Einræðistaktar vekja upp vondar minningar í Paragvæ

Mótmælendur brenndu þinghúsið í Asunción, höfuðborg Paragvæ, á laugardaginn síðastliðinn eftir að öldungadeild þingsins samþykkti fyrir luktum dyrum stjórnarskrárbreytingar sem munu leyfa Horacio Cartes, sitjandi forseta, að bjóða sig fram til endurkjörs.

Þinghúsið í Paragvæ
Auglýsing

And­stæð­ing­ar Horacio Cartes sök­uðu hann um valdarán þegar 25 öld­unga­deild­ar­þing­menn – bæði úr hinum ráð­andi hægri­flokki, Partido Colorado, og vinstri­flokkn­um Frente Guasú, sem er flokkur fyrr­ver­andi for­seta lands­ins, Fern­ando Lugo – sam­þykktu stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar­til­lögu þess efnis að leyfa sitj­andi og fyrr­ver­andi for­setum lands­ins að bjóða sig fram til end­ur­kjörs. Til­lagan var sam­þykkt á sér­stökum fundi á bak­við luktar dyr og þarf nú sam­þykki und­ir­deildar þings­ins, þar sem Partido Colorado hefur 44 af 80 sæt­um, áður en hægt verður að setja hana í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Sam­þykkt til­lög­unnar leysti úr læð­ingi fjölda­mót­mæli þar sem hluti þing­húss lands­ins var brennt niður og einn mót­mæl­and­i, Rodrigo Quin­tana, leið­togi vinstri­flokks­ins PLRA í smá­bæn­um La Col­menalét lífið eftir að hafa verið skot­inn til bana af lög­reglu­manni sem kvaðst hafa haldið að skot­vopn sitt hafi verið hlaðið með gúmmí­kúl­um. Í kjöl­far mót­mæl­anna hefur rík­is­stjórn Cartes boðað til samn­inga­fundar við stjórn­ar­and­stöð­una eftir að Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar, Banda­ríkin og Vatíkanið hvöttu til sam­ræðna. Eins og stendur hafa fleiri full­trú­ar ­stjórn­ar­and­stöð­unn­ar hafnað fund­ar­boð­inu og hefur for­seti öld­ung­ar­deilar þings­ins, Robert Acevedo, kraf­ist þess að stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar­til­lagan verði felld úr gildi áður en samn­inga­við­ræður geta haf­ist. Cartes hefur frestað kosn­ingu um til­lög­una í neðri deild þings­ins þangað til samn­inga­við­ræður hafa átt sér stað.

Auglýsing

Í skugga Stroessner

Þeg­ar Alfredo Stroessner var steypt af stóli árið 1989 í valdaráni skipu­lagt af parag­væska hernum hafði hann gegnt emb­ætti for­seta lands­ins í 35 ár. Valda­tíð Stroessner, sem kölluð er „El Stronato“, ein­kennd­ist af öfga­hægris­sinn­aðri harð­stjórn þar sem póli­tískir and­stæð­ingar og frum­byggjar voru meðal þeirra sem voru ofsóttir en fleiri þús­und manns hurfu, voru drepnir og urðu fyrir pynt­ing­um.  Stroessner var hins vegar þekktur fyrir að veita stríðs­glæpa­mönnum þriðja rík­is­ins hæli og sótt­ist Paragvæ á þessum tíma eftir nánum tengslum við Banda­ríkin enda var landið ekki í stjórn­mála­sam­bandi við nein sós­í­alist­a­ríki – Paragvæ er ennþá eitt af örfáum ríkjum sem við­ur­kenna Taí­van í stað Kína.

Mótmælendur voru að mótmæla stjórnarskrárbreytingum sem leyfa forseta landsins að bjóða sig fram til endurkjörs.Eftir því sem stjórn­ar­skráin sem var í gildi þeg­ar Stroessner var hrak­inn frá völdum ein­kennd­ist af því að hafa verið sam­þykkt í ein­ræði var haf­ist handa með hönnun nýrrar stjórn­ar­skrár sem var sam­þykkt árið 1992. Sam­kvæmt henni er for­setum ein­ungis heim­ilt að sitja í eitt fimm ára kjör­tíma­bil og er þetta ákvæði talið vera beint við­bragð við ein­ræði Stroessner og hræðslu við mis­notkun á völdum for­seta­emb­ætt­is­ins.

Ólík­legir banda­menn

Afleið­ingar banns­ins við end­ur­kjöri lýsa sér á ýmsan hátt en það skerðir sjálf­krafa póli­tíska getu sitj­andi for­seta til að hafa áhrif á vali á eft­ir­báti sínum sem og lang­tíma­stefnu flokks­ins, sem í flestum til­fellum er Partido Colorado en flokk­ur­inn hef­ur verið við stjórn­völ­inn 66 af síð­ustu 70 árumCartesLugo, og for­seti Paragvæ á und­an LugoNicanor Du­ar­te Frutos, styðja allir stjórn­ar­skrár­breyt­ingar enda myndu þær leyfa þeim að bjóða sig fram til end­ur­kjörs; þeir Lugo og Duar­te Frutos reyndu sjálfir að koma á slíkum breyt­ingum þegar þeir voru við völd. Þá eru stjórn­mála­flokkar í Paragvæ að miklu leyti klofnir þegar kemur að þessu máli en hópar innan flokk­ana annað hvort styðja eða styðja ekki stjórn­ar­skrár­breyt­ingar eftir því hvort fram­bjóð­andi þeirra hefur gegnt emb­ætti eða ekki. Það bætir ekki úr skák að það er óljóst sam­kvæmt stjórn­ar­skránni hvort bannið við end­ur­kjöri eigi við ef for­seti klárar ekki kjör­tíma­bilið sitt; Fern­ando Lugo var vikið úr emb­ætti árið 2012 og talað er um að Cartes gæti mögu­lega boðið sig fram aftur ef hann segir af sér að minnsta kosti sex mán­uðum áður en kjör­tíma­bili hans lýk­ur.

Skoð­ana­kann­anir sýna að um 77% Parag­væa eru and­vígir stjórn­ar­skrár­breyt­ingum sem myndu leyfa end­ur­kjör til for­seta­emb­ætt­is. Þó er mik­il­vægt að nefna að það þýð­ir ekki endi­lega að sama hlut­fall sé and­vígt því að koma á breyt­ingum í þrepum sem myndu að lokum gefa mögu­leika á end­ur­kjöri; það eru fleiri en ein leið að koma á slíkum breyt­ingum og ekki er ólík­legt að eitt af því sem fór mest fyrir brjóstið hjá mót­mæl­endum voru þau alræð­is­legu vinnu­brögð sem ein­kenndu sam­þykkt öld­unga­deild­ar­inn­ar. Hin gíf­ur­legu við­brögð meðal almenn­ings við atburði síð­ustu vikna gefur til kynna að spurn­ingin um end­ur­kjör er enn mjög við­kvæmt mál­efni í parag­væskum stjórn­mál­um.

Efna­hagur Paragvæ hef­ur verið á mik­illi sigl­ingu síð­ustu ár og hefur landið stimplað sig inn sem fram­leiðslu­mið­stöð fyrir Bras­ilíu og Argent­ínu, eins konar „Kína Suð­ur­-Am­er­ík­u“, þökk sé hlut­falls­lega mun lægri launa­kostn­aði og sköttum en það sem ger­ist í nágrannaris­unum tveim­ur. Þessi upp­sveifla hefur gerst á sama tíma og Brasilía og Argent­ína hafa verið í efna­hags­legri lægð og hef­ur Cartes eðli­lega reynt að nýta góð­ærið til að ná end­ur­kjöri. Ójöfn­uður í Paragvæ er hins veg­ar einn sá hæsti í heim­inum og hvernig svo sem ræt­ist úr end­ur­kjörsum­ræð­unni þá bíður for­seta lands­ins gríð­ar­stórt verk­efni að láta mik­inn hag­vöxt skila sér í bættum lífs­kjör­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögn stofnunarinnar.
Ríkisendurskoðun vill skýrara orðalag um endurgreiðsluskyldu á brúarlánum
Orðalagið „að tryggja eftir föngum endurgreiðslu“, getur mögulega falið í sér að skuldari sem fái brúarlán tryggt af hinu opinbera líti svo á að í lánveitingunni felist ekki fortakslaus krafa um endurgreiðslu ef greiðslufall verður hjá honum.
Kjarninn 28. mars 2020
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None