Fjármálaáætlun: Stóraukin útgjöld til heilbrigðismála og ferðaþjónusta færð í efra þrep

Ferðaþjónustan fer í efra þrep, bankaskattur verður lækkaður og útgjöld til heilbrigðis- og velferðarmála stóraukin. Skuldir munu hríðlækka og útgjöld ríkissjóðs aukast verulega. Þá ætlar Ísland að taka við stórauknum fjölda flóttamanna og hælisleitenda.

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggur fram áætlunina.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggur fram áætlunina.
Auglýsing

Útgjöld rík­is­sjóðs verða aukin umtals­vert á næstu fimm árum. Heild­ar­út­gjöld munu vaxa um 208 millj­arða króna yfir allt tíma­bilið og frum­gjöld sem nemur 223 millj­örðum króna. Stærstu útgjalda­lið­irnir eru heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­mál. Raun­vöxtur á útgjöldum til heil­brigð­is­mála mun verða 22 pró­sent á tíma­bil­inu og vöxtur á fram­lögum úr rík­is­sjóði til vel­ferð­ar­mála verður 13 pró­sent.  Þetta kemur fram í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar til næstu fimm ára sem lögð var fram á Alþingi í dag.

Á meðal þeirra verk­efna sem ráð­ist verður í sam­kvæmt áætl­un­inni eru bygg­ing nýs Lands­spít­ala, kaup á þremur þyrlum fyrir Land­helg­is­gæsl­una, útgjöld til háskóla­stigs­ins verða aukin til að það stand­ist alþjóð­legan sam­an­burð, hámarks­greiðslur for­eldra í fæð­ing­ar­or­lofi verða hækk­að­ar, frí­tekju­mark eldri borga hækk­að, stofn­fram­lög veitt til að byggja almennar leigu­í­búð­ir, úrræði til kaupa á fyrsta hús­næði stykt, not­enda­stýrð per­sónu­leg aðstoð lög­fest og tekið verður á móti stór­auknum fjölda kvótaflótta­manna og hæl­is­leit­enda. Þá verður tekið á loft­lags­málum með heild­rænum hætti og það tvinnað inn á mörg mál­efna­svið.

Ferða­þjón­ustan upp í almenna þrepið á næsta ári

Helstu breyt­ingar á skatt­kerf­inu á tíma­bil­inu verða þær að flestar teg­undir ferða­þjón­ustu verða felldar undir almennt þrep virð­is­auka­skatts og tekur breyt­ingin gildi 1. júlí 2018. Veit­inga­þjón­usta verður hins vegar áfram í lægra skatt­þrep­inu. Vegna þess á að mynd­ast svig­rúm til að lækka almennt þrep virð­is­auka­skatts úr 24 pró­sentum í 22,5 pró­sent og á sú breyt­ing að taka gildi 1. jan­úar 2019.

Auglýsing

Kolefn­is­gjald, sem er lágt í alþjóð­legum sam­an­burði, verður tvö­fald­að. Áfram verður unnið að útfærslu heild­stæðs kerfis grænna skatta. Áður lög­festar eða áform­aðar skatt­kerf­is­breyt­ingar taka gildi á tíma­bil­inu, þar á meðal vöru­gjald á bíla­leigu­bíla, sam­skött­un­ar­á­kvæði og lækkun banka­skatts.

Gert er ráð fyrir því að sala eigna og arð­greiðsl­ur, auk mynd­ar­legs afgangs af rekstri, verði til þess að skuldir lækka hratt á tíma­bil­inu. Óreglu­legar tekjur verða nýttar til að greiða niður lán. Á sama tíma hækkar lands­fram­leiðsla svo hlut­fall lána af lands­fram­leiðslu lækk­ar.

Mest í vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­mál

Líkt og áður sagði er höf­uð­á­hersla á að auka útgjöld til heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­mála. Í áætl­un­inni er gert ráð fyrir að upp­safn­aður raun­vöxtur útgjalda til heil­brigð­is­mála á tíma­bil­inu verði 22 pró­sent og 13 pró­sent til vel­ferð­ar­mála.

Á meðal þess sem verður gert á sviði heil­brigð­is­mála er að nýr Lands­spít­ali verður byggður á tíma­bil­inu, biðlistar verða styttir og nýtt greiðslu­þátt­töku­kerfi sjúk­linga, sem lækkar kostnað þeirra, mun taka gildi. Í vel­ferð­ar­málum verða helstu breyt­ingar sem leiða til kostn­að­ar­hækk­unar þær að greiðslur for­eldra í fæð­ing­ar­or­lofi verða hækk­að­ar, frí­tekju­mark vegna atvinnu­tekna eldri borg­ara verða hækk­aðar í skref­um,­bóta­kerfi öryrkja verður end­ur­skoðað með auknum útgjöldum og aðstoð við atvinnu­leit. Þá verða stigin mark­viss skref til að leysa hús­næð­is­vand­ann og not­enda­stýrð per­sónu­leg aðstoð lög­fest. Auk þess verður unnið gegn fátækt barna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None