Lélegur árangur flestra innlendra hlutabréfasjóða

Undanfarið ár hefur ekki verið gott þegar horft er til hlutabréfasjóða sem ávaxta sparnað landsmanna upp á ríflega 80 milljarða króna.

olíuverð
Auglýsing

Á sama tíma og vísi­tala íslenska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins hefur lækkað um tæp­lega þrjú pró­sent á und­an­förnu ári, þá hafa hluta­bréfa­sjóðir sem ein­blína á íslenska­mark­að­inn skilað mun lak­ari nið­ur­stöðu. Þannig hefur sjóðum á Íslandi ekki tek­ist að skila betri nið­ur­stöðu en vísi­tala mark­að­ar­ins sýnir (Beat the Market), sem oft er við­miðið fyrir það sem að lág­marki þarf að ná til að telj­ast við­un­andi við ávöxtun sjóða.

Þrír af ell­efu

Ein­ungis þrír sjóð­ir, sem Keldan mælir ávöxt­un­ina hjá, hafa náð að sýna betri árangur heldur en vísi­tala mark­að­ar­ins en það eru Júpíter - Inn­lend hluta­bréf, vísi­tölu­sjóður Íslenskra verð­bréfa og síðan GAMMA Equity Fund. Hann hefur skilað bestri ávöxtun allra sjóða á síð­asta árinu, eða 6,12 pró­sent. ÍV sjóð­ur­inn er síðan 2,8 pró­sent ávöxtun og Júpiter 0,69 pró­sent. 

Ávöxtun hlutabréfasjóðanna má sjá hér. Mynd: Keldan.Aðrir sjóðir eru allir með nei­kvæða ávöxtun og fyrir neðan þrjú pró­sent. 

Auglýsing

Sam­an­dregið eru þrír sjóðir eru með jákvæða ávöxt­un, en átta nei­kvæða ávöxtun og lak­ari en vísi­tala mark­að­ar­ins.

Sam­tals eru þeir ell­efu sjóðir sem eru með fjár­fest­ingar sínar í inn­lendum hluta­bréfum um 82 millj­arðar að stærð. Stærstur þeirra er Stefnir ÍS 15 sem er um 38 millj­arð­ar. Nei­kvæð ávöxtun hans á und­an­förnu ári er 16,6 pró­sent og er hann með þriðju verstu ávöxt­un­ina af öllum sjóð­u­m. 

Verstu sjóð­irn­ir, þegar horft er til ávöxt­unar á und­an­förnu ári, eru hjá Lands­bréf­um. Lands­bréf Úrvals­bréf með nei­kvæða ávöxtun um 18,5 pró­sent og Lands­bréf Önd­veg­is­bréf með nei­kvæða ávöxtun upp á 18,8 pró­sent. 

Icelandair hefur dregið sjóð­ina niður

Ástæðan fyrir slæmri ávöxtun þess­ara þriggja sjóða er sú að þeir eru allir með drjúgan hluta af eignum sínum í bréfum Icelandair Group sem hafa lækkað mikið á und­an­förnu ári, eða úr ríf­lega 40 í 13 nú. Félagið er nú 64 millj­arða króna virði en var fyrir um ári um 190 millj­arða virði.

Hjá Stefni ÍS 15 eru 16,3 pró­sent eigna í bréfum Icelanda­ir, hjá Lands­bréfum Úrvals­bréfum 21,7 pró­sent og hjá Lands­bréfum Önd­veg­is­bréfum 18,3 pró­sent. 

Sé með­al­tal allra sjóð­anna tekið sam­an, og það skoðað í sam­hengi við þróun á vísi­tölu mark­að­ar­ins á und­an­förnu ári, þá er með­al­tals­á­vöxtun sjóð­anna nei­kvæð um 6,4 pró­sent á sama tíma og vísi­tala mark­að­ar­ins hefur lækkað um tæp­lega þrjú pró­sent. 

Upp­gangur á síð­ustu árum

Þrátt fyrir að und­an­farið ár hafi verið frekar slæmt á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði, þvert á mik­inn gang í efna­hags­málum þjóð­ar­inn­ar, þá hefur hækk­unin á und­an­förnum árum verið mik­il. Á síð­ustu fimm árum hefur vísi­talan farið úr ríf­lega þús­und í ríf­lega 1.750 nú. Fyrir um ári var hún í hæstu hæðum frá end­ur­reisn­inni eftir hrun, ríf­lega 1.940.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Birgir Hermannsson
Vinstri græn og kjötið
Kjarninn 21. október 2019
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon: Láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast
Gylfi Magnússon, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, hefur gagnrýnt harðlega nýtt frumvarp iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem boðaðar eru miklar breytingar á samkeppnislöggjöfinni.
Kjarninn 21. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None