­ingin getur fært almenn­ingi auk­inn kaup­mátt og hún dregur úr verð­bólgu­þrýst­ingi. Verð­bólga hefur hald­ist undir 2,5 pró­sent mark­miði Seðla­banka Íslands í meira en þrjú ár, og mælist nú 1,9 pró­sent.

En það eru sárs­auka­mörk í þessum örhag­kerfi þar sem sveiflur hafa verið tíð­ar, með innan við 200 þús­und ein­stak­linga á vinnu­mark­aði. Til lengdar eru hags­munir almenn­ings þeir, að staðan í þjóð­ar­bú­inu sé sjálf­bær og sam­keppn­is­hæfni hag­kerf­is­ins þurfi að fara saman við hags­muni fyr­ir­tækja, og þar með almenn­ings á end­an­um. Þessum boð­skap er auð­velt að koma á fram­færi en sagan sýnir að það er snúið að ástunda hag­stjórn­ina með þeim hætti að allir kraftar verki í rétta ár.

Hug­mynd­irnar um fast­geng­is­stefnu og mynt­ráð byggja á því að meta hvar æski­legt sé að hafa gengi krón­unn­ar, með til­liti til rekstur fyr­ir­tækja og stöðu hag­kerf­is­ins. Hinn mikli vöxtur í ferða­þjón­ust­unni, sem hefur aukið á inn­streymi gjald­eyris svo um mun­ar, hefur haft við­tæk áhrif í öllum geirum, eins og í versl­un, bíla­við­skipt­um, veit­inga­starf­semi og ýmsu fleiru. Það er því að mörgu að huga þegar skoða þarf, hvernig best sé að koma á geng­is­stöð­ug­leika og fyrir hvaða fórn­ar­kostn­að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None