Lélegur árangur flestra innlendra hlutabréfasjóða

Undanfarið ár hefur ekki verið gott þegar horft er til hlutabréfasjóða sem ávaxta sparnað landsmanna upp á ríflega 80 milljarða króna.

olíuverð
Auglýsing

Á sama tíma og vísi­tala íslenska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins hefur lækkað um tæp­lega þrjú pró­sent á und­an­förnu ári, þá hafa hluta­bréfa­sjóðir sem ein­blína á íslenska­mark­að­inn skilað mun lak­ari nið­ur­stöðu. Þannig hefur sjóðum á Íslandi ekki tek­ist að skila betri nið­ur­stöðu en vísi­tala mark­að­ar­ins sýnir (Beat the Market), sem oft er við­miðið fyrir það sem að lág­marki þarf að ná til að telj­ast við­un­andi við ávöxtun sjóða.

Þrír af ell­efu

Ein­ungis þrír sjóð­ir, sem Keldan mælir ávöxt­un­ina hjá, hafa náð að sýna betri árangur heldur en vísi­tala mark­að­ar­ins en það eru Júpíter - Inn­lend hluta­bréf, vísi­tölu­sjóður Íslenskra verð­bréfa og síðan GAMMA Equity Fund. Hann hefur skilað bestri ávöxtun allra sjóða á síð­asta árinu, eða 6,12 pró­sent. ÍV sjóð­ur­inn er síðan 2,8 pró­sent ávöxtun og Júpiter 0,69 pró­sent. 

Ávöxtun hlutabréfasjóðanna má sjá hér. Mynd: Keldan.Aðrir sjóðir eru allir með nei­kvæða ávöxtun og fyrir neðan þrjú pró­sent. 

Auglýsing

Sam­an­dregið eru þrír sjóðir eru með jákvæða ávöxt­un, en átta nei­kvæða ávöxtun og lak­ari en vísi­tala mark­að­ar­ins.

Sam­tals eru þeir ell­efu sjóðir sem eru með fjár­fest­ingar sínar í inn­lendum hluta­bréfum um 82 millj­arðar að stærð. Stærstur þeirra er Stefnir ÍS 15 sem er um 38 millj­arð­ar. Nei­kvæð ávöxtun hans á und­an­förnu ári er 16,6 pró­sent og er hann með þriðju verstu ávöxt­un­ina af öllum sjóð­u­m. 

Verstu sjóð­irn­ir, þegar horft er til ávöxt­unar á und­an­förnu ári, eru hjá Lands­bréf­um. Lands­bréf Úrvals­bréf með nei­kvæða ávöxtun um 18,5 pró­sent og Lands­bréf Önd­veg­is­bréf með nei­kvæða ávöxtun upp á 18,8 pró­sent. 

Icelandair hefur dregið sjóð­ina niður

Ástæðan fyrir slæmri ávöxtun þess­ara þriggja sjóða er sú að þeir eru allir með drjúgan hluta af eignum sínum í bréfum Icelandair Group sem hafa lækkað mikið á und­an­förnu ári, eða úr ríf­lega 40 í 13 nú. Félagið er nú 64 millj­arða króna virði en var fyrir um ári um 190 millj­arða virði.

Hjá Stefni ÍS 15 eru 16,3 pró­sent eigna í bréfum Icelanda­ir, hjá Lands­bréfum Úrvals­bréfum 21,7 pró­sent og hjá Lands­bréfum Önd­veg­is­bréfum 18,3 pró­sent. 

Sé með­al­tal allra sjóð­anna tekið sam­an, og það skoðað í sam­hengi við þróun á vísi­tölu mark­að­ar­ins á und­an­förnu ári, þá er með­al­tals­á­vöxtun sjóð­anna nei­kvæð um 6,4 pró­sent á sama tíma og vísi­tala mark­að­ar­ins hefur lækkað um tæp­lega þrjú pró­sent. 

Upp­gangur á síð­ustu árum

Þrátt fyrir að und­an­farið ár hafi verið frekar slæmt á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði, þvert á mik­inn gang í efna­hags­málum þjóð­ar­inn­ar, þá hefur hækk­unin á und­an­förnum árum verið mik­il. Á síð­ustu fimm árum hefur vísi­talan farið úr ríf­lega þús­und í ríf­lega 1.750 nú. Fyrir um ári var hún í hæstu hæðum frá end­ur­reisn­inni eftir hrun, ríf­lega 1.940.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None