Ríkissjóður ætlar að lána Vaðlaheiðargöngum allt að 4,7 milljarða í viðbót

Ríkið samþykkti að lána 8,7 milljarða til Vaðlaheiðarganga þegar ráðist var í verkefnið. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt að hækka heimild til lána til gerðar ganganna um 4,7 milljarða. Ráðist verður í úttekt til að kanna hvað fór úrskeiðis.

Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hafa tafist mikið og eru komnar langt fram úr fjárheimildum.
Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hafa tafist mikið og eru komnar langt fram úr fjárheimildum.
Auglýsing

Rík­is­sjóður mun koma áfram að gerð Vaðla­heið­ar­ganga sem lán­veit­andi eða með öðrum hætti. Fyrir Alþingi verður lagt eins fljótt og unnt er frum­varp til breyt­inga á lögum um Vaðla­heiða­göng sem kveða á um að fjár­hæða­heim­ild lag­anna veðri hækkuð um allt að 4,7 millj­arða króna miðað við verð­lag í lok árs 2016. Auk þess verði gert úttekt á Vaðla­heið­ar­ganga­verk­efn­inu og því sem fór úrskeið­is. Þetta kemur fram í bókun sem sam­þykkt var á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Íslenska ríkið ákvað á árunum 2009 og 2010 að kanna að ráð­ist yrði í gerð Vaðla­heið­ar­ganga í einka­fram­kvæmd. Leitað var til íslenskra líf­eyr­is­sjóða um að koma að fjár­mögnun verk­efn­is­ins en ekki náð­ist saman um slíkt. Því ákvað þáver­andi rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna að verk­efnið yrði fjár­magnað af rík­is­sjóði til skamms tíma en síðar yrði leitað á almennan markað að lang­tíma­fjár­mögn­un. Verk­efnið átti að verða aðlandi fyrir fjár­festa m.a. vegna þess að fjár­mögn­unin átti að verða rekstr­ar­lega sjálf­bær með inn­heimtu veggjalds.

Í júní 2012 sam­þykkti Alþingi svo lög um gerð jarð­ganga undir Vaðla­heiði. Í þeim fólst að rík­is­sjóður gat lánað allt að 8,7 millj­arða króna til verk­efn­is­ins, á því verð­lagi sem var í lok árs 2011. Vextir á lán­unum voru allt að 3,7 pró­sent og átti það fé að duga fyrir stofn­kostn­aði. Sér­stakt félag var stofnað utan um fram­kvæmd­ina, Vaðla­heið­ar­göng ehf. Meiri­hluta­eig­andi þess félags er Greið leið ehf. í eigu Akur­eyr­ar­bæj­ar, fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins KEA og Útgerð­ar­fé­lags Akur­eyr­inga. Minni­hluta­eig­andi í félag­inu er Vega­gerð­in. Gert var ráð fyrir að fram­kvæmdum yrði lokið í árs­lok 2016 og að ganga­gröftur myndi klár­ast í sept­em­ber 2015.

Auglýsing

Mikil vand­ræði hafa hins vegar orðið á meðan að á fram­kvæmd­inni hefur staðið vegna erf­iðra jarð­laga og inn­rennsli á bæði heitu og köldu vatni. Betur hefur gengið að und­an­förnu og sam­kvæmt minn­is­blaði sem Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram í rík­is­stjórn á í morgun var búið að klára um 97 pró­sent af greftri gang­anna í lok mars. Þegar er búið að grafa 7 kíló­metra af 7,2 kíló­metra heild­ar­lengd þeirra.

Rík­is­stjórn sam­þykkir frek­ari lán­veit­ingar

Í mars var greint frá því að það vant­aði umtals­vert fé til að klára gerð Vaðla­heið­ar­ganga. Bene­dikt sagði þá að hann myndi beita sér fyrir því að ríkið myndi lána meira fé í fram­kvæmd­ina en að hann teldi ekki úti­lokað að eig­endur Greiðrar leiðar kæmu að slíkri fjár­mögn­un. Þeir höfn­uðu því hins vegar algjör­lega, en þeir hafa þegar lagt fram 236 millj­ónir króna í eigið fé inn í félag­ið.Benedikt Jóhannesson lagði fram minnisblað um framkvæmd Vaðlaheiðarganga á ríkisstjórnarfundi í morgun. MYND: Birgir Þór HarðarsonÞess vegna hefur rík­is­stjórnin nú ákveðið að hækka láns­heim­ild Vaðla­heið­ar­ganga um allt að 4,7 millj­arða króna. Í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem lagt var fyrir rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un, segir : „Gera má ráð fyrir að sú óvissa sem ein­kennt hefur ganga­gröft­inn hverfi að mestu við gegn­umslagið sem verður vænt­an­lega á næstu vik­um. Í upp­haf­legum áætl­unum félags­ins var gert ráð fyrir  að ófyr­ir­séður kostn­aður gæti numið allt að 7% af fram­kvæmda­á­ætlun og var það hlut­fall byggt á upp­lýs­ingum frá Vega­gerð­inni. Áætl­aður umfram­kostn­aður vegna fyrr­greindra tafa nemur hins vegar um 44% af áætl­uðum stofn­fram­kvæmda­kostn­aði miðað við verð­lag upp­haf­legrar lán­veit­ing­ar. Við­bót­ar­fjár­þörf nemur því um  4.7 millj­örðum króna m.v. verð­lag og stöðu láns í lok árs 2016.

Fyrir liggur að hlut­hafar Vaðla­heið­ar­ganga hf. hafa á aðal­fundi félags­ins hafnað því að leggja félag­inu til aukið hlutafé til að standa undir fram­an­greindum auka­kostn­aði. Ljóst er að verði fram­kvæmd­inni ekki að fullu lokið kann rík­is­sjóður sem lán­veit­andi að skað­ast auk þess sem göngin sem nán­ast eru full­grafin munu ekki skila þeim sam­fé­lags­lega ávinn­ingi sem stefnt var að.  Að mati fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins er hag­felld­ast fyrir ríkið að verk­efn­inu verði lokið og það verði síðan skoðað í fram­hald­inu hvernig best verður að haga fram­tíð­ar­fjár­mögnun þeirra eftir að öll óvissa er frá og reynsla verður kom­inn á rekstur þeirra.

Rík­is­á­byrgða­sjóði var af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu falið að gera umsögn um slíka við­bót­ar­lán­veit­ingu til félags­ins til að unnt sé að ljúka verk­efn­inu.  Í umsögn sjóðs­ins kemur í meg­in­at­riðum fram að hann telji rétt úr því sem komið er að sam­þykkja slíkt við­bót­ar­lán til félags­ins.

Ljóst er að öll óvissa um greiðslu­getu félags­ins mun hafa áhrif á verk­taka fram­kvæmd­ar­inn­ar. Gera má ráð fyrir að þeir muni sjá sig knúna til að bregð­ast við slíkri stöðu með ein­hverjum hætti telji þeir hættu á að ekki náist að full­fjár­magna það sem eftir stendur af verk­inu.

Til að unnt sé að lána félag­inu umrædda fjár­hæð þarf að breyta fjár­hæð­ar­mörkum laga nr.  48/2012, um heim­ild til að fjár­magna gerð umræddra ganga undir Vaðla­heiði.  Við lög­fest­ingu breyt­ing­anna mun ríkið geta gert við­auka­samn­ing við félagið um slíka lán­veit­ing­u.“

Í sam­ræmi við þetta sam­þykkti rík­is­stjórnin að leggja fram frum­varp til að hækka mögu­lega lán­veit­ingu til verk­efn­is­ins um 4,7 millj­arða króna og að gera úttekt á verk­efn­inu til að kanna hvað hafi farið úrskeið­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None