Hvað er til ráða á fasteignamarkaði?

Boðaðar hafa verið aðgerðir til að vinna gegn spennu á fasteignamarkaði og bólumyndun. En hvaða aðgerðir koma til greina?

Horft yfir Skuggahverfið.
Horft yfir Skuggahverfið.
Auglýsing

Tölu­verðrar spennu gætir á fast­eigna­mark­aði þessi miss­erin og hefur fast­eigna­verð hækkað um 18,6 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­um. Margt á telja til, þegar skýra á þessar miklu hækk­an­ir. Lík­lega er þó vega­mesta ástæðan sú að mikil vöntun er á íbúðum á markað á tíma þar sem eft­ir­spurn hefur auk­ist mik­ið. Mikil kaup­mátt­ar­aukn­ing hefur einnig verið á þessu tíma­bili, þar sem verð hefur hækk­að.

Þjóð­skra, sem heldur utan um vísi­tölu íbúða­verðs, telur að það vanti um átta þús­und íbúðir á markað og Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu telja að það muni taka um 3 til 4 ár fyrir mark­að­inn að ná jafn­vægi gangi öll bygg­ing­ar­á­form eftir sem að er stefn­t. 

Bæði Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra, og Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, gerðu stöðu mála á fast­eigna­mark­aði umtals­efni í ræðum sínum á árs­fundi Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

Bjarni gagn­rýndi meðal ann­ars Reykja­vík­ur­borg fyrir að hafa ekki staðið sig í upp­bygg­ingu, meðal ann­ars með því að útvega fleiri lóðir til upp­bygg­ing­ar. Sagði hann borg­ina ekki hafa staðið sig eins vel og nágranna­sveit­ar­fé­lög­in, og tók Kópa­vogsbæ sem dæmi. 

Már sagði hættu­merki aug­ljós á fast­eigna­mark­aði, og sagði að það kæmi greina að virkja þjóð­hags­var­úð­ar­tæki til að vinna gegna bólu­myndun og erf­ið­leikum á mark­aðn­um. 

En hvað er hægt að gera til að sporna gegn hækkun fast­eigna­verðs og þeirri spennu sem ein­kennir mark­að­inn? Nokkur atriði hafa verið nefnd.

1. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn (AGS) nefndi það í til­kynn­ingu sendi­nefndar sjóðs­ins á dög­unum að til greina ætti að koma að banna líf­eyr­is­sjóð­unum að lána til fast­eigna­kaupa. Var sú mikla spenna sem væri á fast­eigna sögð vera meg­in­á­stæðan fyrir slíkri aðgerð. Á móti má nefna að líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa gert mun meiri veð­kröfur en bank­arnir gera fyrir sínum lán­um, og lána flestir ekki meira en sem nemur 75 pró­sent af kaup­verði. Þeir bjóða sjóð­fé­lögum tölu­vert betri vexti á hús­næð­is­lán­um, heldur en bank­arnir ger­a. 

2. Hraða upp­bygg­ingu íbúða enn meira. Þrátt fyrir að sjaldan eða aldrei hafi verið jafn mikið byggt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og nú, þá þarf að byggja meira. Nær algjör lág­deyða var á mark­aðnum í þrjú ár eftir hrunið og því mynd­að­ist mikil bygg­ing­ar­þörf, þegar efna­hag­ur­inn tók við sér. Sam­stillt átak stétt­ar­fé­laga, sveit­ar­fé­laga, rík­is­ins og einka­að­ila hefur verið nefnt sem mögu­leiki í þessum efn­um. Stjórn­völd hafa boðað aðgerðir og verða þeir kynntar á næstu vik­um.

3. Aðrar aðgerðir sem nefndar hafa verið er að tak­marka enn meira lán til fast­eigna­kaupa og vinna þannig gegn fast­eigna­verðs­hækk­un. Ekki er þó víst að þetta hafi þau áhrif þar sem spennan á mark­aðnum er að miklu leyti vegna ann­arra atriða, eins og alltof lít­ils fram­boðs á eign­um. Meiri tak­mark­anir á lánum myndu þá hugs­an­lega auka enn á þrýst­ing á leigu­mark­aði, en leigu­verð hefur einnig farið hækk­and­i. 

4. Enn meiri tak­mark­anir á útleigu íbúða til ferða­manna hafa einnig verið nefnd­ar. Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi, nefndi þann mögu­leika að banna útleigu íbúa til ferða­manna, og reyna þannig að fá þær íbúðir út á markað til fólks í var­an­lega búsetu. Talið er að allt að þrjú þús­und íbúðir séu nýttar til útleigu fyrir ferða­menn, ekki síst í gegnum Air­bnb. Stærstur hluti þeirra er mið­svæðis í Reykja­vík, en útleiga vítt og breitt um landið hefur vaxið mik­ið, sam­hliða hinum mikla vexti í ferða­þjón­ust­unn­i. Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None