FME dregur skýra línu í sandinn varðandi meðferð innherjaupplýsinga

Fjármálaeftirlitið telur ekki hafa verið farið rétt með innherjaupplýsingar varðandi rekstur Eimskipafélagsins, og því var félagið sektað. Félagið mótmælir þessu og ætlar að láta reyna á rétt sinn fyrir dómi.

vestmannaeyjar_20288900751_o.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) hefur lagt 50 millj­óna stjórn­valds­sekt á Eim­skipa­fé­lag Íslands fyrir að birta ekki inn­herj­a­upp­lýs­ingar úr rekstri félags­ins nægi­lega snemma. 

Hinn 8. mars 2017 tók stjórn FME þessa ákvörðun á Eim­skipa­fé­lag Ísland hf. (Eim­skip) vegna brots gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verð­bréfa­við­skipti. „Brotið fólst í því að Eim­skip birti ekki inn­herj­a­upp­lýs­ing­ar, sem lágu fyrir þann 20. maí 2016, um mikið bætta rekstr­ar­af­komu félags­ins á fyrsta árs­fjórð­ungi 2016, eins fljótt og auðið var og á jafn­ræð­is­grund­velli eða frestaði birt­ingu inn­herj­a­upp­lýs­ing­anna,“ segir í til­kynn­ingu FME. 

Eim­skip hefur hækkað um 36 pró­sent á und­an­förnu ári, í við­skiptum á mark­aði, og er mark­aðsvirði félags­ins nú tæp­lega 60 millj­arðar króna.

Auglýsing

Allt í upp­nám?

Óhætt er að segja að þessum tíð­indum hafi ekki verið vel tekið hjá Eim­skip. Félagið segir þessa laga­túlkun FME setja í upp­nám hvernig staðið skuli að birt­ingu upp­lýs­inga í aðdrag­anda upp­gjöra á mark­aði. Eins og alltaf þegar skráður mark­aður er ann­ars veg­ar, þá er mikið í húfi. Grund­vall­ar­hug­myndin að baki því að halda úti skráðum mark­aði er sú að þátt­tak­endur hafi jafnan aðgang að upp­lýs­ing­um. 

Í til­kynn­ingu Eim­skip segir að ef þessi nið­ur­staða FME eigi að vera leið­andi fyrir skráðan mark­að, þá sé skráðum félögum í raun gert ómögu­legt með að vinna að und­ir­bún­ingi fjár­hags­upp­gjara. 

FME rök­styður nið­ur­stöðu sína með því að horfa sér­stak­lega til þess hvernig máls­at­vik voru í umrætt sinn. 

Í lýs­ingu á máls­at­vikum segir að vinna við gerð árs­hluta­reikn­ings Eim­skips fyrir fyrsta árs­fjórð­ung 2016, tíma­bilið 1. jan­úar til 31. mars (Q1), hafi haf­ist um miðjan maí og „lágu fyrstu drög fyrir þann 20. maí 2016 kl. 11:39,“ eins og orð­rétt segir í máls­at­vika­lýs­ing­unni.

Þá segir að drög hafi sýnt „mikið bætta rekstr­ar­af­komu Q1 2016, m.a. nam EBITDA 9,6 millj­ónum evra og jókst um 66,5% í sam­an­burði við Q1 2015“, og hagn­aður hafi numið 1,8 millj­ónum evra og jókst um 21,1 pró­sent í sam­an­burði við Q1 2015.

66,5 pró­sent hækkun

„Drögin breytt­ust óveru­lega fram að sam­þykkt stjórnar Eim­skips á stjórn­ar­fundi þann 26. maí 2016. Þá fyrst var reglu­vörður Eim­skips upp­lýstur um inni­hald upp­gjörs­ins og afkomutil­kynn­ingar sem inni­hélt upp­færða afkomu­spá. Þann sama dag var árs­hluta­reikn­ing­ur­inn ásamt afkomutil­kynn­ing­unni birtur í Kaup­höll. Í fyr­ir­sögn til­kynn­ing­ar­innar kemur eft­ir­far­andi fram: „EBITDA jókst um 66,5% á fyrsta árs­fjórð­ungi 2016“ og „Af­komu­spá fyrir 2016 hækkuð í 49 til 53 millj­ónir evr­a.“ Þann 28. maí 2016 hafði verð hluta­bréfa félags­ins hækkað um 12,89% frá opnun mark­aða þann 26. maí 2016,“ segir FME.

FME tók til skoð­unar hvort inn­herj­a­upp­lýs­ingar hefðu mynd­ast við upp­gjörsvinnu Eim­skips fyrir fyrsta árs­fjórð­ung 2016 sem bar að birta eins fljótt og auðið var „og á jafn­ræð­is­grund­velli, eða eftir atvikum fresta birt­ingu upp­lýs­ing­anna, í sam­ræmi við 1. og 4. mgr. 122. gr. Vvl.“

Fjármálaeftirlitið taldi ekki hafa verið farið rétt með innherjaupplýsingar.

Und­ir­bún­ingur upp­gjara í upp­námi?

Eim­skip heldur því fram að með þess­ari ákvörðun FME sé búið að setja und­ir­bún­ing upp­gjara í upp­nám. Í til­kynn­ingu félags­ins eru sér­stak­lega sett fram aðtriði sem félagið telur að sýni, að ákvörðun FME sé ekki í sam­ræmi við veru­leika skráðra félaga þegar kemur að upp­gjör­u­m. 

Þessar upp­lýs­ingar eru setta fram svona í til­kynn­ingu Eim­skipa­fé­lags­ins:

  • Birt­ing árs­hluta­upp­gjörs er hluti reglu­legrar upp­lýs­inga­skyldu, en ekki ann­arrar atviks­bund­innar upp­lýs­inga­skyldu.
  • Fjár­hags­daga­tal árs­ins 2016 lá fyrir þegar í des­em­ber 2015, um birt­ing­ar­dag þann 26. maí 2016. Sá dagur var síðan stað­festur með til­kynn­ingu 18. maí 2016.
  • Félagið upp­lýsti í febr­úar 2016 að það gerði ráð fyrir bættri afkomu sam­an­borið við fyrra ár.
  • Und­ir­bún­ingur og birt­ing rekstr­ar­upp­gjöra skráðra félaga er háð ákveðnu reglu­bundnu ferli sem krefst aðkomu stjórn­enda, end­ur­skoð­un­ar­nefndar og stjórn­ar. End­an­legt sam­þykki árs­hluta­reikn­ings er í höndum stjórnar félags­ins og hann er ekki hægt að birta fyrr en slíkt sam­þykki liggur fyr­ir.
  • Ekki er hægt að líta ein­vörð­ungu til EBITDA fram­legðar heldur verður að horfa heild­stætt á afkomu félags­ins þegar árangur er met­inn.
  • Félag­inu þykir skjóta skökku við að sekt­ar­fjár­hæð­in, 50 millj­ónir króna, er hærri en nettó aukn­ing hagn­aðar milli fyrsta árs­fjórð­ungs 2015 og 2016, sem nam um 45,4 millj­ónum króna.
  • Félagið telur ekki rétt að bein­tengja breyt­ingar á verði hluta­bréfa félags­ins í kjöl­far upp­gjörs ein­vörð­ungu við bæt­ingu á EBIT­DA, þegar aðrir þættir geta haft verð­mót­andi áhrif, s.s. upp­færð afkomu­spá, til­kynn­ingar vegna fyr­ir­hug­aðs sam­starfs við Royal Arctic Line, fyr­ir­huguð fyr­ir­tækja­kaup á árinu, flot á bréfum félags­ins, almennar vænt­ingar á mark­aði o.fl.

Félagið telur að FME sé að ganga of langt, og ætlar að fara með málið fyrir dóm­stóla, þar sem tek­ist verður á um þessi mál.



FME segir hið meint broti varða upp­lýs­inga­skyldu útgef­anda á hluta­bréfa­mark­aði, en það var framið eftir gild­is­töku laga um breyt­ingar á laga­á­kvæðum um við­ur­lög við brotum á fjár­mála­mark­aði, þar sem fjár­hæð stjórn­valds­sekta var hækkuð umtals­vert auk þess sem heim­ilt er að miða fjár­hæð­ina við allt að 10 pró­sent af heild­ar­veltu lög­að­ila. „Litið er til for­dæma með hlið­sjón af fram­an­greindri laga­breyt­ingu. Auk þess er við ákvörðun sekt­ar­fjár­hæðar tekið mið af því að brotið var framið af gáleysi og félagið hefur ekki á síð­ustu fimm árum ger­st brot­legt við ákvæði laga um verð­bréfa­við­skipt­i,“ segir FME.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None