Hvað er til ráða á fasteignamarkaði?

Boðaðar hafa verið aðgerðir til að vinna gegn spennu á fasteignamarkaði og bólumyndun. En hvaða aðgerðir koma til greina?

Horft yfir Skuggahverfið.
Horft yfir Skuggahverfið.
Auglýsing

Tölu­verðrar spennu gætir á fast­eigna­mark­aði þessi miss­erin og hefur fast­eigna­verð hækkað um 18,6 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­um. Margt á telja til, þegar skýra á þessar miklu hækk­an­ir. Lík­lega er þó vega­mesta ástæðan sú að mikil vöntun er á íbúðum á markað á tíma þar sem eft­ir­spurn hefur auk­ist mik­ið. Mikil kaup­mátt­ar­aukn­ing hefur einnig verið á þessu tíma­bili, þar sem verð hefur hækk­að.

Þjóð­skra, sem heldur utan um vísi­tölu íbúða­verðs, telur að það vanti um átta þús­und íbúðir á markað og Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu telja að það muni taka um 3 til 4 ár fyrir mark­að­inn að ná jafn­vægi gangi öll bygg­ing­ar­á­form eftir sem að er stefn­t. 

Bæði Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra, og Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, gerðu stöðu mála á fast­eigna­mark­aði umtals­efni í ræðum sínum á árs­fundi Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

Bjarni gagn­rýndi meðal ann­ars Reykja­vík­ur­borg fyrir að hafa ekki staðið sig í upp­bygg­ingu, meðal ann­ars með því að útvega fleiri lóðir til upp­bygg­ing­ar. Sagði hann borg­ina ekki hafa staðið sig eins vel og nágranna­sveit­ar­fé­lög­in, og tók Kópa­vogsbæ sem dæmi. 

Már sagði hættu­merki aug­ljós á fast­eigna­mark­aði, og sagði að það kæmi greina að virkja þjóð­hags­var­úð­ar­tæki til að vinna gegna bólu­myndun og erf­ið­leikum á mark­aðn­um. 

En hvað er hægt að gera til að sporna gegn hækkun fast­eigna­verðs og þeirri spennu sem ein­kennir mark­að­inn? Nokkur atriði hafa verið nefnd.

1. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn (AGS) nefndi það í til­kynn­ingu sendi­nefndar sjóðs­ins á dög­unum að til greina ætti að koma að banna líf­eyr­is­sjóð­unum að lána til fast­eigna­kaupa. Var sú mikla spenna sem væri á fast­eigna sögð vera meg­in­á­stæðan fyrir slíkri aðgerð. Á móti má nefna að líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa gert mun meiri veð­kröfur en bank­arnir gera fyrir sínum lán­um, og lána flestir ekki meira en sem nemur 75 pró­sent af kaup­verði. Þeir bjóða sjóð­fé­lögum tölu­vert betri vexti á hús­næð­is­lán­um, heldur en bank­arnir ger­a. 

2. Hraða upp­bygg­ingu íbúða enn meira. Þrátt fyrir að sjaldan eða aldrei hafi verið jafn mikið byggt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og nú, þá þarf að byggja meira. Nær algjör lág­deyða var á mark­aðnum í þrjú ár eftir hrunið og því mynd­að­ist mikil bygg­ing­ar­þörf, þegar efna­hag­ur­inn tók við sér. Sam­stillt átak stétt­ar­fé­laga, sveit­ar­fé­laga, rík­is­ins og einka­að­ila hefur verið nefnt sem mögu­leiki í þessum efn­um. Stjórn­völd hafa boðað aðgerðir og verða þeir kynntar á næstu vik­um.

3. Aðrar aðgerðir sem nefndar hafa verið er að tak­marka enn meira lán til fast­eigna­kaupa og vinna þannig gegn fast­eigna­verðs­hækk­un. Ekki er þó víst að þetta hafi þau áhrif þar sem spennan á mark­aðnum er að miklu leyti vegna ann­arra atriða, eins og alltof lít­ils fram­boðs á eign­um. Meiri tak­mark­anir á lánum myndu þá hugs­an­lega auka enn á þrýst­ing á leigu­mark­aði, en leigu­verð hefur einnig farið hækk­and­i. 

4. Enn meiri tak­mark­anir á útleigu íbúða til ferða­manna hafa einnig verið nefnd­ar. Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi, nefndi þann mögu­leika að banna útleigu íbúa til ferða­manna, og reyna þannig að fá þær íbúðir út á markað til fólks í var­an­lega búsetu. Talið er að allt að þrjú þús­und íbúðir séu nýttar til útleigu fyrir ferða­menn, ekki síst í gegnum Air­bnb. Stærstur hluti þeirra er mið­svæðis í Reykja­vík, en útleiga vítt og breitt um landið hefur vaxið mik­ið, sam­hliða hinum mikla vexti í ferða­þjón­ust­unn­i. Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None