Allir sem komu að fléttunni sögðu ósatt við skýrslutöku

Stjórnendur Kaupþing, Ólafur Ólafsson og Guðmundur Hjaltason komu allir að þvi að hanna fléttuna í kringum Hauck & Aufhäuser. Enginn þeirra kannaðist við það þegar spurt var út í málið við skýrslutöku.

7DM_0533_raw_2380.JPG
Auglýsing

Allir þeir sem komu með beinum hætti að þeirri blekk­ingu sem sett var á fót í kringum meinta þátt­töku þýska einka­bank­ans Hauck & Auf­häuser á 45,8 pró­sent hlut í Bún­að­ar­bank­anum í jan­úar 2013 sögðu ósatt um vit­neskju sína við skýrslu­töku fyrir rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is. Gríð­ar­legt magn gagna – meðal ann­ars skjöl og tölvu­póstarsýna með óyggj­andi hætti að Hauck & Auf­häuser var aldrei raun­veru­legur eig­andi í Bún­að­ar­bank­anum heldur lepp­ur. Þetta kemur fram í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar um aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á Bún­að­ar­bank­an­um.

Gögnin sýna enn fremur að Ólafur Ólafs­son, sam­starfs­menn hans, stjórn­endur hjá Kaup­þingi og nokkrir erlendir sam­starfs­menn, meðal ann­ars innan Hauck & Auf­häuser, hönn­uðu þá fléttu sem sett var á svið í kringum kaup­in. Í henni fólst að Kaup­þing fjár­magn­aði meint kaup Hauck & Auf­häuser á hlut í Bún­að­ar­bank­an­um, end­an­legur eig­andi þess hlutar var aflands­fé­lagið Well­ing & Partners á Bresku Jóm­frú­areyj­unum og bak­samn­ingar tryggðu Hauck & Auf­häuser algjört skað­leysi af aðkomu sinni. Slíkir samn­ingar tryggðu einnig að allur ávinn­ingur af flétt­unni, sem varð á end­anum yfir 100 millj­ónir dala, skipt­ist á milli aflands­fé­lags Ólafs Ólafs­sonar og aðila sem tengd­ust Kaup­þingi. Á gengi árs­ins 2005 nam sú upp­hæð 6,8 millj­örðum króna. Í dag er hún um 11 millj­arðar króna.

Lyk­il­menn­irnir neit­uðu að mæta

Fjórir lyk­il­menn í mál­inu voru boð­aðir til skýrslu­töku, en neit­uðu að mæta. Ólafur Ólafs­son, Guð­mundur Hjalta­son, Hreiðar Már Sig­urðs­son og Sig­urður Ein­ars­son. Þegar rann­sókn­ar­nefndin beindi því til Hér­aðs­dóms Reykja­víkur að boða þá kröfð­ust þrír þeirra þess að dóm­ari viki sæti í mál­inu. Þeirri beiðni var hafn­að.

Þegar beiðni rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar var tekin aftur fyrir í byrjun des­em­ber 2016 báru bæði Ólafur og Guð­mundur brigður á að þeim væri skylt að svara spurn­ingum nefnd­ar­inn­ar. Þessu var hafnað af Hæsta­rétti 17. jan­úar 2017.

Ólafur Ólafsson var einn þeirra sem neitaði upphaflega að mæta í skýrslutöku.Skýrslur voru loks teknar af þeim í lok jan­úar og byrjun febr­ú­ar. Allir fjórir ofan­greindir svör­uðu þar spurn­ingum rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar með þeim hætti að fram­burður þeirra stang­ast með öllu á við gögn – bæði samn­inga og tölvu­pósta – sem nefndin hefur undir höndum og sýnir bæði beina aðkomu þeirra og fulla vit­neskju um þá bak­samn­inga sem gerðir voru þegar látið var líta út fyrir að Hauck & Auf­häuser hefði keypt stóran hlut í Bún­að­ar­banka Íslands í jan­úar 2003.

Ólafur og Guð­mundur sögðu að þær upp­lýs­ingar sem stjórn­völd, almenn­ingur og fjöl­miðlar hefðu fengið um kaupin hafi verið réttar og nákvæm­ar. Bæði Hreiðar Már og Sig­urður könn­uð­ust ekk­ert við að Kaup­þing, sem þeir stýrðu, hefði komið að eða fjár­magnað kaup Hauck & Auf­häuser í Bún­að­ar­bank­an­um. Þá höfn­uðu þeir því báðir að hafa ein­hver annar en Hauck & Auf­häuser hefði verið raun­veru­legur eig­andi að hlutnum sem keyptur var í Bún­að­ar­bank­an­um.

Gögn máls­ins sýna, líkt og áður sagði, að allir fjórir menn­irnir höfðu fulla vit­neskju um, og tóku fullan þátt í, þeirri fléttu sem opin­beruð er í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is. Þess utan liggur fyrir að Ólafur hagn­að­ist með beinum hætti um marga millj­arða króna af flétt­unni og að rann­sókn­ar­nefndin dregur þá ályktun að aðilar tengdir Kaup­þingi hafi gert slíkt hið sama.

Tóku beinan þátt en könn­uð­ust ekki við neitt

Rann­sókn­ar­nefndin tók líka skýrslur af Ármanni Þor­valds­syni, fyrr­ver­andi for­stöðu­manni fyr­ir­tækja­ráð­gjafar Kaup­þings, Bjarka Diego, þá starfs­manni fyr­ir­tækja­ráð­gjaf­ar­inn­ar, Krist­ínu Pét­urs­dótt­ur, þá for­stöðu­manni fjár­stýr­ingar Kaup­þings, og Stein­grími Kára­syni, þá yfir­manni áhættu­stýr­ing­ar. Auk þess tók nefndin skýrslu af Magn­úsi Guð­munds­syni, sem stýrði Kaup­þingi í Lúx­em­borg.

Eng­inn þess­ara aðila „kann­að­ist við eða rak minni til þess að Kaup­þing eða dótt­ur­fé­lag þess í Lúx­em­borg hefðu komið að við­skiptum Hauck & Auf­häuser með hluti í Eglu hf. [fé­lag­inu sem keypti hlut­inn í Bún­að­ar­bank­an­um]“.

Auglýsing

Gögn máls­ins, sem rakin eru í skýrsl­unni, sýna þó ótví­rætt að allir ofan­greind­ir, utan Ármanns, tóku beinan þátt í þeirri fléttu sem fram­kvæmd var í kringum kaupin á Bún­að­ar­bank­an­um. Það sýna skjöl og tölvu­póstar ótví­rætt.

Þau sögðu því einnig ósatt við skýrslu­töku.

S-hóp­ur­inn plat­aður

Nefndin ræddi líka við aðra sem til­heyrðu S-hópnum svo­kall­aða. Sá hópur sam­an­stóð af Eglu ehf. (fé­lags í eigu Kers (að mestu í eigu Ólafs Ólafs­son­ar) sem átti 49,5 pró­sent, VÍS sem átti 0,5 pró­sent og opin­ber­lega Hauck & Auf­häuser sem sagt var eiga 50 pró­sent), Eign­ar­halds­fé­lag­inu Sam­vinnu­trygg­ing­um, Sam­vinnu­líf­eyr­is­sjóðnum og VÍS.

Þeir sem rætt var við voru Finnur Ing­ólfs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri VÍS og fyrr­ver­andi vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Mar­geir Dan­í­els­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­vinnu­líf­eyr­is­sjóðs­ins, og Krist­ján Lofts­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Kers. Svo virð­ist, af svörum þeirra, að þeir hafi ekki haft neina vit­neskju um þá fléttu sem Ólafur og Kaup­þing, ásamt sam­verka­mönnum sínum m.a. hjá Hauck & Auf­häuser, höfðu ofið og tryggðu m.a. Ólafi og aðilum tengdum Kaup­þingi 6,8 millj­arða króna útgreiðslu nokkrum árum eftir að við­skiptin voru um garð geng­in.

Sam­kvæmt því þá plöt­uðu Kaup­þing og Ólafur ekki ein­ungis almenn­ing, stjórn­völd og fjöl­miðla, heldur líka við­skipta­fé­laga Ólafs.

Báru fyrir sig banka­leynd

Þá reyndi nefndin líka að fá upp­lýs­ingar hjá nokkrum erlendum aðilum og Íslend­ingum sem starfa erlend­is. Þeirra á meðal var Peter Gatti, sem kom fram fyrir hönd Hauck & Auf­häuser í þeim blekk­ing­ar­leik sem settur var á svið hér­lend­is. Gatti skrif­aði m.a. undir kaup­samn­ing­inn þegar S-hóp­ur­inn keypti 45,8 pró­sent hlut í Bún­að­ar­bank­anum og sett­ist í stjórn bank­ans. Hann svar­aði ekki erindi nefnd­ar­inn­ar.

Lyk­il­maður í flétt­unni Hauck & Auf­häuser-­megin var Martin Zeil, þá for­stöðu­maður lög­fræðis­viðs Hauck & Auf­häuser en síðar þing­maður í Þýska­landi. Gögn máls­ins sýna að hann var mjög vel inni í öllu sem gerð­ist í mál­inu og hafði heild­ar­sýn yfir verkn­að­inn. Zeil bar fyrir sig banka­leynd og svar­aði ekki spurn­ingum nefnd­ar­inn­ar. Það sama gerði Egg­ert Jónas Hilm­ars­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri lög­fræðis­viðs Kaup­þings í Lúx­em­borg.

Kjartan Bjarni Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson unnu skýrsluna sem kynnt var á miðvikudag. MYND: Birgir Þór HarðarsonRalf Darpe, starfs­maður Þýska­lands­arms franska bank­ans Soci­ete General, sem fékk 300 millj­óna króna þóknun fyrir að aðstoða S-hóp­inn við að eign­ast Bún­að­ar­bank­ann, svar­aði ekki erindum nefnd­ar­inn­ar.

Auk þess var rætt við for­mann fram­kvæmda­nefndar um einka­væð­ingu og starfs­menn nefnd­ar­inn­ar. Þeir sögðu allir að þeir hefðu ekki orðið varir við neitt annað en að aðkoma Hauck & Auf­häuser haefði verið með þeim hætti sem upp­lýst var um opin­ber­lega.

Var aldrei kynnt í stjórn

Einn áhuga­verð­asti við­mæl­andi nefnd­ar­innar var Helmut Land­wehr. Sá var með­eig­andi í Hauck & Auf­häuser og sat í stjórn bank­ans þegar hann þótt­ist hafa keypt hlut í Bún­að­ar­bank­an­um.

Land­wehr gaf rann­sókn­ar­nefnd­inni þær upp­lýs­ingar að Peter Gatti hefði komið að einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans fyrir hönd Hauck & Auf­häuser. „Land­wehr tjáði nefnd­inni að miðað við þær upp­lýs­ingar sem hefðu verið kynntar innan bank­ans á þeim tíma þá hefði þátt­taka Hauck & Auf­häuser ein­skorð­ast við hafa vörslur hlut­anna í Eglu hf. fyrir hönd íslenskra aðila. Land­wehr sagði að ef bank­inn hefði fest kaup á hluta­bréfum í eigin nafni, sem hefði þá numið fjár­fest­ingu upp á um það bil 35 milljón Banda­ríkja­dali, þá hefði þurft að afla sam­þykkis stjórnar fyrir fjár­fest­ing­unni. Slík fjár­fest­ing hefði hins vegar ekki verið kynnt í stjórn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None