Guðni, Guðlaugur og Pútín ræða norðurslóðir

Utanríkisráðherra og forseti Íslands eru í Rússlandi á ráðstefnu um málefni Norðurslóða. Guðni Th. Jóhannesson snæðir kvöldverð með Vladimír Pútín í kvöld.

Sauli Niinitsoe, forseta Finnlands, Vladimír Pútín, forseti Rússlands og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Sauli Niinitsoe, forseta Finnlands, Vladimír Pútín, forseti Rússlands og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Auglýsing

Áfram­hald­andi sam­starf nor­rænna ríkja við Rúss­land um mál­efni norð­ur­slóða var það sem bar hæst á fundi utan­rík­is­ráð­herra Íslands, Dan­merkur og Nor­egs með Sergei Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands, í gær­kvöldi. Ísland tekur við for­mennsku innan Norð­ur­skauts­ráðs­ins eftir tvö ár.

Í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu segir að gott sam­starf sé milli ríkj­anna „á mörgum mál­efna­sviðum er varðar norð­ur­slóðir og lögðu ráð­herr­arnir áherslu á að svo yrði áfram“.

„Okkur greinir víða á,“ er haft eftir Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni, utan­rík­is­ráð­herra Íslands. „[M]eðal ann­ars í mál­efnum Úkra­ínu og Sýr­lands, og í mann­rétt­inda­mál­um. Engu að síður er mik­il­vægt að við­halda sam­tali og freista þess að miðla málum og leysa úr ágrein­ings­efn­um.“

Ísland, auk allra ann­arra Norð­ur­landa, eru í hópi þeirra ríkja sem hafa beitt Rúss­land við­skipta­þving­unum vegna aðgerða þeirra í Úkra­ínu og inn­limunar Krím­skaga árið 2014.

Á fund­inum ræddu ráð­herr­arnir einnig ástandið í Sýr­landi og Mið-Aust­ur­lönd­um, í Úkra­ínu og Tyrk­landi. Nor­rænu ráð­herr­arnir hvöttu svo rúss­nesk stjórn­völd til að beita áhrifum sínum til að koma á var­an­legu vopna­hléi í aust­ur­hluta Úkra­ínu, auk örygg­is­mála og mann­rétt­inda.

Auglýsing

Í sam­tali við vefritið EU Obser­ver sögð­ust full­trúar land­anna þriggja hafa stillt saman strengi sína áður en þeir gengu á fund Lavrovs. Danski utan­rík­is­ráð­herr­ann And­ers Samu­el­sen sagði afstöð­una til Rússa vera tví­benta: „Við erum föst og ein­beitt í málum sem snerta Krím­skaga þar sem Rússar eru brjóta regl­urnar aug­ljós­lega. En við erum til­búin til sam­tals í öðrum mála­flokk­um.“

Guð­laugur Þór tekur í sama streng í frétta­til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins og segir að hægt sé að ná ágætum árangri í mál­efnum norð­ur­slóða og að mik­il­vægt sé að hlúa áfram að því.

Guðni, Pútín og Norð­ur­slóðir

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, og Guð­laugur Þór eru staddir í Rúss­landi þar sem þeir sækja ráð­stefnu um mál­efni norð­ur­slóða í Ark­hang­elsk við Hvíta­hafið, í norð­vest­an­verðu Rúss­landi. Þaðan er stutt í landa­mærin við Noreg og Finn­land.

Ólafur Ragnar Grímsson fylgdist með pallborðsumræðunum í Rússlandi. Ólafur Ragnar á stóran þátt í því að koma Íslandi að í umræðum um norðurslóðir.Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, ávarp­aði ráð­stefn­una í dag. Guðni mun svo snæða kvöld­verð með Pútín í kvöld, ásamt Sauli Niini­tsoe, for­seta Finn­lands. Ann­ars sækja ráð­stefn­una um 1.500 manns, aðal­lega rúss­neskir við­skipta­menn.

Guðni tók þátt í pall­borðsum­ræðum með Pútín og Niini­tsoe í dag. Hægt er að fylgj­ast með umræð­unum í spil­ar­anum hér að neð­an. Guðni flytur ávarp á 29. mín­útu, þar sem for­set­inn bregður meðal ann­ars fyrir sig rúss­nesku. Hann fjall­aði um sam­starf Íslands og Rúss­lands í sög­unni, nefndi meðal ann­ars sam­stöðu Rússa með Íslend­ingum í Þorska­stríð­unum og fjall­aði um vís­bend­ingar um breytta hegðun fiski­stofna í höf­unum í norð­ur­höf­um. Ávarpið má lesa í heild á vef for­seta­emb­ætt­is­ins.Sam­starf Norð­ur­land­anna við Rúss­land hefur gengið vel, að mati Børge Brende, utan­rík­is­ráð­herra Nor­egs. „Við höfum fundið ótrú­legar leiðir til þess að starfa sam­an,“ sagði hann og minnti á að Nor­egur og Rúss­land hafa saman stjórnað fisk­veiðum í Barents­hafi með góðum árangri.

Auknar og tíð­ari vöðva­sýn­ingar Rússa á und­an­förnum árum hafa hins vegar gert sam­tal um frið og sam­starf á Norð­ur­slóðum flókn­ari. Sem dæmi má taka af for­manni rúss­neska norð­ur­slóða­ráðs­ins, Dmi­try Rogozin sem einnig er vara­for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands. Hann er einn þeirra auð­jöfra sem vest­ræn ríki hafa beitt beinum við­skipta­þving­unum með því að banna honum að ferð­ast til vest­rænna ríkja og stunda við­skipti við vest­ræna banka.

Þau tæki­færi og sú nauð­syn sem ríkir um að sam­tal geti orðið um Norð­ur­slóðir virð­ist hins vegar ryðja þessum hindr­unum úr vegi – í það minnsta á meðan sam­talið er um mál­efni norð­ur­slóða.Norð­ur­slóðir opna stór tæki­færi fyrir alla

Í Norð­ur­slóða­ráð­inu eiga, auk Íslands, sjö ríki sæti og öll hafa sín mark­mið og ætl­anir þegar norð­ur­slóðir verða aðgengi­legri. Minnk­andi ísbreiða á norð­ur­skaut­inu er bein afleið­ing lofts­lags­breyt­inga í heim­inum og ein helsta birt­ing­ar­mynd þess vanda sem allar þjóðir heims glíma við í nútím­an­um.

Á hafs­botni norðan við heim­skauts­baug er talið að finna megi gnægt auð­linda. Helm­ingur þeirra fjög­urra millj­óna manna sem búa við norðan heim­skauts­baugs eru Rúss­ar. Rúss­arnir eru spenntir fyrir því að geta nýtt auð­lind­irnar sem finn­ast í jörðu, hvort sem það er olía, gas eða stein­teg­und­ir.

Þá mun aukin tækni og hlýnun jarðar opna á aukna sókn í fiski­mið í norð­ur­höf­um, auk þess að nýjar sigl­inga­leiðir gætu opn­ast á milli Asíu og Evr­ópu.

Íslend­ingar hafa séð mikil tæki­færi í sigl­inga­leið­inni sem opn­ast þegar ísbreiðan á norð­ur­skaut­inu hop­ar. Íslensk stjórn­völd hafa um ára bil talað um það á opin­berum vett­vangi að Ísland gæti orðið að eins­konar hliði fyrir aukna vöru­flutn­inga yfir norð­ur­skaut­ið, þar sem opn­aðar væru leiðir bæði til Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku.

Átta þjóðir eiga sæti í Noðurslóðaráðinu. Þær hafa allar sínar hugmyndir um hvernig nýta á tækifærin sem gætu orðið með loftslagsbreytingum.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None