Hluti þjóðar mokgræðir á hærra fasteignaverði – Restin situr eftir

Eigið fé Íslendinga í fasteignum tvöfaldaðist í krónum talið á fimm árum. Ríkasta tíund landsmanna átti 500 milljörðum meira í eigin fé í fasteignum í lok árs 2015 en 2010. Þeir sem komast ekki inn á eignarmarkað sitja eftir.

Horft yfir Melana í vesturbæ Reykjavíkur.
Horft yfir Melana í vesturbæ Reykjavíkur.
Auglýsing

Eigið fé Íslend­inga í fast­eignum þeirra tvö­fald­að­ist í krónum talið frá lokum árs­ins 2010 til loka árs 2015. Eigið fé þeirra, þ.e. eign miðað við fast­eigna­mat að frá­dregnum skuld­um, var 1.146 millj­arðar króna í lok árs 2010 en 2.284 millj­arðar króna fimm árum síð­ar. Þau tíu pró­sent fjöl­skyldna sem áttu mest eigið fé í fast­eignum í lok tíma­bils­ins juku það um tæp­lega 500 millj­arða króna á því. Þetta kemur fram í tölum Hag­stofu Íslands um eigið fé Íslend­inga í fast­eign­um.

Miklar hindr­anir fyrir tekju­lága og eign­ar­litla

Frá árs­lokum 2015 hefur hús­næð­is­verð haldið áfram að hækka hratt. Frá febr­úar 2016 til febr­úar 2017 hækk­aði það til að mynda um 18,6 pró­sent, sam­kvæmt vísi­tölu hús­næð­is­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Á sama tíma er mikil umfram­eft­ir­spurn eftir hús­næði á Íslandi, sér­stak­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Íbúðum fjölg­aði enda ein­ungis um 7.057 á öllu land­inu frá lokum árs 2008 og fram að síð­ustu ára­mót­um.

Auglýsing

Það er langt frá því að svala eft­ir­spurn. Til að halda í við mann­fjölda­þróun (Ís­lend­ingum hefur fjölgað um 22.890 á tíma­bil­inu) og fjölgun ferða­manna, sem nýta sér líka íbúð­ar­hús­næði (ferða­menn voru um 500 þús­und árið 2010 en áætlað er að þeir verði 2,3 millj­ónir í ár), þarf að byggja miklu meira. Bara á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er talið að það þurfi að byggja 1.500 til 1.700 íbúðir á ári og Arion banki áætl­aði í nýlegri grein­ingu að það þyrfti að byggja um átta þús­und íbúðir á næstu þremur árum til að vinna upp upp­safn­aða eft­ir­spurn og koma jafn­vægi á hús­næð­is­mark­að­inn á ný.

Staðan er því þannig að fyrir hluta lands­manna sem á ekki fast­eign versnar ástandi dag frá degi. Leigu­verð hefur til að mynda hækkað um 62,7 pró­sent frá byrjun árs 2011. Alls hefur sú vísi­tala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 78 pró­sent frá lokum árs 2010. Á sama tíma hefur vísi­tala neyslu­verðs, sem mælir verð­bólgu, hækkað um 20 pró­sent.

Þetta hefur myndað miklar hindr­anir fyrir þá sem ekki kom­ast inn á eigna­mark­að.

Á sama tíma batnar staða þeirra sem hafa komið sér í eigið hús­næði gríð­ar­lega nán­ast dag frá degi. Þeir efn­ast á meðan að hinir standa í stað eða drag­ast aftur úr. Og bilið er stans­laust að breikka.

Afleið­ingar hruns­ins sýni­legar 2010

Í árs­lok 2010 áttu Íslend­ingar 1.146 millj­arða króna í eigin fé í fast­eignum sín­um. Þau tíu pró­sent lands­manna sem áttu mestar eign­ir, alls 18.669 fjöl­skyldur (ein­stak­linga og sam­skatt­aðra), áttu 672,5 millj­arða króna af þeirri upp­hæð, eða 58,7 pró­sent af öllu eigin fé sem þjóðin átti í fast­eignum sín­um.

Þau 20 pró­sent sem áttu mest eigið fé í fast­eignum sínum áttu 87,4 pró­sent af öllu eigin fénu í fast­eign­um, eða 1.002 millj­arða króna.

Sá fimmt­ungur lands­manna sem átti minnst eigið fé í fast­eign, alls um 40.500 fjöl­skyld­ur, skuld­uðu 97 millj­örðum krónum meira í fast­eignum sínum en virði þeirra var áætl­að. Þau 70 pró­sent þjóð­ar­innar sem áttu minnst eigið fé voru sam­an­lagt með nei­kvætt eigið fé upp á 24,7 millj­arða króna. Þau sem­sagt skuld­uðu meira en þau áttu. Hin 30 pró­sentin áttu hins vegar 1.171 millj­arða króna í eigið fé í fast­eignum sín­um.

Allt breytt­ist á örfáum árum

Síðan þá hefur auð­vitað mikið vatn runnið til sjáv­ar. Stór hluti fólks var keyrður í gegnum sér­tæka skulda­að­lög­un, 110 pró­sent leið­ina og fjöl­margir fengu geng­is­tryggð lán nið­ur­felld. Þá ákvað rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar að gefa hluta þeirra sem voru með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009 72,2 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í skaða­bætur fyrir verð­bólgu­skot þeirra ára. Sú aðgerð er ótrú­leg þegar horft er til þess að eigið fé lands­manna í fast­eignum tvö­fald­að­ist í krónum talið frá árinu 2010 og til loka árs­ins 2015, eða um rúm­lega 1.100 millj­arða króna. Án Leið­rétt­ing­ar­innar hefði það „bara“ hækkað um rúm­lega þús­und millj­arða króna.

Hlut­falls­lega var aukn­ingin mest hjá þeim hópum sem áttu minnst.

Þau 70 pró­sent þjóð­ar­innar sem áttu minnst eigið fé í fast­eignum sínum juku það úr því að vera nei­kvætt um 24,7 millj­arðar króna í að vera jákvætt um 220,1 millj­arðar króna. Við­snún­ing­ur­inn var 244,8 millj­arðar króna.

Þótt staða þessa hóps hafi batnað hlut­falls­lega lang­mest þá bætt­ist mest af krónum við eigna­hlið þeirra rík­ustu. Efstu tíu pró­sent lands­manna, sem voru 20.251 fjöl­skyldur árið 2015, juku eignir sínar í fast­eignum um 494,3 millj­arða króna á tíma­bil­inu og áttu 1.167 millj­arða króna í eigið fé í fast­eignum í lok árs 2015.  Sam­tals áttu þau 30 pró­sent lands­manna sem áttu mest eigið fé í fast­eignum 2.064 millj­arða króna í slíku.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None