Hluti þjóðar mokgræðir á hærra fasteignaverði – Restin situr eftir

Eigið fé Íslendinga í fasteignum tvöfaldaðist í krónum talið á fimm árum. Ríkasta tíund landsmanna átti 500 milljörðum meira í eigin fé í fasteignum í lok árs 2015 en 2010. Þeir sem komast ekki inn á eignarmarkað sitja eftir.

Horft yfir Melana í vesturbæ Reykjavíkur.
Horft yfir Melana í vesturbæ Reykjavíkur.
Auglýsing

Eigið fé Íslend­inga í fast­eignum þeirra tvö­fald­að­ist í krónum talið frá lokum árs­ins 2010 til loka árs 2015. Eigið fé þeirra, þ.e. eign miðað við fast­eigna­mat að frá­dregnum skuld­um, var 1.146 millj­arðar króna í lok árs 2010 en 2.284 millj­arðar króna fimm árum síð­ar. Þau tíu pró­sent fjöl­skyldna sem áttu mest eigið fé í fast­eignum í lok tíma­bils­ins juku það um tæp­lega 500 millj­arða króna á því. Þetta kemur fram í tölum Hag­stofu Íslands um eigið fé Íslend­inga í fast­eign­um.

Miklar hindr­anir fyrir tekju­lága og eign­ar­litla

Frá árs­lokum 2015 hefur hús­næð­is­verð haldið áfram að hækka hratt. Frá febr­úar 2016 til febr­úar 2017 hækk­aði það til að mynda um 18,6 pró­sent, sam­kvæmt vísi­tölu hús­næð­is­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Á sama tíma er mikil umfram­eft­ir­spurn eftir hús­næði á Íslandi, sér­stak­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Íbúðum fjölg­aði enda ein­ungis um 7.057 á öllu land­inu frá lokum árs 2008 og fram að síð­ustu ára­mót­um.

Auglýsing

Það er langt frá því að svala eft­ir­spurn. Til að halda í við mann­fjölda­þróun (Ís­lend­ingum hefur fjölgað um 22.890 á tíma­bil­inu) og fjölgun ferða­manna, sem nýta sér líka íbúð­ar­hús­næði (ferða­menn voru um 500 þús­und árið 2010 en áætlað er að þeir verði 2,3 millj­ónir í ár), þarf að byggja miklu meira. Bara á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er talið að það þurfi að byggja 1.500 til 1.700 íbúðir á ári og Arion banki áætl­aði í nýlegri grein­ingu að það þyrfti að byggja um átta þús­und íbúðir á næstu þremur árum til að vinna upp upp­safn­aða eft­ir­spurn og koma jafn­vægi á hús­næð­is­mark­að­inn á ný.

Staðan er því þannig að fyrir hluta lands­manna sem á ekki fast­eign versnar ástandi dag frá degi. Leigu­verð hefur til að mynda hækkað um 62,7 pró­sent frá byrjun árs 2011. Alls hefur sú vísi­tala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 78 pró­sent frá lokum árs 2010. Á sama tíma hefur vísi­tala neyslu­verðs, sem mælir verð­bólgu, hækkað um 20 pró­sent.

Þetta hefur myndað miklar hindr­anir fyrir þá sem ekki kom­ast inn á eigna­mark­að.

Á sama tíma batnar staða þeirra sem hafa komið sér í eigið hús­næði gríð­ar­lega nán­ast dag frá degi. Þeir efn­ast á meðan að hinir standa í stað eða drag­ast aftur úr. Og bilið er stans­laust að breikka.

Afleið­ingar hruns­ins sýni­legar 2010

Í árs­lok 2010 áttu Íslend­ingar 1.146 millj­arða króna í eigin fé í fast­eignum sín­um. Þau tíu pró­sent lands­manna sem áttu mestar eign­ir, alls 18.669 fjöl­skyldur (ein­stak­linga og sam­skatt­aðra), áttu 672,5 millj­arða króna af þeirri upp­hæð, eða 58,7 pró­sent af öllu eigin fé sem þjóðin átti í fast­eignum sín­um.

Þau 20 pró­sent sem áttu mest eigið fé í fast­eignum sínum áttu 87,4 pró­sent af öllu eigin fénu í fast­eign­um, eða 1.002 millj­arða króna.

Sá fimmt­ungur lands­manna sem átti minnst eigið fé í fast­eign, alls um 40.500 fjöl­skyld­ur, skuld­uðu 97 millj­örðum krónum meira í fast­eignum sínum en virði þeirra var áætl­að. Þau 70 pró­sent þjóð­ar­innar sem áttu minnst eigið fé voru sam­an­lagt með nei­kvætt eigið fé upp á 24,7 millj­arða króna. Þau sem­sagt skuld­uðu meira en þau áttu. Hin 30 pró­sentin áttu hins vegar 1.171 millj­arða króna í eigið fé í fast­eignum sín­um.

Allt breytt­ist á örfáum árum

Síðan þá hefur auð­vitað mikið vatn runnið til sjáv­ar. Stór hluti fólks var keyrður í gegnum sér­tæka skulda­að­lög­un, 110 pró­sent leið­ina og fjöl­margir fengu geng­is­tryggð lán nið­ur­felld. Þá ákvað rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar að gefa hluta þeirra sem voru með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009 72,2 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í skaða­bætur fyrir verð­bólgu­skot þeirra ára. Sú aðgerð er ótrú­leg þegar horft er til þess að eigið fé lands­manna í fast­eignum tvö­fald­að­ist í krónum talið frá árinu 2010 og til loka árs­ins 2015, eða um rúm­lega 1.100 millj­arða króna. Án Leið­rétt­ing­ar­innar hefði það „bara“ hækkað um rúm­lega þús­und millj­arða króna.

Hlut­falls­lega var aukn­ingin mest hjá þeim hópum sem áttu minnst.

Þau 70 pró­sent þjóð­ar­innar sem áttu minnst eigið fé í fast­eignum sínum juku það úr því að vera nei­kvætt um 24,7 millj­arðar króna í að vera jákvætt um 220,1 millj­arðar króna. Við­snún­ing­ur­inn var 244,8 millj­arðar króna.

Þótt staða þessa hóps hafi batnað hlut­falls­lega lang­mest þá bætt­ist mest af krónum við eigna­hlið þeirra rík­ustu. Efstu tíu pró­sent lands­manna, sem voru 20.251 fjöl­skyldur árið 2015, juku eignir sínar í fast­eignum um 494,3 millj­arða króna á tíma­bil­inu og áttu 1.167 millj­arða króna í eigið fé í fast­eignum í lok árs 2015.  Sam­tals áttu þau 30 pró­sent lands­manna sem áttu mest eigið fé í fast­eignum 2.064 millj­arða króna í slíku.Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None