Frjósemi á Íslandi aldrei verið minni

Frjósemi íslenskra kvenna var 1,75 börn á hverja konu, og hefur aldrei mælst minni frá því að mælingar hófust árið 1853. Rétt um fjögur þúsund börn fæddust á Íslandi í fyrra.

Færri börn fæddust á Íslandi í fyrra en árið á undan.
Færri börn fæddust á Íslandi í fyrra en árið á undan.
Auglýsing

Frjó­semi kvenna á Íslandi er minni en nokkru sinni fyrr, og færri börn fædd­ust hér á landi í fyrra en árið á und­an. 4.034 börn fædd­ust hér á landi í fyrra, en þau voru 4.129 árið á und­an. Eftir hrun fór fjöldi fæð­inga yfir fimm þús­und börn árið 2009. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag­stof­unni. Helsti mæli­kvarði á frjó­semi er fjöldi lif­andi fæddra barna á ævi hverrar kon­ur. Yfir­leitt er miðað við það að frjó­semi þurfi að vera 2,1 barn á hverja konu til þess að við­halda mann­fjöld­anum til lengri tíma lit­ið, en þetta hlut­fall á Íslandi er komið niður í 1,75 barn á hverja konu. Frjó­semin hefur aldrei mælst lægri frá því að mæl­ingar hófust árið 1853. Árið 2015 mæld­ist frjó­semin 1,81 barn á hverja konu, sem er næst­lægsta frjó­semi sem mælst hefur hér á land­i. 

Frjó­semi hér á landi hefur verið með því mesta sem þekk­ist í Evr­ópu á síð­ustu árum. Frjó­semin í Evr­ópu­sam­bands­ríkj­unum 28 var til dæmis 1,58 að með­al­tali árið 2015. 

Auglýsing

Með­al­aldur mæðra hefur farið jafnt og þétt hækk­andi und­an­farna ára­tugi og konur eign­ast nú sitt fyrsta barn síðar á ævinni en áður. Fram yfir 1980 var með­al­aldur frumbyrja undir 22 árum, en hefur hækkað og var orð­inn 27,7 ár í fyrra. Algeng­asti barn­eigna­ald­ur­inn er 25 til 29 ára og á því ald­urs­bili fædd­ust 109 börn á hverjar þús­und konur í fyrra. Fæð­ing­ar­tíðni mæðra undir tví­tugu var 6,5 börn á hverjar þús­und konur sem er mjög lágt miðað við þegar hún fór hæst. 

Fæð­ing­ar­or­lofs­tölur sýna fækkun fæð­inga

Nýjar tölur frá Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði, sem Kjarn­inn greindi frá í gær, sýna sömu þró­un. Í fyrra tóku 3.867 mæður fæð­ing­­ar­or­lof, miðað við rétt tæp­lega 4.000 árið á und­an. Ekki eiga allar mæður rétt á fæð­ing­ar­or­lofi, en sumar eiga rétt á fæð­ing­ar­styrk. 

Litlar breyt­ingar hafa orðið á fæð­ing­ar­or­lofstöku mæðra und­an­farin ár, en þær taka að með­al­tali 182 daga í fæð­ing­ar­or­lof með börnum sín­um. 96 pró­­sent mæðra taka meira fæð­ing­­ar­or­lof en þá þrjá mán­uði sem þær einar eiga rétt á að taka, og aðeins eitt pró­­sent þeirra tekur minna. Mæður axla því ennþá meg­in­á­byrgð á umönnun barna þar til dag­vist­un­ar­úr­ræði taka við, og hluti af vand­anum er sá að engin trygg­ing er fyrir slíkum úrræðum þegar fæð­ing­ar­or­lofi lýkur hér á landi, eins og BSRB benti á í umfjöllun sinni um tölur Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóðs. 

Feðrum fækkar og þeir taka minna orlof

Þeim feðrum sem taka fæð­ing­ar­or­lof hefur hins vegar farið ört fækk­andi und­an­farin ár, eftir að hámarks­greiðslur frá Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði voru skertar veru­lega. Flestir sem að fæð­ing­­ar­or­lofs­­málum koma eru sam­­mála um það að ákvörðun stjórn­­­valda um að skerða hámarks­­greiðslur úr Fæð­ing­­ar­or­lofs­­sjóði veru­­lega eftir hrun hafi haft mikil áhrif, sér­­stak­­lega á töku feðra á fæð­ing­­ar­or­lofi. Meðal ann­­ars hefur Kristín Ást­­geir­s­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stýra Jafn­­rétt­is­­stofu, sagt að þetta ein­staka kerfi, sem búið var að byggja upp á Íslandi hvað varðar fæð­ing­­ar­or­lof karla, sé að molna niður fyrir framan okk­­ur. Þetta hafi áhrif á ákvörðun fólks um að eign­ast börn. 

Frá því að farið var að skerða hámarks­­greiðslur úr sjóðnum eftir hrun hefur hlut­­fall þeirra karla sem taka fæð­ing­­ar­or­lof farið úr 90 pró­­sent­um, árið 2008, í 74% í fyrra. Hlut­­fallið í fæð­ing­­ar­or­lofi feðra hefur ekki verið lægra á þessu tíma­bili en í fyrra, og það hefur lækkað hratt á milli ára. Árið 2015 nýttu 80 pró­­sent feðra fæð­ing­­ar­or­lof sem þeir áttu rétt á að ein­hverju leyti.

Að sama skapi taka feður sífellt færri daga í fæð­ing­­ar­or­lofi, en í fyrra tóku feður að með­­al­tali 75 daga í fæð­ing­­ar­or­lof, en árið 2015 var með­­al­talið 84 dag­­ar, og fyrir hrun var það 101 dagur að með­­al­tali. Ein­­göngu ell­efu pró­­sent feðra taka meira en þá þrjá mán­uði sem þeir eiga rétt á sam­­kvæmt lög­­um, en þetta hlut­­fall var komið í 23 pró­­sent árið 2008. Nú er einnig svo komið að helm­ingur feðra sem taka fæð­ing­­ar­or­lof taka minna en þeir eiga rétt á, en hlut­­fallið hefur aldrei verið hærra. Árið 2008 tóku aðeins 22% feðra styttra orlof en þrjá mán­uð­i. 

Búið að hækka á ný 

Talið er full­víst að skerð­ingar á hámarks­­greiðslum úr Fæð­ing­­ar­or­lofs­­sjóði eftir hrun hafi haft mikil áhrif á fæð­ing­­ar­or­lofstöku feðra og fæð­ing­­ar­­tíðni. Í októ­ber síð­­ast­liðnum tók Eygló Harð­­ar­dótt­ir, þáver­andi félags- og hús­næð­is­­mála­ráð­herra, þá ákvörðun að hækka hámarks­­greiðsl­­urnar úr Fæð­ing­­ar­or­lofs­­sjóði í 500 þús­und krón­­ur, en fram að því hafði hámarkið um langt skeið verið 370 þús­und krón­­ur, en eftir hrun fór þessi upp­­hæð lægst niður í 300 þús­und krón­­ur. 

BSRB hefur bent á að fæð­ing­­ar­or­lof má taka allt að 24 mán­uða aldri barns og því muni fyrstu for­eldrar sem njóta nýrra hámarks­­greiðslna ekki koma inn í mæl­ing­­arnar fyrr en í fyrsta lagi 15. októ­ber 2018. Því munu áhrifin ekki koma fram strax. 

Starfs­hópur um fram­­­­tíð­­­­ar­­­­stefnu í fæð­ing­­­­ar­or­lofs­­­­málum skil­aði til­­­­lögum til Eyglóar í mars í fyrra. Þar var lagt til að hámarks­­­­greiðslur yrðu hækk­­­­aðar upp í 600 þús­und krón­­­­ur, að fyrstu 300 þús­und krónur tekna verði óskertar en 80 pró­­­­sent af tekjum umfram það. Þá lagði hóp­­­­ur­inn til að hámarks­­­­greiðsl­­­­urnar myndu breyt­­­­ast í sam­ræmi við launa­­­­vísi­­­­tölu hvers árs og að breyt­ing­­­­arnar myndu taka gildi um síð­­­ustu ára­­mót. Auk þess var lagt til að fæð­ing­­­­ar­or­lof yrði 12 mán­uðir í stað níu frá og með byrjun árs 2019 og að leik­­­­skóla­d­völ yrði tryggð í fram­haldi af fæð­ing­­­­ar­or­lofi.

Eygló ætl­­aði að leggja fram frum­varp sem byggð­ist á þessum til­­lögum en af því varð ekki. 

Núver­andi ráð­herra þess­­ara mála, Þor­­steinn Víglunds­­son, ætlar að leggja fram frum­varp í haust þar sem hámarks­­greiðsl­­urnar verða hækk­­aðar í 600 þús­und krónum í þremur skref­­um. Hann hefur hins vegar ekki áform um að lengja fæð­ing­­ar­or­lofið í 12 mán­uði, heldur sagt að for­­gangs­at­riðið sé að hækka greiðsl­­ur. Stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­þing­­menn hafa aftur á móti lagt fram frum­varp um leng­ingu orlofs­ins í 12 mán­uði, og það frum­varp er til með­­­ferðar í vel­­ferð­­ar­­nefnd Alþing­­is. 

Í stjórn­­­­­ar­sátt­­­mála nýrrar rík­­­is­­­stjórnar kemur þó fram að vinna þurfi mark­visst að því að tryggja börnum leik­­­skóla- eða dag­vist þegar fæð­ing­­­ar­or­lofi slepp­ir, með sam­eig­in­­­legu átaki ríkis og sveit­­­ar­­­fé­laga. Ekki kemur fram með hvaða hætti þetta á að gera, né hvort stjórn­­­völd vilji þá að slík vistun yrði í boði frá níu mán­aða aldri. Ekk­ert um þetta er sýn­i­­­legt í fjár­­­­­mála­á­ætl­­­un­inni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None