Refskákin um framtíð Bretlands

Hvert stefnir Bretland? Kristinn Haukur Guðnason, sagnfræðingur rýnir í stöðuna sem upp er komin vegna Brexit.

Kristinn Haukur Guðnason
breixt skotland bretland england
Auglýsing

Það ríkir 16. aldar stemn­ing í breskum stjórn­málum þessa dag­ana. Tvær kon­ur, Ther­esa May og Nicola Stur­geon bít­ast um völd og yfir­ráð á eyj­unni líkt og Elísa­bet I og María Skota­drottn­ing sem lentu saman vet­ur­inn 1569-1570. Þá virð­ast helstu fjand­menn Eng­lend­inga nú vera Spán­verjar líkt og árið 1588 þegar þeir sendu flot­ann ósigr­andi til að her­nema eyj­una. Elísa­bet stóð uppi sem sig­ur­veg­ari í báðum þessum rimmum en það er alls óvíst hvort að Ther­esu May tak­ist hið sama. Stur­geon hefur fært fram sitt fyrsta peð og nú er það May að svara.

Stur­geon spilar djarft

Flestir bjugg­ust við því að vind­ur­inn færi úr seglum Skoska Þjóð­ar­flokks­ins (SNP) með brott­hvarfi hins lit­ríka leið­toga þeirra, Alex Salmond, eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una um sjálf­stæði lands­ins þann 18. sept­em­ber árið 2014. Við taumunum tók Nicola Stur­geon sem var alger­lega óþekkt utan Skotlands og innan Skotlands talin sjarma­laus og hreint út sagt leið­in­leg. Hún hafði verið afar náinn sam­starfs­maður Salmond og flestir bjugg­ust við því að hann myndi í raun stýra flokknum í gegnum hana. Sem leið­togi stærsta flokks­ins á skoska þing­inu var hún kjörin fyrsti ráð­herra Skotlands og í því hlut­verki hefur hún sprungið út. Hún er vel sjá­an­leg og heldur þrumu­ræður sem eru bæði hríf­andi og upp­lýsand­i. 

Í sínum fyrstu kosn­ingum til breska þings­ins árið 2015 vann hún stór­sigur og flokk­ur­inn bætti við sig 50 þing­sætum og vann öll kjör­dæmi lands­ins nema 3. Salmond hafði nappað fylg­inu af Verka­manna­flokkn­um, stærsta flokki Skotlands um ára­tuga skeið, með því að stela hug­mynda­fræði þeirra og bar­áttu­málum varð­andi kjara­mál og fleira. Stur­geon fylgdi þess­ari línu en náði einnig að gera frjáls­lyndi að einni helstu hug­mynda­fræði flokks­ins. Með því að setja frjáls­lynd stefnu­mál á odd­inn, t.d. í inn­flytj­enda­mál­um, aðgreindi hún Skotland enn fremur frá Englandi þar sem íhalds­sami armur Íhalds­flokks­ins og þjóð­ern­ispópu­lista­flokk­ur­inn UKIP voru í upp­gangi. Þessi aðgrein­ing kom glögg­lega í ljósi í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni um brott­hvarf Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu (Brex­it) þann 23. júní síð­ast­lið­inn. 62% Skota kusu með áfram­hald­andi veru í Evr­ópu­sam­band­inu og í höf­uð­borg­inni Edin­borg var hlut­fallið rúm­lega 74% (hæst allra borga Bret­lands). 

Það sem gerði kosn­ing­una enn athygl­is­verð­ari var að allar 32 sýslur Skotlands kusu eins. Allt Skotland var sam­einað gegn Brexit og þar með taldi Stur­geon sig hafa umboð til þess að fara með málið áfram. Þann 13. mars til­kynnti hún form­lega að hún myndi sækj­ast eftir sam­þykki skoska þings­ins um að halda aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði.

Auglýsing

Verð­ugur and­stæð­ingur

Fáir for­sæt­is­ráð­herrar Bret­lands hafa tekið við emb­ætti í jafn slæmri stöðu og Ther­esa May sum­arið 2016, þ.e. ef und­an­skildir eru David Lloyd George og Win­ston Churchill sem tóku við í miðri heims­styrj­öld. May tók að sér það óöf­unds­verða verk­efni að leiða Brexit (sem hún sjálf var and­víg) með til­heyr­andi samn­ingum við öll aðild­ar­rík­in. Fyrir utan það að ná sem hag­stæð­ustu samn­ingum við Evr­ópu­sam­bandið beið hennar það verk­efni að lægja öldur heima­fyr­ir. 

Brexit var sam­þykkt með ein­ungis tæp­lega 52% meiri­hluta og ljóst að atkvæða­greiðslan hjó Bret­land í tvennt. Í grófum dráttum voru það ann­ars vegar  íhalds­sam­ir, minna mennt­að­ir, eldri Eng­lend­ingar í dreif­býli. Hins vegar frjáls­lynt, mennt­að, yngra fólk í stór­borgum og svæðum utan Eng­lands. Líkt og Stur­geon var May ekki tal­inn hríf­andi stjórn­mála­maður áður en hún sett­ist að í Down­ing stræti 10. Hún var inn­an­rík­is­ráð­herra um áraraðir og þótti íhalds­söm á sumum sviðum (inn­flytj­enda­mál­um, glæp­um) en frjáls­lynd á öðrum (rétt­indum sam­kyn­hneigðra). Hún hefur verið upp­nefnd “kerf­is­mann­eskja” og sökuð um að vera laus við hug­sjón­ir. 

En kannski var það einmitt það sem stuðn­ings­menn Brexit þurftu, þ.e. að fá miðju­mann­eskju en ekki blóð­heita hug­sjóna­mann­eskju til að sigla skip­inu í gegnum kom­andi ólgu­tíma. Þess vegna hefur stjórn­ar­tíð hennar byrjað vel fyrir hana sjálfa og Íhalds­flokk­inn. Per­sónu­legar vin­sældir hennar eru í hæstu hæðum (meira að segja í Skotlandi) en  Verka­manna­flokk­ur­inn og Frjáls­lyndir Demókratar eru í mol­um. Að öllum lík­indum munu Íhalds­menn bæta veru­lega við sig í næstu þing­kosn­ing­um, sem verður mögu­lega flýtt til að styrkja umboð May. Eina raun­veru­lega ógnin við stjórn hennar er því Skoski Þjóð­ar­flokk­ur­inn og leið­togi þeirra, Nicola Stur­ge­on.Störu­keppni í Glas­gow

Strax eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una um útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu var farið að tala um að það þyrfti að end­ur­taka atkvæða­greiðsl­una um sjálf­stæði Skotlands. Flestir Skotar bjugg­ust ekki við að sjá aðra atkvæða­greiðslu fyrr en eftir marga ára­tugi en nú var ljóst að for­send­urnar höfðu breyst umtals­vert. Vilji Eng­lands og Skotlands fór ekki saman og margir Skotar litu svo á að Eng­lend­ingar væru að draga þá nauð­uga út úr Evr­ópu­sam­starf­inu. Eftir sem leið á haustið urðu þær raddir sífellt hávær­ari að kjósa þyrfti aft­ur, fyrr en seinna, og Stur­geon tók heils­hugar undir þann mál­stað. Stur­geon segir nú að Bret­land stefni í “hart Brex­it”, þ.e. að landið fái ekki neinn aðgang að innri mark­aði Evr­ópu, og að Skotar sem þjóð verði að hafa val­kost milli þeirrar leiðar og að vera sjálf­stæðir í Evr­ópu. May bregst við með því að segja að önnur atkvæða­greiðsla um sjálf­stæði Skotlands sé alls ekki tíma­bær. 

Athyglin verði að vera á Brex­it-­samn­ing­unum sjálfum og Bretar verði að standa þétt saman í þeim til að tryggja bestu útkom­una. Stur­geon stefnir á að halda aðra atkvæða­greiðslu síðla árs 2018 eða snemma árs 2019, áður en að Bretar gangi út. En May segir að samn­ing­arnir munu taka langan tíma og Skotlands­málið geti tafið þá enn frek­ar. Allur efi um grund­völl Stóra Bret­lands sem sam­ein­aðs ríkis myndi gera samn­inga­um­leit­anir óhugs­andi

„Það er nú aug­ljóst að eina tak­mark SNP síðan í júní hefur verið að nota Brexit sem fyr­ir­slátt til að halda aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæð­i.“

Stur­geon og May fund­uðu á hót­eli í Glas­gow þann 27. mars síð­ast­lið­inn í um það bil klukku­stund. Þrúg­andi and­rúms­loft var á fund­inum og ekk­ert kom út úr honum annað en stað­fest­ing á þeirri stöðu sem upp var kom­in. Eftir fund­inn sagði May Brexit vera tæki­færi fyrir þjóðir Stóra Bret­lands að styrkja böndin en Stur­geon sagð­ist pirruð á því að May hlust­aði ekki á kröfur Skota. Degi seinna var til­laga Stur­geon um aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði sam­þykkt á skoska þing­inu með 69 atkvæðum gegn 59.

Flókið enda­tafl

Vandi Nicolu Stur­geon er fólg­inn í því að sam­þykki skoska þings­ins er ekki næg­ur. Hún þarf einnig að fá sam­þykki frá breska þing­inu í West­min­st­er. Vandi May er annar og meiri, þ.e. hvernig þessu verður svar­að. David Mundell, Skotlands­mála­ráð­herra Íhalds­stjórn­ar­inn­ar, hefur sagt að önnur atkvæða­greiðsla um sjálf­stæði myndi ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi á næsta ára­tug, eftir að Brexit væri til lykta leitt. En það er hins vegar áhætta að segja ein­fald­lega: “Nei, ekki núna” við skoska þing­ið. Að gera lítið úr vilja skoska þings­ins gæti komið í bakið á West­min­ster því að Stur­geon myndi hik­laust nota höfn­un­ina sem vopn heima­fyr­ir. Íhalds­stjórnin er því smeyk við að styggja ekki Skota um of og efla þar með þjóð­ern­is­kennd þeirra.

Ther­esa May gæti hins vegar ákveðið að segja ein­fald­lega já og krossa fingur því að það er langt því frá gefið að Skotar sam­þykki að yfir­gefa Stóra Bret­land í annarri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Árið 2014 kusu rúm 55% með áfram­hald­andi veru í Stóra Bret­landi en tæp 45% með sjálf­stæði. Ein­ungis 4 sýslur kusu með sjálf­stæði og þar var Glas­gow, fjöl­menn­asta borg lands­ins, veiga­mest. Þetta var þó mun jafn­ara en búist hafði verið við því að um langt skeið mæld­ist stuðn­ingur við sjálf­stæði ein­ungis um þriðj­ungur í skoð­ana­könn­un­um. Nú mælist stuðn­ingur við sjálf­stæði yfir­leitt á bil­inu 40-45% en Stur­geon treystir á að hann hækki í aðdrag­anda atkvæða­greiðsl­unnar líkt og gerð­ist árið 2014 og fari þá yfir 50%. 

Líkt og 2014 flækja Evr­ópu­málin hins vegar mynd­ina og þar koma Spán­verjar inn. Spán­verjar væru hik­andi við að hleypa Skotum strax inn í Evr­ópu­sam­bandið í ljósi þeirra eigin stöðu með Kata­lón­íu. Ef Skotar fengju sjálf­stæði gæti EFTA aðild hins vegar verið mögu­leiki fyrir þá. Spán­verjar eru þó ekki aðeins að vefj­ast fyrir Stur­geon því að eftir Brexit hafa þeir ítrekað kröfur sínar á Gíbralt­ar­-höfða. Á Gíbraltar kusu ein­ungis 4% með Brexit en Bretar hafa verið harðir á því að sleppa þó ekki tak­inu af höfð­an­um. Það hefur meira að segja verið talað um að beita hernum gegn Spán­verjum í því sam­heng­i. 

Eitt helsta vanda­mál sem Ther­esa May stendur frammi fyrir varð­andi mögu­lega atkvæða­greiðslu um sjálf­stæði Skotland er að finna leið­toga til að berj­ast fyrir sínum mál­stað. Hún sjálf er ekki skosk og það yrði feigð­ar­flan að velja eigin flokks­menn. Því þyrfti hún að stóla á Verka­manna­flokk­inn sem er þó mun lemstraðri nú en hann var árið 2014. Fyrrum fjár­mála­ráð­herr­ann Alistair Dar­l­ing stýrði bar­átt­unni árið 2014 en nú hefur tveimur gam­al­grónum nöfnum verið velt upp, þ.e. fyrrum for­sæt­is­ráð­herr­unum Tony Blair og Gor­don Brown. Þeir hafa báðir sagt nýlega að þeir styðji áfram­hald­andi veru Skotlands í Stóra Bret­landi en spurn­ingin er hvort þeir hafi ennþá nægi­lega vigt til að takast á við Nicolu Stur­ge­on.

Fleiri vilja tefla

Skotland og Gíbralt­ar­-höfði eru ekki einu lömbin sem Ther­esa May þarf að halda innan girð­ing­ar. Aðeins nokkrum klukku­tímum eftir að Nicola Stur­geon lýsti því yfir að Skotar myndu fara fram á atkvæða­greiðslu gerði Michelle O´Neill, leið­togi Sinn Fein í Norður Írlandi, slíkt hið sama. Líkt og Skotland kaus Norður Írland gegn Brexit með um 56% atkvæða. O´Neill seg­ir:

„Brexit verður stór­slys fyrir efna­hag­inn, og stór­slys fyrir fólk Írlands. Breska stjórnin neitar að hlusta á meiri­hlut­ann og neitar að standa við skuld­bind­ingar sínar og samn­inga.“

Sam­kvæmt frið­ar­samn­ingum frá árinu 1998 hafa Norður Írar val um að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um að ganga út úr Stóra Bret­landi. En ein­ungis ef fyr­ir­séð er að almennur þjóð­ar­vilji sé fyrir því (sem hefur ekki verið sjá­an­legur í skoð­ana­könn­unum hingað til). Staða Norður Írlands er þó nokkuð tölu­vert ólík stöðu Skotlands. Þær sýslur sem eru að mestu byggðar Bretum kusu með Brexit en írsku sýsl­urnar kusu gegn. Þá er það ekki tak­mark Sinn Fein og ann­arra þjóð­ern­is­sinn­aðra flokka að Norður Írland verði sjálf­stæð þjóð, heldur að landið gangi inn í Írland og kom­ist þar með aftur inn í Evr­ópu­sam­band­ið.

Eftir Brex­it-­kosn­ing­una eru sífellt fleiri farnir að tala um sjálf­stæða Lund­úni þar sem um 60% íbú­anna kusu með áfram­hald­andi aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. “Londependence” heitir hreyf­ingin og virð­ist í fyrstu frá­leit ólíkt máli Skotlands, Norður Írlands og Gíbraltar sem eiga öll sína fána og fót­boltalands­lið. En hún er þó ekki ný af nál­inni og  Londependence-­sinnar líta fyrst og fremst til Singapúr sem fyr­ir­myndar að sjálf­stæðu borg­ríki Lund­úna. Helsti tals­mað­ur­inn er hinn ungi David Lammy, fyrrum menn­ing­ar­mála­ráð­herra Bret­lands. Hann telur allar for­sendur til staðar fyrir sjálf­stæði borg­ar­innar og bein­tengir kröf­una við bar­áttu Skota nú. Í Lund­únum búa rúm­lega 8 millj­ónir íbúa, 3 millj­ónum fleiri en í Skotlandi, og efna­hag­ur­inn er um tvö­falt stærri.

Tæp­lega 200.000 und­ir­skriftir hafa safn­ast á net­inu til stuðn­ings hug­mynd­inni en hún hefur þó enn ekki víð­tæka skírskot­un. Að sleppa tak­inu á höf­uð­borg­inni er senni­lega það síð­asta sem Ther­esu May dytti í hug að gera. Upp­gangur hreyf­ing­ar­innar er þó gott dæmi um það hversu mikið róstur er komið á í bresku sam­fé­lagi eftir Brexit atkvæða­greiðsl­una.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None