Ríkissjóður ætlar að lána Vaðlaheiðargöngum allt að 4,7 milljarða í viðbót

Ríkið samþykkti að lána 8,7 milljarða til Vaðlaheiðarganga þegar ráðist var í verkefnið. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt að hækka heimild til lána til gerðar ganganna um 4,7 milljarða. Ráðist verður í úttekt til að kanna hvað fór úrskeiðis.

Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hafa tafist mikið og eru komnar langt fram úr fjárheimildum.
Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hafa tafist mikið og eru komnar langt fram úr fjárheimildum.
Auglýsing

Rík­is­sjóður mun koma áfram að gerð Vaðla­heið­ar­ganga sem lán­veit­andi eða með öðrum hætti. Fyrir Alþingi verður lagt eins fljótt og unnt er frum­varp til breyt­inga á lögum um Vaðla­heiða­göng sem kveða á um að fjár­hæða­heim­ild lag­anna veðri hækkuð um allt að 4,7 millj­arða króna miðað við verð­lag í lok árs 2016. Auk þess verði gert úttekt á Vaðla­heið­ar­ganga­verk­efn­inu og því sem fór úrskeið­is. Þetta kemur fram í bókun sem sam­þykkt var á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Íslenska ríkið ákvað á árunum 2009 og 2010 að kanna að ráð­ist yrði í gerð Vaðla­heið­ar­ganga í einka­fram­kvæmd. Leitað var til íslenskra líf­eyr­is­sjóða um að koma að fjár­mögnun verk­efn­is­ins en ekki náð­ist saman um slíkt. Því ákvað þáver­andi rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna að verk­efnið yrði fjár­magnað af rík­is­sjóði til skamms tíma en síðar yrði leitað á almennan markað að lang­tíma­fjár­mögn­un. Verk­efnið átti að verða aðlandi fyrir fjár­festa m.a. vegna þess að fjár­mögn­unin átti að verða rekstr­ar­lega sjálf­bær með inn­heimtu veggjalds.

Í júní 2012 sam­þykkti Alþingi svo lög um gerð jarð­ganga undir Vaðla­heiði. Í þeim fólst að rík­is­sjóður gat lánað allt að 8,7 millj­arða króna til verk­efn­is­ins, á því verð­lagi sem var í lok árs 2011. Vextir á lán­unum voru allt að 3,7 pró­sent og átti það fé að duga fyrir stofn­kostn­aði. Sér­stakt félag var stofnað utan um fram­kvæmd­ina, Vaðla­heið­ar­göng ehf. Meiri­hluta­eig­andi þess félags er Greið leið ehf. í eigu Akur­eyr­ar­bæj­ar, fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins KEA og Útgerð­ar­fé­lags Akur­eyr­inga. Minni­hluta­eig­andi í félag­inu er Vega­gerð­in. Gert var ráð fyrir að fram­kvæmdum yrði lokið í árs­lok 2016 og að ganga­gröftur myndi klár­ast í sept­em­ber 2015.

Auglýsing

Mikil vand­ræði hafa hins vegar orðið á meðan að á fram­kvæmd­inni hefur staðið vegna erf­iðra jarð­laga og inn­rennsli á bæði heitu og köldu vatni. Betur hefur gengið að und­an­förnu og sam­kvæmt minn­is­blaði sem Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram í rík­is­stjórn á í morgun var búið að klára um 97 pró­sent af greftri gang­anna í lok mars. Þegar er búið að grafa 7 kíló­metra af 7,2 kíló­metra heild­ar­lengd þeirra.

Rík­is­stjórn sam­þykkir frek­ari lán­veit­ingar

Í mars var greint frá því að það vant­aði umtals­vert fé til að klára gerð Vaðla­heið­ar­ganga. Bene­dikt sagði þá að hann myndi beita sér fyrir því að ríkið myndi lána meira fé í fram­kvæmd­ina en að hann teldi ekki úti­lokað að eig­endur Greiðrar leiðar kæmu að slíkri fjár­mögn­un. Þeir höfn­uðu því hins vegar algjör­lega, en þeir hafa þegar lagt fram 236 millj­ónir króna í eigið fé inn í félag­ið.Benedikt Jóhannesson lagði fram minnisblað um framkvæmd Vaðlaheiðarganga á ríkisstjórnarfundi í morgun. MYND: Birgir Þór HarðarsonÞess vegna hefur rík­is­stjórnin nú ákveðið að hækka láns­heim­ild Vaðla­heið­ar­ganga um allt að 4,7 millj­arða króna. Í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem lagt var fyrir rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un, segir : „Gera má ráð fyrir að sú óvissa sem ein­kennt hefur ganga­gröft­inn hverfi að mestu við gegn­umslagið sem verður vænt­an­lega á næstu vik­um. Í upp­haf­legum áætl­unum félags­ins var gert ráð fyrir  að ófyr­ir­séður kostn­aður gæti numið allt að 7% af fram­kvæmda­á­ætlun og var það hlut­fall byggt á upp­lýs­ingum frá Vega­gerð­inni. Áætl­aður umfram­kostn­aður vegna fyrr­greindra tafa nemur hins vegar um 44% af áætl­uðum stofn­fram­kvæmda­kostn­aði miðað við verð­lag upp­haf­legrar lán­veit­ing­ar. Við­bót­ar­fjár­þörf nemur því um  4.7 millj­örðum króna m.v. verð­lag og stöðu láns í lok árs 2016.

Fyrir liggur að hlut­hafar Vaðla­heið­ar­ganga hf. hafa á aðal­fundi félags­ins hafnað því að leggja félag­inu til aukið hlutafé til að standa undir fram­an­greindum auka­kostn­aði. Ljóst er að verði fram­kvæmd­inni ekki að fullu lokið kann rík­is­sjóður sem lán­veit­andi að skað­ast auk þess sem göngin sem nán­ast eru full­grafin munu ekki skila þeim sam­fé­lags­lega ávinn­ingi sem stefnt var að.  Að mati fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins er hag­felld­ast fyrir ríkið að verk­efn­inu verði lokið og það verði síðan skoðað í fram­hald­inu hvernig best verður að haga fram­tíð­ar­fjár­mögnun þeirra eftir að öll óvissa er frá og reynsla verður kom­inn á rekstur þeirra.

Rík­is­á­byrgða­sjóði var af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu falið að gera umsögn um slíka við­bót­ar­lán­veit­ingu til félags­ins til að unnt sé að ljúka verk­efn­inu.  Í umsögn sjóðs­ins kemur í meg­in­at­riðum fram að hann telji rétt úr því sem komið er að sam­þykkja slíkt við­bót­ar­lán til félags­ins.

Ljóst er að öll óvissa um greiðslu­getu félags­ins mun hafa áhrif á verk­taka fram­kvæmd­ar­inn­ar. Gera má ráð fyrir að þeir muni sjá sig knúna til að bregð­ast við slíkri stöðu með ein­hverjum hætti telji þeir hættu á að ekki náist að full­fjár­magna það sem eftir stendur af verk­inu.

Til að unnt sé að lána félag­inu umrædda fjár­hæð þarf að breyta fjár­hæð­ar­mörkum laga nr.  48/2012, um heim­ild til að fjár­magna gerð umræddra ganga undir Vaðla­heiði.  Við lög­fest­ingu breyt­ing­anna mun ríkið geta gert við­auka­samn­ing við félagið um slíka lán­veit­ing­u.“

Í sam­ræmi við þetta sam­þykkti rík­is­stjórnin að leggja fram frum­varp til að hækka mögu­lega lán­veit­ingu til verk­efn­is­ins um 4,7 millj­arða króna og að gera úttekt á verk­efn­inu til að kanna hvað hafi farið úrskeið­is.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None