Sagði Ólaf Ólafsson hafa haft „beinan aðgang“ að Halldóri Ásgrímssyni

Í skýrslunni um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum á Búnaðarbankanum er birt afrit af skýrslu sem tekin var af Björgólfi Guðmundssyni árið 2010. Þar segir hann frá fundi sem Halldór Ásgrímsson boðaði hann á.

BjorgolfurGudmundsson.jpg
Auglýsing

Björgólfur Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­maður banka­ráðs Lands­banka Íslands, segir að Hall­dór Ásgríms­son, þá ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafi kallað sig á fund og hund­skammað fyrir að leggja Ólaf Ólafs­son og tengda aðila í ein­elti. Það ein­elti hafi birst í áróðri um að aðkoma Hauck & Auf­häuser að kaup­unum í Bún­að­ar­bank­anum væru blekk­ing. Björgólfur sagði enn fremur að hefðu verið „rosa­leg fram­sókn­ar­tengsl“ milli aðila og að „Ólafur Ólafs­son virt­ist hafa alltaf beinan aðgang að Hall­dóri og ein­hvern veg­inn, og var alltaf að magna upp ein­hver leið­ind­i.“ 

Þetta kemur fram í afriti af skýrslu sem tekin var af Björgólfi 8. jan­úar 2010 í tengslum við vinnu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um banka­hrun­ið. Þetta afrit var birt í fyrsta sinn opin­ber­lega í skýrsl­unni um aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á 45,8 pró­sent hlut í Bún­að­ar­bank­an­um, sem birt var í gær.

Segir Hall­dór hafa hund­skammað sig

Í stóru skýrsl­unni um aðstæður hruns­ins, sem birt var í apríl 2010, var þessi skýrsla af Björgólfi ekki birt með sama hætti og í skýrsl­unni um Hauck & Auf­häuser.



Þar sagði Björgólfur að það hefði verið „óskap­lega mikið hat­ur“ milli Bún­að­ar­bank­ans/­Kaup­þings og Lands­banka Íslands, sem hann hefði aldrei skil­ið. Skýr­ingin hafi verið sú að Kaup­þings­menn töldu að aðilar innan Lands­bank­ans hefðu komið því í umræð­una að til­boð Hauck & Auf­häuser hefði verið ein­hvers konar „falstil­boð frá Þýska­land­i“.

Síðan segir Björgólf­ur: „ Ég man bara eftir því að ég var kall­aður til ákveð­ins aðila, hann hund­skamm­aði mig fyrir að vera að leggja þá í ein­elti, þessa góðu drengi, Ólaf Ólafs­son og félaga út af þessu máli í Þýska­landi, þetta væri allt hreint og klárt og þetta var nú Hall­dór Ásgríms­son sem að gerði það.“ Hall­dór Ásgríms­son var á þessum árum for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, utan­rík­is­ráð­herra og for­sæt­is­ráð­herra á árunum 2004 til 2006. Hann lést árið 2015.

Halldór Ásgrímsson var forsætisráðherra á árunum 2004 til 2006. Hann sést hér með Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.Björgólfur sagði við nefnd­ina að honum hefði brugðið mikið við þetta. „Ég man ég sagði við hann [Hall­dór Ásgríms­son]: Heyrðu, má ég skrifa þetta eftir þér? Af því að hann var, þetta var nú mánu­dagur kl. 9, erfið helgi og ég fékk miklar skammir fyrir það að ég stæði fyrir ein­hverjum miklum áróðri, eða við, um þann hóp sem hefði keypt Bún­að­ar­bank­ann að það væri hvergi allt greitt með erlendu fjár­magni. Ég hafði ekki hug­mynd um það.“

Ólafur alltaf með beinan aðgang

Aðspurður sagði Björgólfur að þessi fundur hafi lík­lega átt sér stað árið 2004. Hann sagði að Hall­dór hefði sagt að „þeir [væru] alltaf að kvarta í sig yfir að við[...]hefðum haldið uppi áróðri að[...]þessi þýski banki væri bara falskt identity.“

Auglýsing


Svo sagði Björ­gölfur: „Þessi tengsl, það voru rosa­leg fram­sókn­ar­tengsl þarna inni, alveg ótrú­leg. Ég veit ekk­ert um flokkapóli­tík eða neitt en þetta var, virt­ist vera, Ólafur Ólafs­son virt­ist hafa alltaf beinan aðgang að Hall­dóri og ein­hvern veg­inn, og var alltaf að magna upp ein­hver leið­ind­i.“

Kroll gerði skýrslu um Rúss­lands­mál

Björgólfur sagð­ist einnig vita til þess að Ólafur Ólafs­son og aðilar tengdir honum hafi látið taka saman skýrslu um „okkur til þess að reyna að finna eitt­hvað mjög bjagað um okkur í Rúss­landi. [...]Það var nú bara heims­þekkt fyr­ir­tæki sem var fengið til þess, og það var Kroll“.

Að sögn Björg­ólfs hafi maður sem unnið hafi umrædda skýrslu hins vegar komið að máli við sig og beðið hann um að lesa skýrsl­una um sig og sína við­skipta­fé­laga, sem og hann gerði. „Bún­að­ar­bank­inn var með okkur á heil­anum alla tíð[...]Það er alveg sama hvort það voriu Bakka­bræður [Ágúst og Lýður Guð­munds­syn­ir] eða hin­ir, Ólafur verst­ur, að við vor­um, ein­hvern veg­inn, þeim finnst við fá alltof góða umfjöllun og það var alltaf, þetta var mjög slæmt, að þetta var mjög óþægi­leg­t.“

Hall­dór hafði sam­band við Rík­is­end­ur­skoð­anda

Hall­dór Ásgríms­son sat einnig í ráð­herra­nefnd um einka­væð­ingu þegar hlutur rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum og Lands­banka Íslands voru seldir á árunum 2002 og 2003.

Eftir að Vil­hjálmur Bjarna­son, nú þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafði vakið upp spurn­ingar um raun­veru­lega aðkomu Hauck & Auf­häuser í kaup­unum var Rík­is­end­ur­skoðun fengin til að skoða sér­stak­lega athuga­semdir sín­ar.

Í skýrsl­unni um Hauck & Auf­häuser er sér­stak­lega fjallað um þessa skoðun og sagt að í umræðum vegna þeirra þing­mála á Alþingi um þátt­töku Hauck & Auf­häuser í einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans á Alþingi hafi komið fram í máli þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Hall­dórs Ásgríms­son­ar, í þing­ræðu á Alþingi 20. febr­úar 2006 að hann hefði haft sam­band við rík­is­end­ur­skoð­anda þann morgun vegna máls­ins og innt hann eftir því „hvort eitt­hvað nýtt væri í þessu máli“. Hall­dór kvað rík­is­end­ur­skoð­anda hafa svarað því til að svo væri ekki og rakti nánar sam­ræður þeirra af þessu til­efni.

Í skýrsl­unni segir að þessu næst hafi Rík­is­end­ur­skoðun átt fund með Vil­hjálmi Bjarna­syni mið­viku­dag­inn 22. febr­úar 2006 þar sem hann kynnti athuga­semdir sínar um þetta mál­efni og rök­semdir fyrir þeim og lagði fram gögn þar að lút­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None