Refskákin um framtíð Bretlands

Hvert stefnir Bretland? Kristinn Haukur Guðnason, sagnfræðingur rýnir í stöðuna sem upp er komin vegna Brexit.

Kristinn Haukur Guðnason
breixt skotland bretland england
Auglýsing

Það ríkir 16. aldar stemn­ing í breskum stjórn­málum þessa dag­ana. Tvær kon­ur, Ther­esa May og Nicola Stur­geon bít­ast um völd og yfir­ráð á eyj­unni líkt og Elísa­bet I og María Skota­drottn­ing sem lentu saman vet­ur­inn 1569-1570. Þá virð­ast helstu fjand­menn Eng­lend­inga nú vera Spán­verjar líkt og árið 1588 þegar þeir sendu flot­ann ósigr­andi til að her­nema eyj­una. Elísa­bet stóð uppi sem sig­ur­veg­ari í báðum þessum rimmum en það er alls óvíst hvort að Ther­esu May tak­ist hið sama. Stur­geon hefur fært fram sitt fyrsta peð og nú er það May að svara.

Stur­geon spilar djarft

Flestir bjugg­ust við því að vind­ur­inn færi úr seglum Skoska Þjóð­ar­flokks­ins (SNP) með brott­hvarfi hins lit­ríka leið­toga þeirra, Alex Salmond, eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una um sjálf­stæði lands­ins þann 18. sept­em­ber árið 2014. Við taumunum tók Nicola Stur­geon sem var alger­lega óþekkt utan Skotlands og innan Skotlands talin sjarma­laus og hreint út sagt leið­in­leg. Hún hafði verið afar náinn sam­starfs­maður Salmond og flestir bjugg­ust við því að hann myndi í raun stýra flokknum í gegnum hana. Sem leið­togi stærsta flokks­ins á skoska þing­inu var hún kjörin fyrsti ráð­herra Skotlands og í því hlut­verki hefur hún sprungið út. Hún er vel sjá­an­leg og heldur þrumu­ræður sem eru bæði hríf­andi og upp­lýsand­i. 

Í sínum fyrstu kosn­ingum til breska þings­ins árið 2015 vann hún stór­sigur og flokk­ur­inn bætti við sig 50 þing­sætum og vann öll kjör­dæmi lands­ins nema 3. Salmond hafði nappað fylg­inu af Verka­manna­flokkn­um, stærsta flokki Skotlands um ára­tuga skeið, með því að stela hug­mynda­fræði þeirra og bar­áttu­málum varð­andi kjara­mál og fleira. Stur­geon fylgdi þess­ari línu en náði einnig að gera frjáls­lyndi að einni helstu hug­mynda­fræði flokks­ins. Með því að setja frjáls­lynd stefnu­mál á odd­inn, t.d. í inn­flytj­enda­mál­um, aðgreindi hún Skotland enn fremur frá Englandi þar sem íhalds­sami armur Íhalds­flokks­ins og þjóð­ern­ispópu­lista­flokk­ur­inn UKIP voru í upp­gangi. Þessi aðgrein­ing kom glögg­lega í ljósi í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni um brott­hvarf Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu (Brex­it) þann 23. júní síð­ast­lið­inn. 62% Skota kusu með áfram­hald­andi veru í Evr­ópu­sam­band­inu og í höf­uð­borg­inni Edin­borg var hlut­fallið rúm­lega 74% (hæst allra borga Bret­lands). 

Það sem gerði kosn­ing­una enn athygl­is­verð­ari var að allar 32 sýslur Skotlands kusu eins. Allt Skotland var sam­einað gegn Brexit og þar með taldi Stur­geon sig hafa umboð til þess að fara með málið áfram. Þann 13. mars til­kynnti hún form­lega að hún myndi sækj­ast eftir sam­þykki skoska þings­ins um að halda aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði.

Auglýsing

Verð­ugur and­stæð­ingur

Fáir for­sæt­is­ráð­herrar Bret­lands hafa tekið við emb­ætti í jafn slæmri stöðu og Ther­esa May sum­arið 2016, þ.e. ef und­an­skildir eru David Lloyd George og Win­ston Churchill sem tóku við í miðri heims­styrj­öld. May tók að sér það óöf­unds­verða verk­efni að leiða Brexit (sem hún sjálf var and­víg) með til­heyr­andi samn­ingum við öll aðild­ar­rík­in. Fyrir utan það að ná sem hag­stæð­ustu samn­ingum við Evr­ópu­sam­bandið beið hennar það verk­efni að lægja öldur heima­fyr­ir. 

Brexit var sam­þykkt með ein­ungis tæp­lega 52% meiri­hluta og ljóst að atkvæða­greiðslan hjó Bret­land í tvennt. Í grófum dráttum voru það ann­ars vegar  íhalds­sam­ir, minna mennt­að­ir, eldri Eng­lend­ingar í dreif­býli. Hins vegar frjáls­lynt, mennt­að, yngra fólk í stór­borgum og svæðum utan Eng­lands. Líkt og Stur­geon var May ekki tal­inn hríf­andi stjórn­mála­maður áður en hún sett­ist að í Down­ing stræti 10. Hún var inn­an­rík­is­ráð­herra um áraraðir og þótti íhalds­söm á sumum sviðum (inn­flytj­enda­mál­um, glæp­um) en frjáls­lynd á öðrum (rétt­indum sam­kyn­hneigðra). Hún hefur verið upp­nefnd “kerf­is­mann­eskja” og sökuð um að vera laus við hug­sjón­ir. 

En kannski var það einmitt það sem stuðn­ings­menn Brexit þurftu, þ.e. að fá miðju­mann­eskju en ekki blóð­heita hug­sjóna­mann­eskju til að sigla skip­inu í gegnum kom­andi ólgu­tíma. Þess vegna hefur stjórn­ar­tíð hennar byrjað vel fyrir hana sjálfa og Íhalds­flokk­inn. Per­sónu­legar vin­sældir hennar eru í hæstu hæðum (meira að segja í Skotlandi) en  Verka­manna­flokk­ur­inn og Frjáls­lyndir Demókratar eru í mol­um. Að öllum lík­indum munu Íhalds­menn bæta veru­lega við sig í næstu þing­kosn­ing­um, sem verður mögu­lega flýtt til að styrkja umboð May. Eina raun­veru­lega ógnin við stjórn hennar er því Skoski Þjóð­ar­flokk­ur­inn og leið­togi þeirra, Nicola Stur­ge­on.Störu­keppni í Glas­gow

Strax eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una um útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu var farið að tala um að það þyrfti að end­ur­taka atkvæða­greiðsl­una um sjálf­stæði Skotlands. Flestir Skotar bjugg­ust ekki við að sjá aðra atkvæða­greiðslu fyrr en eftir marga ára­tugi en nú var ljóst að for­send­urnar höfðu breyst umtals­vert. Vilji Eng­lands og Skotlands fór ekki saman og margir Skotar litu svo á að Eng­lend­ingar væru að draga þá nauð­uga út úr Evr­ópu­sam­starf­inu. Eftir sem leið á haustið urðu þær raddir sífellt hávær­ari að kjósa þyrfti aft­ur, fyrr en seinna, og Stur­geon tók heils­hugar undir þann mál­stað. Stur­geon segir nú að Bret­land stefni í “hart Brex­it”, þ.e. að landið fái ekki neinn aðgang að innri mark­aði Evr­ópu, og að Skotar sem þjóð verði að hafa val­kost milli þeirrar leiðar og að vera sjálf­stæðir í Evr­ópu. May bregst við með því að segja að önnur atkvæða­greiðsla um sjálf­stæði Skotlands sé alls ekki tíma­bær. 

Athyglin verði að vera á Brex­it-­samn­ing­unum sjálfum og Bretar verði að standa þétt saman í þeim til að tryggja bestu útkom­una. Stur­geon stefnir á að halda aðra atkvæða­greiðslu síðla árs 2018 eða snemma árs 2019, áður en að Bretar gangi út. En May segir að samn­ing­arnir munu taka langan tíma og Skotlands­málið geti tafið þá enn frek­ar. Allur efi um grund­völl Stóra Bret­lands sem sam­ein­aðs ríkis myndi gera samn­inga­um­leit­anir óhugs­andi

„Það er nú aug­ljóst að eina tak­mark SNP síðan í júní hefur verið að nota Brexit sem fyr­ir­slátt til að halda aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæð­i.“

Stur­geon og May fund­uðu á hót­eli í Glas­gow þann 27. mars síð­ast­lið­inn í um það bil klukku­stund. Þrúg­andi and­rúms­loft var á fund­inum og ekk­ert kom út úr honum annað en stað­fest­ing á þeirri stöðu sem upp var kom­in. Eftir fund­inn sagði May Brexit vera tæki­færi fyrir þjóðir Stóra Bret­lands að styrkja böndin en Stur­geon sagð­ist pirruð á því að May hlust­aði ekki á kröfur Skota. Degi seinna var til­laga Stur­geon um aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði sam­þykkt á skoska þing­inu með 69 atkvæðum gegn 59.

Flókið enda­tafl

Vandi Nicolu Stur­geon er fólg­inn í því að sam­þykki skoska þings­ins er ekki næg­ur. Hún þarf einnig að fá sam­þykki frá breska þing­inu í West­min­st­er. Vandi May er annar og meiri, þ.e. hvernig þessu verður svar­að. David Mundell, Skotlands­mála­ráð­herra Íhalds­stjórn­ar­inn­ar, hefur sagt að önnur atkvæða­greiðsla um sjálf­stæði myndi ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi á næsta ára­tug, eftir að Brexit væri til lykta leitt. En það er hins vegar áhætta að segja ein­fald­lega: “Nei, ekki núna” við skoska þing­ið. Að gera lítið úr vilja skoska þings­ins gæti komið í bakið á West­min­ster því að Stur­geon myndi hik­laust nota höfn­un­ina sem vopn heima­fyr­ir. Íhalds­stjórnin er því smeyk við að styggja ekki Skota um of og efla þar með þjóð­ern­is­kennd þeirra.

Ther­esa May gæti hins vegar ákveðið að segja ein­fald­lega já og krossa fingur því að það er langt því frá gefið að Skotar sam­þykki að yfir­gefa Stóra Bret­land í annarri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Árið 2014 kusu rúm 55% með áfram­hald­andi veru í Stóra Bret­landi en tæp 45% með sjálf­stæði. Ein­ungis 4 sýslur kusu með sjálf­stæði og þar var Glas­gow, fjöl­menn­asta borg lands­ins, veiga­mest. Þetta var þó mun jafn­ara en búist hafði verið við því að um langt skeið mæld­ist stuðn­ingur við sjálf­stæði ein­ungis um þriðj­ungur í skoð­ana­könn­un­um. Nú mælist stuðn­ingur við sjálf­stæði yfir­leitt á bil­inu 40-45% en Stur­geon treystir á að hann hækki í aðdrag­anda atkvæða­greiðsl­unnar líkt og gerð­ist árið 2014 og fari þá yfir 50%. 

Líkt og 2014 flækja Evr­ópu­málin hins vegar mynd­ina og þar koma Spán­verjar inn. Spán­verjar væru hik­andi við að hleypa Skotum strax inn í Evr­ópu­sam­bandið í ljósi þeirra eigin stöðu með Kata­lón­íu. Ef Skotar fengju sjálf­stæði gæti EFTA aðild hins vegar verið mögu­leiki fyrir þá. Spán­verjar eru þó ekki aðeins að vefj­ast fyrir Stur­geon því að eftir Brexit hafa þeir ítrekað kröfur sínar á Gíbralt­ar­-höfða. Á Gíbraltar kusu ein­ungis 4% með Brexit en Bretar hafa verið harðir á því að sleppa þó ekki tak­inu af höfð­an­um. Það hefur meira að segja verið talað um að beita hernum gegn Spán­verjum í því sam­heng­i. 

Eitt helsta vanda­mál sem Ther­esa May stendur frammi fyrir varð­andi mögu­lega atkvæða­greiðslu um sjálf­stæði Skotland er að finna leið­toga til að berj­ast fyrir sínum mál­stað. Hún sjálf er ekki skosk og það yrði feigð­ar­flan að velja eigin flokks­menn. Því þyrfti hún að stóla á Verka­manna­flokk­inn sem er þó mun lemstraðri nú en hann var árið 2014. Fyrrum fjár­mála­ráð­herr­ann Alistair Dar­l­ing stýrði bar­átt­unni árið 2014 en nú hefur tveimur gam­al­grónum nöfnum verið velt upp, þ.e. fyrrum for­sæt­is­ráð­herr­unum Tony Blair og Gor­don Brown. Þeir hafa báðir sagt nýlega að þeir styðji áfram­hald­andi veru Skotlands í Stóra Bret­landi en spurn­ingin er hvort þeir hafi ennþá nægi­lega vigt til að takast á við Nicolu Stur­ge­on.

Fleiri vilja tefla

Skotland og Gíbralt­ar­-höfði eru ekki einu lömbin sem Ther­esa May þarf að halda innan girð­ing­ar. Aðeins nokkrum klukku­tímum eftir að Nicola Stur­geon lýsti því yfir að Skotar myndu fara fram á atkvæða­greiðslu gerði Michelle O´Neill, leið­togi Sinn Fein í Norður Írlandi, slíkt hið sama. Líkt og Skotland kaus Norður Írland gegn Brexit með um 56% atkvæða. O´Neill seg­ir:

„Brexit verður stór­slys fyrir efna­hag­inn, og stór­slys fyrir fólk Írlands. Breska stjórnin neitar að hlusta á meiri­hlut­ann og neitar að standa við skuld­bind­ingar sínar og samn­inga.“

Sam­kvæmt frið­ar­samn­ingum frá árinu 1998 hafa Norður Írar val um að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um að ganga út úr Stóra Bret­landi. En ein­ungis ef fyr­ir­séð er að almennur þjóð­ar­vilji sé fyrir því (sem hefur ekki verið sjá­an­legur í skoð­ana­könn­unum hingað til). Staða Norður Írlands er þó nokkuð tölu­vert ólík stöðu Skotlands. Þær sýslur sem eru að mestu byggðar Bretum kusu með Brexit en írsku sýsl­urnar kusu gegn. Þá er það ekki tak­mark Sinn Fein og ann­arra þjóð­ern­is­sinn­aðra flokka að Norður Írland verði sjálf­stæð þjóð, heldur að landið gangi inn í Írland og kom­ist þar með aftur inn í Evr­ópu­sam­band­ið.

Eftir Brex­it-­kosn­ing­una eru sífellt fleiri farnir að tala um sjálf­stæða Lund­úni þar sem um 60% íbú­anna kusu með áfram­hald­andi aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. “Londependence” heitir hreyf­ingin og virð­ist í fyrstu frá­leit ólíkt máli Skotlands, Norður Írlands og Gíbraltar sem eiga öll sína fána og fót­boltalands­lið. En hún er þó ekki ný af nál­inni og  Londependence-­sinnar líta fyrst og fremst til Singapúr sem fyr­ir­myndar að sjálf­stæðu borg­ríki Lund­úna. Helsti tals­mað­ur­inn er hinn ungi David Lammy, fyrrum menn­ing­ar­mála­ráð­herra Bret­lands. Hann telur allar for­sendur til staðar fyrir sjálf­stæði borg­ar­innar og bein­tengir kröf­una við bar­áttu Skota nú. Í Lund­únum búa rúm­lega 8 millj­ónir íbúa, 3 millj­ónum fleiri en í Skotlandi, og efna­hag­ur­inn er um tvö­falt stærri.

Tæp­lega 200.000 und­ir­skriftir hafa safn­ast á net­inu til stuðn­ings hug­mynd­inni en hún hefur þó enn ekki víð­tæka skírskot­un. Að sleppa tak­inu á höf­uð­borg­inni er senni­lega það síð­asta sem Ther­esu May dytti í hug að gera. Upp­gangur hreyf­ing­ar­innar er þó gott dæmi um það hversu mikið róstur er komið á í bresku sam­fé­lagi eftir Brexit atkvæða­greiðsl­una.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None