Ríkissjóður ætlar að lána Vaðlaheiðargöngum allt að 4,7 milljarða í viðbót

Ríkið samþykkti að lána 8,7 milljarða til Vaðlaheiðarganga þegar ráðist var í verkefnið. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt að hækka heimild til lána til gerðar ganganna um 4,7 milljarða. Ráðist verður í úttekt til að kanna hvað fór úrskeiðis.

Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hafa tafist mikið og eru komnar langt fram úr fjárheimildum.
Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hafa tafist mikið og eru komnar langt fram úr fjárheimildum.
Auglýsing

Rík­is­sjóður mun koma áfram að gerð Vaðla­heið­ar­ganga sem lán­veit­andi eða með öðrum hætti. Fyrir Alþingi verður lagt eins fljótt og unnt er frum­varp til breyt­inga á lögum um Vaðla­heiða­göng sem kveða á um að fjár­hæða­heim­ild lag­anna veðri hækkuð um allt að 4,7 millj­arða króna miðað við verð­lag í lok árs 2016. Auk þess verði gert úttekt á Vaðla­heið­ar­ganga­verk­efn­inu og því sem fór úrskeið­is. Þetta kemur fram í bókun sem sam­þykkt var á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Íslenska ríkið ákvað á árunum 2009 og 2010 að kanna að ráð­ist yrði í gerð Vaðla­heið­ar­ganga í einka­fram­kvæmd. Leitað var til íslenskra líf­eyr­is­sjóða um að koma að fjár­mögnun verk­efn­is­ins en ekki náð­ist saman um slíkt. Því ákvað þáver­andi rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna að verk­efnið yrði fjár­magnað af rík­is­sjóði til skamms tíma en síðar yrði leitað á almennan markað að lang­tíma­fjár­mögn­un. Verk­efnið átti að verða aðlandi fyrir fjár­festa m.a. vegna þess að fjár­mögn­unin átti að verða rekstr­ar­lega sjálf­bær með inn­heimtu veggjalds.

Í júní 2012 sam­þykkti Alþingi svo lög um gerð jarð­ganga undir Vaðla­heiði. Í þeim fólst að rík­is­sjóður gat lánað allt að 8,7 millj­arða króna til verk­efn­is­ins, á því verð­lagi sem var í lok árs 2011. Vextir á lán­unum voru allt að 3,7 pró­sent og átti það fé að duga fyrir stofn­kostn­aði. Sér­stakt félag var stofnað utan um fram­kvæmd­ina, Vaðla­heið­ar­göng ehf. Meiri­hluta­eig­andi þess félags er Greið leið ehf. í eigu Akur­eyr­ar­bæj­ar, fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins KEA og Útgerð­ar­fé­lags Akur­eyr­inga. Minni­hluta­eig­andi í félag­inu er Vega­gerð­in. Gert var ráð fyrir að fram­kvæmdum yrði lokið í árs­lok 2016 og að ganga­gröftur myndi klár­ast í sept­em­ber 2015.

Auglýsing

Mikil vand­ræði hafa hins vegar orðið á meðan að á fram­kvæmd­inni hefur staðið vegna erf­iðra jarð­laga og inn­rennsli á bæði heitu og köldu vatni. Betur hefur gengið að und­an­förnu og sam­kvæmt minn­is­blaði sem Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram í rík­is­stjórn á í morgun var búið að klára um 97 pró­sent af greftri gang­anna í lok mars. Þegar er búið að grafa 7 kíló­metra af 7,2 kíló­metra heild­ar­lengd þeirra.

Rík­is­stjórn sam­þykkir frek­ari lán­veit­ingar

Í mars var greint frá því að það vant­aði umtals­vert fé til að klára gerð Vaðla­heið­ar­ganga. Bene­dikt sagði þá að hann myndi beita sér fyrir því að ríkið myndi lána meira fé í fram­kvæmd­ina en að hann teldi ekki úti­lokað að eig­endur Greiðrar leiðar kæmu að slíkri fjár­mögn­un. Þeir höfn­uðu því hins vegar algjör­lega, en þeir hafa þegar lagt fram 236 millj­ónir króna í eigið fé inn í félag­ið.Benedikt Jóhannesson lagði fram minnisblað um framkvæmd Vaðlaheiðarganga á ríkisstjórnarfundi í morgun. MYND: Birgir Þór HarðarsonÞess vegna hefur rík­is­stjórnin nú ákveðið að hækka láns­heim­ild Vaðla­heið­ar­ganga um allt að 4,7 millj­arða króna. Í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem lagt var fyrir rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un, segir : „Gera má ráð fyrir að sú óvissa sem ein­kennt hefur ganga­gröft­inn hverfi að mestu við gegn­umslagið sem verður vænt­an­lega á næstu vik­um. Í upp­haf­legum áætl­unum félags­ins var gert ráð fyrir  að ófyr­ir­séður kostn­aður gæti numið allt að 7% af fram­kvæmda­á­ætlun og var það hlut­fall byggt á upp­lýs­ingum frá Vega­gerð­inni. Áætl­aður umfram­kostn­aður vegna fyrr­greindra tafa nemur hins vegar um 44% af áætl­uðum stofn­fram­kvæmda­kostn­aði miðað við verð­lag upp­haf­legrar lán­veit­ing­ar. Við­bót­ar­fjár­þörf nemur því um  4.7 millj­örðum króna m.v. verð­lag og stöðu láns í lok árs 2016.

Fyrir liggur að hlut­hafar Vaðla­heið­ar­ganga hf. hafa á aðal­fundi félags­ins hafnað því að leggja félag­inu til aukið hlutafé til að standa undir fram­an­greindum auka­kostn­aði. Ljóst er að verði fram­kvæmd­inni ekki að fullu lokið kann rík­is­sjóður sem lán­veit­andi að skað­ast auk þess sem göngin sem nán­ast eru full­grafin munu ekki skila þeim sam­fé­lags­lega ávinn­ingi sem stefnt var að.  Að mati fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins er hag­felld­ast fyrir ríkið að verk­efn­inu verði lokið og það verði síðan skoðað í fram­hald­inu hvernig best verður að haga fram­tíð­ar­fjár­mögnun þeirra eftir að öll óvissa er frá og reynsla verður kom­inn á rekstur þeirra.

Rík­is­á­byrgða­sjóði var af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu falið að gera umsögn um slíka við­bót­ar­lán­veit­ingu til félags­ins til að unnt sé að ljúka verk­efn­inu.  Í umsögn sjóðs­ins kemur í meg­in­at­riðum fram að hann telji rétt úr því sem komið er að sam­þykkja slíkt við­bót­ar­lán til félags­ins.

Ljóst er að öll óvissa um greiðslu­getu félags­ins mun hafa áhrif á verk­taka fram­kvæmd­ar­inn­ar. Gera má ráð fyrir að þeir muni sjá sig knúna til að bregð­ast við slíkri stöðu með ein­hverjum hætti telji þeir hættu á að ekki náist að full­fjár­magna það sem eftir stendur af verk­inu.

Til að unnt sé að lána félag­inu umrædda fjár­hæð þarf að breyta fjár­hæð­ar­mörkum laga nr.  48/2012, um heim­ild til að fjár­magna gerð umræddra ganga undir Vaðla­heiði.  Við lög­fest­ingu breyt­ing­anna mun ríkið geta gert við­auka­samn­ing við félagið um slíka lán­veit­ing­u.“

Í sam­ræmi við þetta sam­þykkti rík­is­stjórnin að leggja fram frum­varp til að hækka mögu­lega lán­veit­ingu til verk­efn­is­ins um 4,7 millj­arða króna og að gera úttekt á verk­efn­inu til að kanna hvað hafi farið úrskeið­is.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None