Verkefnastjórn þarf að undirrita trúnaðaryfirlýsingu

Forsætisráðherra skipaði þriggja manna nefnd til að endurskoða peningastefnu Seðlabankans. Í hana voru skipaðir fyrrverandi ráðherra og tveir hagfræðingar með tengsl við fjármálafyrirtæki. Hópurinn verður látinn undirrita trúnaðaryfirlýsingu.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra skipaði verkefnastjórnina.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra skipaði verkefnastjórnina.
Auglýsing

Verk­efna­stjórn um end­ur­mat á pen­inga­stefnu, sem skipuð var fyrr í mán­uð­in­um, mun und­ir­rita trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingu á fyrsta fundi sín­um. Hún getur þó unnið að end­ur­skoðun pen­inga­stefnu Seðla­banka Íslands án þess að hafa aðgang að trún­að­ar­upp­lýs­ingum en fái nefndin slíkar upp­lýs­ingar um reglur um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga og við­skipta inn­herja gilda. Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráðu­neytis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

­Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra skip­aði verk­efna­stjórn um end­ur­mat á pen­inga­stefnu. Í henni sitja Ill­ugi Gunn­ars­son, hag­fræð­ing­ur, fyrr­ver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins um ára­bil, og hag­fræð­ing­arnir Ásgeir Jóns­son, efna­hags­ráð­gjafi Virð­ingar og dós­ent, og Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, sem starfar hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins. For­sæt­is­ráðu­neytið segir alla sem í hópnum sitja vera með „mennt­un, reynslu og þekk­ingu á pen­inga­stefnu­málum sem nýt­ast mun í starfi verk­efn­is­stjór­ar.“

Þurftu að und­ir­rita dreng­skap­ar­heit

Þetta er alls ekki fyrst hópur utan­að­kom­andi sér­fræð­inga sem ríkið hefur skipað til að móta stefnu í mik­il­vægum málum á und­an­förnum árum. Í ágúst 2013 skip­aði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, tvo sér­fræði­hópa. Annar hóp­ur­inn átti að skila til­lögum um höf­uð­stólslækkun verð­tryggðra hús­næð­is­lána. For­maður þess hóps var Sig­urður Hann­es­son, þá fram­kvæmda­stjóri eigna­stýr­ingar hjá MP banka, sem í dag heitir Kvika.

Auglýsing

Í hinum sér­fræði­hópn­um, sem áti að vinna að afnámi verð­trygg­ingar á neyt­enda­lán­um, sat Valdi­mar Ármann, þá sjóðs­stjóri hjá GAMMA, Þar sat líka Iða Brá Bene­dikts­dótt­ir, þá for­stöðu­maður einka­banka­þjón­ustu Arion banka. Öll þrjú ofan­greint stýrðu því starf­semi þar sem fjár­fest var í skulda­bréf­um. Á þeim tíma voru margir leik­endur á mark­aði, og starfs­menn ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tækja, ósáttir með þessa stöðu. Þeim þótti það skjóta skökku við að starfs­menn ákveð­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja hefðu aðgang að inn­herj­a­upp­lýs­ingum um skulda­bréfa­markað í vinnu sinni. Þótt ekki væri til­efni til að ætla að umræddir aðilar myndu nýta upp­lýs­ing­arnar til að hjálpa fyr­ir­tækjum sínum að hagn­ast þá sköp­uðu þessar aðstæður van­traust á mark­aði sem leiddi til þess að við­skipti voru tor­tryggð.

Sigurður Hannesson sat í tveimur lykilhópum skipuðum sérfræðingum á síðasta kjörtímabili. MYND: Birgir Þór HarðarsonFor­sæt­is­ráðu­neytið fór ekki fram á að sér­fræð­ing­arnir sem sátu í hóp­unum myndu víkja úr störfum sínum á meðan að þeir sinntu sér­fræð­inga­hóp­un­um. Með­limir hópanna voru hins vegar látnir und­ir­rita dreng­skap­ar­heit við upp­haf starfs síns þar sem kveðið var á um þagn­ar­skyldu um atriði sem þeir kynnu að hafa upp­lýs­ingar um. Í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið á sínum tíma sagði enn frem­ur: „Einnig er sér­stak­lega áréttað í yfir­lýs­ing­unni að við­kom­andi sé kunn­ugt um að með­limir hóps­ins kunni í starfi sínu að fá vit­neskju um inn­herj­a­upp­lýs­ingar og telj­ist þar með inn­herj­ar.“

Hafta­hóp­ur­inn und­ir­rit­aði trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingu

Á árinu 2014 var skipuð fram­kvæmda­stjórn til að taka þátt í vinnu við losun fjár­magns­hafta. Breyt­ingar voru gerðar á fram­­kvæmda­­stjórn­inni í jan­úar 2015. Þá fór Freyr Her­­manns­­son, for­­stöð­u­­maður fjár­stýr­ingar Seðla­­bank­ans, út úr hópnum og Sig­­urður Hann­es­­son, þá fram­­kvæmda­­stjóri eigna­­stýr­ingar hjá MP banka, tók sæti í hon­­um. Seðla­­banki Íslands til­­­nefndi líka tvo starfs­­menn bank­ans til að starfa í fram­­kvæmda­hópn­um: Ing­i­­björgu Guð­­bjarts­dótt­­ur, fram­­kvæmda­­stjóra gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­­bank­ans,og Jón Þ. Sig­­ur­­geir­s­­son, fram­­kvæmda­­stjóra alþjóða­­sam­­skipta og skrif­­stofu banka­­stjóra. Auk þeirra voru í hópnum Glenn Victor Kim, Bene­dikt Gísla­son og Ásgeir Helgi Reykj­fjörð Gylfa­­son, yfir­­lög­fræð­ingur MP banka, sem tók sæti í hópnum í byrjun árs 2015.

Ljóst var að þeir sem störf­uðu að áætl­­un­­ar­­gerð um losun hafta bjuggu yfir mjög verð­­mætum upp­­lýs­ingum sem gætu nýst á mark­aði til að hagn­­ast veru­­lega. Í trún­­að­­ar­yf­­ir­lýs­ingu sem allir sem vinna með hafta­los­un­­ar­hópnum eru látnir skrifa undir kom fram hversu við­­kvæmar upp­­lýs­ing­­arnar  væru og hversu mik­il­vægt það væri fyrir sér­­fræð­ing­anna að halda trúnað um þær.

Hefðu þeir brotið gegn þeim trún­­aði eða mis­­notað upp­­lýs­ing­­arnar með ein­hverjum hætti gæti það verið talið sak­­næmt athæfi, og við­kom­andi efði getað verið ákærður fyrir vik­ið.

End­ur­skoða pen­inga­stefn­una

Þann 12. mars síð­ast­lið­inn skip­aði Bjarni Bene­dikts­son verk­efn­is­stjórn um end­ur­mat á ramma pen­inga­stefnu Seðla­banka Íslands. Til­kynnt var um skipan nefnd­ar­innar sama dag og boðað var til frétta­manna­fundar til að upp­lýsa um stór skref í átt að losun fjár­magns­hafta. Þrír voru skip­aðir í nefnd­ina: Dr. Ásgeir Jóns­son hag­fræð­ing­ur, Ásdís Krist­jáns­dóttir hag­fræð­ingur og Ill­ugi Gunn­ars­son hag­fræð­ingur og fyrr­ver­andi ráð­herra.

Illugi Gunnarsson, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra.Enn og aftur hefur skipan nefnd­ar­innar valdið ólgu innan fjár­nála­geirans, þar sem Ásgeir starfar sem efna­hags­ráð­gjafi Virð­ingar og Ásdís er gift Agn­ari Tómasi Möller, ann­ars stofn­anda GAMMA og fram­kvæmda­stjóra sjóða hjá fyr­ir­tæk­inu. Upp­lýs­ingar um breyt­ingar á pen­inga­stefnu gætu nýst á mark­aði.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og spurði hvort verk­efna­stjórnin yrði bundin af reglum um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga og við­skipti starfs­manna með fjár­mála­gern­inga? Þá var einnig spurt hvort verk­efna­stjórnin hefði verið látin und­ir­rita trún­að­ar­yfirýs­ingu gagn­vart þeim upp­lýs­ingum sem hún mun hafa undir höndum á meðan að á vinnu hennar stend­ur?

Í svari ráðu­neyt­is­ins segir að unnt sé að vinna að end­ur­skoðun á pen­inga­stefnu án þess að hafa aðgang að trún­að­ar­upp­lýs­ingum „Fái verk­efn­is­stjórn um pen­inga­stefnu trún­að­ar­upp­lýs­ingar í starfi sínu gilda um það almenn lög og reglur líkt og um aðra hópa sem skip­aðir eru af stjórn­völd­um, þar með talið lög um verð­bréfa­við­skipti nr. 108/2007 og reglur um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga og við­skipti inn­herja nr. 1050/2012. Til að hnykkja betur á þessum laga­á­kvæðum og reglum mun verk­efn­is­stjórn und­ir­rita trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingu á fyrsta fundi sín­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None