Lélegur árangur flestra innlendra hlutabréfasjóða

Undanfarið ár hefur ekki verið gott þegar horft er til hlutabréfasjóða sem ávaxta sparnað landsmanna upp á ríflega 80 milljarða króna.

olíuverð
Auglýsing

Á sama tíma og vísi­tala íslenska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins hefur lækkað um tæp­lega þrjú pró­sent á und­an­förnu ári, þá hafa hluta­bréfa­sjóðir sem ein­blína á íslenska­mark­að­inn skilað mun lak­ari nið­ur­stöðu. Þannig hefur sjóðum á Íslandi ekki tek­ist að skila betri nið­ur­stöðu en vísi­tala mark­að­ar­ins sýnir (Beat the Market), sem oft er við­miðið fyrir það sem að lág­marki þarf að ná til að telj­ast við­un­andi við ávöxtun sjóða.

Þrír af ell­efu

Ein­ungis þrír sjóð­ir, sem Keldan mælir ávöxt­un­ina hjá, hafa náð að sýna betri árangur heldur en vísi­tala mark­að­ar­ins en það eru Júpíter - Inn­lend hluta­bréf, vísi­tölu­sjóður Íslenskra verð­bréfa og síðan GAMMA Equity Fund. Hann hefur skilað bestri ávöxtun allra sjóða á síð­asta árinu, eða 6,12 pró­sent. ÍV sjóð­ur­inn er síðan 2,8 pró­sent ávöxtun og Júpiter 0,69 pró­sent. 

Ávöxtun hlutabréfasjóðanna má sjá hér. Mynd: Keldan.Aðrir sjóðir eru allir með nei­kvæða ávöxtun og fyrir neðan þrjú pró­sent. 

Auglýsing

Sam­an­dregið eru þrír sjóðir eru með jákvæða ávöxt­un, en átta nei­kvæða ávöxtun og lak­ari en vísi­tala mark­að­ar­ins.

Sam­tals eru þeir ell­efu sjóðir sem eru með fjár­fest­ingar sínar í inn­lendum hluta­bréfum um 82 millj­arðar að stærð. Stærstur þeirra er Stefnir ÍS 15 sem er um 38 millj­arð­ar. Nei­kvæð ávöxtun hans á und­an­förnu ári er 16,6 pró­sent og er hann með þriðju verstu ávöxt­un­ina af öllum sjóð­u­m. 

Verstu sjóð­irn­ir, þegar horft er til ávöxt­unar á und­an­förnu ári, eru hjá Lands­bréf­um. Lands­bréf Úrvals­bréf með nei­kvæða ávöxtun um 18,5 pró­sent og Lands­bréf Önd­veg­is­bréf með nei­kvæða ávöxtun upp á 18,8 pró­sent. 

Icelandair hefur dregið sjóð­ina niður

Ástæðan fyrir slæmri ávöxtun þess­ara þriggja sjóða er sú að þeir eru allir með drjúgan hluta af eignum sínum í bréfum Icelandair Group sem hafa lækkað mikið á und­an­förnu ári, eða úr ríf­lega 40 í 13 nú. Félagið er nú 64 millj­arða króna virði en var fyrir um ári um 190 millj­arða virði.

Hjá Stefni ÍS 15 eru 16,3 pró­sent eigna í bréfum Icelanda­ir, hjá Lands­bréfum Úrvals­bréfum 21,7 pró­sent og hjá Lands­bréfum Önd­veg­is­bréfum 18,3 pró­sent. 

Sé með­al­tal allra sjóð­anna tekið sam­an, og það skoðað í sam­hengi við þróun á vísi­tölu mark­að­ar­ins á und­an­förnu ári, þá er með­al­tals­á­vöxtun sjóð­anna nei­kvæð um 6,4 pró­sent á sama tíma og vísi­tala mark­að­ar­ins hefur lækkað um tæp­lega þrjú pró­sent. 

Upp­gangur á síð­ustu árum

Þrátt fyrir að und­an­farið ár hafi verið frekar slæmt á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði, þvert á mik­inn gang í efna­hags­málum þjóð­ar­inn­ar, þá hefur hækk­unin á und­an­förnum árum verið mik­il. Á síð­ustu fimm árum hefur vísi­talan farið úr ríf­lega þús­und í ríf­lega 1.750 nú. Fyrir um ári var hún í hæstu hæðum frá end­ur­reisn­inni eftir hrun, ríf­lega 1.940.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnuð fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None