Guðni, Guðlaugur og Pútín ræða norðurslóðir

Utanríkisráðherra og forseti Íslands eru í Rússlandi á ráðstefnu um málefni Norðurslóða. Guðni Th. Jóhannesson snæðir kvöldverð með Vladimír Pútín í kvöld.

Sauli Niinitsoe, forseta Finnlands, Vladimír Pútín, forseti Rússlands og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Sauli Niinitsoe, forseta Finnlands, Vladimír Pútín, forseti Rússlands og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Auglýsing

Áframhaldandi samstarf norrænna ríkja við Rússland um málefni norðurslóða var það sem bar hæst á fundi utanríkisráðherra Íslands, Danmerkur og Noregs með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gærkvöldi. Ísland tekur við formennsku innan Norðurskautsráðsins eftir tvö ár.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að gott samstarf sé milli ríkjanna „á mörgum málefnasviðum er varðar norðurslóðir og lögðu ráðherrarnir áherslu á að svo yrði áfram“.

„Okkur greinir víða á,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra Íslands. „[M]eðal annars í málefnum Úkraínu og Sýrlands, og í mannréttindamálum. Engu að síður er mikilvægt að viðhalda samtali og freista þess að miðla málum og leysa úr ágreiningsefnum.“

Ísland, auk allra annarra Norðurlanda, eru í hópi þeirra ríkja sem hafa beitt Rússland viðskiptaþvingunum vegna aðgerða þeirra í Úkraínu og innlimunar Krímskaga árið 2014.

Á fundinum ræddu ráðherrarnir einnig ástandið í Sýrlandi og Mið-Austurlöndum, í Úkraínu og Tyrklandi. Norrænu ráðherrarnir hvöttu svo rússnesk stjórnvöld til að beita áhrifum sínum til að koma á varanlegu vopnahléi í austurhluta Úkraínu, auk öryggismála og mannréttinda.

Auglýsing

Í samtali við vefritið EU Observer sögðust fulltrúar landanna þriggja hafa stillt saman strengi sína áður en þeir gengu á fund Lavrovs. Danski utanríkisráðherrann Anders Samuelsen sagði afstöðuna til Rússa vera tvíbenta: „Við erum föst og einbeitt í málum sem snerta Krímskaga þar sem Rússar eru brjóta reglurnar augljóslega. En við erum tilbúin til samtals í öðrum málaflokkum.“

Guðlaugur Þór tekur í sama streng í fréttatilkynningu ráðuneytisins og segir að hægt sé að ná ágætum árangri í málefnum norðurslóða og að mikilvægt sé að hlúa áfram að því.

Guðni, Pútín og Norðurslóðir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðlaugur Þór eru staddir í Rússlandi þar sem þeir sækja ráðstefnu um málefni norðurslóða í Arkhangelsk við Hvítahafið, í norðvestanverðu Rússlandi. Þaðan er stutt í landamærin við Noreg og Finnland.

Ólafur Ragnar Grímsson fylgdist með pallborðsumræðunum í Rússlandi. Ólafur Ragnar á stóran þátt í því að koma Íslandi að í umræðum um norðurslóðir.Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði ráðstefnuna í dag. Guðni mun svo snæða kvöldverð með Pútín í kvöld, ásamt Sauli Niinitsoe, forseta Finnlands. Annars sækja ráðstefnuna um 1.500 manns, aðallega rússneskir viðskiptamenn.

Guðni tók þátt í pallborðsumræðum með Pútín og Niinitsoe í dag. Hægt er að fylgjast með umræðunum í spilaranum hér að neðan. Guðni flytur ávarp á 29. mínútu, þar sem forsetinn bregður meðal annars fyrir sig rússnesku. Hann fjallaði um samstarf Íslands og Rússlands í sögunni, nefndi meðal annars samstöðu Rússa með Íslendingum í Þorskastríðunum og fjallaði um vísbendingar um breytta hegðun fiskistofna í höfunum í norðurhöfum. Ávarpið má lesa í heild á vef forsetaembættisins.


Samstarf Norðurlandanna við Rússland hefur gengið vel, að mati Børge Brende, utanríkisráðherra Noregs. „Við höfum fundið ótrúlegar leiðir til þess að starfa saman,“ sagði hann og minnti á að Noregur og Rússland hafa saman stjórnað fiskveiðum í Barentshafi með góðum árangri.

Auknar og tíðari vöðvasýningar Rússa á undanförnum árum hafa hins vegar gert samtal um frið og samstarf á Norðurslóðum flóknari. Sem dæmi má taka af formanni rússneska norðurslóðaráðsins, Dmitry Rogozin sem einnig er varaforsætisráðherra Rússlands. Hann er einn þeirra auðjöfra sem vestræn ríki hafa beitt beinum viðskiptaþvingunum með því að banna honum að ferðast til vestrænna ríkja og stunda viðskipti við vestræna banka.

Þau tækifæri og sú nauðsyn sem ríkir um að samtal geti orðið um Norðurslóðir virðist hins vegar ryðja þessum hindrunum úr vegi – í það minnsta á meðan samtalið er um málefni norðurslóða.


Norðurslóðir opna stór tækifæri fyrir alla

Í Norðurslóðaráðinu eiga, auk Íslands, sjö ríki sæti og öll hafa sín markmið og ætlanir þegar norðurslóðir verða aðgengilegri. Minnkandi ísbreiða á norðurskautinu er bein afleiðing loftslagsbreytinga í heiminum og ein helsta birtingarmynd þess vanda sem allar þjóðir heims glíma við í nútímanum.

Á hafsbotni norðan við heimskautsbaug er talið að finna megi gnægt auðlinda. Helmingur þeirra fjögurra milljóna manna sem búa við norðan heimskautsbaugs eru Rússar. Rússarnir eru spenntir fyrir því að geta nýtt auðlindirnar sem finnast í jörðu, hvort sem það er olía, gas eða steintegundir.

Þá mun aukin tækni og hlýnun jarðar opna á aukna sókn í fiskimið í norðurhöfum, auk þess að nýjar siglingaleiðir gætu opnast á milli Asíu og Evrópu.

Íslendingar hafa séð mikil tækifæri í siglingaleiðinni sem opnast þegar ísbreiðan á norðurskautinu hopar. Íslensk stjórnvöld hafa um ára bil talað um það á opinberum vettvangi að Ísland gæti orðið að einskonar hliði fyrir aukna vöruflutninga yfir norðurskautið, þar sem opnaðar væru leiðir bæði til Evrópu og Norður-Ameríku.

Átta þjóðir eiga sæti í Noðurslóðaráðinu. Þær hafa allar sínar hugmyndir um hvernig nýta á tækifærin sem gætu orðið með loftslagsbreytingum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None