Enn færri feður taka fæðingarorlof

Þeim feðrum sem taka fæðingarorlof með börnunum sínum fækkar hratt milli ára, og þeir sem taka orlof gera það í styttri tíma en áður. Á sama tíma taka mæður jafnlangt fæðingarorlof og áður, en fæðingum heldur áfram að fækka.

Sífellt færri karlar taka sér fæðingarorlof og þeir sem taka sér orlof eru að jafnaði frá vinnu í styttri tíma.
Sífellt færri karlar taka sér fæðingarorlof og þeir sem taka sér orlof eru að jafnaði frá vinnu í styttri tíma.
Auglýsing

Þeim feðrum sem taka fæð­ing­ar­or­lof með börn­unum sínum hélt áfram að fækka í fyrra, sam­kvæmt nýjum tölum frá Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði. Færri feður taka fæð­ing­ar­or­lof en áður, og þeir sem taka orlof gera það í færri daga en áður. 

Flestir sem að fæð­ing­ar­or­lofs­málum koma eru sam­mála um það að ákvörðun stjórn­valda um að skerða hámarks­greiðslur úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði veru­lega eftir hrun hafi haft mikil áhrif, sér­stak­lega á töku feðra á fæð­ing­ar­or­lofi. Meðal ann­ars hefur Kristín Ást­geirs­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Jafn­rétt­is­stofu, sagt að þetta ein­staka kerfi, sem búið var að byggja upp á Íslandi hvað varðar fæð­ing­ar­or­lof karla, sé að molna niður fyrir framan okk­ur. 

Frá því að farið var að skerða hámarks­greiðslur úr sjóðnum eftir hrun hefur hlut­fall þeirra karla sem taka fæð­ing­ar­or­lof farið úr 90 pró­sent­um, árið 2008, í 74% í fyrra. Hlut­fallið í fæð­ing­ar­or­lofi feðra hefur ekki verið lægra á þessu tíma­bili en í fyrra, og það hefur lækkað hratt á milli ára. Árið 2015 nýttu 80 pró­sent feðra fæð­ing­ar­or­lof sem þeir áttu rétt á að ein­hverju leyti.

Auglýsing

Að sama skapi taka feður sífellt færri daga í fæð­ing­ar­or­lofi, en í fyrra tóku feður að með­al­tali 75 daga í fæð­ing­ar­or­lof, en árið 2015 var með­al­talið 84 dag­ar, og fyrir hrun var það 101 dagur að með­al­tali. Ein­göngu ell­efu pró­sent feðra taka meira en þá þrjá mán­uði sem þeir eiga rétt á sam­kvæmt lög­um, en þetta hlut­fall var komið í 23 pró­sent árið 2008. Nú er einnig svo komið að helm­ingur feðra sem taka fæð­ing­ar­or­lof taka minna en þeir eiga rétt á, en hlut­fallið hefur aldrei verið hærra. Árið 2008 tóku aðeins 22% feðra styttra orlof en þrjá mán­uð­i. 

Kon­urnar bera meg­in­á­byrgð

Á sama tíma hefur lítið breyst í fæð­ing­ar­or­lofstöku mæðra. Þær taka nú að með­al­tali 182 daga í fæð­ing­ar­or­lof, en daga­fjöld­inn hefur verið sá sami frá árinu 2014, og aðeins sveifl­ast um örfáa daga á tíma­bil­inu frá 2007 til 2016, sem töl­urnar frá Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði ná yfir. 96 pró­sent mæðra taka meira fæð­ing­ar­or­lof en þá þrjá mán­uði sem þær einar eiga rétt á að taka, og aðeins eitt pró­sent þeirra tekur minna. 

BSRB fékk töl­urnar um fæð­ing­ar­or­lofstöku frá Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði, og bendir á að mæl­ing­arnar sýni að það séu mæð­urnar sem axla meg­in­á­byrgð á umönnun barna þar til dag­vist­un­ar­úr­ræði taka við. „Hluti af vand­anum er sá að engin trygg­ing er fyrir dag­vist­un­ar­úr­ræði að loknu fæð­ing­ar­or­lofi hér á landi. Mörg sveit­ar­fé­lög á lands­byggð­inni bjóða börnum upp á leik­skóla­pláss frá eins árs aldri en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er það nær tveggja ára aldri. Reykja­vík­ur­borg hefur þó til­kynnt um að nokkrar leik­skóla­deildir fyrir unga­börn verði opn­aðar í haust,“ segir í frétt BSRB

Bent er á það að sam­kvæmt tölum frá Hag­stof­unni eru lang­flest börn yngri en eins árs ekki í dag­vist­un. Fæð­ing­ar­or­lofs­kerfið og stefna stjórn­valda í dag­vist­un­ar­málum hafi þau áhrif að mæður axli meg­in­á­byrgð á umönnun barna, sem hefur nei­kvæð áhrif á atvinnu­þátt­töku þeirra og getur haft áhrif á starfs­þró­un­ar­mögu­leika og tæki­færi. 

Sýnir líka fækkun fæð­inga

Það er fleira sem töl­urnar frá Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði sýna. Í fyrra tóku 3.867 mæður fæð­ing­ar­or­lof, sem gefur góða vís­bend­ingu um fjölda fæð­ingar hér á landi, þrátt fyrir að taka beri fram að töl­urnar fyrir 2015 og 2016 séu bráða­birgða­töl­ur. Rétt tæp­lega 4.000 mæður tóku fæð­ing­ar­or­lof árið 2015, og 4.249 árið þar á und­an. Fjöldi mæðra sem tók fæð­ing­ar­or­lof náði hámarki á árunum eftir hrun, en árin 2009 og 2010 tóku 4.965 og  4.817 mæður orlof. 

Mikið hefur einnig verið fjallað um lækk­andi fæð­ing­ar­tíðni und­an­farin miss­eri. Til þess að við­halda mann­fjölda til langs tíma þarf hver kona að fæða 2,1 barn, en hlut­fallið hér á landi var komið niður fyrir 1,8 barn á hverja kon­u. 

Búið að hækka á ný 

Talið er full­víst að skerð­ingar á hámarks­greiðslum úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði eftir hrun hafi haft mikil áhrif á fæð­ing­ar­or­lofstöku feðra og fæð­ing­ar­tíðni. Í októ­ber síð­ast­liðnum tók Eygló Harð­ar­dótt­ir, þáver­andi félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, þá ákvörðun að hækka hámarks­greiðsl­urnar úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði í 500 þús­und krón­ur, en fram að því hafði hámarkið um langt skeið verið 370 þús­und krón­ur, en eftir hrun fór þessi upp­hæð lægst niður í 300 þús­und krón­ur. 

BSRB hefur bent á að fæð­ing­ar­or­lof má taka allt að 24 mán­uða aldri barns og því muni fyrstu for­eldrar sem njóta nýrra hámarks­greiðslna ekki koma inn í mæl­ing­arnar fyrr en í fyrsta lagi 15. októ­ber 2018. Því munu áhrifin ekki koma fram strax. 

Starfs­hópur um fram­­­tíð­­­ar­­­stefnu í fæð­ing­­­ar­or­lofs­­­málum skil­aði til­­­lögum til Eyglóar í mars í fyrra. Þar var lagt til að hámarks­­­greiðslur yrðu hækk­­­aðar upp í 600 þús­und krón­­­ur, að fyrstu 300 þús­und krónur tekna verði óskertar en 80 pró­­­sent af tekjum umfram það. Þá lagði hóp­­­ur­inn til að hámarks­­­greiðsl­­­urnar myndu breyt­­­ast í sam­ræmi við launa­­­vísi­­­tölu hvers árs og að breyt­ing­­­arnar myndu taka gildi um síð­ustu ára­mót. Auk þess var lagt til að fæð­ing­­­ar­or­lof yrði 12 mán­uðir í stað níu frá og með byrjun árs 2019 og að leik­­­skóla­d­völ yrði tryggð í fram­haldi af fæð­ing­­­ar­or­lofi.

Eygló ætl­aði að leggja fram frum­varp sem byggð­ist á þessum til­lögum en af því varð ekki. 

Núver­andi ráð­herra þess­ara mála, Þor­steinn Víglunds­son, ætlar að leggja fram frum­varp í haust þar sem hámarks­greiðsl­urnar verða hækk­aðar í 600 þús­und krónum í þremur skref­um. Hann hefur hins vegar ekki áform um að lengja fæð­ing­ar­or­lofið í 12 mán­uði, heldur sagt að for­gangs­at­riðið sé að hækka greiðsl­ur. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn hafa aftur á móti lagt fram frum­varp um leng­ingu orlofs­ins í 12 mán­uði, og það frum­varp er til með­ferðar í vel­ferð­ar­nefnd Alþing­is. 

Í stjórn­­­ar­sátt­­mála nýrrar rík­­is­­stjórnar kemur þó fram að vinna þurfi mark­visst að því að tryggja börnum leik­­skóla- eða dag­vist þegar fæð­ing­­ar­or­lofi slepp­ir, með sam­eig­in­­legu átaki ríkis og sveit­­ar­­fé­laga. Ekki kemur fram með hvaða hætti þetta á að gera, né hvort stjórn­­völd vilji þá að slík vistun yrði í boði frá níu mán­aða aldri. Ekk­ert um þetta er sýn­i­­legt í fjár­­­mála­á­ætl­­un­inni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Vill að litið verði á fíkniefnaneytendur sem sjúklinga en ekki afbrotamenn
Svandís Svavarsdóttir hefur kynnt áform um lagasetningu sem felur í sér afglæpavæðingu vörslu neysluskammta af fíkniefnum. Verði frumvarpið að lögum mun stórt skref verða stigið í átt frá refsistefnu í málaflokknum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Árni Múli Jónasson
Varnir gegn spillingu
Kjarninn 20. janúar 2021
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn vill leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi
Tveir sitjandi þingmenn Vinstri grænna hafa tilkynnt um að þeir sækist eftir oddvitasæti í landsbyggðarkjördæmum. Lilja Rafney Magnúsdóttir vill áfram leiða í Norðvesturkjördæmi og Kolbeinn Óttarsson Proppé ætlar að færa sig í Suðurkjördæmi.
Kjarninn 20. janúar 2021
Leita þarf til Eystrasaltsríkjanna og Tyrklands til að finna viðlíka hækkun á leiguverði og hérlendis.
Ísland með Norðurlandamet í hækkun leiguverðs
Leiguverð hérlendis er íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa, en fá iðnríki hafa upplifað jafnmiklar verðhækkanir á leigumarkaðnum og Ísland frá árinu 2005, samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD. Verðhækkunin er langmest allra Norðurlanda.
Kjarninn 20. janúar 2021
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None