Guðni, Guðlaugur og Pútín ræða norðurslóðir

Utanríkisráðherra og forseti Íslands eru í Rússlandi á ráðstefnu um málefni Norðurslóða. Guðni Th. Jóhannesson snæðir kvöldverð með Vladimír Pútín í kvöld.

Sauli Niinitsoe, forseta Finnlands, Vladimír Pútín, forseti Rússlands og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Sauli Niinitsoe, forseta Finnlands, Vladimír Pútín, forseti Rússlands og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Auglýsing

Áfram­hald­andi sam­starf nor­rænna ríkja við Rúss­land um mál­efni norð­ur­slóða var það sem bar hæst á fundi utan­rík­is­ráð­herra Íslands, Dan­merkur og Nor­egs með Sergei Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands, í gær­kvöldi. Ísland tekur við for­mennsku innan Norð­ur­skauts­ráðs­ins eftir tvö ár.

Í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu segir að gott sam­starf sé milli ríkj­anna „á mörgum mál­efna­sviðum er varðar norð­ur­slóðir og lögðu ráð­herr­arnir áherslu á að svo yrði áfram“.

„Okkur greinir víða á,“ er haft eftir Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni, utan­rík­is­ráð­herra Íslands. „[M]eðal ann­ars í mál­efnum Úkra­ínu og Sýr­lands, og í mann­rétt­inda­mál­um. Engu að síður er mik­il­vægt að við­halda sam­tali og freista þess að miðla málum og leysa úr ágrein­ings­efn­um.“

Ísland, auk allra ann­arra Norð­ur­landa, eru í hópi þeirra ríkja sem hafa beitt Rúss­land við­skipta­þving­unum vegna aðgerða þeirra í Úkra­ínu og inn­limunar Krím­skaga árið 2014.

Á fund­inum ræddu ráð­herr­arnir einnig ástandið í Sýr­landi og Mið-Aust­ur­lönd­um, í Úkra­ínu og Tyrk­landi. Nor­rænu ráð­herr­arnir hvöttu svo rúss­nesk stjórn­völd til að beita áhrifum sínum til að koma á var­an­legu vopna­hléi í aust­ur­hluta Úkra­ínu, auk örygg­is­mála og mann­rétt­inda.

Auglýsing

Í sam­tali við vefritið EU Obser­ver sögð­ust full­trúar land­anna þriggja hafa stillt saman strengi sína áður en þeir gengu á fund Lavrovs. Danski utan­rík­is­ráð­herr­ann And­ers Samu­el­sen sagði afstöð­una til Rússa vera tví­benta: „Við erum föst og ein­beitt í málum sem snerta Krím­skaga þar sem Rússar eru brjóta regl­urnar aug­ljós­lega. En við erum til­búin til sam­tals í öðrum mála­flokk­um.“

Guð­laugur Þór tekur í sama streng í frétta­til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins og segir að hægt sé að ná ágætum árangri í mál­efnum norð­ur­slóða og að mik­il­vægt sé að hlúa áfram að því.

Guðni, Pútín og Norð­ur­slóðir

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, og Guð­laugur Þór eru staddir í Rúss­landi þar sem þeir sækja ráð­stefnu um mál­efni norð­ur­slóða í Ark­hang­elsk við Hvíta­hafið, í norð­vest­an­verðu Rúss­landi. Þaðan er stutt í landa­mærin við Noreg og Finn­land.

Ólafur Ragnar Grímsson fylgdist með pallborðsumræðunum í Rússlandi. Ólafur Ragnar á stóran þátt í því að koma Íslandi að í umræðum um norðurslóðir.Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, ávarp­aði ráð­stefn­una í dag. Guðni mun svo snæða kvöld­verð með Pútín í kvöld, ásamt Sauli Niini­tsoe, for­seta Finn­lands. Ann­ars sækja ráð­stefn­una um 1.500 manns, aðal­lega rúss­neskir við­skipta­menn.

Guðni tók þátt í pall­borðsum­ræðum með Pútín og Niini­tsoe í dag. Hægt er að fylgj­ast með umræð­unum í spil­ar­anum hér að neð­an. Guðni flytur ávarp á 29. mín­útu, þar sem for­set­inn bregður meðal ann­ars fyrir sig rúss­nesku. Hann fjall­aði um sam­starf Íslands og Rúss­lands í sög­unni, nefndi meðal ann­ars sam­stöðu Rússa með Íslend­ingum í Þorska­stríð­unum og fjall­aði um vís­bend­ingar um breytta hegðun fiski­stofna í höf­unum í norð­ur­höf­um. Ávarpið má lesa í heild á vef for­seta­emb­ætt­is­ins.Sam­starf Norð­ur­land­anna við Rúss­land hefur gengið vel, að mati Børge Brende, utan­rík­is­ráð­herra Nor­egs. „Við höfum fundið ótrú­legar leiðir til þess að starfa sam­an,“ sagði hann og minnti á að Nor­egur og Rúss­land hafa saman stjórnað fisk­veiðum í Barents­hafi með góðum árangri.

Auknar og tíð­ari vöðva­sýn­ingar Rússa á und­an­förnum árum hafa hins vegar gert sam­tal um frið og sam­starf á Norð­ur­slóðum flókn­ari. Sem dæmi má taka af for­manni rúss­neska norð­ur­slóða­ráðs­ins, Dmi­try Rogozin sem einnig er vara­for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands. Hann er einn þeirra auð­jöfra sem vest­ræn ríki hafa beitt beinum við­skipta­þving­unum með því að banna honum að ferð­ast til vest­rænna ríkja og stunda við­skipti við vest­ræna banka.

Þau tæki­færi og sú nauð­syn sem ríkir um að sam­tal geti orðið um Norð­ur­slóðir virð­ist hins vegar ryðja þessum hindr­unum úr vegi – í það minnsta á meðan sam­talið er um mál­efni norð­ur­slóða.Norð­ur­slóðir opna stór tæki­færi fyrir alla

Í Norð­ur­slóða­ráð­inu eiga, auk Íslands, sjö ríki sæti og öll hafa sín mark­mið og ætl­anir þegar norð­ur­slóðir verða aðgengi­legri. Minnk­andi ísbreiða á norð­ur­skaut­inu er bein afleið­ing lofts­lags­breyt­inga í heim­inum og ein helsta birt­ing­ar­mynd þess vanda sem allar þjóðir heims glíma við í nútím­an­um.

Á hafs­botni norðan við heim­skauts­baug er talið að finna megi gnægt auð­linda. Helm­ingur þeirra fjög­urra millj­óna manna sem búa við norðan heim­skauts­baugs eru Rúss­ar. Rúss­arnir eru spenntir fyrir því að geta nýtt auð­lind­irnar sem finn­ast í jörðu, hvort sem það er olía, gas eða stein­teg­und­ir.

Þá mun aukin tækni og hlýnun jarðar opna á aukna sókn í fiski­mið í norð­ur­höf­um, auk þess að nýjar sigl­inga­leiðir gætu opn­ast á milli Asíu og Evr­ópu.

Íslend­ingar hafa séð mikil tæki­færi í sigl­inga­leið­inni sem opn­ast þegar ísbreiðan á norð­ur­skaut­inu hop­ar. Íslensk stjórn­völd hafa um ára bil talað um það á opin­berum vett­vangi að Ísland gæti orðið að eins­konar hliði fyrir aukna vöru­flutn­inga yfir norð­ur­skaut­ið, þar sem opn­aðar væru leiðir bæði til Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku.

Átta þjóðir eiga sæti í Noðurslóðaráðinu. Þær hafa allar sínar hugmyndir um hvernig nýta á tækifærin sem gætu orðið með loftslagsbreytingum.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None