Topp 10 – Knattspyrnustjórar í úrvalsdeildinni

Enski boltinn hefur lengi staðið Íslendingum nærri. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur tók saman lista yfir þá 10 knattspyrnustjóra sem hafa náð bestum árangri.

Alex Ferguson er á topplistanum.
Alex Ferguson er á topplistanum.
Auglýsing

Stjörn­u-költ knatt­spyrnu­stjóra í ensku úrvals­deild­inni hefur sjaldan verið meiri en nú. Ljós fjöl­miðl­anna bein­ist sífellt oftar að þeim líkt og þeir séu stór­meist­arar í skák en leik­menn­irnir aðeins tafl­menn.

Um fátt annað var talað sein­asta sumar en kom­andi ein­vígi Manchester-­stjór­anna José Mour­inho og Pep Guardi­ola og nú er staða Arsene Wen­ger hjá Arsenal heitasta deilu­mál­ið. Þá er vel­gengni Chel­sea og Totten­ham fyrst og fremst þakkað stjórum þeirra, Ant­onio Conte og Mauricio Potchettino. Augu heims­ins eru á þessum mönnum sem svitna og orga á hlið­ar­lín­unni.

Hér eru 10 knatt­spyrnu­stjórar sem best hafa valdið þessu verk­efni síðan 1993.

10. Martin O´Neill

Leicester City (1995-2000), Aston Villa (2006-210), Sund­er­land (2011-2013)

Martin O´Neill er fyrst og fremst þekktur fyrir afrek sín í Skotlandi og Írlandi en ár hans í ensku úrvals­deild­inni eru ekki síður til­komu­mik­il. O´Neill kom Leic­ster City upp í úrvals­deild­ina á sínu fyrsta tíma­bili og hélt þeim í efri hlut­anum í fjögur tíma­bil í röð þar til hann hætti árið 2000. Það sem er jafn­vel enn til­komu­meira er að hann vann deild­ar­bik­ar­inn í tvígang og kom lið­inu þar með í Evr­ópu­keppn­i. 

Martin O'NeillTveimur árum eftir að hann hætti féllu Leicest­er. Miklar vonir voru bundnar við O´Neill þegar hann tók við Aston Villa árið 2006 en honum fannst eig­end­urnir ekki styðja nægi­lega við liðið fjár­hags­lega. Úrslitin voru þó ágæt og bættu Aston Villa sig með hverju árinu. Liðið komst þó aldrei hærra en í 6. sæti og í Evr­ópu­deild­ina.

Eftir að O´Neill kvaddi árið 2010 lá leiðin niður á við uns liðið féll loks í fyrsta skipti úr úrvals­deild­inni árið 2016. O´Neill hefur alltaf trúað á ein­falda knatt­spyrnu af gamla skól­anum og hugsar fyrst og fremst um sitt eigið lið fremur en and­stæð­ing­ana.

9. David O´Le­ary

Leeds United (1998-2002), Aston Villa (2003-2006)

David O´LearyHið unga Leeds United-lið David O´Le­ary minnir um margt á sög­una um Íkarus sem flaug of nærri sólu og hrap­aði. Þeir voru eitt mest spenn­andi lið Evr­ópu um tíma, djarfir og óhefl­að­ir. O´Le­ary var ungur og alger­lega óreyndur stjóri en náði strax árangri, bæði í deild­inni og í Evr­ópu, án þess þó að vinna neina titla. Árið 2001 komust þeir eft­ir­minni­lega alla leið í und­an­úr­slit meist­ara­deild­ar­inn­ar. O´Le­ary treysti mikið á upp­alda leik­menn á borð við Jon­athan Wood­ga­te, Harry Kewell, Alan Smith og Ian Harte. En eig­end­urnir höfðu fjár­fest gríð­ar­lega í lið­inu og treyst á áfram­hald­andi við­veru í meist­ara­deild­inni. Þegar það tókst ekki lenti liðið í fjár­hags­legri hring­iðu og O´Le­ary var lát­inn fara. 

Eftir nokkur sæmi­leg en jafn­framt við­burð­ar­snauð ár hjá Aston Villa kvaddi O´Le­ary úrvals­deild­ina árið 2006. O´Le­ary hefur sinnt útsend­ara­störfum fyrir Arsenal undan farin ár og hefur sagt að hann geti vel hugsað sér að snúa aftur í stjóra­stól ef gott tæki­færi býðst.

Auglýsing

8. Kenny Dal­gl­ish

Liver­pool (1985-1991 og 2011-2012), Black­burn Rovers (1991-1995), Newcastle United (1997-1998)

Kenny Dalglish„King Kenny“ er einn besti leik­maður og knatt­spyrnu­stjóri sem Liver­pool hafa átt og stýrði lið­inu til fjölda titla undir lok níunda ára­tug­ar­ins, þá sem spiland­i-knatt­spyrnu­stjóri. Hann stimpl­aði sig svo inn í úrvals­deild­ina með því að gera ann­arrar deild­ar­liðið Black­burn Rovers að enskum meist­urum á aðeins fjórum árum og var val­inn knatt­spyrnu­stjóri árs­ins fyrir vik­ið. Liðið var fjár­magnað af hinum vell­auð­uga iðn­jöfri Jack Wal­ker en Dal­gl­ish kall­aði það þó „lið fólks­ins“ vegna þess að Black­burn er í raun lít­ill verka­manna­bær.

Tveimur árum síðar gerði hann aðra atlögu að Eng­lands­meist­aratitl­inum með Newcastle United. Á síð­ustu árum hefur hann gegnt ýmsum stöðum hjá Liver­pool, m.a. sem knatt­spyrnu­stjóri um skamma hríð. Sá tími minnti ekk­ert á fyrrum dýrð­ar­daga hans hjá lið­inu og hann var tal­inn spila úrelta knatt­spyrnu. En hann skil­aði þó einum deild­ar­bikar í safn­ið.

7. Harry Red­knapp

West Ham United (1994-2001), Portsmouth (2002-2004 og 2005-2008), Sout­hampton (2004-2005), Totten­ham Hotspur (2008-2012), Queens Park Rangers (2012-2015)

Harry Red­knapp verður ávallt nefndur í sömu andrá og West Ham United, klúbbnum sem hann spil­aði með á sjö­unda ára­tugnum og stýrði á þeim tíunda. Þar komu hæfi­leikar hans til að ala upp og hlúa að ungum knatt­spyrnu­mönnum best í ljós með leik­mönnum á borð við Frank Lampard, Joe Cole, Mich­ael Carrick og Rio Ferdin­and. Red­knapp var einnig slyngur á mark­að­inum og lið hans þóttu spila sókn­djarfan og skemmti­legan bolta.

Hann er í miklum metum hjá stuðn­ings­mönnum Portsmouth fyrir þrennar sakir, þ.e. að koma lið­inu upp í úrvals­deild­ina, að vinna FA bik­ar­inn árið 2008 og að fella höf­uð­and­stæð­inga þeirra Sout­hampton. Stærsta starfið sem Red­knapp fékk var hjá Totten­ham og þar stóð hann sig með prýði. Hann kom lið­inu í meist­ara­deild Evr­ópu í fyrsta sinn og var val­inn knatt­spyrnu­stjóri árs­ins 2010 fyrir vik­ið. Hjá Queens Park Rangers féll hann hins vegar í annað skiptið á ferl­inum og er það einn helsti löstur á frá­bærum ferli í úrvals­deild­inni.

Harry Redknapp á blaðamannafundi fyrir Tottenham eftir að hann kom liðinu í Meistaradeild Evrópu.

6. Rafa Beni­tez

Liver­pool (2004-2010), Chel­sea (2012-2013), Newcastle United (2016-)

Beni­tez var tal­inn krafta­verka­maður og taktískur snill­ingur þegar hann kom til Liver­pool eftir að hafa unnið spænsku deild­ina í tvígang með Val­encia. Sú trú jókst þegar hann sigr­aði meist­ara­deild Evr­ópu á sínu fyrsta ári hjá félag­inu eftir ótrú­legan úrslita­leik gegn AC Milan sem leiddi 3-0 í hálf­leik. FA bikar fylgdi ári seinna og liðið gerði í tvígang harða atlögu að Eng­lands­meist­aratitl­inum sem kom þó aldrei.

Rafa BenitezÍ nóv­em­ber árið 2012 var Beni­tez óvænt ráð­inn til Chel­sea út það tíma­bil. Liver­pool og Chel­sea höfðu eldað saman grátt silfur á tíma Beni­tez og háð fjórar rimmur í meist­ara­deild­inni. Hann var aldrei tek­inn í sátt þrátt fyrir að hafa skilað lið­inu þriðja sæti deild­ar­innar og fyrsta Evr­ópu­deildar bik­arn­um.

Beni­tez fékk það erf­iða verk­efni að bjarga Newcastle United frá falli undir lok tíma­bils­ins 2015/2016. Þrátt fyrir góð úrslit tókst það ekki en hann virð­ist nú vera að stýra þeim rak­leiðis aftur upp á þessu tíma­bili.

5. Claudio Rani­eri

Chel­sea (2000-2004), Leicester City (2015-2017)

Claudio Ranieri fær ráðleggingar frá aðstoðarmanni sínum.

Rani­eri var lengi vel tal­inn einn óheppn­asti knatt­spyrnu­stjóri heims. Hann hefur þjálfað næstum öll stóru liðin á Ítalíu en einnig á Spáni og í Frakk­landi og er þekktur fyrir að byggja upp góð lið. Eftir 30 ára starf voru tveir bik­artitlar þó það eina sem hann hafði unn­ið. Þar með eru talin árin fjögur sem hann stýrði Chel­sea og fékk við­ur­nefnið fálm­ar­inn vegna þess að hann breytti svo oft um leikk­erfi og leik­menn.

Það kom því eins og þruma úr heið­skýru lofti þegar hann var ráð­inn til Leicester City sum­arið 2015 eftir storma­saman tíma stjór­ans Nigel Pear­son. Allir bjugg­ust við að liðið færi lóð­beint niður en þá gerð­ist hið ótrú­leg­asta krafta­verk í sögu enska bolt­ans. Leicester unnu og unnu og komu sér strax á topp úrvals­deild­ar­inn­ar. Þar sigldu þeir allt tíma­bilið og unnu tit­il­inn í fyrsta sinn í sögu félags­ins…. með 10 stiga mun. Lyk­ill­inn að þessu var varn­ar­leik­ur­inn því þeir héldu hreinu í alls 15 leiki. Ævin­týrið end­aði illa hjá Rani­eri og flestir knatt­spyrnu­á­huga­menn tóku það mjög nærri sér. Því Rani­eri er mikil til­finn­inga­vera og sér­legur heið­urs­mað­ur.4. Sam All­ar­dyce

Bolton Wand­er­ers (1999-2007), Newcastle United (2007-2008), Black­burn Rovers (2008-2010), West Ham United (2011-2015), Sund­er­land (2015-2016), Crys­tal Palace (2016-)

Ef það er ein­hver kann á úrvals­deild­ina þá er það „Big Sam“ All­ar­dyce. Hann er þekktur fyrir að halda liðum frá falli og það var einmitt ástæðan fyrir því að hann var ráð­inn til Crys­tal Palace nú fyrir jól.

Sam AllardyceAll­ar­dyce er þekkt­astur fyrir veru sína hjá Bolton þar sem hann kom þeim upp í úrvals­deild­ina árið 2001 og hélt þeim í efri helm­ingnum í fjögur ár. Hann kom þeim meira að segja í Evr­ópu­keppni í fyrsta sinn. Mesta afrekið sem hann vann var aftur á móti hjá Sund­er­land, tíma­bilið 2015/2016. Sund­er­land voru í fall­sæti í 237 daga sam­an­lagt en björg­uðu sér fyrir horn á loka­metr­un­um. Stóri-Sámur fagn­aði því með því að fá sér bjór á sína alþýð­legu vísu.

All­ar­dyce hefur aldrei fengið tæki­færi hjá stærstu klúbb­unum en tími hans hjá enska lands­lið­inu er sá svart­asti á ferli hans. All­ar­dyce hrökkl­að­ist úr starfi eftir aðeins einn leik eftir að fjöl­miðlar komu upp um spill­ing­ar­mál honum tengt. All­ar­dyce er mjög skipu­lagður og leggur mikla áherslu á varn­ar­leik og föst leikatriði. En hann á sína óhefð­bundnu siði í þjálfun eins og t.d. hug­leiðslu.  

3. Arsene Wen­ger

Arsenal (1996-)

Fólk yppti öxlum haustið 1996 þegar Wen­ger kom til Arsenal frá Jap­an. George Gra­ham hafði gert Arsenal að varn­ar­sinn­að­asta liði deild­ar­innar en Wen­ger breytti alger­lega hug­ar­fari liðs­ins án þess þó að brjóta upp varn­ar­múr­inn fræga. Hann keypti sókn­ar­snill­inga frá Frakk­landi og brátt byrj­uðu titl­arnir að flæða inn.

Arsene WengerHápunkt­inum var náð þegar liðið tap­aði ekki einum ein­asta deild­ar­leik tíma­bilið 2003/2004. Þessum árangri var náð með því að halda sig við sókn­ar­leik sem byggði á tækni­legri getu leik­manna og hafa traust og trú á þeim. Leik­menn hafa notið þess að spila fyrir Wen­ger og hann hefur gefið yngri leik­mönnum næg tæki­færi.

Síð­ustu 10 ár hefur hann haldið lið­inu á hásléttu án þess að ná neinum tindum (fyrir utan tvo bik­artitla) og þar með verið gagn­rýndur fyrir stöðn­un. Kaup hans á leik­mönnum hafa versnað og hann hefur verið óvilj­ugur að splæsa eins og keppi­nautar hans. Yngri aðdá­endur þekkja ekk­ert annað en Arsenal undir Wen­ger og margir eru orðnir þreytt­ir. Það er þó ótrú­legur árangur að enda aldrei neðar en í fjórða sæti í heila tvo ára­tugi.

2. José Mour­inho

Chel­sea (2004-2007 og 2013-2015), Manchester United (2016-)

Mour­inho kom inn í enska bolt­ann með látum sum­arið 2004 eftir að hafa unnið meist­ara­deild­ina með Porto. Á blaða­manna­fundi sagði hann: „Ég held að ég sé sá sér­staki“, og allar götur síðan hefur hann baðað sig í sviðs­ljós­inu. Það er ekk­ert grátt svæði, sá sér­staki er annað hvort hat­aður eða elsk­aður en eng­inn getur neitað snilli hans.

Á sínu fyrsta tíma­bili unnu Chel­sea sinn fyrsta titil í hálfa öld, settu stiga­met og fengu aðeins á sig 15 mörk. Hvert sem hann fer sankar hann að sér titlum en stoppar þó aldrei lengi á hverjum stað. Á síð­ustu 15 árum hefur hann unnið 19 stóra bik­ara og titla.

Mour­inho er ekki hug­sjóna­maður heldur er tak­mark hans að vinna… sama hvað það kost­ar. Hann leggur meiri áherslu á varn­ar­leik en sókn­ar­leik, er skipu­lagður en við­bragðs­fljótur og stundar miskun­ar­lausan sál­fræði­hern­að. Síð­ustu 5 ár hafa ekki verið jafn gjöful og ára­tug­ur­inn þar á undan og hrun hans hjá Chel­sea tíma­bilið 2015/2016 setti blett á feril hans. Hann er þó lík­legur til að bæta bik­urum í skáp Manchester United á kom­andi árum.1. Alex Fergu­son

Manchester United (1986-2013)

Eftir að hafa losað helj­ar­g­rip Glas­gow-risanna á skoska bolt­anum með Aber­deen var Fergu­son ráð­inn til Manchester United árið 1986. Fyrstu árin voru erfið og minnstu mun­aði að hann yrði rek­inn. Hann vann loks enska tit­il­inn árið 1993 á fyrsta ári úrvals­deild­ar­innar og þá hófst veldi sem leið ekki undir lok fyrr en hann sett­ist í helgan stein 20 árum síð­ar.

Þegar upp var staðið vann hann 13 deild­ar­titla, 5 bik­ara, 4 deild­ar­bik­ara, 2 Evr­ópu­meist­aratitla og margt fleira. Eftir 1993 end­aði liðið aldrei neðar en í þriðja sæti í deild­inni og 11 sinnum var Fergu­son val­inn knatt­spyrnu­stjóri árs­ins. Fergu­son byggði liðið upp frá grunni og tók áhættur með að leyfa yngri leik­mönnum að spreyta sig. Hann gerði miklar kröfur til leik­manna og hélt járnaga á lið­inu. Lyk­il­at­riði var að stjórna hrað­anum í leiknum og þora að sækja fram og vinna.

Á seinni hluta fer­ils­ins reiddu Manchester United sig meira á að kaupa alþjóð­legar stór­stjörnur á meðan ung­linga­starfið versn­aði. Fergu­son náði þó ávallt, ólíkt eft­ir­mönnum hans, að ná því allra besta út úr leik­mönnum sín­um.

Alex Ferguson hætti að þjálfa árið 2013.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None