Staðan góð en augljósir kerfisáhættuþættir

Mitt í miklu vaxtarskeiði og eignahækkunum eru farin að sjást merki um að kerfisáhættu í hagkerfinu. Einkum er það staðan á fasteignamarkaði sem gefur tilefni til þess að fylgjast þar grannt með gangi mála.

Árif ferðaþjónustu á fasteignamarkaðinn auka hættuna á frekari verðhækkunum á markaðinum, segir í Fjármálastöðugleika Seðlabankans.
Árif ferðaþjónustu á fasteignamarkaðinn auka hættuna á frekari verðhækkunum á markaðinum, segir í Fjármálastöðugleika Seðlabankans.
Auglýsing

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands, sem kom út í dag, er á það bent að þrátt fyrir að staða efna­hags­mála sé um margt jákvæð, þá séu fyrir hendi kerf­is­á­hættu­þættir sem huga beri sér­stak­lega að. 

Staða mála á fast­eigna­mark­aði er sér­stak­lega til umfjöll­un­ar, en í umfjöllun í rit­inu segir að borið hafi á því að und­an­förnu nokkur skil hafi verið milli launa­þró­unar og fast­eigna­verðs. Verðið hefur haldið áfram að hækka mikið en miðað við tölur frá því í febr­úar hækk­aði verðið um 18,6 pró­sent milli ára. Flestar spár grein­enda gera ráð fyrir áfram­hald­andi hækkun fast­eigna­verðs, í það minnsta næstu tvö árin.

Farið er að bera á miklum skorti á íbúðum með til­heyr­andi áhrifum á verð, þar sem eft­ir­spurn hefur haldið áfram að vera mik­il.

Harpa Jónsdóttir, fer fyrir fjármálastöðugleikasviði Seðlabanka Íslands.Í rit­inu segir að var­ast þurfi að draga þá ályktun að verði geti haldið áfram að hækka til langrar fram­tíð­ar, þrátt góðar horfur í hag­kerf­inu.

„Verð­hækkun íbúð­ar­hús­næðis hefur þar til síð­ustu mán­uði verið í takt við vöxt ráð­stöf­un­ar­tekna. Eigi að síður verður að hafa í huga að þótt íbúða­verð þró­ist í takt við ráð­stöf­un­ar­tekjur og aðra mik­il­væga mæli­kvarða á efna­hags­þróun er vara­samt að draga þá ályktun að af því leiði að verð­hækk­unin sé var­an­leg. Sveiflur í ráð­stöf­un­ar­tekjum geta verið tíma­bundnar og hröð hækkun þeirra getur verið ósjálf­bær. Skuld­sett fast­eigna­kaup sem mið­ast við ósjálf­bærar ráð­stöf­un­ar­tekjur geta leitt til van­skila þegar tekjur leita aftur í jafn­vægi. Hafa þarf í huga að við aðstæður svip­aðar þeim sem nú ríkja, þ.e.a.s. öran vöxt kaup­mátt­ar, vax­andi veð­rými og almennt góðar horf­ur, getur skuld­setn­ing auk­ist hratt og orðið óhóf­leg á til­tölu­lega skömmum tíma. Slíkt ýtir þá enn frekar undir verð­hækk­an­ir, einkum ef fram­boð er of treg­breyti­legt til að mark­aðs­verð leiti fljótt jafn­vægis á ný. Áhrif ferða­þjón­ustu á fast­eigna­mark­að­inn auka hætt­una á slíkri þró­un. Um þessar mundir gætu aðgerðir sem stuðla að auknu fram­boði íbúða í takt við þörf, auk aðgerða sem halda aftur af eft­ir­spurn­inni, flýtt fyrir aðlögun mark­að­ar­ins að jafn­vægi og dempað verð­sveifl­una. Þannig gætu þær á kom­andi miss­erum haldið aftur af myndun kerf­is­á­hættu vegna fast­eigna­mark­að­ar­ins,“ segir í Fjár­mála­stöð­ug­leika. 

Staða mála á fasteignamarkaði er eitt af því sem fjármálastöðugleikasvið Seðlabanka Íslands fjallar um í nýjustu skýrslu sinni. Miklar hækkanir að undanförnu, sýna að fara þurfi varalega og að kerfisáhættuþættir séu fyrir hendi. Einkum er það samdráttur í ferðaþjónustu, sem getur skapað mikinn vanda.

Skuldir lækka og hag­vöxtur mik­ill

Skuldir heim­il­anna, í hlut­falli við lands­fram­leiðslu, hafa lækkað hratt und­an­farin miss­eri. Hag­vöxtur í fyrra var um 7,2 pró­sent og var ein helsta ástæða hans mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ustu. Erlendir ferða­menn voru um 1,8 millj­ónir í fyrra en gert er ráð fyrir að þeir verði 2,3 millj­ónir á þessu ári. Fyrir fimm árum voru þeir innan við 500 þús­und svo vöxt­ur­inn hefur verið mik­ill.

Auglýsing

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika segir að nú sé farið að bera á því að hót­el, einkum í Reykja­vík, anni ekki eft­ir­spurn og hefur hið svo­nefnda deili­hag­kerfi, þar sem íbúðir eru leigðar í gegnum vef­síður eins og Air­bnb, verið að vaxa þess vegna. Nýjar reglur um útleigu íbúða tak­marka þó mögu­leika í þessum efn­um, en hámarks­tími útleigu íbúða er nú 90 dagar á ári. Í rit­inu segir að hinn mikli vöxtur í ferða­þjón­ust­unni hafi átt mik­inn þátt í hækkun fast­eigna­verðs á und­an­förnum árum. „Í febr­úar 2017 voru rúm­lega 1.500 íbúðir með virka skrán­ingu á Air­bnb á Íslandi. Þær fast­eignir eru ekki lengur í notkun sem íbúð­ar­hús­næði og hefur fram­boð þess því dreg­ist saman sem því nem­ur. Á þetta einkum við um litlar íbúðir mið­svæð­is. Eft­ir­spurn eftir íbúð­ar­hús­næði til almennra nota hefur þannig færst utar á höf­uð­borg­ar­svæðið þar sem lóða­verð er lægra og unnt að byggja hraðar og ódýrar en í grónum hverf­um. Hvort áhrif ferða­þjón­ust­unnar á íbúða­mark­að­inn verði til þess að auka áhættu í fjár­mála­kerf­inu ræðst nokkuð af því hve var­an­legur vöxt­ur­inn er. Verði bakslag í ferða­þjón­ustu gætu áhrif á íbúða­mark­að­inn orðið tölu­verð,“ segir í rit­in­u. 

Þjóð­skrá hefur fjallað um það á vef sín­um, að miðað við sögu­legar for­send­ur, þá vanti um átta þús­und íbúðir inn á markað til skapa jafn­vægi miðað við eft­ir­spurn og fólks­fjölg­un. Sam­tök sveit­ar­fé­laga hafa spáð því að 3 til 4 fjögur ár muni taka að byggja nægi­lega margar íbúðir til að jafn­vægi geti skap­ast á svæð­in­u. 

Tak­marka þarf lán í erlendri mynt

Seðla­bank­inn bendir einnig á að það gæti farið vax­andi að fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og ein­stak­lingar sæk­ist eftir lánum í erlendri mynt. Með betri lána­kjörum íslenskra banka erlend­is, geti mynd­ast hvati til að lána í erlendri mynt. Þetta telur Seðla­bank­inn var­huga­vert, og að í versta falli geti slík lán grafið undan stöð­ug­leika hag­kerf­is­ins. „Tekjur og eignir íslenskra heim­ila eru í flestum til­fellum í íslenskum krónum og því er stór hluti íslenskra heim­ila óvar­inn fyrir gjald­miðla­á­hættu. Sama á við um sveit­ar­fé­lög og inn­lend fyr­ir­tæki með tekjur og/eða eignir í krón­um. Greið­ari aðgangur íslensku bank­anna að erlendu lánsfé og batn­andi kjör gætu leitt til þess að lána­stofn­anir freist­ist til að stækka efna­hags­reikn­ing sinn og að inn­lendir aðilar sem óvarðir eru fyrir gjald­miðla­á­hættu sæki í lægri vexti. Áhættu­sækni gæti því auk­ist og verði slík lán veitt í ríkum mæli getur það grafið undan stöð­ugleika fjár­mála­kerf­is­ins,“ segir í Fjár­mála­stöð­ug­leika. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None