Landsbankinn má ekki upplýsa hvort Steinþór eigi enn hlut í bankanum

Stjórnendur og starfsmenn Landsbankans, sem fengu gefins hlut í honum, máttu selja hluti sína frá og með september 2016. Bankinn hefur boðist til að kaupa tvö prósent hlut í sjálfum sér. Ekki fæst upplýst hvort fyrrverandi bankastjóri eigi enn hlut.

Landsbankinn
Auglýsing

Lands­bank­inn telur sig ekki geta svarað því hvort Stein­þór Páls­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri bank­ans, eigi enn hluti í bank­anum eða ekki. Sam­kvæmt síð­asta birta árs­reikn­ingi Lands­bank­ans átti Stein­þór 345.228 hluti í bank­anum og var tíundi stærsti hlut­hafi bank­ans. Sá reikn­ingur sýndi stöð­una í lok árs 2016, Þá var rúmur mán­uður síðan að Stein­þór lét af störfum hjá Lands­bank­an­um.

Stjórn­endur og starfs­menn Lands­bank­ans fengu hluti sína í Lands­bank­anum gef­ins. Íslenska ríkið samdi um það í samn­ingi um fjár­hags­legt upp­gjör við kröfu­hafa gamla Lands­banka Íslands. Íslenska ríkið á í dag 98,2 pró­sent hlut í Lands­bank­anum en aðrir eig­end­ur, að mestu núver­andi og fyrr­ver­andi stjórn­endur og starfs­menn, eiga sam­an­lagt 1,8 pró­sent hlut. Alls eru hlut­hafar 1.003 tals­ins.

Veitir ekki umfram­upp­lýs­ingar

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Lands­bank­ans um hvort Stein­þór hefði selt hluti sína þegar hann lét af störfum og ef svo væri, hver hefði keypt hlut­inn. Í svari rík­is­bank­ans segir að hann veiti ekki upp­lýs­ingar um ein­staka hlut­hafa umfram það sem kemur fram í árs­reikn­ingi hans. „Í árs­reikn­ingi Lands­bank­ans kemur fram hverjir eru 10 stærstu hlut­hafar bank­ans. Upp­lýs­ingar um 10 stærstu hlut­hafa eru einnig birtar á vef bank­ans. Sam­kvæmt lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki ber að upp­færa á vef fjár­mála­fyr­ir­tækis lista yfir hlut­hafa sem eiga yfir 1% eign­ar­hlut innan 4 daga frá því að breyt­ing á sér stað. Bank­inn birtir ekki frek­ari upp­lýs­ingar um ein­staka hlut­hafa á opin­berum vett­vang­i.[...]­Upp­lýs­ingar um alla hlut­hafa og hluta­fjár­eign þeirra eru í hluta­skrá bank­ans. Allir hlut­hafar og stjórn­völd hafa aðgang að henni og mega kynna sér efni henn­ar. Þá fylgja upp­lýs­ingar um hluta­fjár­eign allra hlut­hafa með árs­reikn­ingi þegar hann er sendur til rík­is­skatt­stjóra.“

Auglýsing

Samið um að gefa starfs­fólki hlut

Þegar íslenska ríkið samdi við kröf­u­hafa gamla Lands­­bank­ans í des­em­ber 2009 um skipt­ingu eigna hans fékk ríkið 80 ­pró­­senta hlut í nýja Lands­­bank­an­um, sem ­stofn­aður var á rústum hins gamla. Þessi hlutur gat hækkað umtals­vert ef vel geng­i að inn­­heimta tvö lána­­söfn, sem hétu Pony og Pegasus.

Afrakstur þeirrar inn­­heimt­u átti að renna til gamla Lands­­bank­ans og hlutur rík­­is­ins myndi vaxa upp að 98,2 pró­­sentum ef end­­ur­heimtir yrðu góð­­ar. Þorra afgang­s­ins áttu starfs­­menn nýja Lands­­bank­ans að fá í verð­­laun fyr­ir­ vel heppn­aða rukk­un. Stein­grímur J. ­Sig­­fús­­son, þáver­andi fjár­­­mála­ráð­herra, ­skrif­aði undir samn­ing­inn fyrir hönd ­ís­­lenska rík­­is­ins. ­Nið­­ur­­staðan varð sú að end­­ur­heimtir ­urðu með hæsta móti og starfs­­menn­irn­ir ­fengu umræddan hlut gef­ins.

Steinþór Pálsson hætti störfum hjá Landsbankanum í lok nóvember 2016. Hann hafði þá stýrt bankanum frá 2010.Á þeim hlutum sem runnu til starfs­­manna bank­ans voru reyndar kvaðir um að ekki mætti fram­­­selja hlut­ina fyrr en 1. sept­­­em­ber 2016 en gert hafði verið ráð fyrir að búið yrði að ­skrá hluta­bréf í bank­­­anum á skipu­­­legan verð­bréfa­­­markað fyrir þann tíma. Svo er hins vegar ekki og ekki fyr­ir­sjá­an­legt í nán­ustu fram­tíð að skrán­ing muni eiga sér stað, þótt að heim­ild sé til þess að selja stóran hluta í Lands­bank­anum á fjár­lög­um.

Lands­bank­inn kaupir eigið hlutafé

Í sept­em­ber 2016 ákvað banka­ráð Lands­bank­ans að nýta heim­ild til að kaupa eigið hluta­­fé. Til­gang­ur­inn er að lækka eigin fé bank­ans og gefa hlut­höfum hans mög­u­­leika á að selja hluti sína. Alls býðst bank­inn til að kaupa um tveggja pró­­senta hlut í sjálfum sér, sem verð­­metin er á 5,2 millj­­arða króna miðað við bók­­fært verð eigin fjár, í þremur lot­­um. Síð­­asta lotan fór fram í febr­­úar síð­ast­liðn­um. Á meðal þeirra sem geta selt eign­­ar­hlut sinn í þessum lotum eru núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­­menn Lands­­bank­ans sem fengu hluta­bréf gef­ins.

Í síð­ustu end­ur­kaupa­lot­unni, sem lauk 24. febr­úar síð­ast­lið­inn, bauðst Lands­bank­inn til að kaupa hvern hlut á geng­inu 10,6226 krón­ur. Miðað við það verð er virði hlutar Stein­þórs um 3,7 millj­ónir króna.

Fékk þrjá mán­uði greidda við upp­sögn

Til­kynnt var um starfs­lok Stein­þórs 30. nóv­em­ber 2016. Tíu dögum áður hafði Rík­is­end­ur­skoðun birt skýrslu um fjöl­margar eigna­sölur Lands­bank­ans á árunum 2010 til 2016 og gagn­rýndi þær þar harð­lega. Á meðal þeirra var salan á eign­ar­hlut Lands­bank­ans í Borg­un, sem mik­ill styr hefur staðið um.

Gagn­rýnin á bank­ann og stjórn­­endur hans náði hámarki í mars 2016, þegar banka­ráð Lands­­bank­ans greindi frá því að Banka­­sýsla rík­­is­ins hafi farið fram á það við sig að Stein­þóri yrði sagt upp störfum vegna Borg­un­­ar­­máls­ins. Enn fremur hafi stofn­unin farið fram á að for­­maður og vara­­for­­maður banka­ráðs­ins myndu víkja. Ráðið varð ekki við því að segja upp banka­­stjóra Lands­­bank­ans. Þess í stað til­­kynntu fimm af sjö banka­ráðs­­mönnum Lands­­bank­ans að þeir myndu ekki gefa kost á sér til end­­ur­­kjörs. Banka­­sýslan hafn­aði því síðar að upp­­­sögn Stein­þórs hafi verið til skoð­unar hjá henni.

Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi hafði ver­ið, og þeirrar orð­­spor­s­á­hættu sem Lands­­bank­­anum hafði verið skapað vegna Borg­un­­ar­­máls­ins, barst Rík­­is­end­­ur­­skoðun for­m­­legar og ófor­m­­legar beiðnir frá ein­staka þing­­mönn­um, Lands­­bank­­anum sjálfum og Banka­­sýslu rík­­is­ins um að taka eigna­­sölur bank­ans síð­­­ustu ár til skoð­un­­ar. Rík­­is­end­­ur­­skoðun varð við þeirri beiðni og ákvað að skoða alla eigna­­sölu Lands­­bank­ans frá árinu 2010 til 2016.

Nið­­ur­­staða Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar var síðan kynnt í nóv­em­ber. Þar voru gerðar fjöl­margar athuga­­semdir við sölu Lands­­bank­ans á mörgum eignum á umræddu tíma­bili. Einkum er kast­­ljós­inu beint að sölu­­ferli sex eigna. Söl­­urnar hafi farið fram í lok­uðu ferli og í sumum til­­vikum hafi feng­ist „lægra verð fyrir eign­­ar­hlut­ina en vænta mátti miðað við verð­­mætin sem þeir geymd­u.“

Þrátt fyrir mik­inn þrýst­ing þá aftók Stein­þór það með öllu að hann myndi hætta störfum í kjöl­far birt­ingu skýrsl­unn­ar. Það breytt­ist þó snögg­lega og tíu dögum eftir að hún kom út var til­kynnt að hann hefði kom­ist að sam­komu­lagi við bank­ann um að láta af störf­um. Í árs­reikn­ingi Lands­bank­ans fyrir árið 2016 kemur fram að laun og hlunn­indi Stein­þórs, ásamt mót­fram­lagi í líf­eyr­is­sjóð, hafi verið 24,8 millj­ónir króna í fyrra. Miðað við ell­efu mán­aða starfs­tíma á árinu var með­al­tal launa og hlunn­inda því 2,3 millj­ónir króna.

Heild­ar­greiðslur til Stein­þórs á árinu 2016 voru hins vegar 31,9 millj­ónir króna sam­kvæmt árs­reikn­ingn­um. Ástæða þess er sú að hann fékk við­bót­ar­greiðslur við starfs­lok sam­kvæmt ráðn­ing­ar­samn­ingi sem voru að fullu færðar til gjalda á árinu 2016. Mun­ur­inn á heild­ar­greiðslu og launa­greiðslum er 7,1 milljón króna. Miðað við það hefur greiddur upp­sagn­ar­frestur Stein­þórs verið rúm­lega þrír mán­uð­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None